Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR26.NÓVEMBER1996 B 5 BÆKUR Menn, Orkarog Drýsildjöflar ÞORSTEINN Thorarensen stendur fyrir fjórum útgáfum á efni tengdu sögum J.R.R. Tolkiens fyrir þessi jól. Þegar hefur hann þýtt og gefið út öll þrjú bindi Hringadróttinssögu en þau koma nú út í sérstakri gjafaöskju með hamraðri gyllingu. Kom- in er út myndabókin Hugarlendur Tolkiens, svip- myndir af Miðgarði, þar sem 25 erlendir listamenn túlka heimsmynd sögunnar í alls 60 myndum. Þor- steinn hefur einnig hannað og búið til litprentað kort af Miðgarði, sögusviði Hringadróttinssögu og vegaljóð Gandalfs, úrval ljóða úr Hringadróttins- sögu í þýðingu Geirs Kristjánssonar, koma út í sérstöku kveri. „Tolkien byggir upp sérstakan heim utanum sögu sína þar sem kynþættir manna, álfa, Hobbita, Orka, Drýsildjöfla, auk ýmissa ófreskja, lifa saman. Þegar maður les söguna langar manni helst að hafa sérstakt leiðsögurit sér við hlið og því fagna sjálfsagt margir útgáfu myndabókarinn- ar," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Alan Lee er eins- konar opinber túlkandi Hringa- dróttinssögu í myndum ásamt John Howe og Ted Nasmith, að sögn Þorsteins, og eiga þeir allir myndir í bókinni. Hann er ánægður með myndskreyt- ingarnar en við- urkennir að hafa verið tvístígandi þegar hann sá myndir lista- mannsins Cor Bloks enda mynd- ir hans oft ein- faldar og barna- legar. „Myndir hans gefa bókinni annað sjónar- horn," sagði hann. Þorsteinn hef- ur ekki látið stað- ar numið í þýðingum á bókum Tolkiens því tvær bækur eru i vinnslu hjá honum sem stendur, Hobbit- inn og Silmerillinn. Hann segir að útgáfa þessara bóka verði væntanlega í samvinnu við erlenda að- ila sem ætla að gefa bókina samtímis út víða um Evrópu á nokkrum tungumálum. Hobbitinn verður myndskreytt af Alan Lee og Silmerilinn skreytir ÞORSTEINN Thorarensen. í ÓGÖNGUM eftir Ted Nasmith. John Howe. „Þetta verða skrautútgáfur. Ég nýt vinsemdar hjá þessum aðilum vegna þess að Tolki- en var svo mikill íslenskuvinur. Hann dáði tungu- málið og talaði það reiprennandi. íslenskan er yndislegt mál þó oft sé erfitt fyrir mig sem þýð- anda að vinna með það. Ég vildi gjarnan vera frjáls- lyndari og gera algeran uppskurð á því." )G ÖGUR ýta burt öllum frum- spekileg- um spurn- ingum. En telpan er fjarri veraldar- vafstrinu. Ekkert skilur hana frá spurning- unum um lífið og dauðann. Hún er komin á frumspekilegan aldur. Hún hallar sér yfir mógröf, virðir fyrir sér eig- in spegilmynd á bláu vatnsborðinu: „Líkami hennar leystist upp og Catherine Eyjólfsson hvarf í blámann [...] Á ég að stíga sporið? spurði hún, lyfti fæti, teygði hann fram og sá slitinn skósóla speglast í vatninu." Hún veltir dauðanum mikið fyrir sér. Það á að fara að slátra kálfi. Alla krakk- ana langar að fylgjast með þegar honum er slátrað. Nokkrum mínút- um áður en honum er slátrað hvísl- ar telpan í eyra honum: „Þú átt að deyja og hætta að vera til. Veistu það?" Þetta finnst öllum krökkun- um bráðfyndið og fara hvert á fæt- ur öðru og hvísla því að kálfinum. Síðan er kálfurinn skorinn á háls og nokkrum klukkustundum síðar er öllum boðið að setjast til borðs. Börnin eru himinlifandi að fá að tyggja líkamann sem þau höfðu séð lógað. Að máltíð lokinni hlaupa þau til kýrinnar, móður kálfsins. Telpan veltir fyrir sér: gerir hún sér grein fyrir því að við erum að melta af- kvæmið hennar? Og hún andar með opnum munni að grönum kýrinnar. Tímaskeiðið milli barnæskunnar og unglingsáranna: ekki er lengur þörf fyrir stöðuga umhyggju for- . eldranna og því öðlast maður skyndilegt