Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 B 5 +' 4- DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Hópstarfid og URKÍ SKRÁÐIR félagar í URKÍ, ung- mennahreyfingu Rauða kross Is- lands, eru um 900. Að sögn Kon- ráðs Kristjánssonar, forstöðu- manns hreyfingarinnar í Reykja- vík, taka 200 ungmenni virkan þátt í sjálfboðaliðastarfínu, þar af um 150 á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmenn, sem eru 13-25 ára, starfa í hópum og annast ýmis verkefni. Hreyfingin stendur jafn- framt fyrir námskeiðum og félags- menn taka þátt í ýmsum verkefn- um innan RKÍ og í samstarfi við aðra. Hópstarfið er margvíslegt og velur hver og einn að starfa í ein- um eða fleiri hópum eftir sínu áhugasviði. Alþjóðahópur vinnur að sam- skiptum og tengslum við ung- mennahreyfíngar Rauða krossins erlendis. í hópnum fer einnig fram fræðsla og umræða um alþjóðleg málefni, einkum mannréttindi, hjálparstarf og umhverfismál. Félagsmálahópur. Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað starfskonur Kvennaathvarfsins og tekið þátt í félagslegri þjónustu í samvinnu við aðra. Vinahópur RKÍ rekur Vina- athvarf fyrir geðfatlaða. Sjálfboða- liðar vinahóps eru starfsfólki at- hvarfsins til aðstoðar. Skyndihjálp. Þátttaka í neyðar- varnarkerfi Almannavarna ríkisins er eitt mikilvægasta verkefni RKI. í skyndihjálparhópi URKÍ eru flokksstjórar í fjöldahjálp sem hægt er að senda hvert á land sem er til aðstoðar við fólk í neyð. Einn- ig taka meðlimir í hópsins þátt í að útbreiða þekkingu í skyndihjálp. Gullmolarnir. Hópurinn heldur skemmtikvöld fyrir URKÍ-félaga og stendur auk þess fyrir fræðslu- fundum um ýmis efni sem tengist starfi Rauða krossins. TURKÍ - Barna- og unglinga- starf. Hópur fyrir yngstu félags- menn. Þrettán til fimmtán ára krakkar vinna m.a. að verkefnum um ólík menningarsvæði, umhverf- isvemd og ofbeldi. Krakkarnir móta starfið og verkefnavalið sjálf- ir í samvinnu við eldri félaga. Sumarnámskeiðin. Þórsmerk- urnámskeið fyrir krakka 13-15 ára og 16-18 ára. Þátttakendur vinna að Iandgræðslu, sagt er frá starfí Rauða krossins, haldnar eru kvöld- vökur og ijallað um helstu þætti í skyndihjálp. Mannúð og menning. Sumarnám- skeið undir yfirskriftinni Mannúð og menning eru haldin fyrir 8-10 ára krakka, sem vinna að verkefn- um sem tengjast starfi Rauða krossins um allan heim. Áhugahópur um alnæmisvarnir. Hópstarf, sem hófst í vor, í sam- vinnu við Alnæmissamtökin. UNGMENNIN I URKI Sjálfboðaliðar af lífi og sál TRÚLEGA hefur ímynd ungmenna sjaldan verið jafn bágborin og hin síðari ár. Fjölmiðlum verður tíðrætt um vímuefnaneyslu og ofbeldishneigð ungs fólks, andlegan sljóleika vegna óhóflegs sjónvarpsgláps og síðast slælega kunnáttu í raun- greinum. I fjölmiðlum láta fullorðnir gamminn geisa um ástæður fyrirbærisins og skella skuld- inni á foreldrana, kennarana og samfélagið. Háttur fjölmiðla að fjalla mest um þá sem mest ber á beinir sjónum manna óneitanlega að nokkrum ofbeldisseggjum og rugludöllum úr röðum ungmenna, sem sí og æ eru til vandræða. Unglingar kvarta yfir neikvæðri umfjöllum og segja að stundum mætti ætla að þau ungmenni