Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 3

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1996 C 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR IBV mætti ekki Eyjamenn mættu ekki til leiks gegn HK í fyrstu deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Leikur- inn átti að hefjast klukkan 20 og í gærdag var flogið til Eyja en ekki síðari hluta dags. Leiknum var frestað á sunnudaginn vegna ófærðar en í gærkvöldi létu Eyja- menn ekki vita að þeir kæmust ekki og þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, dómarar, flautuðu til leiks og Hinrik Magnús- son skoraði fyrir HK, en hann er yngsti leikmaður liðsins. Taflan á C6 er miðuð við að HK vinni 3:0. Urslitin á ísafirði standa DÓMSTÓLL Körfuknattleiks- sambandsins kom saman i gær og var fyrir tekið mál körfuknattleiksdeildar UMFG gegn körfuknattleiks- deild KFÍ vegna dóms héraðs- dómsstóls ÍBI um að Dag- bjartur Willardsson hafí verið ólöglegur með UMFG er lið félaganna mættust í úrvals- deildinni á ísafirði þann 1. nóvember. Dómsorð dómstóls KKÍ eru að dómur sá er áfrýj- að var sé felldur úr gildi og úrslit ieiksins skuli standa. Forsaga málsins er að Grindvíkingar komust ekki með allt lið sitt til ísafjarðar og því varð liðsstjóri þeirra, Dagbjartur Willardsson, að leika með. Grindvíkingar sigruðu en ísfirðingar kærðu, sögðu Dagbjart hafa verið félagsbundinn körfuknatt- leiksliði Golfklúbbs Grinda- víkur og hefði hann leikið með félaginu. Héraðsdómstóll ÍBÍ dæmdi ísfírðingum sigur í leiknum en nú hefur dóm- stóll KKÍ fellt þann dóm úr gildi. DómstóIIinn kemst að þeirri niðurstöðu að einhver úr GG hafi á sínum tima und- irritað félagaskipti fyrir Dag- bjart, að honum forspurðum, og því séu þau félagaskipti ekki gUd og leikmaðurinn þvi verið löglegur með Grindvík- ingum. I dómstóli KKÍ sátu Gísli Gíslason, Helgi I. Jóns- son og Ágúst Jóhannesson. KR mætir Njarðvík STÓRLEIKUR 8-Uða úrslit- anna í bikarkeppninni í körfu- knattleik verður viðureign KR-inga og Njarðvikinga á Seltjarnarnesi, en dregið var sl. sunnudag. Selfyssingar fá íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn, Skallagrímur sækir KFÍ heim til Isafjarðar og ÍR og Keflavík leika í Seh'askóla. 18-liða úrslitum kvenna leika: Keflavík-Grindavík, ÍS- ÍR, Njarðvík-Skallagrímur og ÍR-KFÍ. Leikirnir eiga að fara fram á fimmtudag og föstudag. Haukamir of sterkir fyrir nágranna sína Skúli Unnar Sveinsson skrífar Það er alltaf gaman þegar ná- grannaliðin í Hafnarfírði, Haukar og FH, eigast við í hand- knattleiknum og leikurinn í gær var engin undantekning þar á. Haukar voru reyndar talsvert sterkari og 28:24 sigur þeirra var síst of stór. Engu að síður var gam- an því bæði lið börðust eins og þau gera best og harðast enda vill hvor- ugt liðið tapa fyrir hinu. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir tapaðan leik tóku FH-ingar á öllu sem þeir áttu á lokakaflanum, gerðu tvö síð- ustu mörkin og Hálfdán Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið þegar tvö sekúndubrot voru eftir, hans þriðja brottvísun. Sem sagt ekkert gefíð eftir í Hafnarfírði. Haukar skutust í annað sætið í deiidinni með sigrinum í gærkvöldi og eru sjálfsagt ánægðir með það þó svo þeir vildu örugglega vera nær Aftureldingu en raun ber vitni. Byijunin hjá þeim rauðklæddu lof- aði góðu og allt stefndi í öruggan sigur þeirra því fyrstu fjögur mörk- in voru gerð í FH-markið. En hvít- klæddir leikmenn FH gáfust ekki upp, þéttu vörnina með þeim ár- angri að í næstu sextán sóknum Hauka tókst aðeins að gera þijú mörk. Sókn FH varð grimmari og þeir nýttu sér að Haukar breyttu um stund um varnaraðferð, fóru úr ágætri flatri vörn yfir í að láta einn leikmann vera örlítið fyrir framan. Þetta hentaði FH-ingum greinilega betur því þeir komust í 9:7 áður en Haukar fóru á ný í flata vörn og gerðu fjögur síðustu mörk- in fyrir hlé, höfðu 11:9 yfir í leikhléi. Sex fyrstu sóknir Hauka eftir hlé gáfu mark á meðan FH skoraði í fyrstu tveimur og misnotaði síðan næstu sex. Staðan orðin 17:11 og tókst FH aldrei að brúa það bil þrátt fyrir mikla baráttu. Undir lok leiksins var mönnum orðið heitt í hamsi og hefðu annars ágætir dóm- arar leiksins hæglega getað fækkað eitthvað í báðum liðum með því að vísa mönnum útaf. Þeir kusu hins vegar að leyfa mönnum að takast á. Haukar gerðu eina breytingu á venjulegu byijunarliði sínu. Magnús Sigmundsson byijaði í markinu, en hann er fyrrum FH-ingur og hefur sjálfsagt langað óskaplega mikið til að leika gegn fyrrum félögum sín- um. Magnús stóð sig vel, byijaði á að veija vítakast og var FH-ingum erfiður. Það er langt síðan Bjarni Frostason hefur ekki komið við sögu í leik með Haukum nema síð- ustu fjórar mínútumar. Annað sem vekur undrun hjá Haukum er að Aron skuli leika meira og minna