sjálfstæði; þar sem mað- ur er enn ekki orðinn þátttakandi í veraldarvafstrinu skynjar maður eigið gagnsleysi. Telpan skynjar þetta hálfu betur en aðrir þar sem henni hefur verið holað niður hjá vandalausum. Þrátt fyrir það, enda þótt hún sé gagnslaus, heillar hún annað fólk. Hér er ógleymanlegur kafli: Dóttir bóndans er illa haldin af ástarsorg, fer út á hverri nóttu (bjartri íslenskri sumarnóttu) og sest niður við ána. Telpan, sem fylgist stöðugt með henni, fer líka út og tyllir sér niður langt að baki henni. Þær vita hvor af annarri en hvorug segir neitt. Síðan bendir bóndadóttirin telpunni að koma til sín. En telpan vill ekki hlýða og snýr heim á bæ. Hversdagslegur, látlaus, en magnaður kafli. Ég sé stöðugt fyrir mér þessa uppréttu hönd, merkið sem fjarlægar verur senda hver annarri, verur sem þurfa einungis að senda á milli sín þessi skilaboð: ég er hér; og ég veit að þú ert þarna. Þessi upprétta hönd, það er handarhreyfing þessarar bókar sem fæst við löngu liðið ald- ursskeið sem hvorki er hægt að endurskapa né endurlifa, tilgangs- laus handarhreyfing, dapurleg og óendanlega fögur eins og gervöll þessi skáldsaga sem skildi eftir í mér langvinnt, afar langvinnt berg- mál hrifningar. Friðrik Rafnsson þýddi. Milan Kandera er skáldsagna- höfundur, tékkneskur að uppruna, búsettur í París. Nýjasta skáldsaga hans Með hægð kom út hjá Máli og menningu á síðasta ári, samtím- is f Frakklandi og á íslandi, en meðal annarra skáldsagna Kundera má nefna Óbærilegan léttleika til- verunnar og Ódauðleikann. Mannfórnir í Reykjavík BOKMENNTIR Skáldsaga BLÓÐAKUR eftir Ólaf Gunnarsson. Forlagið 1996 - 508 síður. Prentun: Prentsmiðjan Oddi. Olafur Gunnarsson ÞVI HEFUR oft verið haldið fram að íslenskar bókmenntir séu ríkar af biblíulegum tilvísunum, jafnvel í meira mæli en gengur og gerist í bókmenntum ann- arra landa. Þetta kann vel að vera satt þótt við fyrstu sýn gæti virst rökréttara að ætla að íslenskir höfundar sæki tákn- mál og tilvísanir í norrænan menning- ararf. Þetta er gert að umtalsefni hér því þessi nýjasta skáld- saga Ólafs Gunnars- sonar er ekki einung- is ein allsherjar skír- skotun í atburði guð- spjallanna heldur er tilvist nútímafólks lýst með hlið- sjón af boðskap Krists. Sagan gerist í Reykjavík nú- tímans en fléttan er klassísk og gæti gerst (og hefur raunar gerst) hvar sem er, hvenær sem er. Meginpólarnir eru tvær fjölskyld- ur sem í upphafi eiga ekkert ann- að sameiginlegt en að búa í Reykjavík. Undir lokin hafa örlög undist saman og þær taka þátt í átökum sem breyta flestu. Tilefni átakanna er af siðferðilegum toga. Þess er krafist að flótta- drengur frá Bosníu, sem talinn er smitaður af alnæmi, sé fram- seldur. Fólk skiptist í tvær fylk- ingar, með og á móti, og höfund- ur setur þetta mál í sögulegt sam- hengi. Bæði vaknar í huga lesand- ans hliðstæðan við síðustu nótt Krists með lærisveinunum og drengsmálið svokallaða frá þriðja áratuginum. Freistandi er að lesa Blóðakur sem siðræna sögu þar sem gamal- kunnug spurning hangir yfir: Á ég að gæta bróður míns? Þessi spurning er sá mælikvarði sem persónur sögunnar eru metnar út frá; sí og æ minna þær á þetta leiðarhnoða, bæði með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi. Kaþólski presturinn, sr. Bern- harður, gerir barnslegar og órök- rænar siðferðiskröfur til sjálfs sín og annarra. Hann trúir því að mönnum beri að lifa í sátt við aðra menn og guð og í samræmi við þessar kröfur reynir hann að lifa. Þegar aðstæðurnar benda honum á þversagnir boðorðanna og eftirfylgni þeirra er eins og hann lemji haus við