sem ekki séu nær heiladauð vegna stöðugrar myndrænnar mötunar séu annaðhvort á kafi í fíkniefnum eða geri sér helst til dundurs að lúskra á félögum sínum og öðrum samborgurum. Jafn- vel orðið unglingur, segja þeir, að sé farið að vekja skelfingu hjá sumum smábörnum, sem halda að unglingar séu upp til hópa hið versta fólk. Þótt vitaskuld sé full þörf á umfjöllun um svo alvarleg mál sem vímuefnaneyslu og vaxandi ofbeldi ungl- inga kann slík umræða að skekkja svolítið ímynd æskunnar. Efa- lítið sinna flestir ungl- ingar námi sínu af kostgæfni og eiga sér jafnframt ýmis upp- byggjandi áhugamál. Þeir eru, gagnstætt mörgum sem komnir eru til vits og ára, einfaldlega ekki enn búnir að hasla sér þann völl að ástæða þyki til að fara mörgum orðum um athafnir þeirra og andlegt atgervi. En hvar og hvernig eru fyrirmyndarung- menni? Draumasynirnir og -dæturnar - eru slík ungmenni til? Blaðamaður Daglegs lífs ákvað að spjalla við þijú ungmenni í URKÍ, ungmenna- hreyfingu Rauða kross íslands, enda líklegt að félagar í stærstu mannúðar- og friðarsamtökum heims hafi sitthvað uppbyggilegt á sinni könnu. Inga Þórðardóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Birgi Freyr Birgisson hafa starfað sem sjálfboða- liðar hjá ÚRKf um mislangt skeið. Sjálf sögðust þau ekki vera sérstök fyrirmyndarungmenni. Félagana í URKÍ sögðu þau líka vera ósköp venju- lega krakka; dæmigert ungt fólk - ef til vill örlítið víðsýnna. BIRGIR FREYR BIRGISSON, 22 ÁRA, NEMANDI í FJÖLBRAUTASKOLANUM I BREIDHOLTI Hlutleysis- stefnan höfðaði mest til mín KYNNING á starfsemi URKÍ í FB vakti áhuga Birgis Freys Birgissonar, sem segir hlutleysis- stefnu RKI fyrst og fremst hafa höfðað til sín. „Þar er engin rígur, engin samkeppni og hvorki afstaða tekin með né á móti mönnum og máiefnum. Fórnarlömbin eru þau einu sem skipta máli og markmiðið fyrst og fremst að hjálpa án nokk- urra útskýringa og skilmála,“ segir Birgir Freyr. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að ieggja þeim lið sem minna máttu sín. Fjórtán ára var honum falið að verja sjö ára dreng fyrir stríðni skólafélaga sinna. í kjöl- farið kom Birgir Freyr að máii við skólastjórann í Hjallaskóla og bauðst m.a. til að hafa gætur á yngstu börnunum í frímínútunum. „Tólf ára sökkti ég mér í lestur greina um sifjaspell, einelti og alls- kyns vanda sem sum börn eiga við að stríða. Smám saman fékk ég áhuga á að hjálpa þeim á einhvern hátt. Til skamms tíma var ég til- sjónarmaður hjá bæði Félags- málastofnun Reykjavíkur og Kópavogs, en síð- astliðin tvö ár hafa flestar frí- stundir farið í starf- ið hjá URKÍ.“ Vinirnir líka í URKÍ Birgir Freyr segir flesta vini sína vera í URKÍ. Hann tekur eng- an þátt í félags- FB og fínnst skólinn afar ópersónu- legur enda sé áfangakerfi eins og þar tíðkast ekki vel til þess fallið að nemendur kynnist innbyrðis. „Stundum tekur starfið hjá URKÍ allt að tuttugu stundir á viku og því lítið svigrúm til að sinna öðru.