Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 B 7 ____________________________PAGLEGT LÍF ILLVIÐRÁÐANLEGIR TIMBURMENN HÖFUÐVERKUR vegna áfengisdrykkju virðist ill- viðráðanlegur. Algengustu kvalastillandi lyf geta ef til vill dregið svolítið úr verknum en lina þó varla þjáningarnar til fullnustu. Oft er sagt að menn séu með timburmenn þegar þeir fá höfuðverk eftir áfengisneyslu. Þá minnkar hæfileiki lifrarinnar til að bijóta niður og eyða eiturefninu, sem myndast í líkamanum, aukþess sem líkaminn verður fyrir vökvatapi. Með því að drekka mikið vatn áður eða um leið og einkenna verður vart er hægt að koma í veg fyrir vökvatap og hægja á upptöku áfengis í mag- anum. Því fyrr sem brugðist er við með þessum hætti því betra. Óráðlegt er að drekka kaffi eða aðra þvagörvandi drykki daginn eftir áfengis- neyslu. Slíkt eykur einungis vökvaþurrð líkamans. I baráttunni við timburmennina hefur sumum reynst vel að drekka vatn með uppleystum bökun- arsóda (natrón) til að „afeitra" líkamann því natr- ónið örvar framleiðslu lifrarinnar á viðeigandi ensímum. Vítamín og steinefni, sem fara forgörðum við áfengisdrykkju, má endurheimta að einhverju leyti með því að drekka mjólk og samkvæmt gömlu þjóðráði sígauna er ágætt að borða kraminn hvít- lauk. ■ SÁRSAUKAFULLUR SANNLEIKUR UM MÍGREIM MÍGREN er óvenjulega kvalafullur höfuðverkur, sem hijáir eina af hveijum sex konum og einn af hveijum fimmtán körlum. Flökurleiki, svimi, sjón- truflanir og kuldi eru algengir fylgifiskar. Meira en helmingur mígrensjúklinga fer aldrei til lækn- is, en tekur kvalastillandi lyf í ríkum mæli. Ný rannsókn á vegum spánskrar heilarannsókn- armiðstöðvar leiddi í ljós að næstum 15% manna, flest sérmenntað fólk, þjáist reglulega af mígren. Af niðurstöðunum var dregin sú ályktun að á Spáni fari árlega um 13 milljónir vinnudaga í súginn vegna veikindanna. Hægt er að haida mígren í skefjum ineð ýmsum lyfjum og nefnist vinsælast slíkra lyfja Sumatript- an. í lok ársins er búist við að lyf í nefúðaformi komi á markaðinn í Hollandi og í kjölfarið annars staðar í Evrópu. Helstu húsráð við mígren hafa gagnast sumum. Þau eru: ►Daglegur en smár skammtur af asperini. ►Lítri af sódavatni á dag. ►Stór skammtur af C-vítamíni á hveijum degi. ►Nefúði sem dregur úr bólgu og blóðsókn í nef- gögnum. ►Tæki sem hægt er að fá til að draga úr tann- gnístri. ■ ASPERÍN - IUÁTTÚRULEGT UIMDUR INNTAKA asperíns er enn algengasta meðferðin við höfuðverk. Talið er að um 100.000 milljónir slíkar pillur séu innbyrtar árlega um víða veröld. Þýski lyfjafræðingurinn Felix Hoffmann fann lyfið upp árið 1894 þegar hann með góðum árangri myndaði virkt efnasmband úr berki víðitrjáa. Asperín er bólgueyðandi og jafnframt kvala- stillandi lyf, því inntaka þess stöðvar framleiðslu hormóna sem bera boð um sársauka til heilans. Notkun asperíns færist stöðugt í vöxt og verður æ víðtækari. Núna er lyfið einnig tekið til að fyrir- byggja hjartaáfall og heilablóðfall auk þess sem það er notað í baráttunni við andlega hrörnun og sykursýki, til að auka fósturvöxt og við ristil- krabbameini. Aukaverkana, einkum magaverkur, flökurleiki og svimi, verður stundum vart ef stór skammtur er innbyrtur. ■ HVAÐ ER HÖFUÐVERKUR? ALGENGAST er að fólk fái höfuðverk vegna þess að vöðvar í andliti, hálsi og hársverði dragast sam- an eða spenna verður í vefjunum umhverfis heil- ann. Ástæðan kann að vera streita og slæm líkams- beiting. Misjafnt er hversu höfuðverkurinn er mik- ill en hann hverfur innan tíðar þótt ekkert sé að gert. Höfuðverkur af þessu tagi er talinn hijá fleiri konur en karla. Hins vegar þjást átta sinnum fleiri karlar en konur af höfuðverk, sem getur varað öðru hveiju í