Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 4

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 C 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar fyrstu sigurvegararnir í Lengjubikarkeppni KKÍ Erummed bestalHHð KEFLVÍKINGAR sigruðu KR, 107:101, íjöfnum og spennandi úr- slitaleik Lengjubikarkeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og hann segir okkur að við erum með besta liðið um þessar mundir. Þó við værum ekki að spila okkar besta leik, dugði það,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Keflvíkinga. Leikurinn var hraður og skemmtilegur allan tímann. KR hafði frumkvæðið framan af og náði mest 13 ValurB stiga forystu um Jónatansson miðían fyrri hálf" skrifar leikinn, 43:30. Þeg- ar þarna var komið sögu fékk bandaríski leikmaðurinn í liði Keflvíkinga, Damon Johnson, íjórðu villu sína og útlitið ekki allt of bjart. Johnson var tekinn útaf og þá fann Falur fjölina sína og gerði 15 stig á síðustu 8 mínútunum og þar af þijár þriggja stiga körf- ur. Forskot KR-inga fjaraði því smátt og smátt út og var munurinn aðeins eitt stig í hálfleik, 55:54. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, lét Johnson byija síð- ari hálfleikinn með fjórar viilur. „Ég tók ákveðna áhættu að setja hann strax inná. Við lékum svæðisvörn og Johnson hélt sér inn á allan síð- ari hálfleikinn og átti stóran þátt í sigrinum," sagði Sigurður. Johnson var allt í öllu í sókninni, ásamt Fal, og gerði 20 stig í hálfleiknum og það vóg þungt. Spennan hélst þó fram á síðustu mínútu. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 96:96. Keflavík náði að komast yfir 104:99 þegar ein mínúta var eftir. Þá reyndi Ingvar Ormarsson ótímabært þriggja stiga skot sem rataði ekki rétta leið og Keflvíking- ar léku af skynsemi sem eftir það og tryggðu sér sigurinn og 250 þúsund króna ávísun í verðlaunafé. KR lék vel í fyrri hálfleik og enginn þó betur en Hermann Hauksson sem fór á kostum. Hann gerði 26 stig í hálfleiknum og var með 100% skotnýtingu utan af velli. Varnarleikur liðsins var ekki nægi- lega sannfærandi í síðari hálfleik og því fór sem fór. KR-ingar hefðu mátt reyna meira til að „fiska“ Johnson út af í síðari hálfleik. Edw- ards reyndi of mikið upp á eigin spýtur og var skotnýting hans ekki nema 38% í leiknum. „Við vinnum ekki lið sem skorar yfir 100 stig á móti okkur. Við ætl- uðum að halda hraðanum niðri en það tókst ekki nógu vel. Við gerðum okkar besta en það dugði því miður ekki,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-inga, eftir leikinn. Keflvíkingar hafa reynsluna fram yfir KR og nýttu sér hana í þessum leik. Lið með bakverði á borð við Fal og Guðjón er ekki árennilegt. Falur setti niður sex þriggja stiga skot og tók af skarið þegar á þurfti að halda. Damon Johnson lék einnig vel í síðari hálf- leik eftir afleitan fyrri hálfleik. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur eins og þeir hafa flestir verið í keppninni. Þetta er góð byijun á keppnistímabilinu hjá okkur og ég held að Lengjubikarinn sé kominn til að vera og er íþróttinni tii fram- dráttar," sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Keflvíkinga. Morgunblaðið/Bjarni DAMON Johnson lék mjög vel í síðari hálfleik fyrir Keflavík og átti stóran þátt í sigri liðsins á KR. Hér leikur hann á Hinrik Gunnarsson KR-ing. + IÞROTTIR Háspenna í KA-heimilinu LEIKUR KA og Stjörnunnar