Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 5
„+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR20.DESEMBER1996 B 5 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Árni Sæberg k, Bergur, Ebbi og Árdís Björk. ustuna eða kærastann," segir Berg- ur. Þau eru spurð að því hvort rætt sé um siðferðileg gildi á heimili þeirra eins og heiðarleika, virðingu, umburðarlyndi og ábyrgð? Þau segja ákveðin að svo sé. Þessi mál séu þó ekki rædd sérstaklega en komi upp í umræðunni öðru hvoru. „Ef ein- hver á heimilinu hefur upplifað nei- kvæða hegðun er tækifærið notað til að ræða þá hluti," segir Árdís. Mega ekki drekka heima hjá sér Verðið þið verða vör við upplausn á fjölskyldum í kringum ykkur? „Ég hef ekki orðið vör við það í minni fjölskyldu. Samt sér maður þetta töluvert í kringum sig. Mér finnst til dæmis skrýtið þegar ungl- ingar eru reknir að heiman án þess að reynt sé að finna betri lausn á vandanum," segir Árdís. „Stundum virðist vera allt í lagi heima hjá krökkunum, svo kemur bara annað í ljós," segir Ósk. „Mér fínnst verst þegar hjón eru að halda framhjá, ég held að það sé tölu- vert um það," segir Árdís. „Já, ég hef líka heyrt talað um það," segir Ebbi. „Mér fínnst verst ef það er engin mein- ing á bak við slíkt, menn stundi þetta bara eins og ein- hvern leik. Ef fólk er virkilega ástfang- ið af einhverjum öðr- um ætti það að gera eitthvað í sínum mál- um," segir Ósk. „Auðvitað geta hjón orðið leið hvort á öðru en þá eiga þau að rækta sambandið. Það á ekki að skipta um maka þó eitthvað bjáti á. Ef allt hefur verið reynt og hjóna- bandið gengur ekki upp þrátt fyrir það á fólk auðvitað að skilja," segir Árdís. Megið þið neyta áfengis heima hjá ykkur? „Nei, það þætti ekki eðlilegt að ég væri fullur heima hjá mér enda hef ég aldr- ei verið það," segir Ebbi. „Ég hef ekki neytt áfengis heima fyrir en það kemur fyrir að ég smakki áfengi," segir Bergur. „Það þýðir ekkert að banna krökkum að neyta áfengis, það þarf að ræða um þessa hluti. Heima hjá mér er mælt með því að áfengi sé drukkið í hófí og ekki sé byrjað snemma á því," segir Ósk. „Mér finnst alveg fáránlegt að vera í skóla til að auka við þekking- una og þroskann og drekka svo frá sér allt vit þess á milli," segir Árdís áköf en bætir svo við: Sumir krakka mega drekka heima hjá sér, það er bara sagt við þá; viltu bjór?" „Ég þekki stelpu sem fékk að fara til Akureyrar um verslunar- mannahelgina. Foreldrar hennar gáfu henni tvær kippur af bjór í nesti. Hugsið ykkur sjálfsblekking- una að halda að stelpan hafi bara drukkið þetta," segir Ebbi dálítið hissa. Þegar krakkarnir eru spurðir að því hvort að foreldrar útvegi börnum sínum áfengi segir Bergur: „Ég held að það sé sjaldgæft að foreldrar kaupi áfengi fyrir krakka á okkar aldri, kannski gera þeir það þegar krakkarnir eru orðnir átján ára." Árdís segist halda að það séu frekar eldri vinir eða systkini sem útvegi þeim yngri áfengi. Ætiast ekki tii að f oreldrarnlr séu fullkomnir Þau eru spurð að því hvernig þeim fínnist foreldrarnir sem fyrir- mynd? Á svörum þeirra má heyra að almennt eru þau ánægð með for- eldra sína. Ebbi segir að foreldrar hans reyki en