Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 6

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hermanna- tískunnar gætir í hönnun yfirhafna HERMANNATÍSKAN virðist vera ofarlega í hugum tískuhönnuða þennan veturinn, að minnsta kosti þegar yfírhafnir eru annars vegar. Á tískusýningum hjá Yves Saint- Larent, Versace og Ralph Lauren og fleiri hönnuðum voru þykkar yfírhafnir í hermannastíl afar áber- andi fyrr í vetur. Yfírhafnirnar voru þó í ýmsum útgáfum og minntu til dæmis á hermannakápumar á tím- um Napóleons Bónaparte, á búning- ana í frönsku útlendingahersveit- inni eða á einkennisbúninga leyni- þjónustu Sovétríkjanna (KGB). Tískuhönnuðir segja að mikil- vægir hlutir á yfírhöfnum í her- mannastíl séu axlaskúfar, gylltir hnappar og borðaskreytingar, en þó megi þeir ekki vera of stórir eða áberandi svo viðkomandi líti ekki út eins og nýlendustjóri á leið á grímubúningaball. ■ Rúskinns- kápa í her- mannastíl frá Ralph Lauren. DAGLEGT LÍF Hvernig má gera vinnuumhverfið fjölskylduvænna? Morgunblaðið/Golli EF til vill eiga menn eftir að sakna gamla vinnufyrirkomulags- ins, sem skapar fólki stöðugleika og ákveðna sjálfsmynd. Hvergi í Evrópu er vinnudagurinn eins langur og hér á landi. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna þetta og segja að vinnuumhverf- ið sé ekki nógu fjöl- skylduvænt. Hildur Einarsdóttir segir frá hugmyndum um breytt vinnuumhverfí og ræðir við stjórnendur nokk- urra fyrirtækja um það hvemig hægt er að koma til móts við þarfír fjölskyldunnar. MIKIÐ hefur verið rætt um það undanfarið hvers vegna ung- menni hér á landi sækja í auknum mæli í fíkniefni og ofbeldi hefur aukist. Skýringa hefur verið leitað. Menn hafa með- al annars lýst áhyggjum sínum á því þjóðfélagi sem við lifum í og sagt það á margan hátt ómannúð- legt. Það hafi að meginmarkmiði að auka þjóðartekjur en hugsi minna um tilfinningalegar þarfir einstaklinganna. Nýlega kom fram að hvergi er vinnuvikan lengri en hér á landi og er hún meira en fimmtungi lengri en að meðaltali í ríkjum inn- an Evrópusambandsins. Einnig hefur verið bent á að mikill munur sé á dagvinnulaunum hér og víðast hvar í Evrópu. Þessi munur sé hins vegar veginn upp með mikilli yfír- vinnu. Karlar og konur vinni því langan vinnudag hér á landi. Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir einkalífið? Gleymist ekki oft við þessi skilyrði þau gæði sem felast í því að vera í góðu, ástríku sam- bandi við bömin sín, makann, venslafólk og vini? Hafa foreldrar, sem eru svo uppteknir af vinnu sinni, gefið sér nægilegan tíma til að hlúa að þörfum bama sinna? Vinnutíminn sveigjanlegri Bent hefur verið á ýmsar lausn- ir á því hvernig hægt er að sveigja vinnuumhverfið betur að fjöl- skyldulífinu. Ein slík hefur verið sett fram af William Bridges, þekktum bandarískum ráðgjafa og fyrirlesara. í bók hans, sem nefnist Job Shift, rekur Bridges hvernig hann telur að hægt sé að breyta vinnufyrirkomulaginu þannig að einstaklingarnir geti eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Hann segir þróunina þá að stærri fyrirtæki bjóði í auknum mæli út ákveðna verkþætti til smærri fyr- irtækja. Þijú af hveijum tíu stærstu iðnfyrirtækjum Banda- ríkjanna leiti þannig út fyrir fyrir- tækin og láti framleiða allt að helmingi framleiðslunnar annars staðar. Þetta þýði að hugtakið starf eins og það hefur verið skil- greint síðan í iðnbyltingunni muni líða undir lok. í stað þess verði talað um verkefni. Þau geti verið mislöng og sami aðili geti fengist við fleiri en eitt verkefni í einu. Vinnufyrirkomulagið, þar sem menn sitja við frá átta til sjö, verði þá úr sögunni og sveigj- anleiki í vinnutíma meiri. í slíku umhverfi ætti einstaklingurinn að geta tekið betur mið af þörfum sínum og heimilislífsins, svo lengi sem hann axlaði þá ábyrgð sem um væri samið. Sér hann fyrir sér að settar verði á laggirnar mörg smærri fyrirtæki sem muni keppa sín á milli á mark- aðnum. Stærri fyrirtækin muni leita til smærri fyrirtækjanna um verkefni. Segir hann að þróunin sé sú að framleiðslustörfum sé sí- fellt að fækka og þekkingar- og þjónustustörf að koma í staðinn. Tækniþróunin muni gera það mögulegt að menn verði ekki eins bundnir vinnustaðnum og áður sem skapi sveigjanleika. Sér hann einn- ig fyrir sér að yfírmenn verði