á laugardaginn var án efa skemmtilegasta viðureign vetrarins til þessa í KA-heimilinu. Þetta var hraður leikur, allmiklar sviptingar og sveiflur og mikil spenna í seinni hálfleik. Þá tóku líka áhorfendur vel við sér og studdu sitt lið. Stjarnan hafði frumkvæðið fram í miðj- an seinni hálfleik en KA-menn áttu góðan endasprett og sigr- uðu 28:27. Hver maður gerði sitt besta Austurríkismenn mæta sterkir Hurð skall nærri hælum íVíkinni HURÐ skall nærri hælum í Vík- inni á laugardaginn þegar Vals- stúlkur sóttu Víkinga heim. Víkingar höfðu forystu þar til mínúta var eftir en þá jöfnuðu gestirnir 14:14 og Stefán komust síðan í Stefánsson hraðaupphlaup á sknfar síðustu sekúndun- um en lokaflautið gall við þegar þær voru á harða spretti. „Við hefðum þurft tvær sekúndur til viðbótar til að sigra,“ sagði Haukur Geirmundsson þjálfari Valsstúlkna eftir leikinn. „Stelpurnar sýndu mikinn kar- akter með því að vinna upp forskot Víkinganna. Þetta eru ungar stelpur og þetta er allt að koma hjá okkur.“ Víkingar voru yfir frá byrj- un, yfirleitt með þremur mörk- um og var staða í leikhléi 8:5. Síðustu mínútuna ætluðu Vík- ingar að nýta tímann til hins ýtrasta, skjóta í blálokin til að mótherjarnir kæmust ekki í sókn. Það gekk hinsvegar ekki og flautan bjargaði þeim frá tapi. Öruggt í Árbænum Fylkisstúlkur mættu ofjörl- um sínum þegar Haukar úr Hafnarfirði sóttu þær heim í Árbæinn á laugardaginn og má segja að 29:13 sigur Hauka- stúlkna hafi verið eftir bókinni því þær eru efstar og ósigraðar í 1. deild á meðan Fylkisstúlkur hafa enn ekki náð stigi. Árbæingar létu þó ekki valta yfir sig og var staðan í leikhléi 13:8, Haukum í vil en eftir hlé skiptu Haukar ört um leikmenn til að leyfa sem flestum að vera með, enda nokkuð öruggar um úrslitin. AUSTURRÍKISMENN sýndu mikinn styrk ífyrsta svigmóti vetrarins í Park City á sunnudag með því að raða sér í þrjú af fjórum fyrstu sætunum. Thom- as Sykora, sem vann síðasta svigmót heimsbikarsins sl. vor, var fyrstur og landi hans og nafni, Thomas Stangassinger, annar. Norðmaðurinn Kjetil Andre Ámodt varð þriðji. Sykora, sem hefur unnið þijú af síðustu fimm svigmótum heimsbikarsins, sagðist hafa æft mjög vel í sumar og því þyrfti árang- urinn ekki að-Tkorna á óvart. „Eg hef aldrei æft eins vel og fyrir þetta tímabil. Markmiðið hjá mér í vetur er að vinna heimsbikarinn í svigi,“ sagði Sykora, sem er 28 ára. „Þegar ég fór niður var Ijóst að landi minn Stangassinger var með besta tímann svo ég gat því tekið enn meiri áhættu en ella - austurrískur sigur var altént í höfn.“ „Það er eins og ég hafí fengið góðan byr í seglin. Það er frábært að bytja tímabilið svona vel,“ sagði Stangassinger og virtist jafnánægð- ur með annað sætið og Sykora það fyrsta. Kjetil Andre Amodt kemur sterkur til leiks. Hann vann heimsbi- kartitilinn 1994 en átti síðan í meiðslum síðustu tvö ár sem hann er nú búinn að ná sér af. Annar sigur Rieglers Austurríska stúlkan Claudia Rie- gler, sem keppir fyrir Nýja-Sjáland, sigraði í svigi heimsbikarsins í Park^ City á laugardaginn. Hún var 0,07 sekúndum á undan Pernillu Wiberg frá Svíþjóð. Austurríska stúlkan Ingrid Salvenmoser var þriðja. Riegler fór að ráðum Marc Girar- dellis og skipti um ríkisfang fyrir nokkrum árum því hún komst ekki í unglingalandslið Austurríkis. Þar sem móðir hennar er ný-sjálensk fékk hún auðveldlega ný-sjálenskan ríkisfang. Hún