Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 DAGLEGT LIF rr Samkvæmiskjólar - ljúfar minningar um skemmtilegar stundir Kjólarnir eru úr silki og satíni, flegnir og glæsi- legir. Hildur Einars- dóttir fékk að skoða kjólasafn Báru Sigur- jónsdóttur sem hún hef- ur geymt frá því hún var ung kona. ÞAÐ er eins og að stíga inn í töfra- heim að koma inn á heimili Báru Sig- uijónsdóttur kaupkonu. Dáleiddur stendur blaðamaður og horfir í kring- um sig. Á veggjum í forstofunni sér hann foma hnífa, sverð og byssur. í einu hominu stendur jámbrynja eins og notuð var í styijöldum framan af öldum og bera vitni um áhugamál Péturs Guðjónssonar eiginmanns Báru, sem nú er látinn. Undir fótum blaðamanns era þykk ullarteppi og á þeim liggja rauðmynstraðar persnesk- ar mottur. Yfír dyrastöfum og glugg- um eru gulllistar og þegar gengið er inn í stofurnar gefur að líta glæsileg, ljós rókókóhúsgögn og hvítan flygil, gyllta Ijósastjaka, útflúraðar brons- styttur og guðdómlega mynd eftir Jón Engilberts, svo fátt eitt sé talið. Rammað inn af ljósum silkiglugga- tjöldum. Inni í borðstofunni stendur nær fulldekkað borð með blóma- mynstruðum postulínsdiskum og rauðum kristalsglösum í stíl og vold- ugir kertastjakar standa á miðju borð- inu. Við hvem disk stendur nafn gest- anna sem von er á. Ekki er það síður ævintýri að fá að líta inn í fataherbergi Báru, þar Morgunblaðið/Jón Svavarsson BÁRA Sigurjónsdóttir á heimili sínu. Á veggnum er andlitsmynd af henni frá því tímabili sem hún klæddist þessum glæsilegu kjólum. sem hún geymir glæsilegu kjólana sína frá því hún byijaði að taka þátt í samkvæmislífinu. Það liggur þó við að blaðamaður sé hálf feiminn við að ganga inn í þessar persónulegu vistar- verar, sem geyma ekki aðeins fatnað heldur einnig ljúfar minningar um skemmtilegar stundir með vinum og flölskyldu. Bára opnar stóran fataskáp og út flögra glitofnir kjólar og kjólar úr silki, siffoni og satíni, skreyttir perlum og steinum. „Eg hef alltaf verið fyrir mjúk efni,“ segir hún og strýkur yfir einn kjólinn með höndinni. „Það er líka allt annað fyrir karlmann að taka utan um konu sem klæðist mjúkum efnum,“ segir hún sposk. Flegnir kjólar Bára hafði tekið því vel að sýna samkvæmiskjólana sem vitna um tíð- arandann og horfna glæsimennsku. Kjólamir era margir flegnir bæði að framan og aftan, enda Bára glæsileg kona. „Eg spurði manninn minn stundum hvort honum þættu kjólarn- ir mínir of flegnir. „Vertu í flegnu eins lengi og þú getur leyft þér það,“ sagði hann.“ Hún tekur fram þokkafullan kjól sem gæti verið ættaður úr arabísku ævintýri. Hálsmálið er vaff-laga en HVÍTUR silkikjóll með perlu- útsaumi. Kápan er kampa- vínslit með uppslögum úr minnkaskinni. Hún er vel fóðruð svo hægt er að nota hana sér. neðri hlutinn er með víðum skálmum sem teknar era saman niður við ökkl- ann. „Það er mikilvægt að konur átti sig á því hvenær þær eiga að hætta að ganga í flegnum fötum því auðvit- að breytist vöxturinn og húðin með tímanum,“ segir hún og leggur kjólinn frá sér og tekur fram annan sem hún klæddist á nýársfagnaði í Perlunni fyrir tveim árum, en sá er nær upp í háls og er með löngum ermum og er ákaflega fallegur. Nýársskemmtanir eru einmitt til- efni þess að Bára keypti marga af þeim kjólum sem hún sýnir okkur. Pétur og Bára fóru árlega á nýárs- böll í tjóðleikhúskjallarann, í Grillið á Hótel Sögu eða þau fóra á Pressu- ballið, sem þótti hápunktur sam- kvæmislífsins á sínum tíma. „Áður en við fórum á nýársfagnaðina hafði ég, og hef enn, fyrir venju að bjóða vinum mínum til mín í samkvæmi. Þá era miklir fagnaðarfundir því við höfum ef til vill ekki sést í einhvem tíma. Haldin er stutt áramótaræða og ég sest við orgelið og við syngjum saman „Nú árið er liðið.