“ Þótt Birgir Freyr viðurkenni að sjálfboðaliðastarfið bitni á náminu, er hann sannfærður um -------------- að reynslan og þekkingin sem hann öðiast af marg- víslegum störfum innan hreyfíngarinnar nýtist sér ekki síður en bóknám- ið í framtíðinni. Sem hópstjóri í félags- málahópi, félagi í skyndi- hjálparhópi, sjálfboðaliði sveit RKÍ og Markmiðið fyrst og fremst að hjólpa ón útskýringa og skilmóla í útkalls- leiðbeinandi hjá TURKÍ hefur Birgir Freyr kynnst ýmsum hliðum mannlífsins og tekið þátt í mörgum verkefnum. Hann sækir að minnsta kosti tvo fundi á viku, af og til æfingar hjá útkalls- sveitinni og þarf að vera boðinn og búinn að leggja ýmsum félagasam- tökum lið þegar á þarf að halda. Tvær síðustu helgar fóru til dæmis í að búa til og dreifa borðum fyrir Alnæmissamtökin. Aðspurður hvort hugsjónin ein ráði ferðinni segir hann að trúlega sé hann mest í þessu fyrir sjálfan sig. „Mér finnst ég mest lifandi þegar ég er að vinna að hjálparstarfi og leggja góðum málefnum lið. Mig langar að læra bamasáifræði eftir stúdentspróf, en er þó óráðinn enn, því nám í ljósmyndun eða kvik- rnyndagerð er líka ofarlega á blaði. Einnig gæti ég vel hugsað mér að starfa tímabundið sem sendifulltrúi RKÍ í þróunarlöndum." Birgir Freyr segir ekki auðhlaup- ið að komast í slíkt starf og flestir félagar í URKÍ hafi ekki náð aldri til að bjóða fram starfskrafta sína erlendis. Þeir sinni því aðallega ýmiskonar líknarmálum hér heima. „Eg gerði mér ekki grein fyrir hversu margir eiga um sárt að bjnda fyrr en ég gerðist sjálfboðaliði. Áður hélt ég að þeir sem þæðu matargjaf- ir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og konurnar í kvennaathvarfínu væru einhverjar „steríótýpur", sem bæru fátækt og örbirgð utan á sér. Fljót- lega sá ég þetta var bara venjulegt fólk, sem hafði orðið fyrir ógæfu í lífinu." Engir prédikarar Birgir Freyr telur vímuefnaneyslu unglinga ekki hafa aukist að ráði síðastliðin tíu ár og lítill hópur þrett- án ára unglinga hafi þá eins og nú _________ verið farinn að neyta áfengis. „Við í skyndi- hjálparhópnum vorum með svokailað Dauðatjald á útihátíðunum UXA og Halló Akureyri og hlúðum að allmörgum unglingum sem voru illa á sig komn- ir. Ég varð svolítið var við að sumir héldu að við værum sértrú- arsöfnuður og biðu bara eftir að við færum að prédika um syndsamlegt líferni og leiðina til betra og dyggð- ugra lífs. Slíkt er okkur víðsfjarri því samkvæmt hlutleysisstefnu RKÍ tökum við ekki afstöðu og skiptum okkur ekki af drykkjuskap, slags- málum og öðrum uppákomum. Okk- ur er einungis ætlað að vera til taks fyrir þá sem til okkar leita af fúsum og fijálsum vilja.“ Ekki segist Birgir Freyr geta tal- ist sérstök fyrirmynd annarra ung- menna þótt hann reyki ekki, smakki sjaldan áfengi og vinm við hjálpar- starf. „Starfið í URKÍ er á mínu áhugasviði og ég hef ómælda ánægju af skipulagningunni, félags- skapnum og öllu sem því tilheyrir. Við erum alltaf með nýjar hugmynd- ir á pijónunum og eitt viðfangsefnið tekur við af öðru. Öilum er fijálst að koma með hugmyndir sem síðan eru ræddar á jafnréttisgrundvelli í hópunum. Þemaverkefni URKÍ næsta ár er herferð gegn ofbeldi og einelti í grunnskólum og ýmis- legt fleira er í farvatninu." ■ INGA ÞÓRÐARDÓTTIR, 19 ÁRA, NEMANDI I FJOLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Námið