æfir í Salzburg í Austurríki og er með einkaþjálfara og hafa foreldrar hennar kostað þjálfun hennar. Morgunblaðið/Ásdís HRESSILEGUR hópur sundfélaga úr SH með sigurlaun sín eftir að hafa tryggt sér sigur annað árið í röð. Sundfélag Hafnarfjarðar bar sigur úr býtum annað árið í röð Valdimar Grímsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna en KA-menn gerðu ■■■■■ næstu þijú. Valdi- Stefán Þór mar jafnaði, en hann Sæirmndsson lék stórvel í fyrri Akuæyri halfleik °S skoraði þá 7 mörk. Stjarnan náði þriggja marka forskoti eftir 14 mínútna leik og hélt því til leik- hlés. Ekki skipti máli þótt þrír leik- menn Stjörnunnar hafi fengið reisu- passann á síðustu 6 mínútum hálf- leiksins, forskotið hélst því liðið lék vel en KA-menn voru mistækir í sókninni og stundum var fátt um varnir. Staðan í leikhléi var 13:16. KA byijaði með látum í seinni hálfleik og skoraði þijú mörk í röð. Þá komu þijú mörk í röð frá Stjörn- unni og aftur þijú frá KA. Niður- staðan úr þessu reikningsdæmi er 19:19 og 19 mín. til leiksloka. Eftir þetta var leikurinn æsispennandi en KA-menn höfðu þó 1-3 marka forskot. Þoir náðu að stöðva Valdi- mar sem skoraði fyrsta mark sitt í seinni hálfleik af vítalínunni þegar 8,50 mín. voru til leiksloka og stað- an 25:23. Duranona og Valdimar skoruðu næstu mörk á víxl og Valdimar minnkaði muninn í eitt mark, 27:26 þegar 3,45 mín. voru eftir. Ziza skoraði 28. mark KA og Stjörnunni tókst aðeins að bæta við einu marki á lokasekúndunum og sigur heimamanna í höfn. KA-menn eru nú í öðru sæti 1. deildar með 12 stig, fjórum stigum á eftir Aftureldingu en eiga leik til góða. Liðið þurfti að hafa mikið fyrir þessum sigri, bæði liðin léku mjög vel á köflum. Duranona og Sævar Árnason voru atkvæðamest- ir KA. Duranona skoraði öll 10 mörk sín með langskotum. Valdimar skoraði 11 mörk fyrir Stjörnuna, þar af 5 úr vítakasti. Ingvar Ragnarsson varði vel og tvítugur leikstjórnandi, Sigurður- Viðarsson (Símonarsonar) vakti at- hygli fyrir góð tilþrif og skynsemi. „ÉG er aö sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn. Það er alltaf erfitt að halda titlum og það var Ijóst að hver maður yrði að gera sitt besta og það tókst," sagði sigurreifur þjálfari SH, Brian Marshall, eftir að Ijóst var síðdegis á sunnudag að Sundfélagi Hafnarfjarðar hafði tek- ist að verja bikarmeistaratitilinn sem þeir hömpuðu í fyrsta skipti í fyrra, en bikarkeppnin fór fram í Sundhöll Reykjavíkur að vanda. Eftir hörkukeppni við Ægi skildu 530 stig liðin að. SH hlaut 27.742, A- sveit Ægis fékk 27.212 stig og Keflvíkingar voru þriðju með 25.727 stig. Pete Sampras heimsmeistari í þriðja sinn Frábær skemmtun PETE Sampras tókst hið ótrúlega, að sigra Boris Becker og 15.000 frábæra áhorfendur á heimavelli í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í tennis. Báðir léku eins og þeir gera best en úrslitin 3-6, 7-6, 7-6, 6-7, 6-4 lágu ekki fyrir fyrr eftir fjög- urra stunda keppni í fyrrakvöld. Becker sigraði Sampras í riðla- keppninni og hann fékk stuðning eins og hann gerist bestur. Þessi mikla aðstoð hjálpaði honum yfir erfiðar hindranir en Sampras, sem varð meistari 1991 og 1994, neitaði að gefast upp. Efsti maðurinn á heimslistanum hafði það sem þurfti, fagnaði sigri og fékk um 88 milljón- ir króna í verðlaun. „En sá úrslitaleikur,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Fimm hrinur á móti Boris á heimavelli hans. Þetta var ekki auðvelt. Áhorfendur studdu hann dyggilega en þeir voru sanngjarnir. Þetta var frábær skemmtun. Um það snýst málið. Þetta var ótrúlegt. Tennis er ekki spurning um peninga heldur um áhugaverða leiki. Þetta er einn af bestu leikjum sem ég hef tekið þátt í og ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég barðist allan tímann.