Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 1
KlSlLIDfAN Náttúruauðlindir nýttar /4 ¦:::. . . . ¦ ¦ . ... . 1Í—* J i»»lsi» HLUTABRÉF Verðið ekki of hátt/6 TORGIÐ Allir á markað /8 IMtiqpiiiHaMfr VIÐSKDTI/AIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 BLAÐ c Fjármögnun Samgönguráðherra hefur kynnt nýja leið, einkafjármögnun, við fjármögnun samgöngumann- virlga. Aformað er að þessi leið verði fyrst reynd hér á landi við fjármögnun fjölfarinna sam- göngumannvirkja á höfuðborg- arsvæðinu. Talið er að einkafjár- mögnun geti leitt til mikillar hagræðingar í. /2 Brunnar Vélsmiðjan Brunnar hf. í Grinda- vík hefur keypt húsnæði Hag- virkis í Hafnarfirði af íslands- banka. Brunnar hefur selt flestar eignir sinar í Grindavik og flyst starfsemi fyrirtækisins í Hafnar- fjörð 1. febrúar næst komandi. Engum starfsmanni verður sagt upp. /2 Vefurinn Tvöfalt fleiri heimili í Bandaríkj- unum nota veraldarvef alnetsins en fyrir ári og notuðu 11% banda- riskra heimila, eða um 11 milljón- ir heimila, vefinn í síðasta mán- uði samkvæmt könnun fyrirtæk- isins PC-Meter. Þetta er 4,4% (eða 4.3 milljóna) aukning á einu ári./3 SÖLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 70,00 r——————-—— 69,50 69,00 68,50 68,00 67,50 67,00 66,50, 66,00 65,50 67,07 65,001- 13. nóv. 20. 27. 4. des. Verðbólga í nokkrum ríkjum Hækkun neysluverðsvísitölu frá október 1995 til október 1996 Grikkland c Spánn | Italía* c Bandaríkin Portúgal | Bretland 1 Belgía £ Danmörk C Holland C Austurríki* r~ 32,1% Island YS////ssssss 2.1% Frakkland r~? /i 1,8% Kanada Í2Z — 7,8% Noregur ¦ ¦ 1,7% Þýskaland 2 3,5% ]8,3% 2 3,1% \3,0% 2 3,0% 222 2,7% 22 2,5% 2 2,4% 2 2,4% r~l ESB-ríki H Önnur ríki * Bráðabirgðatölur ** Ágúst '95 til ágúst '96 Lúx§mborg GH Irland** ¦ Sviss — 0,8% Finnland [223 0,7% Japan 10,1% SvípióðD-ftí% Meðaltal ÉSB I ] 1,5% 81,5% 1,4% \2,4% Vísitala neysluverðs \ ^.m% [\n»m 1-12,1% 0Matvörur(16,2%) 05 Grænmeti, ávextir, ber (2,2%) 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,5%) 07Sykur(0,2%) 1 Drykkjarvörurogtóbak(4,3%) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) 21 Fatnaður(4,1%) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 45 Ýmsar vörur og þjónusta til heimilshalds (1,1 %] 5 Heilsuvernd (2,9%) 6 Ferðir og flutningar (20,1 %) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,9%) 71 Tækjabúnaður (2,6%) 73 Bækur, blöð, tímarit (2,2%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) 81 Snyrtivörur, snyrting 0. fl. (2,8%) 83 Veitingahúsa og hótelþjónusta (3,5%) VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) -2,2% I Maí 1988 = 100 , . , - +2,5% ? 6,4% 0,0% I -0,4% 1 Breyting ¦o,e%| fráfyrri wl mánuði -0,2% | -0,8%1 0,0%' -0,2%í +0,1 %| +0,9% Q -0,4%ö +0,5% 1 +0,6% Q +1.3% II3 tölurísvigum Sjá nánar frétt bls. 2B -0,4% 1 vísa til vægis einstakra liða. Fóðurblöndunni hf. breytt úr lokuðu hlutafélagi í almenningshlutafélag Meirihlutí hluta- fjárins verður settur á markað EIGENDUR Fóðurblöndunnar hf., bræðurnir Garðar og Gunnar Jó- hannssynir, hafa ákveðið að breyta félaginu úr lokuðu hlutafélagi í al- menningshlutafélag í byrjun næsta árs, skrá það á hlutabréfamarkaði og sækja um skráningu á Verðbréfa- þingi Islands í framhaldi af því. Hefur félagið samið við Kaupþing hf. um að hafa umsjón með þessari framkvæmd. Fóðurblandan er stærsti framleið- andi kjarnfóðurs hér á landi með um 40-45% hlutdeild á hefðbundnum markaði. Félagið framleiðir fóður fyrir svín, fugla, fiska, sauðfé, naut- gripi og gæludýr. Það var stofnað árið 1960, en komst 5 eigu þeirra bræðra árið 1984, og hefur aukið umsvif sín jafnt og þétt á síðustu 13 árum. Á því tímabili hefur aðeins einu sinni verið tap á starfseminni. Árlegur hagnaður hefur verið um 60 milljónir króna sl. tvö ár og árs- veltan um 1 milljarður. í lok árs 1995 var eigið fé um 450 milljónir og eiginfjárhlutfall liðlega 40%. Fóðurblandan á 50% hlutafjár í Kornhlöðunni hf. sem annast geymslu á korni fyrir Fóðurblönduna og Mjólkurfélagið. Kornhlaðan á aftur 75% hlutafjár í hveitimyllufyr- irtækinu Kornaxi hf. Viðskiptavinum boðið að kaupa 10% Þeir Garðar og Gunnar stefna að því að eign þeirra í Fóðurblöndunni verði komin undir helmingshlut í ársbyrjun 1998. Viðskiptavinum fyr- irtækisins verður boðið að kaupa allt að 10% í fyrirtækinu áður en það verður skráð á hlutabréfamark- aði í byrjun febrúar 1997. Stefnt er að því að fjölga hluthöfum um rösk- lega 200 eins fljótt og auðið er, svo unnt verði að sækja um skráningu á Verðbréfaþingi. Gunnar Jóhanns- son forstjóri mun eftir sem áður helga fyrirtækinu krafta sína. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að markmiðið með því að opna félagið væri m.a. að styrkja það, auka aðhald og opna því að- gang að ódýrara fjármagni. „I okkar tilfelli er þetta jafnframt liður í kyn- slóðaskiptum. Við teljum það far- sælla fyrir félagið að það verði opn- að fyrir nýjum eigendum fremur en að það gangi í erfðir. Þá er eðlilegt að fyrirtæki með jafnsterka mark- aðshlutdeild sé með breiða eignarað- ild fremur en að vera í einkaeigu tveggja manna. Við vonumst til þess að hluti viðskiptavina hafi áhuga að fjárfesta í félaginu og þannig styrkj- ast böndin við þá. Við munum þó ekki að selja allt fyrirtækið heldur ætlum við að vera hér áfram og eiga tæpan helming hlutafjár." Gunnar segir engar fyrirætlanir uppi um að bjóða út nýtt hlutafé á almennum markaði heldur verði nú- verandi hlutafé einungis boðið til sölu. „Félagið stendur ágætlega og þarf ekki á auknu eigin fé að halda, heldur fyrst og fremst dreifðari eignaraðild." FJARMOGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Glitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Glitnírhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.