hann ætli að láta sér það að kenningu verða og ætli aldr- ei að reykja sjálfur. Ef foreldrarnir reykja og drekka finnst ykkur þið mega það líka? „Ef krakkar eru óþroskaðir þá erlíklegt aðþeirnotiþaðsem afsök- un," segir Ósk. „Ég ætlast ekki til þess að foreldrar séu fullkomnir. Þeir geta gert mistök eins og aðr- ir," bætir hún við. Fylgjast foreldrarnir með hvað þið horfa á í sjónvarpinu? „Þeim er alveg nákvæmlega sama hvað ég horfi á. Þau vita að ég hermi ekki eftir því sem ég sé," segir Ebbi. „Ég má horfa á nánast allt nema ógeðslegar, sálrænar kvikmyndir," segir Ósk. „Mér er ekki bannað að horfa á neitt enda hef égskynsemi til að velja sjálf," segir Árdís. „Þegar ég var yngri höfðu ógeðs- legar myndir engin áhrif á mig. Nú þegar ég er orðinn eldri finn ég til viðbjóðs ef myndirnar eru mjög ógeðslegar eins og mér fannst til dæmis um sum atriðin í kvik- myndinni Trainspotting," segir Bergur. Það er komið að lokum þessa samtals og margt búið að ræða en mörgu hefur þó verið sleppt enda umtalsefnið óþrjótandi. Við spyrjum í lokin hvernig góðir foreldrar eigi að vera að þeirra mati? „Góðir foreldrar eiga að vera opn- ir fyrir skoðunum barna sinna. Geta talað við þau af umburðarlyndi og svarað án þess að blöskra," segir Ebbi. „Þeim á að þykja vænt um börnin sín," segir Osk. „Þeir eiga fyrst og fremst að vera umburðarlyndir," segir Bergur. „Ég vil hafa þá eins og mömmu og pabba. Það er gott að tala við þau og þau styðja mig í þyí sem ég er að gera," segir Árdis. ¦ hvað átt er við. Plattarnir eru handmálaðir og litnum úðað á og hann þurrkaður af mörgum sinn- um fyrir brennslu. Þannig kemur blái liturinn fram í ýmsum blæ- brigðum. Þar sem plattarnir eru handgerðir eru engir tveir eins, en þó er sagt að aðeins þrautþjálf- að auga listamanns geti greint muninn. Þótt veturinn í Danmörku sé alla jafna mildur og snjólaus birtist snjór með einhverjum hætti á flestum jólaplöttunum; börn að leika sér í snjó, fólk að skauta á svelli og fleira mætti telja. Ákveðið þema er valið sem fyrirmynd á hverju ári og er hægt að fá bolla, skálar og bjöllur í stíl við plattana. Að undan- skyldum elstu plöttun- um með helgimyndunum, eru fyrirmyndirnar jafnan sóttar í danskt umhverfi. Jólaplatti Royal Copenhagen í ár, Kveikt á götu- ljósunum, sýnir gamla hluta Fá- borgar á Fjóni, eyjunni þar sem H.C. Andersen fæddist. Plattinn er eftir Sven Vestergaard, sautj- ánda listamann fyrirtækisins frá upphafi, en hann hefur gert jóla- plattana síðastliðin tólf ár. Meira en tvœr milljónir safnara Jorgen Sannung, markaðsstjóri Royal Copenhagen, segir að þar til fyrir tuttugu árum hafi starfs- fólk fyrirtækisins komið með til- lögur um þema plattanna. „Þá var þetta nokkurs konar samkeppni meðal starfsmanna. Núna eiga listamenn og stjórnendur hug- myndirnar og sérstök nefnd þarf að samþykkja listræna þáttinn," segir markaðsstjórinn, sem full- Morgunblaðið/Golli SIGRÍÐUR Kristfánsdóttir og Gyða Einarsdóttir. Skreytum skólann greinum grænum Wl «A JÓLASKRAUT er af ýms- um stærðum og gerðum, innflutt og heimagert. Flestir sjá um að skreyta heimili sín sjálfir og al- gengt er að stofnanir og fyrirtæki kaupi sér