Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 BLAÐ B ■ SAMKVÆMISKJÓLAR/2 ■ IÓLATÓMLISTIM/2 ■ UNGMENNI í SJÁLF- BOÐASTARFI HJÁ RAUÐA KROSSIMUM/4 ■ ÞEGAR VERKJATÖFLURMAR ERU HÖFUÐVERKURINN/6 ■ SKILNAÐARRÁÐGJÖF FYRIR BÖRN/7 ■ FALLEGIR aðventukransar prýða nú mörg íslensk heimili, enda annar í aðventu næstkomandi sunnudag. Daglegt líf fór á stúfana og komst að því að hinir hefðbundnu kransar með birkigreinum, rauðum kertum og kúlum eru ekki lengur vinsælustu kransarnir hjá landsmönnum, heldur hefur hugmyndafluginu verið gefmn laus taumurinn og fjölbreytnin feng- ið að ráða ríkjum. Að sögn Uffe Balslev Eriksen blómaskreytingamanns hjá Sólblóm- um í Kringlunni, er gyllti liturinn nú langvinsælastur í aðventukrönsum, sem og öðrum jólaskreytingum. „Til dæmis virðist fólki líka aðventukr- ansar úr sígreni með gylltum borð- um, kertum og öðru skrauti" segir hann, en bætir því við að rústrauð- ur, grænn og dökkblár eigi einnig upp á pallborðið um þessar mundir. „Þetta eru allt litir sem fylgja fata- tískunni í ár, enda virðast aðventu- kransar fylgja duttlungum tískunnar eins og svo margt annað.“ Uffe nefnir einnig að fólk sé gjarn- an farið að búa til aðventukransana sjálft og noti til þess alls konar efni- við og skraut. „Vinsælt er að nota náttúruleg efni í aðventukransana nú til dags, eins og til dæmis ýmsar tegundir af sígreni, köngla, hnetur og þara, en plastkúlur eða aðrir gervihlutir eru ekki eins áberandi," segir hann. „Þá er mikið um and- stæður í aðventukrönsunum og ólík- um hlutum raðað saman, svo sem ljósu og dökku, léttu og þungu, grófu og fínu, kringlóttu og löngu.“ Binni hjá blómaverkstæði Binna er á sama máli og Uffe um að gyllti liturinn sé vinsæll litur í aðventu- krönsum um þessar mundir. „Unga fólkið vill fremur gyllt, blátt eða grænt, en eldra fólkið virðist halda í þennan jólarauða lit,“ segir hann. Fjólublár er litur iðrunar Binni segir einnig að fólk sé mjög hrifið af þurrkuðum aðventukrönsum sem hægt sé að nota ár eftir ár. „Og ef það vill breyta til er komið með kransinn hingað þar sem við setjum nýtt og öðruvísi litað skraut og kerti í hann,“ segir hann. í kirkjum landsins virðist fjólublái liturinn vera ríkjandi í aðventukröns- Aðventukransar með gylljtu s eru vinsælir ui Aðventu- kransar fylgja duttlungum fatatískunnar Morgunblaðið/Golli AÐVENTUKRANS eftir Uffe Balslev Eriksen blómaskreytingamann. um, en hvers vegna ætli svo sé? Sigurður Arnarson prestur í Grafarvogskirkju segir að í kristinni trú sé fjólublár tákn iðrunar, yfirbótar og eftirvænt- ingar. „Með fyrsta sunnudeginum í aðventu hefst nýtt kirkjuár þar sem Ijólublái litur- inn er ráðandi, en þá er altarisdúkurinn einnig íjólublár sem og hökullinn," segir hann og bendir á að aðvent- an þýði komu Jesús Krists. Sigurður segir að aðventu- kransinn sjálfur tákni eilífðina og að hvert kerti í aðventukrans- inum beri ákveðið heiti; Spádómskert- ið, sem vísi til spádómsins um fæðingu Jesú Krists, Betlehemskertið, sem vísi til fæðingarstaðar Jesús, Hirðakertið, sem vísi til hirðanna og Englakertið, sem vísi til englanna. „A hverjum sunnudegi í aðvent- unni er kveikt á nýju kerti og því eru kertin mismun- andi stór í lok aðventunnar. Þau hafa myndað eins konar stiga sem vísar upp og bendir til eilífðarinnar og ljóssins sem er Jesús Kristur." ■ Ljóma smjörlíki • 500 gr. Tate+LyJe sýróp ' 500 ar. ddufylJí - dtD uí jjjtúji p 'múm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.