Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 8
ÍMmR
tnmniiMiria—«■
HANDKNATTLEIKUR
Ulf Scheivert, landsliðsþjálfari Dana, á von á jöfnum leikjum við íslendinga
Bjartsýnn en smeykur
Sigurgeir
Guðlaugsson
skrifar
frá Danmörku
„ÉG er nokkuð bjartsýnn á að
við munum ná hagstæðum úr-
slitum út úr þessum tveimur
leikjum en ég verð þó einnig
að játa að ég er örlítið smeykur
því íslendingar eru ávalit mjög
erfiðir heim að sækja og það
getur ekkert liðbókað sigur
fyrirfram gegn íslendingum í
Reykjavík," sagði Ulf Schef-
vert, landsliðsþjálfari Dana í
handknattleik, skömmu áður
en danska liðið hélt af stað til
íslands í gær.
Danir hafa ekki tapað stigi og
eru efstir í riðlinum með stigi
meira en íslendingar. „Ég tel næsta
víst að pressan
muni öll verða á
íslenska liðinu á
miðvikudag [á
morgun] því ís-
lendingar verða bókstaflega að
sigra. Takist þeim það snýst dæmið
hins vegar við og pressan flyst öll
yfir á okkur - þá stöndum við
frammi fyrir því að þurfa á sigri að
halda í Alaborg á sunnudaginn,"
sagði Schefvert.
„Annars tel ég nokkuð góðar líkur
á því að það lið, sem hafnar í öðru
sæti í þessum riðli, muni verða ann-
að þeirra tveggja liða er komast
áfram í umspil um sæti á heims-
meistaramótinu og gæti það hugs-
anlega átt eftir að hafa einhver áhrif
á leik liðanna. Ég efast samt ekki
um að þó nokkur taugatitringur
muni gera vart við sig hjá báðum
liðum því mikið er í húfi.“
Schefvert sagðist eiga von á jöfn-
um viðureignum. „Það hefur oftar
en ekki verið mjótt á mununum þeg-
ar Danir og íslendingar hafa leitt
saman hesta sína á handknattleik-
svellinum og ég hef enga trú á öðru
en að sama verði uppá teningnum á
miðvikudag. Dagsformið á að öllum
líkindum eftir að koma til með að
ráða úrslitum hvorum megin sigur-
inn lendir og það kæmi mér ekki á
óvart þótt einungis eitt eða tvö mörk
KNATTSPYRNA
eigi eftir að skilja liðin að þegar upp
verður staðið,“ sagði Schefvert enn-
fremur.
„Ég þekki mjög vel til íslenska
liðsins og veit að það býr mikið í
strákum á borð við Ólaf (Stefáns-
son) og Patrek (Jóhannesson) en svo
eru einnig eldri refir eins og Geir
(Sveinsson), Valdimar (Grímsson)
og Júlíus (Jónasson) inni á milli
þannig að við munum þurfa að ná
upp góðri stemmningu og eiga topp-
leik til þess að ná að fagna sigri.
Það verður allt lagt í sölumar á
miðvikudaginn og þetta mun áreið-
anlega verða hörkuleikur en ég tel
jafnframt að það lið, sem að lokum
mun standa uppi sem sigurvegari
muni þurfa að hafa heilladísirnar á
sínu bandi.
Ég sagði það strax í Sevilla á
Spáni í júní þegar dregið var í riðl-
ana að þessir tveir síðustu leikir
milli Danmerkur og íslands myndu
verða hreinir úrslitaleikir um sæti í
HM þannig að ég er búinn að bíða
lengi eftir þessum viðureignum og
hlakka mikið til. Ég á bæði góðar
og slæmar minningar frá leikjum
mínum á íslandi en það er alltaf
jafngaman að sækja þetta fallega
land heim. Á miðvikudaginn verður
hins vegar hvergi gefið eftir og við
munum leggja allt undir til þess að
fara með sigur af hólmi en ég veit
að Þorbjörn vinur minn Jensson er
á sama máli þannig að það mun án
nokkurs vafa verða barist til síðasta
manns,“ bætti Schefvert jafnframt
við en hann mun láta af störfum sem
landsliðsþjálfari Dana í byrjun næsta
árs og snúa sér að þjálfun í Svíþjóð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þorbjörn
óhræddur
ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, óttast
ekki viðureignirnar við Dani í
Laugardalshöllinn annað kvöld
og í Alaborg á sunnudaginn.
Hann ætlar sér með sína menn
til Japans, þar sem heimsmeist-
arakeppnin fer fram í maí 1997.
Hér er hann og Geir Sveinsson,
fyrirliða landsliðsins, að leggja á
ráðin á æfingu landsliðsins í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi.
Mikill áhugi er fyrir leiknum og
er reiknað með að uppselt verði
á hann.
Haraldur í byrjun-
arliði Aberdeen
HARALDUR Ingólfsson var í
fyrsta sinn í byrjunarliði
Aberdeen um helgina en þá
vann það Hibernian 1:0 í skosku
úrvalsdeildinni. Dean Windass
skoraði mínútu fyrir hlé en
Haraldur fór út af um miðjan
seinni hálfleik.