situr stundum á hakanum liYRIR fjórum árum þegar Inga ^ Þórðardóttir var í 10. bekk Ölduselsskóla tók hún ásamt skólafélögum sínum þátt í fata- söfnun RKÍ. Þá kynntist hún sjálf- boðaliðum í ungmennahreyfing- unni, heillaðist af starfí þeirra og fyrr en varði var hún komin á bólakaf í alls konar verkefni fyrir URKÍ. „Námið situr stundum á hakan- um því ég dregst alltaf í að gera eitthvað fyrir URKÍ. Sumir skilja ekkert í að ég skuli ekki frekar fá mér vinnu með skólanum í stað þess að vinna fyrir ekki neitt,“ segir Inga, sem tekur stúdentspróf frá FB í vor. Gefandi og þroskandi En Ingu finnst fjarri því að hún sé að vinna fyrir ekki neitt. Hún segir fátt meira gefandi og þrosk- andi en að stuðla að mannúðarmál- um í heiminum. Þótt enn sé langt í land að sú hugsjón verði ieiðar- ljós þorra mannkyns er Inga bjart- sýn á að með ötulu starfi samtaka eins og Rauða krossins verði hægt að byggja upp betra samfélag. „Þótt ég hljómi ef til vill eins og trúboði er ég ekki bara í URKÍ af einskærri fórnfýsi og eðlislægri góðmennsku. Mér finnst mjög gaman að taka þátt í starfinu auk þess sem ég hef eignast marga góða vini í hreyfingunni. Ég fer lítið á skemmtanir í skólanum, enda fæ ég félagsþörf minni full- nægt með starfinu í URKÍ og umgengni við félagana á kvöldin og um helgar. Yfirleitt erum við tíu til tuttugu saman í hópi, förum að skemmta okkur eins og aðrir unglingar, í útilegur, bíó og þess háttar." Aðspurð um áfengisdrykkju og reykingar unglinga í URKÍ segir Inga hreyfinguna ekki bindindis- samtök, sem setji félagsmönnum boð og bönn í þeim efnum. „Við erum engir englar, sumir reykja og drekka, rétt eins og í öðrum hópum unglinga." Sjálf reykir Inga ekki en hefur bragðað nokkrar tegundir áfengis, sem ____________ henni fannst allar jafn- vondar. Hún ákvað að hætta slíkri tilrauna- starfsemi, enda segist hún skemmta sér ágæt- lega án áfengis. Hópstýra Ekki bindindis samtök sem setja félags- mönnum boð og bönn Þótt Inga telji hjálparstarf í þróunarlöndum afar mikilvægt segir hún að ekki megi gleyma að á Islandi búi líka fólk, sem eigi varla til hnífs og skeiðar. „Ég hef tvisvar ásamt nokkrum félögum í URKÍ aðstoðað Hjálparstofnun kirkjunnar við að úthluta matar- gjöfum fyrir jólin. Starfið vakti mig til umhugsunar um hversu heppin ég er að búa við góðar aðstæður." Inga hefur komið víða við í starfí sínu í URKÍ. Hún var um skeið í félagsmálahópi og fór þá stundum í Kvennaathvarfið til að gæta barna. „Við fórum með krakkana í húsdýragarðinn, leikhús eða bíó um helgar til þess að mæðurnar gætu hvílt sig. Mér finnst aðstoð af þessu tagi afar nauðsynleg. Ég hef að minnsta kosti haft gott af að kynnast því að til er öðruvísi heimur en sá sem ég lifi og hrær- ist í.