á línunni. Hann stóð sig reyndar vel en maður er ekki vanur að sjá aðalleikstjórnanda liðsins á línunni. Við hlutverki hans tók Þorvarður Tjörvi Ólafsson og átti fínan leik eins og þeir Rúnar og Baumruk, sem lék sinn 200. leik fyrir Hauka. Hann leysir skyttu- hlutverkið hægra megin vel af hendi. Einar Gunnarsson átti einnig ágætan leik, bæði í vöm og sókn og Gústaf nýtti sín færi vel. Hjá FH voru þeir Sigutjón og Sigurgeir sterkir í vörninni, stund- um nokkuð harðhentir en traustir. Lee varði vel á köflum og í sókn- inni var Hálfdán sterkur, raunar einnig í vörn, og Gunnar þjálfari lék ágætlega. Guðmundur byijaði vel en hvarf síðan og Guðjón lét ekkert að sér kveða fyrr en undir lok leiks- ins að hann gerði þijú mörk. KNATTSPYRNA West Ham jafnaði Newcastle varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn bar- áttuglöðu liði Nottingham Forest í gærkvöldi og var þetta fyrsta markalausa jafntefli Newcastle í síð- ustu 74 leikjum. Þar með fóru vonir Newcastle um að komast í annað sætið á eftir Arsenal út um þúfur. Newcastle tókst ekki að skora í gær þrátt fyrir að vera með þá Sherer og Ferdinand í framlínunni en tals- vert er síðan þeir hafa náð að leika saman. David Batty var ekki með þar sem hann var í banni og Asp- rilla er meiddur. Meistarar Manchester United voru 2:0 yfir þegar 13 mínútur voru til leiksloka á Upton Park en West Ham gerði tvö mörk á tveimur mín- útum og þar við sat. Gestirnir náðu undirtökunum í seinni hálfleik og fyrirliðinn Eric Cantona átti hlut að máli í báðum mörkunum. Fyrst gaf hann á Ole Gunnar Solskjær, sem gerði fyrsta mark sitt á útivelli, og síðan hóf hann sókn sem lauk með marki frá David Beckham stundarfjórðungi fyrir leikslok. En heimamenn gáfust ekki upp. Varamaðurinn Florin Raducioiu frá Rúmeníu minnkaði muninn eftir að hafa losað sig við norska varnar- manninn Ronnie Johnsen, fyrsta mark hans í deildinni. Skömmu síðar braut Peter Schmeichel á Michael Hughes, vítaspyrna dæmd og Julian Dicks skoraði. Frakkinn Patrick Vieira tryggði Arsenal 2:2 jafntefli við Derby þegar hann gerði glæsilegt mark á síðustu stundu við mikinn fögnuð áhorfenda á Highbury í London. Fyrirliðinn Tony Adams skallaði í net gestanna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en Dean Sturridge og Darryl Powell svöruðu með góðum mörkum um miðjan seinni hálfleik. Heimamenn sóttu stíft síðustu mínúturnar og uppskáru eins og til var sáð en tæp- ara mátti það vart standa. Sheffield Wednesday varð fyrst Reuter DAVID Glnola og Dean Saunders berjast um knöttinn í lelk Forest og Newcastle í gœrkvöldl. til að sigra á Anfield á tímabilinu en liðið vann Liverpool 1:0 og gerði Guy Whittingham markið um miðjan fyrri hálfleik. Heimamenn voru langt frá sínu besta en gestirnir komu til að sigra og létu verkin tala. Wimbledon vann 3:1 í Sunderland og hefur leikið 18 leiki í deild og bikar í röð án taps. Efan Ekoku gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og Dean Holdsworth innsiglaði sigurinn undir lokin en Melville minnkaði muninn skömmu áður. „Strákarnir koma mér á óvart í hverri viku með þessari ótrúlegu trú á að þeir verði að standa sig,“ sagði Joe Kinnear, framkvæmdastjóri Wimbledon. „Við erum hreyknir af árangrinum og leggjum áherslu á að halda áfram á sömu braut því við heyrum stöðugt að komið sé að tapi. Þetta er sterkasta lið sem ég hef haft hér í sjö ár og ef við verðum í sömu stöðu þegar sex eða sjö leik- ir verða eftir hef ég þá trú að erfið- ast verði að sigra okkur.“ ítalinn Gianfranco Zola opnaði markareikning sinn hjá Chelsea þeg- ar liðið gerði 2:2 jafntefli við Ever- ton. Zola skoraði úr aukaspyrnu snemma leiks en Michael Branch og Andrei Kanchelskis svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé. Gianluca Vialli jafnaði þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Við náðum ekki að gera út um leikinn og það kom okkur á óvart,“ sagði Ruud Gullit, knattspyrnustjóri og leikmaður Chelsea, sem fékk sjálfur tvö góð marktækifæri auk þess sem Vialli og Zola áttu skot í slá. „Þetta er ótrúlegt en nákvæm- lega sama gerðist í leiknum við Newcastle fyrir hálfum mánuði og þarna höfum við látið fjögur stig fara frá okkur. Liðið gerði allt rétt en mönnum var fyrirmunað að skora. Ég er sérstaklega ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik og sjá mátti af viðbrögðum áhorf- enda að þeir kunnu að meta leik okkar.“ Viaili tognaði á lærvöðva og verð- ur frá næstu daga en Roberto Di Matteo var ekki í byrjunarliði heima- manna. Steffen Iversen frá Noregi var í byijunarliði Tottenham í fyrsta sinn og fagnaði 2:1 sigri í Coventry. Teddy Sherringham og Andy Sinton skoruðu fyrir gestina en Whelan gerði mark heimamanna. ■ Úrslit / C6 ■ Staðan / C6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.