„Þetta var erfiður leikur og
mun erfiðari en fyrsti leikurinn
minn sem var á móti Celtic,“
sagði Haraldur við Morgunblað-
ið. „Aberdeen hefur gengið illa
með Hibs og því var mikilvægt
að sigra en ég hef oft leikið
betur.“
Roy Aitken, þjálfari Aber-
deen, var ánægður með sína
menn. „Við vorum ákveðnir,
sköpuðum okkur mörg mark-
tækifæri og ávallt er ánægju-
legt að halda hreinu.“
Hann hefur samt hug á að
styrlya vörnina og viðræður
standa yfir við varnarmanninn
Geirmund Brendesæther hjá
Brann. Þá hefur Eyjamaðurinn
Hermann Hreiðarsson verið hjá
félaginu undanfarna daga og
átti hann að leika með varalið-
inu í gærkvöldi.
Patrekur
góður með
Essen
PATREKUR Jóhannesson átti
góðan leik í vörn og sókn þeg-
ar Essen vann Hameln 26:25
í þýsku deildinni um helgina.
Hann gerði tvö mörk, fiskaði
tvö vítaköst og fékk góða
dóma. „Það var gott að fá tvö
stig eftir klúðrið á móti
Schutterwald í liðinni viku,“
sagði Patrekur við Morgun-
blaðið. „Við réðum ferðinni
og undir lokin var staðan
24:19 en við slökuðum á það
sem eftir var. En þetta er
gott veganesti fyrir landsleik-
inn við Dani.“
Dagur og
Ólafur á
toppnum
Wuppertal vann Schwerin
24:16 og er með 22 stig eins
og Schwartau á toppnum í 2.
deUd. Ólafur Stefánsson var
með sex mörk fyrir Wuppertal
og Dagur Sigurðsson tvö
mörk.
„Eins og svo oft áður var
ég tekinn úr umferð síðari
hluta leiksins og það er frekar
Ieiðinlegt en mér hefur gengið
mjög vel að undanförnu og
vonandi skilar það sér á mið-
vikudag,“ sagði Ólafur.
Dagur tók í sama streng.
„Við komum vel stemmdir í
Danaleikinn en vitum hveiju
við eigum von á. Lykilmenn í
danska liðinu leika hér í
Þýskalandi og þeir hafa verið
að gera góða hluti. Morten
Bjerre, örvhenta skyttan hjá
Hameln, lék mjög vel á móti
Patreki og félögum og Claus
Jacob Jensen hjá Dormagen
er fjórði markahæsti leikmað-
urinn í 1. deild. Flensburg er
í fjórða sæti og hornaraenn
liðsins eru i danska landslið-
inu. Þá hafa miðjumenn Dan-
anna verið að spila ágætlega,
annar hjá Dormagen og hinn
þjá Gummersbach."
BCJ enn í
efsta sæti
BCJ Hamborg, lið Guðmundar
Bragasonar í þýsku 2. deild-
inni, er enn í efsta sæti norð-
urriðilsins. Guðmundur og fé-
Iagar unnu Bochum örugglega
um helgina og gerði hann 10
stig og tók 9 fráköst.
Donar í
Lárus Orri gerði
sjálfsmark I Þriðia sæti
Lárus Orri Sigurðsson gerði sjálfs-
mark fýrir Stoke er liðið tapaði
2:1 fyrir Southend á heimavelli.
„Boltinn kom fyrir markið og ég hljóp
að markinu til að hreinsa frá — hitti
boltann ekki vel og hann fór í legg-
hlífina og í eigið mark. Þetta var
mjög slysalegt og Southend var þá
komið í 2:0. Við minnkuðum muninn
fljótlega og síðan fékk ég ágætis
færi til að jafna, en markvörðurinn
varði,“ sagði Lárus Orri, sem var
fyrirliði liðsins annan leikinn í röð.
„Þetta er annað markið sem ég
geri fyrir liðið, en hitt gerði ég 1995
og það var ekki í eigið mark! Þetta
er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég
geri sjálfsmark og vonandi verður
það líka það síðasta,“ sagði Akur-
eyringurinn.
Þorvaldur Örlygsson og félagar
hans í Oldham unnu Oxford 2:1 og
eru í næst neðsta sæti 1. deildar.
Þorvaldur lék á miðjunni hjá liðinu
eins og hann hefur gert í undanfórn-
um tíu leikjum.
Hann sagðist ekki vera hræddur
við stöðu liðsins í deildinni því enn
væri mikið eftir af tímabilinu.
„Millwall var með fjögurra stiga for-
ystu í efsta sæti deildarinnar á þess-
um tíma í fyrra en féll samt. Þannig
að það er ekki hægt að örvænta
strax. Ég tel að við séum með betra
lið en staða þess í deildinni segir til
um,“ sagði Þorvaldur.
HERBERT Arnarson og félag-
ar hjá Donar í hollensku 1.
deildinni sigruðu tvívegis í síð-
ustu viku. A fimmtudaginn
lögðu þeir Cees Lubbers með
20 stiga mun og gerði Herbert
þá 19 stig og á sunnudaginn
vann Donar lið Voorburg einn-
ig með um tuttugu stigum og
gerði Herbert 8 stig í þeim
leik. Donar er í 3. sæti deildar-
innar.
Larissa, lið Teits Örlygsson-
ar, tapaði fyrir Panathinaikos
um fyrri helgi með 19 stigum
en var átta stigum yfir i hálf-
leik. Ekkert var leikið í Grikk-
landi um þessa helgi.
ENGLAND: XXX 22X X22 2111
ITALIA: XXX 1 X X 11X 2X1X