“ Ég hef gaman að viðhalda svona venjum. Einar Thoroddsen „JÓLALAGIÐ eftir Adam, í flutningi Jussi Björling, er það flottasta sem maður heyrir um jól. Þetta lag, sem nefnist „Julsáng" á frummálinu og Heims um ból set ég á fóninn á að- fangadagskvöld. Jólalagið er eins og kampavín, maður nýtur þess þegar maður er hress og þreytt- ur, svangur og saddur, glaður og hryggur. Annars ekki nema þegar mann langar til þess að heyra það. Af öðrum jólalögum get ég nefnt Gilsbakkaþuluna og á aðventu þykir mér tilheyra að hlusta á sænska halarófusöngva. Mér leiðast hins vegar jólalög sem sett eru á markað sem ,jóla- lagið í ár“. ■ Jólatónar í desembermánuði Andrea Gylfadóttir Ég er ekki nýjungagjörn þegar jólalög eru annars vegar, vil heyra gömlu og góðu lögin. Ég er mjög hrifin af mörgum amer- ískum jólalögum, eftirlætisgeisla- diskurinn minn er með Bing Crosby og Andrew-systrum. Þegar jólin ganga í garð hlusta ég á Vínardrengjakórinn syngja jóla- lög og svo á hefðbundna jóla- sálma. Líklega hlusta ég meira á tónlist um jólin en annars enda nær maður að slaka aðeins á. Tónlistin er óijúfanlegur hluti jólanna og stór hluti af jóla- stemmningunni. ■ TÓNLIST er hluti af tilbeiðslu og helgihaldi og því er hún enn frek- ar tengd jólum en nokkurri ann- arri hátíð. Með söngnum og tón- listinni undirbúa menn komu frels- arans og stytta mönnum stundir þegar eftirvæntingin eykst. Tón- leikahald er líklega aldrei meira en í jólamánuðinum og honum má líkja við vertíð tónlistarmanna, á meðan aðrar listgreinar draga sig í hlé. Tónlistarfólkið er þó ekki eitt um hituna, því almenningur tekur virkan þátt í tónlistarflutn- ingum, börn og fullorðnir syngja jólalög og hlusta á tónlist. „Tónlistarflutningurinn er undirbúningur aðfangadagskvölds er menn fagna komu frelsarans. I hugum flestra nær jólahelgin hámarki þegar í messunni er sung- inn sálmurinn „Heims um ból“,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld. Björgvin Halldórsson söngvari og lagasmiður segir tónlist rauða þráðinn í öllu jólahaldi. „Ég get ekki ímyndað mér jólahald án tón- listar. Ég vil hafa mikla tónlist í kringum jólin og þá tónlist sem tengist þeim. Þessi tónlist er nú bara notuð einu sinni á ári og því má leika hana oft og mikið. Það má alveg veita smábirtu í skamm- degið einu sinni á ári.“ “ Ekki eru þó allir sáttir við jóla- poppið svokallaða, telja það skyggja á hlutverk tónlistarinnar þegar hún sé notuð í þeim ákveðna tilgangi að auka kaupgleði og dembt yfir alla, hvort sem þeim líki betur eða verr. „Slík tónlist deyfir og gerir fólk ónæmt fyrir helgi jólanna. Því skiptir miklu máli að byija ekki of snemma á jólalögunum,“ segir Hjálmar. Lykillinn ekki fundinn En hvað gerir lög að jólalögum? „Laglínan og hljóðfæraskipan. Þessi hefðbundnu melódísku jóla- ög eru auðvitað jólaleg því að þau eru eingöngu leikin á jólunum og þá er fólk í sérstöku hugarástandi og móttækilegra fyrir þessari teg- und af tónlist. Það væri lítið gam- an að jólalögunum ef þau væru leikin allt árið,“ segir Björgvin. Textarnir gera sitt til að gera lag jólalegt og oftast eru þeir já-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.