allt að tvo tíma í senn í tvær til tólf vikur. Verkur- inn byijar yfirleitt á nóttunni og lýsir sér í heiftar- legum kvölum öðrum megin í höfðinu. Oft eru upptökin í gagnauganu. Talið er að skortur á kól- íni, sem er ein gerð B-vítamíns, geti verið orsökin. Hægt er að auka kólínmagnið með lyfjagjöf. ■ Ýmislegt bendir þó til þess að munur á aðlögun skilnaðarbarna og ann- arra barna hefði farið minnkandi með árunum hér á landi. Skýringin á því getur líka falist I því að skilnað- arbörn hafi ekki svo mikið minni aðgang að foreldrum sínum en önnur börn, því útivinna beggja sé orðin mjög algeng. hvernig þeir geti hagað skilnaði sínum. Hann mælir meðal annars með því að foreldrar búi börnin vel undir þær breytingar sem skilnað- urinn muni hafa í för með sér, áður en þeir slíta samvistum. Börn- um sé gert ljóst að þau eigi ekki sök á skilnaðinum og þau verði helst áfram í sama umhverfi þann- ig að sem fæst félagsleg tengsl rofni. Börnum sé haldið fyrir utan deilur foreldranna og að foreldri hallmæli ekki hvort öðru í áheyrn barnanna svo fátt eitt sé nefnt. í bókarlok er fjallað um stofnun stjúpfjölskyldu. Þar segir að sveigj- anleiki sé lykilatriði, bæði innan fjölskyldunnar og í samskiptum hennar við umhverfi sitt. Sagði Benedikt að í stjúpíjölskyldum væru tengsl einstaklinganna flóknari og margvíslegri en í hefðbundinni kjarnafjölskyldu. Nauðsynlegt væri að fjölskyldumeðlimir séu tilbúnir að skoða samskipti sín með opnum huga og leita eigin leiða til að koma sem best til móts við þarfir hvers og eins. ■ Hildur Einarsdóttir. Hið sanna um lygina „HVERSDAGSLEG lygi er óijúf- anlegur þáttur í lífi fólks,“ segir Bella DePaulo, prófessor við Virg- inia háskóla í Bandaríkjunum. „A meðan sum lygi eyðileggur sam- bönd fólks og dregur úr trausti, gegnir önnur lygi mikilvægu hlut- verki í daglegu lífi, til dæmis með því að vernda viðkvæmt sjálfsálit fólks eða bjarga vandræðalegum uppákomum." En hvað lýgur fólk oft og hve- nær? DePaulo og samkennarar hennar báðu hóp fólks að halda nákvæma dagbók yfir hverja lygi. í ljós kom að fólkið sagði ósatt að meðaltali tvisvar til fjórum sinnum á dag. Þá var mun algeng- ara að fólk gripi til lygi þegar það talaði í síma en augliti til auglits við annað fólk. Upp komst um eina lygi af hveijum sjö, eftir þvi sem lygararnir komust næst. Tíundi hluti lyganna var hrein- ar ýkjur en yfir helmingur, eða 60%, var blekking. Tæpur þriðj- ungur var annars eðlis, t.d. þegar fólk var viljandi látið draga rang- ar ályktanir af samtalinu. ■ MEÐ AUGUM LAIMDANS Jólin nálgast María Elínborg Ingvadóttir býr í Moskvu þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs íslands. <ÉG er með innkaupa- listann í vasanum, ég er farin að hlakka til jólanna, mig langar >til að gleðja fólkið mitt heima með litl- um gjöfum. Fyrsti sunnudagur jólaföstu . er liðinn og kveikt L hefur verið á fyrsta kertinu. Jólakortin fóru i póst i morgun, gaman verður að f A fylgjast með, hvenær T f ) þau skila sér til við- ^ L takanda, í fyrra voru þau að berast fram í febrúar, ég hefði átt f 1 að læra af reynslunni V V og skrifa einnig pá: skakveðju í kortin. í fyrra var gaman að þakka vinunum fyrir jólakveðjuna, sumir urðu vandræðalegir og umluðu, aðrir sögðust sakna þess að hafa ekki fengið jólakort frá mér, en þau skiluðu sér, eitt af öðru. Verslanir í miðborginni eru fullar af allskyns varningi og jólaskrauti hefur verið komið fyrir á ótrúlegustu stöðum. Það er eins og jólin séu að reyna að troða sér inn í þessa borg, hún er ekki alveg tilbúin, en stórt skerf hafa þau tekið á einu ári. Ég geng búð úr búð, ég vil njóta þess að velja eitt- hvað sérstakt handa hveijum og einum, en ég er víst ekki í