stein. Þetta kemur til dæmis í ljós þegar hann ræðir um hjónaskilnaði; það sem guð hefur tengt saman má maður ei sundur skilja. Þetta er í hans huga ófrávíkjanleg regla sem hann viðurkennir þó að aðstæður heimti að sé brotin. Andstæðan við sr. Bernharð er Tryggvi, sem hvorki kemur sér að því að lappa upp á hjónaband sitt og Dagnýjar né að slíta því. Hann er úrhrak; ábyrgðarlaust og svikult lítilmenni. Einna ljósust yerður samlíking hans og Júdasar ískaríot þegar hann smjaðrar fyr- ir Hafliða syni sínum sem er meðal þeirra sem halda vörð um Bosníudrenginn. Á sambærilegan hátt og Júdas kyssti Krist þannig hittir Tryggvi son sinn undir fölsku flaggi. Hann færir sér í nyt væntumþykju sonar síns í þeim tilgangi að klekkja á honum og félögum hans, svo að auðveld- ara reynist að framselja Kristsí- myndina: Bosníudrenginn. Blóðakur er stærri saga en svo að unnt sé hér að gefa haldbæra mynd af persónum og sögufléttu. Athyglisvert við persónurnar er hversu hverfular þær eru. Yfir- leitt er eins og þeim sé ekkert heilagt og flest falt. Hér er um að ræða hefðbundið minni í ís- lenskum sögum sem að mínum dómi er farið að þreytast dá- lítið. Sem betur fer teflir höfundur gegn þessu viðhorfi per- sónum sem reyna að standa fast á sínum megingildum. Ofbeldi er gegn- umgangandi í þess- ari sögu og sprettur það gjarnan fram af minnsta tilefni. Læknirinn Hörður, Tryggvi og synir hans Hafliði og Jök- ull lenda ýmist í ryskingum eða al- varlegum líkamsmeiðingum af minnsta eða alls engu tilefni. Þetta er í samræmi við hversdags- legustu fréttir um tilefnislausar líkamsmeiðingar og manndráp og ætti þess vegna vera styrkur skáldsögu sem gerist í nútíman- um. Svo einkennilega bregður þó við að eitthvað er fráhrindandi við ofbeldislýsingar í sögunni. Það er ekki viðbjóðsleiki ofbeldisins sem fælir frá heldur er það lýsing- in sjálf, stórkarlaleg orðanotkun og stundum gífuryrði sem vinna gegn þeim áhrifum sem lesandinn væntir af svo válegum sviðsetn- ingum. Af þessari sögu les maður að ofbeldi sé að verða jafn algeng- ur tjáningarmáti og að bjóða góð- an daginn. En öllu má ofgera, líka hér. Sagan er rík af fyndnum atrið- um án þess þó að þau séu nokk- urs staðar yfirkeyrð. Dæmi um slíkt er þegar Axel kemur við hjá Dagnýju til að votta henni samúð sína vegna fráfalls móður hennar. Dagný ærist því hún heldur að Tryggvi, fyrrverandi eiginmaður hennar, sé kominn til að ganga í skrokk á henni og opnar því ekki. Axel telur Dagriýju í nauðum stadda og lemur útihurðina í von um að hún opni. Misskilningnum er ekki eytt fyrr en lögreglan mætir á staðinn. Stfll Blóðakurs er breiður, orð- margur og óheftur. Höfundur leyf- ir sér að láta hugmynd kveikja aðra hugmynd og lýsingar eru bundnar sjónarhomi þess alvitra höfundar sem sér í koll hvers sem er hvenær sem er. Sagan flýtur þannig eins og stjórfljót til sjávar, með jöfnum hraða og miklum þunga án þess að falla fram af fossum eða steyta á flúðum. Út frá þessum forsendum er auðvelt að gagnrýna söguna fyrir að vera ekki nógu hnitmiðaða og bein- skeytta sem kann aftur að vera óréttmætt. Persónur sögunnar eru margar vel gerðar en þær hafa gjarnan þann ágalla að vera ,stat- ískar"; þær breytast lítið gegnum söguna. Sömuleiðis er framvindan á köflum óljós, þrátt fyrir fáeina hápunkta. í fáum orðum má segja að hér sé á ferðinni breið og marg- orð harmsaga, með margbreytileg- um en fastmótuðum persónum og ómarkvissa sögufléttu. Sagan er skrifuð af miklum metnaði sem þó nær ekki að hefja hana al- mennilega til flugs. Ingi Bogi Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.