óþarfír og starfslýsingar sem áður voru fastbundnar fari eftir þeim verkefnum sem verið er að vinna. Hinn eiginlegi stjómandi verði þau fyrirtæki sem unnið er fyrir hveiju sinni. Starfsheiti verði því að mestu úr sögunni, jafnframt keppni um starfstitla. Verksviðið víðara og jafnréttið meira Bridges lýsir þeim skilyrðum sem verktakamir verða að aðlag- ast ætli þeir að þrífast. Segir hann að einstaklingarnir sem vinni við þau þurfi að vera sjálfstæðir og hafa þann hæfileika að geta skynj- að hvað það er sem viðskiptavinur- inn þarfnast og aðrir verktakar bjóða ekki upp á. Þeir verði að gera sér góða grein fyrir markmið- um sínum og hafa viljafestu til að framkvæma þau. í þessu kerfi verði fólk líka að gera sér grein fyrir hvemig vinnuumhverfí það þrífst best í. Vill það vinna eitt eða gengur því best að vinna í hópi með öðram? Bridges gefur leiðbeiningar um það hvemig fólk getur breytt úr fastri vinnu í verkefnavinnu og bendir meðal annars á námskeið þar sem hægt er að læra um stofn- un og rekstur fyrirtækja. Hann segir að í verkefnafyrir- komulaginu megi gera ráð fyrir að einstaklingurinn sé að vinna við mörg verkefni samtímis og menn verði töluvert á ferðalögum og eyði tímanum með mismunandi viðskiptavinum. Þessi margþætta vinna krefjist þess að menn skipu- leggi vel tíma sinn. Bridges segir að menn eigi eflaust eftir að sakna gamla vinnu- fyrirkomulagsins, því föst vinna skapi fólki stöðugleika og ákveðna sjálfsmynd. Föst vinna eigi þó alls ekki við alla, mörgum fínnist verk- svið sitt of þröngt og fullt af endur- tekningum og ýmsir hópar telji að innan hins hefðbunda vinnufyrir- komulags ríki ekki jafnrétti. Held- ur hann því fram að að margir muni njóta sín betur í verkefna- vinnunni, auk þess sem framleiðni verði meiri. SVERRIR ÓLAFSSSON rekur hönnunarmiðstöð fyrir stórfyrirtækið Rockwell Hefur bæði kosti og galla SVERRIR Ólafsson verkfræðingur hefur í mörg ár unnið ýmis hönnunarverkefni fyrir stórfyrirtækið Rockwell í Bandaríkjunum sem framleiðir allt frá flugvélum niður í öxla í bíla, eins og Sverrir orðar það. Fyrstu árin starfaði hann einn að verkefnunum og vann um tíma heima hjá sér. Fyrir þremur árum setti hann á Iaggirnar hönnunarmið- stöð sem er eins konar útibú frá Rockwell en slíkar hönnunarmiðstöðvar á vegum fyrirtækisins eru víða í heiminum, að sögn Sverris. Nú er hann með sex manns í vinnu í húsnæði úti í bæ og vinnur í nánu sam- starfi við fyrirtækið. Á síðastliðnu ári var hann valinn verkfræðingur ársins innan þeirrar deildar sem hann starfar fyrir. „Verkefnavinnan hjá Rockwell kom þann- ig til að eftir að verkfræðinámi í Bandaríkj- unum lauk fór ég að vinna hjá Rockwell. Þegar ég vildi flylja heim bauðst mér að taka að mér ákveðin hönnunarverkefni fyrir fyrirtækið. Kostirnir við að vera verktaki voru þeir að ég fékk meiri vinnufrið en ef ég hefði verið á vettvangi. Meðan ég vann heima fylgdist ég líka betur með börnunum, gat t.d. tekið á móti þeim þegar þau komu heim úr skólanum. Einnig gat ég ráðið að ein- hveiju leyti vinnutímanum, þ.e. hvaðatíma dags ég vann eða þar til starfsfólki fjölgaði en nú er þetta orðið eins og á venjulegum vinnustað. Starf mitt felst einkum í verk- efnastýringu svo ég þarf að vera til staðar. Meðan ég vann einn voru ókostirnir einkum þeir að mér fannst ég aldrei búinn í vinnunni. Ef það var dauður tími, fannst mér ég þurfa að vinna meira. Ég fór heldur ekki út úr húsi svo dögum skipti og ein- angraðist að vissu leyti. Til að leysa þann vanda leigði ég mér skrifstofu í Tækni- garði í nokkur ár.“ Sverrir segir að það að vinna á þennan hátt fyrir erlent fyrirtæki hafi vissa kosti. „Ég get búið þar sem ég vil en vinn samt við það sem ég hef áhuga á. Símakostnaður og ferðalög eru tiltölulega lítill hluti af Það hefur kosti að vinna á þennan hátt fyrir erlend fyrirtæki Morgunblaðið/Golli SVERRIR Ólafsson rekstrarkostnaðinum, en ég þarf að fara 4-6 sinnum á ári til Bandaríkjanna. Þetta verk- lag býður líka upp á sjálfstæðari vinnubrögð og launin eru hærri. Okostirnir eru helstir þeir að hætta er á að maður fylgist ekki eins vel með því sem er að gerast hjá fyrir- tækinu. Stundum vantar líka hluti til að vinna með þegar verið er að þróa ákveðin verkefni,“ sagði Sverrir Ólafsson. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.