Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 B 3 Skapgerð mín og lífsgleði nýtur sín líka best með fjölskyldu og vinum,“ segir þessi athafnasama kona. Vill hafa „glamor" yflr kvöldkjólunum Bára og Pétur áttu einnig fastan miða á frumsýningu á annan í jólum í Þjóðleikhúsinu. „Þá klæddust herr- amir smóking og dömumar voru í síðum kjólum," segir hún. En hvað samkvæmislíf nútímans er litlaust og óspennandi í saman- burði við þennan glæsileika, hugs- ar blaðamaður. „Those were the days,“ segir Bára, eins og hún lesi hugsan- ir. „Ég hafði og hef líka oft mat- arboð og býð vin- um og fjölskyldu og þeir bjóða á móti. Þá klæðast herramir smóking og frúmar em í samkvæmiskjólum,“ bætir hún við. Hún tekur fram pils frá ítalska fatahönnuðinum Pucci og silkiblússu og perlusaumaða skó sem ganga við. Pilsið er skemmtilega mynstrað úr þunnu flaueli og mynstrið minnir á málverk eftir ítölsku meistarana. „ít- alskir fatahönnuðir em undir sterkum áhrifum frá myndlistinni. Það kemur sérstaklega fram í mynstri efnanna og efnisgerðinni. Þetta pils var topp- urinn á sínum tíma en ég gæti ekki gengið í því núna, segir hún og yppir öxlum yfir kenjum tískunnar. „Ann- ars kaupi ég flest mín föt í Bandaríkj- unum. Ég vil hafa vissan „glamor" yfir kvöldkjólunum mínum og hann fínn ég þar.“ Kjólarnir orðnir „antlk“ Samkvæmisklæðnaður fólks hefur samt breyst töluvert á undanföram áram, segir blaðamaður. „Já, en verst finnst mér þegar ég sé konur í buxnadrögtum eða stuttum kjólum á fínum síðkjólaböllum. Þegar herramir era í kjólfötum eiga aðeins síðir kjólar við. Sjálf hef ég alltaf í ÞESSUM kjól sem minnir á 1001 nótt fór Bára á Pressuballið. PILS og blússa frá ítalska hönnuðinum Pucci. Perlu- og steinaskreyttir silkiskór í stíl við. Stórir skartgripir voru í tísku eins og hálsmenið ber með sér. kvæðir og boða fögnuð og ham- ingju. Síðan er það einhver leyndardómur í tónlist- inni sjálfri sem allir eru að reyna að leysa. Sem bet- ur fer hefur enginn fundið lausnina." „Það er ekki nóg að hnoða saman texta, setja hann við eitthvert lag og segja það vera jólalag. Lagið og text- inn verða að endurspegla hug höfundarins, tilbeiðsluna og fögnuðinn, annars nær lagið ekki til fólksins,“ segir Hjálmar. „Við skulum minnast þess að mörg bestu og falleg- ustu jólalögin eru þjóðlög sem al- þýðan sjálf hefur búið til. Uppruni margra jólalaga er hins vegar óljós, svo og ástæða þess að þau tengjast jól- um, svo sem hið alkunna bamalag „Adam átti syni sjö“. Allt of oft hefur hins vegar verið kastað til höndum þegar samin eru lög og textar handa bömum og það heyra menn skýrast í öllu jólalagaflóð- inu.“ Hjálmar segir jólatónlistina ekki eiga sér neinn samnefnara. Jólalög séu hvorki í ákveðnum tóntegund- um eða takti. „Þau eru yfirleitt ekki hröð, heldur virðuleg og í þeim fæst útrás fyrir trúarlegan fögnuð en ekki sorg. Bjöllurnar í amerískri jólatónlist eiga sér enga hefð hér á landi og ég efast um að þær veki mikla jólatilfinn- ingu í brjóstum íslendinga, enda er Sankti Kláus gestur hér á landi.“ Sígilt um jólin Flestir eru líklega sam- mála um að ekki gildi sömu lögmál um þá tónlist sem leik- in er á aðventu og þegar jólin ganga í garð. Þá vilji fólk hlýða á hátíðlega tónlist, yfirleitt sí- gilda. Sú tónlist sem Islendingar hlýða á um jól er að stórum hluta til frá Mið-Evrópu og Englandi, íslensk tónlist hefur ekki verið áberandi um jól en það er að breytast. Björgvin seg- ist hlusta á vandaða klass- íska tónlist og sígildar og fal- legar melódíur sem sungnar eru af meistara- söngvurum á borð við Nat King Cole, Ellu Fitzgerald, Mahaliu Jackson og fleirum. Stundum rati jólalögin hans á fóninn en það sé ekki oft. Hjálmar hlustar á klassísku meistarana, svo sem Mozart og Bach, Corelli, „og