Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 BLAÐ B ■ GRIMMSÆVINTÝRI/2 ■ VÆN GETNAÐARVÖRN/2 ■ GOTT SAM- BAND FORELDRA OG UNGLINGA/4 ■ JÓLAPLATTAR/4 ■ AUGLÝSING- NNU/6 ■ IJOLASNJO OG SKOTU/6 ■ MYNDASAGAN/8 Tólakjólarnir u dökkir og síðir í ár JÓLAUNDIRBUN- INGURINN stendur nú sem hæst hjá vel- flestum, enda ekki nema fjórir dagar til jóla. Að ýmsum verald- legum hlutum þarf að huga áður en hátíðin gengur í garð, svo sem jólagjöfunum, steik- inni, bakstrinum og að sjálfsögðu jólafötunum. En hvernigjólakjóiar skyldu vera vinsælir í ár? Til að leita svara við þessu fór Daglegt líf á stúfana og ræddi við af- greiðslufólk og versl- ___________ unarstjóra nokkurra tískuvöruverslana í Reykjavík. Ekki gyllt og silfraö Af mörgum helstu tískublöðum erlendis mætti ætla að gylltir eða silfurlitaðir kjólar ættu einna helst upp á pallborðið um þessi jól, en svo virðist ekki vera, alltént ekki í tískuborginni Reykjavík. Af- greiðslufólk tískuvöruverslana sem Daglegt líf ræddi við, var sammála um það að kjólar í dökk- um litum væru hvað vinsælastir. „Síðir og svartir hlírakjólar úr sléttu flauelsefni virðast vera mest keyptir af konum yfir tvítugt, en þær yngri kaupa frekar stutta, en að öðru Svartur, blár, vínrauður og grænn eru að- al litirnir í jólakjólunum. leyti svipaða kjóla,“ sagði ein af- greiðslustúlkan, og benti á að kjól- amir væru umfram allt látlausir og fallegir. Með öðrum orðum klassískir. „Kjólamir eru flestir mjög einfaldir í sniðinu og falla þétt að líkamanum, þótt þeir séu ekki alveg níðþröngir. Þeir em sumir hveijir með smásilfurlituðu eða gylltu skrauti, eins og til dæmis silfurlituðum hlíram eða litlum áföstum semelíusteinum, en eru að öðru leyti einlitir,“ sagði hún ennfremur. Aðrir vinsælir lit- ____ ir í jólakjólunum í ár eru dökkbláir, rústrauðir og grænir, en einnig er allt- af eitthvað um rauðajólakjóla. Þá kom fram í máli nokkurra afgreiðslu- stúlkna að dökkir kjólar úr efni með glansandi áferð væru svolítið vinsælir, ekki síst hjá yngri konum. Tvísklptlr kjólar Nokkrir verslunarstjórar höfðu á orði að kjólar samansettir úr tveimur gerðum af efnum væra einnig nokkuð vinsælir. „Til dæm- is getur blússan verið úr flaueli, en pilsið úr satíni og í mittinu kannski stórt belti sem er hnýtt með slaufu framarlega á hliðinni,“ sagði einn verslunarstjórinn. „Þá er eitthvað um það að stuttir svo- kallaðir skyrtukjólar séu keyptir, en efri hlutinn minnir þá á skyrtu, til dæmis með kraga og tölum niður að mitti, en síðan kemur áfast pils.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.