“ Inga hefur mikinn áhuga á al- þjóðlegum málefnum og er hóp- stýra alþjóðahóps. í hópnum eru um tuttugu krakkar, sem halda fundi a.m.k. einu sinni í mánuði, leggja á ráðin og skipuleggja. Þró- unarstarf í Gambíu, Ungt fólk í Evrópu og Keðjan er yfírskrift helstu viðfangsefnanna. Frá árinu 1992 hafa félagar í URKÍ lagt sjálf- boðastarfi RKI í Gambíu lið stuttan tíma í senn. Inga hefur ekki ákveð- ið hvort hún hyggst fara til Gamb- íu þegar hún hefur aldur til, en seinna langar hana að vinna að mannúðarmálum i þróunarlöndum. „Eftir stúdentspróf stefni ég á þriggja ára nám í HÍ í ensku og stjórnmálafræði. Þá ætti ég að vera ágætlega í stakk búin til að sækja um inngöngu í Friðarhá- skóla Sameinuðu þjóðanna á Costa Rica. Þetta er lítill skóli með 25 nemendur og 16 kennara. Aðal- áherslan er á alþjóðasamskipti, m.a er farið í saumana á mannrétt- indalögum og kynntar forsendur hjálparstarfs í heiminum." Alllr eru jafnlr Inga segir mikilvægt að fá ungt fólk til liðs við URKÍ og því sé fyrirhugað að kynna starfsem- ina í 10. bekk grunnskóla á næsta ári. „Við höfum alltaf nóg að gera og verkefnin eru óþijótandi. Verk- efninu Ungt fólk í Evrópu er ætl- að að auka víðsýni ungmenna og efla tengsi ungs fólks í heiminum. Tilgangur Keðjunnar, verkefnis sem við erum að hleypa af stokk- unum, er að reka áróður fyrir að allir séu jafnir. í bígerð er að fá íslenskan listamann til að búa til listaverk, sem verður sent milli ungmennahreyfínga um allan heim. Hverri hreyfingu er falið að skrifa „Allir eru jafnir" á sínu tungumáli." Þótt starfið í URKÍ taki dijúg- an tíma frá náminu er Inga sann- færð um að þeim tíma sé vel var- ið. Hún býst við að reynslan og þekkingin sem fæst með sjálfboð- aliðastarfi gagnist sér ekki síður en skólabækurnar í framtíðinni. ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR, 17 ÁRA, NEMANDI í FJÖLBRAUTASKÓLANUM ÁRMÚLA Áður snerist lífið bara um íþróttir ÞÓRA Kristín Ásgeirsdóttir kynntist starfi Rauða krossins fyrir fjórum árum þegar frænka hennar fékk hana með sér á land- græðslunámskeið í Þórsmörk. Þar segist hún hafa sáð fræjum, farið í göngutúra, lært smávegis í skyndi- hjálp og sitthvað fleira auk þess sem hún hafi hlýtt hugfangin á frásagn- ir sér eldri og reyndari af sjálfboða- liðastarfi í Gambíu í Afríku. „Ég hef mikinn áhuga á að fara þangað þegar ég hef aldur til enda hef ég fræðst heilmikið um landið og starf sjálfboðaliðanna á fundum alþjóðahópsins," segir Þóra Kristín sem gekk til liðs við URKÍ fyrir rúmu ári. LeiAbelnandl ÍTURKI Þótt ekki verði af Gambíuförinni í bráð situr Þóra Kristín ekki auðum höndum. Hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir URKÍ þar sem hún er auk sex annarra í stjórn. Á laugardögum fer hún stundum í Kvennaathvarfið til að passa börn, um jólin í fyrra útdeildi hún matar- gjöfum til þurfandi samborgara, hún hefur tekið þátt í skósöfnun, svarað í síma þegar átakið Samhug- ur í verki vegna snjóflóðanna á Flat- eyri í fyrra stóð sem hæst og núna eru öll þriðjudagskvöld helguð TURKÍ. „Ég er leiðbeinandi í TURKÍ, sem er félagsskapur fyrir yngstu krakk- ana, 13-15 ára. Eins og ég fá margir sem fara á landgræðslu- námskeiðin í Þórsmörk áhuga á að starfa eitthvað fyrir RKÍ og koma í kjölfarið á fundi hjá TURKÍ. Það er mjög gaman á þessum fundum og við gerum margt skemmtilegt saman. Til dæmis fórum við á leik- listamámskeið í fyrra, _________ settum upp leikrit og ferðuðumst um landið undir slagorðinu Ungt fólk gegn fordómum.