Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 12.12.1996, Síða 2
2 C FIMMTUÐAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STJÓRN og framkvæmdastjórn Hótel Stykkishólms: Rúnar Gísla- son, Ólafur Sverrisson, Gissur Tryggvason, fráfarandi formaður, Sigurður Skúli Bárðarson og Kristján Vigfússon. 11 millj. tap hjá Hótel Stykkishólmi á sl. ári Hlutafé aukið um 30 milljónir Brunnar kaupir hús Hag- virkis VÉLSMIÐJAN Brunnar hf. í Grinda- vík hefur keypt húsnæði Hagvirkis í Hafnarfírði af íslandsbanka. Brunnar hefur selt flestar eignir sín- ar í Grindavík og flyst starfsemi fyr- irtækisins í Hafnarfjörð 1. febrúar næst komandi. Að sögn Kjartans Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Brunna, verður engum starfsmanni sagt upp heldur er ætlunin að fjölga starfsmönnum enn frekar en starfsmenn Brunna eru 22 talsins. „Enginn starfsmaður hefur sagt upp störfum þrátt fyrir flutninginn en helmingur starfsfólks- ins býr á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn af Suðurnesjunum verða keyrðir á milli eftir flutningana." Vélsmiðjan Brunnar framleiðir ýmiskonar vélar og tæki fyrir útgerð- ir og fiskvinnslufyrirtæki. Kjartan segir að fram til þessa hafí öll fram- leiðsla fyrirtækisins verið seld á inn- anlandsmarkað en síðar í mánuðinum munu Brunnar hefja útflutning til Danmörkur, Noregs og Skotlands. Brunnar var stofnað í febrúar 1994 og er Kjartan Ragnarsson aða- leigandi en útgerðarmenn í Grinda- vík stóðu að stofnun félagsins. Velta Brunna hefur nær tvöfaidast á milli ára og segir Kjartan að útlit sé fyrir að hún nemi um 200 milljónum króna á þessu ári. „Lítilsháttar tap var á starfseminni á síðastliðnu ári en hagnaður var á starfseminni eftir fyrstu sjö mánuði ársins og stefnir allt í að hagnaður verði af starfsem- inni í ár.“ AÐALFUNDUR Hótel Stykkis- hólms sem haldinn var í síðustu viku samþykkti að auka hlutafé félagsins um allt að 30 milljónir króna. Stærstu hluthafar eru nú Stykkis- hólmsbær og Ferðamálasjóður og ráða þeir yfir 92% hlutafjár, en bærinn hefur áhuga á að selja sinn hlut og fá nýja aðila inn í reksturinn Fram kom á aðalfundinum að rekstur hótelsins hefur verið mjög erfiður vegna mikilla skuida sem hvíla á félaginu. Tapið á síðasta ári nam um 11 milljónum króna saman- borið við 14 milljónir árið áður. Það hefur valdið því að ýmsar breyting- ar á rekstri og viðhaldi hafa ekki komist í framkvæmd. Rekstrartekj- ur hótelsins jukust þó á milli ára VIÐSKIPTI eða úr 54 milljónum í 58 milljónir sem rekja má til meiri viðskipta yfir vetrartímann. Mikii vinna hefur farið í að markaðssetja þjónustu hótelsins yfir vetrartímann, en sá tími hefur reynst heilsárshótelum úti á landi erfíður. Færst hefur í vöxt að starfsmannahópar úr Reykjavík komi í helgarferð til Stykkishólms og haldið sína árshá- tíð þar. Þessa dagana er boðið upp á jólahlaðborð sem hefur notið vin- sælda hjá bæjarbúum. Er útlit fyrir að afkoman verði töluvert betri á þessu ári. Ný stjórn var kosin á fundinum skipa hana þeir Olafur Sverrisson, Rúnar Gíslason og Kristján Vigfús- son. Vísitala neysluverðs í desember 1,3% verðhjöðnun síðustu þríá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í desemberbytjun 1996 reyndist vera 177,8 stig (maí 1988 = 100) og lækkaði um 0,4% frá nóvember 1996. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis í nóvember reyndist vera 182,1 stig og iækkaði um 0,4% frá nóvember 1996. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- talan neysluverðs hækkað um 2,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,2%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,3%, sem jafngildir 1,3% verð- hjöðnun á ári og það sama gildir um vísitölu neysluverðs án hús- næðis. Þarf að fara þrjú ár aftur í frétt frá Hagstofunni segir að grænmeti og ávextir hafi lækkað um rúmlega 19% sem lækkaði vísi- tölu neysluverðs um 0,30%. Lækkun Agúrkur, tómatar o g paprika lækka um 34% til 53% á markaðsverði húsnæðis um 0,8%, olli 0,07% lækkun neysluverðsvísi- tölunnar. Samsvarandi lækkun á vísitölu neysluverðs hefur ekki orðið frá því í janúarmánuði 1994 þegar vísitalan lækkaði einnig um 0,4 prósentustig milli mánaða í kjölfar 0,5% lækkun- ar í desember, en þá um áramótin lækkaði virðisaukaskattur á mat- vælum úr 24,5% í 14%. Af einstökum tegundum í græn- metisliðnum lækkar inniræktað grænmeti mest. Paprika lækkar um 53%, tómatar um 46% og agúrkur um 34%, en frá því í nóvember og fram í marsmánuð ár hvert er inn- flutningur á þessum tegundum án takmarkana. Ef grænmetisliðurinn er tekinn eingöngu er lækkunin 30% að meðaitali, sem lækkar vísitöluna um 0,25 prósentustig. Þá lækka ávextir að meðaltali um 7% sem jafngildir 0,05 prósentustiga lækk- un vísitölunnar. Vísitala neysluverðs í desember 1996, sem er 177,8 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 1997. Vísi- tala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísi- tölu, er 3,511 stig fyrir janúar 1997. Verðbólgan í ríkjum Evrópusam- bandsins var 2,4% að meðaltali frá pktóber í fyrra til jafnlengdar í ár. í Svíþjóð var 0,1% verðhjöðnun og 0,7% verðbólga í Finnlandi. Verð- bólgan á íslandi á sama tímabili var 2,1% og í helstu viðskiptalönd- um íslendinga 2,1%. Ný leið við fjármögnun samgöngumannvirkja Gætí leitt tíl 20% lækkun- ar á kostnaði SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur kynnt nýja leið, einkafjármögnun, við fjármögnun samgöngumann- virkja. Áformað er að þessi leið verði fyrst reynd hér á landi við fjármögn- un fjölfarinna samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að einkafjármögnun geti leitt til mikill- ar hagræðingar í mannvirkjagerð og í vissum tilvikum lækkað kostnað um allt að 20% frá því sem nú er. Einkafjármögnun á rætur að rekja til Bretlands og byggist á þeirri hugmynd að ríkið leiti tilboða hjá einkaaðilum í uppbyggingu og rekst- ur þjónustu, sem það hefur séð um frá fornu fari. Að sögn samgönguráðherra voru markmiðin með einkafjármögnun Bretlandsstjórnar þau að skapa ný störf á einkamarkaði, nýta fjármuni betur, bæta þjónustu og færa áhættu úr opinberum rekstri til einkaaðila. Lækkar kostnað Með einkafjármögnun þarf verk- takinn að sjá um hönnun og bygg- ingu viðkomandi mannvirkis og sjá um rekstur þess á samningstíman- um, sem gæti t.d. verið 25-30 ár. Það er því verktakanum í hag að vel sé vandað til hönnunar, kostnað- ur sem Iægstur, byggingartími sem stystur, og viðhaldskostnaður sem minnstur. Þau verkefni, sem samgönguráð- herra telur henta vel til einkafjár- mögnunar eru í fyrsta lagi þau verk- efni, sem eru algerlega sjálfstæð fjárhagslega, eða framkæmdir, sem ráðist er í með sameiginlegu fram- lagi einkaaðila og hins opinbera. Þá er talið að einkafjármögnun eigi