útsendingu Rás- ar 1 á aðfangadagskvöld þegar íslenskir tónlistarmenn flytja sí- gilda tónlist. Á nýársnótt hlusta ég ævinlega á Dónárvalsa“. Eftir annan dag jóla, taka jóla- lögin algerum breytingum. Þau verða hröð og galsakennd, sungið er um álfa og tröll og eftirvænting manna eftir áramótum eykst. DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Kristinn KÁPUKJÓLL úr silki skreytt- ur steinum og perlum. I þess- um kjól var Bára á frumsýn- ingu i Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. KJÓLL sem Bára fékk sér fyrir brúðkaup elsta sonarins. Kjólinn er glitofinn með silf- urþræði. Perlubróderaðir skór og taska eru í stíl við kjólinn. ur VIÐ fína samkvæmiskjóla eru skórnir í sama lit og kjóllinn. og opinberar móttökur. Samkvæmi- skjólar fara aldrei úr tísku, eftirspurn- in eftir þeim verður alltaf fýrir hendi.“ Nú er fólk farið að leigja sér samkvæmisfatnað ef eitt- hvað sérstakt stendur til, skýtur blaðamað- inn í. „Mér finnst mikil skammsýni hjá konum að leigja sér kjóla. Þær þurfa oftast ekki að bæta við nema ef til vill nokkram þúsundum til að geta eignast kjólana sjálfar. Það er hægt að nota kjólana oftar en tvisvar. Fólk man ekki svo glöggt hveiju maður klæðist ef fatnaðurinn er ekki mjög áberandi," segir hún. Hún horfir yfir kjólana sína og háhæluðu skóna sem standa í snyrti- legum röðum inni í skáp. Skónir eru úr útsaumuðu silki eða með fallegri spennu. Fínlegar samkvæm- istöskur liggja á stól. Fylgihlutirnir bera það með sér að hafa verið valdir af gaum- gæfni. Þeir eru hluti af heild sem eitt sinn var, en era nú orðnir „antik“ eins og Bára orðar það. „Sjáðu lásinn á þessari tösku.“ Bára bendir á perlusaum- aða samkvæmist- ösku með útflúrðum haft gaman af því að klæða mig upp í fallega kjóla,“ segir Bára. „í verslun minni hef ég líka haldið mig meira við sparikjólana. Ég vil sjá fyrir þörf- um kvennanna sem vilja eiga hentuga kjóla sem þær geta notað við mörg tækifæri og þeirra sem þurfa betri kjóla. Þá á ég við kvöldkjóla fyrir samkvæmi eins og brúðkaup, afmæli silfurlás. „Það er falleg vinna á þess- ari tösku,“ segir hún eins og með eftirsjá. „Ég geymdi kjólana af því Pétur maðurinn minn bað mig um það. „Ef þú ferð á undan mér get ég horft á kjólana, þá sé ég þig ljós- lifandi fýrir mér,“ sagði hann. Hann kvaddi á undan mér. Svona er lífið.“ FLÖSKUGRÆNN silkikjóll með herðasjali. Blússan er skreytt græn- um steinum. Helga Thorberg „Á AÐVENTU og um jólin hlusta ég mikið á söng Karmelsystra. Þær hafa sungið jólalög inn á snældu og það er óskaplega fall- egur söngur sem ég spila þegar ég er orðin þreytt á amstrinu fyrir jólin. Ég hef vissulega gaman af heyra eitt og eitt jóladæg- urlag, svo sem með Boney M og Frank Sinatra en jólapoppið er stór skammtur á skömmum tíma. Þegar jólin ganga í garð finnst mér tilheyra að hlýða á göfuga tónlist, þá er allt arg og þras búið og bara hægt að njóta jóla- helginnar. Mér finnst gergor- íanskur söngur yndislegur og hann hlýði ég á í miðnæturmessu í kaþólsku kirkjunni á aðfanga- dagskvöld. Þá finnst mér jólin hafin." ■ Jón Arnar Magnússon „MÍN uppáhaldsjólaplata er með hljómsveitinni Boney M. Hún hefur verið mitt eftirlæti frá því að ég var krakki og hana hlusta ég á mestallan des- embermánuð. Fyrir nokkrum árum bættist jóla- platan hennar Siggu Beinteins í safnið og hana spila ég oft. Þeg- ar jólin ganga í garð, hiusta ég hins vegar á messuna og sígilda tónlist, finnst það viðeigandi." ■ ^íemcmtaAÚMð Handsmíðaðir 14kt gullhringar Tráhært verð. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 ^emantaÁiMÍð Handsmíðuð 14kthálsmen með perlum Tráhært oerá. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 Íl G As Nýr ilmur fró Perry Ellis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.