Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Gott samband við foreldrana er það sem skiptir mestu máli ÞEGAR rætt er um málefni unglinga vill brenna við að umræðan sé á neikvæðum nótum og síður dregið fram það sem vel er gert. Það gleym- ist að það er tiltölulega lítill hluti unglinga sem á við erfiðleika að etja. Langflestir eru þeir hæfileikarík, myndarleg og góð ungmenni sem mega ekki vamm sitt vita. Sömu sögu er að segja um foreldrana. Flestir sinna þeir uppeldisskyldum sínum af kostgæfni og alúð, oft við erfiðar aðstæður. Til að varpa örlitlu ljósi á samskipti unglinga og foreldra var rætt við nokkur ungmenni, með- al annars um þær reglur sem gilda inni á heimilum þeirra. Þau sem tóku þátt í umræðunni voru Ósk Dags- dóttir Thoroddsen úr áttunda bekk Hagaskóla. Eðvarð Atli Birgisson, kallaður Ebbi, úr níunda bekk Rima- skóla. Árdís Björk Ármannsdóttir og Bergur Benediktsson sem eru í tí- unda bekk. Árdís er í Gagnfræðaskó- lanum í Mosfellsbæ og Bergur er í Hlíðaskóla. Við byrjum á því að tala um hvað þau geri sameiginlega með fj'öl- skyldunni? Þau segjast öll fara með í heimsóknir til fjölskyldu og vina og stundum fari fjölskyldan saman í bíó. „Við ferðumst líka saman á sumrin," segir Árdís. Svo er ég í fótbolta og mamma styður þar vel við bakið á mér, kemur á leikina og er í stjórn foreldrafélagsins." Fylgjast foreldrar ykkar með náminu og hjálpa ykkur með heima- námið? „Foreldrar mínir fylgjast ekki með náminu dag frá degi en ég bið annað hvort þeirra að hlýða mér yfir fyrir próf," segir Bergur. „Pabbi er soldið góður í stærð- fræði og aðstoðar mig stundum ef á þarf að halda," segir Ebbi. „Foreldrar mínir hjálpuðu mér Til að varpa örlitlu ljósi á samskipti unglinga við foreldra sína ræddi Hildur Einarsdóttir við nokkra krakka í átt- unda, níunda og tíunda bekk um reglur sem gilda á heimilum þeirra og sitthvað fleira. þegar ég var yngri en nú gengur mér svo vel að þeir þurfa þess ekki lengur. Og þó þeir vildu hjálpa mér er svo langt síðan þeir voru í námi að þeir eru stundum lengur en ég að skilja hlutina," segir Ardís. „Mamma og fósturfaðir minn eru bæði kennarar svo ég get alltaf spurt þau ef ég skil ekki eitthvað," segir Ósk. Gott að eiga foreldra sem hægt er að tala vlð Eru foreldrarnir trúnaðarvinir ykkar? „Ég get sagt mömmu allt sem ég segi bestu vinkonu minni," segir Ósk, „Ég segi mömmu meira," segir Árdís. „Mér fínnst ég eiga svo gott að eiga mömmu sem ég get talað við. Það er ekki allir svo heppnir." „Það er sérstaklega pabbi sem ég ræði við. Við getum talað um allt mögulegt, hann er svo mikill strákur í sér," segir Ebbi." „Mér finnst ég geta talað við báða foreldra mína, þannig sé ég oftast fleiri hliðar á málunum," seg- ir Bergur. Hjúin fengu viðarplatta með ýmsu góðgæti í jólagjöf fifi TALIÐ er að sá siður að C3| safna jólaplöttum eigi rætur !¦¦ að rekja til Danmerkur. 3" Snemma á nítjándu öld tíðk- aðist að danskir auðmenn gæfu hjúum sínum útskorna 5 viðarplatta með kökum, 2 súkkulaði og ávöxtum í jóla- »Q gjöf. Þegar þjónustufólki𠦦% hafði gætt sér á góðgætinu hengdi það oft plattana á veggi til skrauts í híbýlum sínum. Platt- arnir þóttu hin mesta prýði og árið 1895 sáu talsmenn Bing & Grondahl fyrirtækisins sér leik á borði og framleiddu fyrstu postul- ínsplattana í takmörkuðu upplagi. Jólaplattinn það árið, Bak við fros- inn glugga, sýnir frostrósir í for- grunni og nokkrar byggingar Kaupmannahafnar bera við himin í baksýn. Þrettán árum síðar fylgdi elsta postulínsverksmiðja heims, Royal Copenhagen, fordæminu og fram- leiddi jólaplattann, María mey og barnið. Árið 1987, eftir