vel við þar sem þjónusta er veitt án beinnar gjaldtöku. Ef um veg er að ræða greiða vegfarendurnir t.d ekki nein veggjöld en notkunin er mæld og ríkið greiðir verktakanum í sam- ræmi við hana. Slík greiðsla ríkisins fyrir þjónustu er nefnd skuggagjöld. Á blaðamannafundi, sem sam- gönguráðherra hélt í gær, kom fram að einkafjármögnun gæti haft mikla hagræðingu í för með sér og lækkað kostnað við mannvirkjagerð um allt að 20%. Samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Ráðherra telur að einkafjármögn- un með „skuggagjaldtöku" geti hent- að til ýmissa framkvæmda hérlendis og hún sé vel til þess fallin að fjár- magna fjölfarin samgöngumannvirki. Á höfuðborgarsvæðinu séu t.d. íjögur verkefni í augsýn, sem fjármagna mætti með skuggagjöldum. Þessi verkefni eru gerð mislægra gatna- móta við Kringlumýrarbraut og Mi- klubraut, tvöföldun Reykjanesbraut- ar um Kópavog og Garðabæ ásamt umferðarmannvirkjum, göng eða brú um Kleppsvík yfír í Grafarvog og vegur upp á Kjalames og Breikkun brúar yfír Reykjanesbraut ásamt tengingum (framhald Ártúnsbrekku). Nefnd undirbúi færslu húsbréfalána til banka 20% fjölgmi skuldabréfaskipta EFTIRSPURN eftir húsbréfum hefur aukist í ár miðað við í fyrra og nú stefnir í að samþykktum skuldabréfaskiptum Húsnæðisstofnunar fjölgi um 20% í ár miðað við í fyrra. Gert er ráð fyrir að heildarútgáfa húsbréfa á árinu verði 14,5 milljarðar króna, einum milljarði meiri en segir í fjárlögum og hefur því verið lagt fram frumvarp til fjáraukalaga vegna þessa á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum Hús- næðisstofnunar ríkisins hefur skuldabréfaskiptum fjölgað jafnt og þétt á árinu og er fjölgunin í stórum dráttum í samræmi við áætlanir stofnunarinnar. Um aukningu er að ræða á húsbréfalánum í öllum flokk- um. Þó er aukningin sennilega mest á lánum til nýbygginga. Húsbréfalán til bankakerfisins í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að hraða eftir því sem kostur er að færa húsbréfakerfið til banka og sparisjóða og mun félagsmálaráð- herra á næstunni skipa nefnd til að undirbúa gerð þjónustusamninga við banka og sparisjóði sem feli í sér að greiðslumat og skuldabréfaskipti í húsbréfakerfínu verði þar. Þeir beri fulla ábyrgð á greiðslumatinu. Stefnt skuli að því að húsbréfadeild gefi út húsbréf og noti andvirði þeirra til að endurfjármagna hús- næðislán úr bankakerfínu. Hús- bréfadeildin kaupi lánin af banka- kerfinu samkvæmt sömu reglum og nú er beitt um lánshlutfall, há- markslán og veðmat. Gert er ráð fyrir að undirbúningi og tillögugerð nefndarinnar verði lokið fyrir 1. mars. óll limmtudagshvöld PowerShot 600 eiginleika vélarinnar og hvernig nota má hana með nútíma tækni í tölvustuddri myndvinnslu PowerShot 600 tengist hvaða PC tölvu sem er Milcil myndgæði PowerShot 600 vistar allt að 900 myndir í einu á innbyggðan dislc /'Stafræn myndavél! „Fræðsla & fjör í Tölvukjör“ er spennandi uppákoma þar sem faryddað er uppá nýjungum og fræðsluefni fyrir áhugasama tölvunotendur. í kvöld kynnum við PowerShot 600jstafrænu myndavélina frá Pannn com húAni* moiei mi/MrlfioorSi on comliDDKÍIorf ok woIok Qorf KxðinmiK nlrl/ot* m 11 n cúno noctnm Fræðsla & fjör í Tölvukjör Faxafeni5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00 A .Tölvukjör Tolvu,- verslun Jieimuanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.