jóla- skreytingarþjónustu. Svo er ekki í Seljaskóla í Breið- holtinu og hefur skreytingar- nefndin þar vakið athygli fyrir fjölbreytt og fallegt skraut. Fjórir starfsmenn skipa nefndina: Sigríður Kristjáns- dóttir, Gyða Einarsdóttir, Sig- rún Stefánsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir, og hafa þær smíðað, brætt gler, endurunnið pappír, klippt og skorið. Árang- urinn er kennarastofa með jóla- ilm. Sigríður Krisrjánsdóttir er myndmenntakennari við skól- ann og hefur þar af leiðandi borið hitann og þungan af skreytingunum. Nemendur hennar keppast líka við að búa til jólakort og kertastjaka úr gleri, en lítill leirbrennsluofn er í skólanum. Sigríður hefur sótt um að vera með listiðju í skólanum, og vonast til að geta veitt sköpunargleði nemenda betur útrás í framtíðinni. Jól geta kostað lítíð Skreytingarnefndin vann í þrjár vikur í sjálfboðavinnu við að hanna skrautið og nú eru á borðum glerskál- ar og stjakar, f gluggum gler- stjörnur, í lofti skreyttar grein- ar, og hjörtu, og áveggjumjóla- pokar. Ekki kost- aði þetta meira en fjögur þúsund krónur. Gleðileg jól kosta lítið. f- FYRSTU jólaplattarnir, t.v. Bak við frosinn glugga frá Bing & Grondahl 1895 og María mey og barnið frá Royal Copenhagen 1908. Á hinni síðunni eru jólaplattarnir í ár, sá efri frá Royal Copenhagen og fyrir neðan frá Bing & Grondahl. Þar má líka sjá Sven Vestergaard sem hefur hannað jólaplatta Royal Copenhagen síðastliðin tólf ár og konu handmála plattana. GLERSTJARNA í glugga, gerð úr bræddu rúðugleri. yrðir að flestir jólaplattasafnar- arnir séu Bandaríkjamenn. Annars áætlar hann að meira en tvær milljónir manna safni plöttunum. Hann segir að þótt Japanir haldi jólin ekki hátíðleg sé Japan stærsti markaðurinn erlendis. „Japanir eru afar hrifnir af kóbalbláa litn- um og tileinka plattana árinu en ekki jólunum." Forsvarsmenn Royal Copenhag- en ábyrgjast takmarkað upp- lag plattana. Þeir segjast stöðva framleiðslu í árs- lok og eyðileggja mót- in. Upplagstölur eru leyndarmál fyrirtæk- isins. Sannung telur að fólk safni plött- unum ekki ein- göngu vegna þess að verðmæti þeirra aukist eftir því sem þeir verða eldri, heldur sé ástæðan einfaldlega sú að fólki þyki þeir fallegir og hentugar tækifærisgjaf- ir. Þótt jólaplattarnir séu ef til vill ekki efstir á lista hjá snjöllustu fjárfestum ætti enginn að vera svikinn af að safna þeim. Fyrsti jólaplatti Royal Co- penhagen fór á sem svarar tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í fyrra. ¦ Heimild/Scanorama, des.96/jan.97 "Enginkonaerems Pess vegna framleioir BMl mikið úrval af unáirfatnabi. A L 1 ÚtSÖIllStaðÍr: AKRANES:HJAALLÝ • AKUREYRI: ISABELLA • EGILSSTAÐIR: OKKAR A MILU • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVÍK: ESAR • HÖFN HORNAFJÖRÐUR: TVÍSKER • ISAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SQLEYJAR • KEFLAVÍK: SMART • KÓPAVOGUR: SNÓT • REYKJAVI'K: ÁRSÓL, DEKURHORNH), VERSL FLIP, SNYRTIV. GLÆSIBÆ, SÓLBADST. GRAFARVOGS, HELENA FAGRA • STÓRAR STELPUR • SELFOSS: TÍSKUHÚSIÐ • SIGLUFJÖRÐUR: GALLERÍ HEBA • STYKKISHÓLMUR: HEIMAHORNIÐ • VESTMANNAEYJAR: NINJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.