rétta skapinu. Það er eitthvað ekki eins og það á að vera, ég sé ekkert sem mig langar að kaupa. Ég virði fyrir mér mann- lífið, fólk flýtir sér, skoðar, treðst og treðst, hér eru margir sér- fræðingar í að troðast. Ég minnist jólainnkaupanna heima, hugsa um Laugaveginn, það er alltaf kalt á Laugavegin- um, en það gerir ekkert til, mað- ur klæðir sig bara, dúðar sig, stingur sér inn í búð úr búð. Allt er svo hreint og fágað, húsin, búðargluggamir sem hver um sig er eins og stórkostleg jólaskreyt- ing, jólalögin óma, jafnvel í gegn- um nístandi hryðjumar heyrast jólalögin. í litlum kaffihúsum bíð- ur heitt súkkulaði og vöfflur með sultu og ijóma. Fólk er í góðu skapi, heilsast, óskar hvert öðm gleðilegra jóla, fullorðna fólkið með bömin sín, pabbamir fara líka í búðir fyrir jólin. Eltthvað vantar Hér hefur verið hengt upp jólaskraut, en það vantar allt hitt. Umhverfið, búðirnar, fólkið, það er ekkert jólalegt við það, þrátt fyrir jólaskrautið. Það er talað um innkaupaæði fyrir jólin og að jólin séu fyrst og fremst hátíð blómlegra við- skipta. Auðvitað er mikið til í því, en fólk er nú ekki alltaf að kaupa gjafir handa allri fjöl- skyldunni og um jólin langar mann til að þakka, gleðja og gleðjast. Með lítilli gjöf er verið að minna á það sem er mikilvæg- ast, vináttu, ást og umhyggju. Jólin, með sínar glæsilegu um- búðir, hafa líka innhald, boð- skapur jólanna er undirtónn þeirrar þrár, þeirrar þarfar að sýna öðmm hug sinn, færa dag- legt amstur til hliðar, ásamt ann- ríki, áhyggjum og eltingaleik við allt það sem sýnist svo lítilsvert um leið og það er sett inn í geymslu í miðri jólatiltektinni, þar sem ágætlega fer um það fram yfir nýjár. Jólin em fjöl- skylduhátíð og því skyldi fjöl- skyldan ekki gera sér dagamun, fegra og prýða heimili sitt, lýsa upp skammdegið með marglitum litlum stjömum, inni sem úti, tendra stjömuljós í litlum aug- um, fullum af eftirvæntingu og gömlum hjörtum sem slá hraðar í gleði og þökk. Það er sárt að hugsa til þess, að það eru ekki allir sem geta ýtt áhyggjum og erfiði til hliðar um jólin og glaðst af heilum hug. Fjölskyldur þurfa á aðstoð að halda, til að geta haldið jól, gert sér og sínum dagamun, aðrir eiga enga að og fyrir suma þeirra er jólamáltíð Vemdar og Hjálpræð- ishersins á aðfangadagskvöld eina ljósið, eina stjama jólanna, kannski eina stjama ársins sem tendruð er fyrir þá. Það er skelfilegt að hugsa til þess, að það skuli vera til fátækt á íslandi, eins og sagt er frá í fréttum. Þar sem það blasir við, hvernig fátækt fer með fólk, hvernig skorturinn beygir og þrengir að sálinni, deyðir alla von, sjálfsbjargarviðleitni og metnað, eða brýst út í reiði með alvarlegum afleiðingum fyrir fólkið sjálft og aðra, sem ekki vilja sjá, þar hugsar maður heim, þar hugsar maður, að þannig megi það aldrei verða á Islandi, aldrei. Einhvemveginn finnst mér, að það ætti ekki að vera svo erfitt í fámenninu á íslandi, þar sem byggt hefur verið upp nútíma- legt, velferðar þjóðfélag, að gera öllum mögulegt að vinna sóma- samlega fyrir sér og sínum, það er samhengi á milli skilgreining- ar á velferðarþjóðfélagi og lág- marksafkomu og afkomumögu- leikum og ekki þýðir að fela sig á baka við meðaltöl, það er ekki fallegur leikur. Þegar taka þarf stórar ákvarðanir, er stundum betra að flýta sér hægt, en gefa sér meiri tíma til hugsa. Það kostar peninga að minnka skort- inn, en arðsemin er álitleg. Það em að koma jól, við skul- um öll sameinast um að tendra litlar stjörnur vonar og gleði, þar sem mannshugurinn, stoltið og trúin á lífið og möguleikann á að lifa því, lýsir upp skammdeg- ið og leiðir til nýrra tækifæra.B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.