“ Becker lék eins og best hann getur en það nægði ekki að þessu sinni. „Þetta var leikur fyrir mig og að fá tækifæri til að vera hluti af honum telst til hápunkta á ferlin- um.en ég get ekki leikið betur,“ sagði Þjóðveijinn. „Sigur eða tap skipti ekki máli - ég gerði mitt besta.“ Andrúmsloftið í höllinni í Hano- ver var rafmagnað. Stuðningur við Becker var skipulagður með hvatn- ingarborðum um alla höll og áhorf- endur hituðu taktvisst upp með sér- stöku stuðningsliði á gólfinu undir dynjandi tónist úr Rocky-kvikmynd- unum. Áhorfendur gáfu tóninn, Becker hafði forskot til að byija með og fólkið fylgdi með á sömu nótum. En Sampras lét ekki slá sig út af laginu og náði þrennunni eins og Becker og John McEnroe hafa áður gert. Ilie Nastase varð fjórum sinnum meistari og Ivan Lendl fimm sinnum. Því miður tókst okkur ekki ætlunar- verkið,“ sagði Petteri Laine, þjálfari Ægis. „Allt mitt fólk lagði sig fram og gerði sitt I besta en það er ljóst Benediktsson að liðsmenn SH gerðu skrifar betur en nokkurn óraði fyrir og þess vegna er sigurinn þeirra annað árið í röð. En ég vil taka það skýrt fram að mínir keppendur gerðu sitt besta í hverri grein, það nægði bara ekki,“ bætti Laine við. Eins og vitað var fyrirfram þá stóð slagurinn um bikarinn allan tímann á milli SH og A-sveitar Ægis. Fyrri keppnisdaginn skiptust félögin á um að hafa forystuna og þegar keppni hófst á sunnudaginn hafði SH aðeins 116 stig umfram Ægi. Hafnfirðingar hófu síðan daginn af miklum krafti og tókst ætlunarverk sitt, að ná góðri forystu fyrir boðsundin, en þar var ljóst að Ægissveitin væri sterkari. „Við vorum aldrei hrædd um að við myndum tapa þegar að boðsundunum kom því forystan var það góð,“ sagði Hjalti Guðmundsson, einn liðsmanna SH. Það gekk eftir og SH hrósaði sigri. „Á tímabili í vor heldum við að það væri lítil von á að veija titilinn. Þegar líða tók á sumarið og við sáum góðan árangur í mótum sumarsins kviknaði vonin að nýju og þegar við bættist að hver einasti liðsmaður félagsins lagðist á sömu sveif tókst ætlunar- verkið,“ sagði Magnús Þorkelsson, formaður SH. Ekkert íslandsmet var sétt á mótinu en sex aldursflokkamet voru slegin. Örn Arnarson, SH, synti 200 m bak- sund á 2.03,37 mín. og bætti gamalt met sem var í eigu Eðvarðs Þórs Eð- varðssonar. í sama sundi bætti Örn einnig metið í 50 m baksundi er hann synti á 28,44 sek. Árangur Arnar veitir honum landsliðssæti. Þessi árangur er einnig betri en Iágmarkið EYDÍS Konráðsdóttir úr Keflavík var að vanda drjúg fyrir sína sveit sem hafnaði í þriðja sæti. fyrir Evrópumeistaramótið í sundi í Rostock í næsta mánuði en Örn er of ungur jtil þess að fá að keppa þar. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, bætti flögurra ára gamalt telpnamet Eydís- ar Konráðsdóttur, Keflavík, í 200 m baksundi. Kolbrún synti á 2.26,64 mín. og bætti gamla metið um tæpa 1 sekúndu. Gunnar Steinþórsson, UMFA, setti síðan þijú sveinamet á mótinu, í 200 m flugsundi, 2.44,40 mín., 100 m flugsundi, 1.10,82 mín., og loks í 100 m skriðsundi, 59,76 sek. „Ég er ánægður með að byija á sigri,“ sagði Brian Marshall þjálfari SH en hann tók við þjálfun félagsins í sumar af Klaus Júrgen Hoh sem hafði verið þjálfari félagsins sl. fjögur ár. „Það er gaman að koma til félags eins og SH þar sem allir eru samstiga í að ná árangri. Framfarir eru miklar og við eigum nú tvo keppendur á næsta Evrópumeistaramóti." „Keppnin var jafnari en í fyrra og því er sigurinn sætur,“ sagði Hjalti sundmaður en hann synti nærri Is- landmeti sínu í 100 m bringusundi. „Ég hvíldi ekkert fyrir þetta mót því ég legg megináhersluna á Evrópu- meistaramótið í Rostock eftir tvær vikur. Nú byija ég að hvíla og stefni að góðum árangri." Hin unga sveit Keflavíkur varð í þriðja sæti og náði fleíri stigum en í fyrra, eða 25.727. „Ég er mjög sáttur við okkar hlut,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari liðsins og fyrrum sundkappi. „Við notuðum eingöngu unga fólkið okkar í mótinu og kölluð- um ekki til neina gamla kappa til að smala stigum. Við náðum að halda þriðja sætinu og krakkarnir sýndu miklar framfarir og ég held að þau eigi góða möguleika til að bæta sig ennfrekar.“ Skagamenn höfnuðu í fjórða sæti, UMSK í fimmta og lestina rak B- sveit Ægis og féll hún í aðra deild. Það var nokkurt skarð fyrir skildi í B-sveit Ægis að Lárus Sölvason gat ekki keppt vegna veikinda, en annars var sveitin skipuð ungu og efnilegu sundfólki líkt og A-sveitin, sem undir- strikar stöðu félagsins, sem ætlar eflaust að mæta enn sterkara til leiks að ári. „Ég hef séð miklar framfarir á þeim fjórum árum sem ég hef verið á ís- landi og meginástæðan fyrir því er að sundfólkið æfir betur en það gerði. Nú er svo komið að Islendingar fara að eiga fleiri sundmenn sem geta náð góðum árangri á alþjóðlegan mæli- kvarða,“ sagði Laine, þjálfari Ægis. Armann í 1. deildina Armann bar sigur úr býtum í 2. deildarkeppninni í sundi sem fór fram á í Sundhöll Reykjavíkur á sama tíma 1. deildin. Ármenning- ar fengu 21.692 stig en Selfyssing- ar höfnuðu í öðru sæti með 21.390 stig. Þessar tvær sveitir voru í nokkrum sérflokki. Þriðja sætið féll í skaut Njarðvíkingum ogþað fjórða KR. „Þetta var hörkukeppni og sigur- inn er árangur fjögurra ára þrot- lausrar vinnu hjá félagsmönnum," sagði Hafþór Birgir Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari félagsins. Keppni Ármenninga og Selfyss- inga var jöfn alla helgina og mun- aði oft og tíðum á milli 50 og 200 sitgum eftir hveija grein. „En krakkamir bættu sig allir og voru staðráðnir í að komast upp,“ sagði Hafþór. Þegar kom að boðsundun- um sem voru síðustu greinarnar mátti ekkert fara úrskeiðis hjá lið- unum í toppbaráttunni og því mikil spenna ríkjandi. En bæði lið komust klakklaust í gegnum þau og það dugði Ármenningum til að ná 1. deildar sæti. Litlu munaði að Sel- fyssingar fylgdu Ármenningum eft- ir upp í 1. deild en þeir fengu að- eins 53 stigum færra en UMSK sem hafnaði í næst neðsta sæti 1. deild- ar, en reglurnar kveða á um að sé næst efsta liðið í 2. deild með fleiri stig en næst neðsta liðið í 1. deild hafa þau deildarskipti. Það kom greinilega fram í mótinu að mikil uppbygging er að eiga sér stað hjá Njarðvík og margir ungir sundmenn þar sem gætu látið að sér kveða á næstu árum. SUND / BIKARKEPPNI SSI TENNIS HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR SKIÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.