næstum átta áratuga samkeppni, sam- einuðust fyrirtækin undir nafni Royal Copenhagen. Þá voru jóla- plattar beggja löngu búnir að hasla sér völl og orðnir mjög eftir- sóttir af lærðum sem leikum. Kóbalblái llturlnn engum líkur Upphleyptu myndirnar á plöttunum eru sérkennilega kóbal- bláar. Liturinn var þróaður með sérstakri aðferð seint á nítjándu öld og þykir hann aðgreina dönsku plattana frá öllum öðrum, enda er litnum stundum lýst sem Kaup- mannahafnar-bláum og flestir vita Ræða foreldrarnir stundum við ykkur um hvað það kostar að reka heimili? „Ekki nema ég hafi talað lengi í símann," segir Osk. „Ég setti einu sinni sautján krón- ur við símann þegar mamma og pabbi kvörtuðu undan því hvað ég talaði lengi. Þau hafa ekki minnst á þetta síðan. Annars hefur mamma talað um að hún vildi setja mig á fjármálanámskeið," segir Ebbi. „Ég er nú alltaf í símanum og er komin með legusár við eyrað," segir Árdís, sposk. „Það er þó oft hringt í mig." „Einu sinni tók mamma saman matarreikninginn yfir ákveðið tíma- bil og sýndi mér. Mér blöskraði hvað hann var hár," segir Bergur. Það kemur í ljós þegar þau eru spurð að því hvaða skyldur þau hafi á heimilinu að flest þurfa þau að taka til heima hjá sér og passa yngri systkini. Árdís segist hins veg- ar hafa svo mikið að gera í félagslíf- inu að hún megi varla vera að því að hjálpa til heima. Árdís er formað- ur nemendaráðs Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ. „Ég held þó herberg- inu mínu hreinu," segir hún. Við spyrjum hvort þau viti hvern- ig þetta gangi fyrir sig hjá öðrum krökkum? Ebbi telur að flestir þurfi að hjálpa til heima fyrir. En Bergur segir að sumir krakkar þurfi ekkert að gera heima hjá sér. Mega vinirnir reykja heima hjá ykkur? „Engir af mínum vinum reykja," segir Ebbi. „Ég fékk þó einu sinni vin í heimsókn sem reykti, hann varð að fara út á sval- ir til að svæla." „Góðir foreldrar eru umburðarlyndir," segja þau Ósk „Ef það koma gestir sem reykja rek ég þá bara út til að reykja. Eg reyki ekki sjálf og finnst það sjálf- sögð kurteisi að ekki sé reykt fram- an í mig," segir Árdís ákveðin. „Mér fmnst fólki í sjálfsvald sett hvork það reykir eða ekki og skipti mér ekki af því," segir Bergur. Sumir sof a hjá í partíum Ræða foreldrarnir um kynlífið við ykkur og þá ábyrgð sem því fylgir? „Við mamma tölum mjög eðlilega um þessa hluti," segir Árdís og Ósk tekur í sama streng. Ebbi og Bergur segja þetta mál lítið rætt heima hjá þeim. „Ef ég væri stelpa væri örugg- íega meira talað um þetta," bætir Bergur við. „Já, örygglega er það rétt hjá þér, það er meira í húfi hjá okkur stelpunum. Ef við eignumst börn getum við ekki hlaupið frá þeim," segir Árdís. „I sjöunda og níunda bekk feng- um við ágætis fræðslu um þessi mál," segir Bergur. „Við erum einmitt núna í kynlífs- fræðslu í skólanum. Kennarinn heimtar að við notum orðið getnað- arlimur í umræðunni og verður pirr- uð ef við segjum tippi," segir Ebbi og finnst þetta greinilega fáranlegt. Má kærasti eða kærasta sofa heima hjá ykkur? „Ég hef aldrei beðið um það en foreldrum mínum fyndist ég örugg- lega of ung og það finnst mér líka," segir Ósk. „Annars held ég að ef krakkar á þessum aldri ætla að sofa saman geri þau það ekki heima hjá sér heldur í partíum." „Ég hef aldrei spurt fqreldra mína að þessu," segir Ebbi. „Ég hef held- ur aldrei sofið hjá stelpu nema einu sinni þá svaf ég hjá frænku minni í tjaldi og þá gerðist ekkert!" „Annars held ég að krakkar spyrji ekki foreldrana hvort þau megi sofa hjá þau labba bara inn með kær- *c-*rt&&*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.