Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 C 7 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Ásdís STOFNENDUR Upplýsingar ehf. eru Kristinn Jóhannsson, verkfræð- ingur og Ólafur Ingþórsson, tæknifræðingur, en þeir hafa áralanga reynslu í símamálum fyrirtækja. Nýtt fyrirtæki veitir ráð- gjöf um símamál Agresso-hugbúnaður Fær alþjóðlega viðurkenningu fyr ir viðskiptakerfi Framadag- aríHáskól- anum FRAMADAGAR, atvinnulífsdagar Háskóla íslands, verða haldnir 5.-7. mars 1997 í þriðja sinn. Dagamir verða með svipuðu sniði og undanfar- in ár, þ.e. kynningar og fyrirlestrar 5. og 6. mars. Hámarkinu verður svo náð 7. mars þegar nemendur Háskól- ans og fulltrúar atvinnulífsins hittast í Þjóðarbókhlöðunni til að bera sam- an bækur sínar, segir í frétt. Það er AIESEC, alþjóðlegt félag viðskipta- og hagfræðinema, sem sér um framkvæmd Framadaga. Þeir eru haldnir að erlendri fyrir- mynd og hugsaðir sem hugmynda- markaður til að auka tengsl Háskól- ans við atvinnulífið. Fulltrúum fyrir- tækja gefst kostur á að koma í Há- skólann og kynna sig og starfsemi sína. Á sama hátt koma nemendur til að kynna það sem þeir hafa fram að færa og leita upplýsinga um hvernig þeir geti lagað menntun sína að þörfum markaðarins. Framadagar 1996 voru haldnir með þátttöku nokkurra deilda innan Háskólans. Auk viðskipta- og hag- fræðideildar voru þar verkfræðideild og lögfræðideild ásamt nemum úr matvæla- og efnafræði. Nú í ár bætast við líffræði og tölvunarfræði. NÝTT fyrirtæki á sviði simamála, Upplýsing ehf. hefur tekið til starfa. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf og lausnir í síma-, og sam- skiptamálum fyrirtækja. Boðið er upp á alla almenna símaráðgjöf auk sérhæfingar á sviði símatölv- unar (Computer Telephony) og hringimiðstöðva (Call Centers), segir í frétt. Fyrirtækið mun kynna nýjar lausnir sem nýtast fyrirtækjum sem vilja auka og bæta þjónustu sína við viðskiptavini. Hér er um að ræða td. sjálfvirk skiptiborð, talhólfa- kerfi, gagnvirk svarkerfl (Interac- tive Voice Response) og hugbúnað- arlausnir fyrir hringimiðstöðvar. Fyrirtækið hefur aðsetur í Skeifunni 7. ALÞJÓÐLEG samtök aðila í fram- leiðslu viðskiptahugbúnaðar (The Business and Accounting Softw- are Developers Association - BASDA) hafa valið Agresso-hug- búnaðinn sem besta viðskiptahug: búnaðarkerfið fyrir fyrirtæki. í sætum þar á eftir komu SAP, Oracle Financials og CODA. Mat á hugbúnaðarkerfunum fer fram með þeim hætti að notendur eru beðnir að meta viðkomandi kerfi og fyrirtæki. Atriði sem lagt var mat á voru m.a. virkni kerfis- ins, hve auðvelt er að nota kerfið, áreiðanleiki, sveigjanleiki, tækni, aðgangur að upplýsingum og þjón- usta, að því er segir í frétt frá Skýrr hf., sölu- og þjónustuaðila Agresso. Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem Agresso hlýtur, því á síðasta ári veitti tímaritið PC-User Agr- esso gullverðlaun og kom þar fram að kerfið henti sérstaklega vel meðalstórum og stórum fyrirtækj- um og stofnunum. Settur upp í 17 löndum Agresso viðskiptahugbúnaður er heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir þ.e. fjármálastjórnunar- hluti, viðskiptamanna- og birgða- bókhald, starfsmannastjórnun, launakerfi, verkbókhald o.fl. Við hönnun á Agresso var haft að leið- arljósi að notandinn gæti valið sér vélbúnað, gagnagrunna og stýri- kerfi óháð hugbúnaði. Agresso hefur verið sett upp í 17 löndum og sem dæmi um not- endur má nefna Englandsbanka, LM Ericsson, British Aerospace, sænska seðlabankann, sveitarfé- lög í Noregi og Svíþjóð. Staðgreiðsluverð án vsk. Staðgreiðsluverð m. vsk. kr. 93.350,- Sanyo SPF-201 laser faxtœki 1 Notar venjulegan pappír PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 • Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 og á póst-og símastöðvum um land allt. S Ö L U N Á Sölustjórnendur: Námskeið í Söluleiðsögn: Markmiðasetning og stefnumótun, meðferð sölumála og skipuleg uppsetning sölustjómunar. Námskeiðið er 35 klst. Verð kr. 37.000. Námskeið í Sölutækni (framhald af Söluleiðsögn): Þjálfun í skipulegri sölustarfsemi. Námskeiðið er 35 klst. Verð kr. 37.000. M S K E I Ð Sölufólk: Námskeið í Sölutækni 1: Beiting átaks í sölu. Námskeiðið er 25 klst. Verð kr. 27.000. Námskeið í Sölutækni 2 (framhald af Sölutækni 1): Gæðamyndun í sölustarfsemi. Námskeiðið er 25 klst. Verð kr. 27.000. Leiðbeinandi: Jóhannes Georgsson, framkvœmdastjóri Ice - Scan. Yfirgripsmik.il námskeið, sem ná Námsefnið er kjamgott og yfir- Eftir að hafa sótt námskeiðin Markviss framsetning á sölu- og Eftir 25 ára starf sem sölumaður yfir alla mikilvœgustu þœtti sölu gripsmikið. Ndmsgögn eru vel Söluleiðsögn og Sölutœkni er ég markaðsferlinu. Einbeitt og hafði ég ótrúlega mikið gagn af og sölustjórnunar. Farið ítarlega upp sett og gagnast sem upp- sannfcerður wn, að þar eru á hnitmiðuð framsetning því að fara á námskeiðin hjá Ice- ísölustarfið og þarfagreiningu flettirit íframtíðinni. Kennslan ferðinni nýstárleg, hnitmiðuð og kennslunnar verður til þess, að Scan og árangurinn af því hefur viðskiptavina. Hefur stórlega er til fyrirmyndar, öguð en létt vel uppbyggð námskeið. Þó þuu auðvelt er að heimfœra ekki látið á sér standa. Skipulag aukið skilning minn á mikilvœgi og námið álti Itug minn allan og séu sérlega hagnýt þeim, scm kennsluefnið upp á hið áaglega og framsetning námsefhis er eins undirbúnings og bœttrar sölumanna minna. Þetta er stunda sölustörf, eru þau ekki starf sölumannsins. Þess vegna og Jóhannesi Georgssyni er nýtingar vinnuafls með dreifingu góður skóli J'yrir þó sem stunda síður notadrjúg fyrir þá, sem nýtast þessi námskeið mjög vel einum lagið. Ég mteli eindregið ábyrgðar og ákvörðunarvalds sölumennsku og ekki síðurfyrir vilja bœta vinnuferlið á við að ná fram árangursríkari með þessum námskeiðum og þá svo og því að setja mœlanleg og stjórnendur fvrirtœkja. skipulagðan hátt. sölufundum. ekki hvað sístfyrir þá, sem halda, raunhœf markmið. að þeir viti allt um sölumennsku. Magnús Óli Ólafsson Lárus G. Ólafsson lijarni Hjaltason Jón Ingi Jónsson Sölustjúri - Innnes ehf Framkv.stjóri - Freemans Sölustjóri - TVG Zimsen Ólafur Magnússon Sölustjóri - Kjörís hf Framkv.stjóri - Donna ehf Námskeiðin hefjast íjanúar Ice - Scan Söluráðgjöf Bolholti 6 - 105 Reykjavík - Sími 533 4100 - Fax 533 4101 Sala til framfara!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.