“ Körfubolti og kaloríur Auk starfa sinna í URKÍ og TURKÍ æfír Þóra Kristín körfubolta tvisvar í viku með KR. „Ég hef verið mikið í íþróttum frá því ég var smá- krakki. Heima í Stykkishólmi sner- ist lífið og tilveran hjá okkur stelp- unum um íþróttir. Þegar ég fluttist hingað suður fyrir þremur árum komst ég að raun um að íþrótta- áhugi stelpna á mínum aldri var fremur lítill. Þær voru flestar í Einu sinni í mónuöi eru Gullmolakvöld en þú hittast allir hóparnir megrun, töluðu um kaloríur og vissu upp á hár hversu margar kaloríur voru í öllum mat. Ég hafði aldrei heyrt minnst á fyrirbærið og skildi lítið í fyrirsætudraumunum, sem mér fannst allar stelpur ganga með í maganum." Þóra Kristín segist alls ekki hafa verið utanveltu þótt hún hafí haft meiri áhuga á körfubolta en kalor- íum. Hún eignaðist fljótt vini og vinkonur og aðlagast lífinu í borg- _______ inni. „Eg umgengst bæði skólafélagana og félag- anna í URKÍ. Innan URKÍ er töluvert félags- líf. Einu sinni í mánuði eru svokölluð Gullmola- kvöld en þá hittast allir hópar innan hreyfingar- innar til þess að krakk- arnir kynnist innbyrðis. Ákveðinn hópur tekur að sér að skipuleggja kvöldin sem eru alltaf hver með sínu sniðinu." Englr vandræðagemsar Þóra Kristín segir unglinga í URKÍ lítt frábrugðna öðrum ung- mennum, sumir séu að fikta við að reykja og drekka en aðrir láti slíkt eiga sig líkt og hún sjálf. Ef munur- inn sé einhver segir hún hann helst felast í því að í URKÍ þrífast engir vandræðagemsar eins og oft eru innan um og saman við í öðrum unglingahópum og öðrum hópum. Áhugamál Þóru Kristínar eru mörg og eitt af þeim er söngur. Að minnsta kosti tvö kvöld í viku hittir hún nokkrar gamlar vinkonur í bílskúrnum hjá einni þeirra þar sem þær æfa söng af miklum móð. „Við vorum allar í barnakórum og finnst bara svo gaman að syngja að við getum ekki hætt. Við syngj- um mikið gosbellög og ætlum að troða uppi á árshátíð URKÍ í vor.“ Aðspurð segir Þóra Kristín að íþróttirnar, söngæfingarnar og starfið í URKÍ tefji ekki fyrir sér í námi. Hún segist nýta tímann vel og læra þegar færi gefst enda séu oft göt í stundaskránni. Eftir stúd- entspróf er hún ákveðin í að fara í íþróttakennaraskólann. Þóra Kristín segist ætla að halda áfram að starfa með URKÍ og líklega sitji menn þar á bæ uppi með hana þar til hún teljist ekki lengur til ung- vaknaðu! á undan frunsunni... ...meö því aö bera á hana Zovir krem sefur hún áfram Hafir þú fengið frunsu þekkir þú eflaust fyrirboða hennar, sting, sviða eöa æöaslátt. í kjölfariö láta fyrstu blöðrurnar á sér kræla. í Zovir kreminu er virka efnið aciklóvír sem kemur í veg fyrir fjölgun frunsuveirunnar. Berðu Zovir kremið á um leið og þú finnur fyrir fyrstu einkennum og þá getur þú náð að svæfa hana strax. Berðu á sýkta svæðiö 5 sinnum á dag i 5 daga. ZOVIR kremið fæst nú einnig með pumpu sem er auöveld í notkun og skammtar kremið á þægilegan og hreinlegan hátt. ZOVIR kremiö 2 g fæst án lyfseðils í apótekum. 5 Kynnið ykkur vel leiðbeiningarnar sem fylgja lyfinu. OVIR O GlaxoWellcome • Þverholti 14 • 105Reykjavík • Sími 5616930 ~4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.