Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Útsölustaðir: akranes. hjá allý • AKUREYRI: ISABELLA • EGILSSTAÐIR: OKKAR A MILLI • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVlK: ESAR • HÖFN HORNAFJÖRÐUR: TVÍSKER • ISAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÚLEYJAR • KEFLAVÍK: SMART • KÓPAVOGUR: SNÓT • REYKJAVlK: ÁRSÓL, DEKURHORNH), VERSL FLIP, SNYRTIV. GLÆSIBÆ, SÓLBAÐST. GRAFARVOGS, HELENA FAGRA • STÓRAR STELPUR • SELFOSS: TlSKUHÚSIÐ • SIGLUFJÖRÐUR: GALLERÍ HEBA • STYKKISHÓLMUR: HEIMAHORNIÐ • VESTMANNAEYJAR: NINJA hvað átt er við. Plattarnir eru handmálaðir og litnum úðað á og hann þurrkaður af mörgum sinn- um fyrir brennslu. Þannig kemur blái liturinn fram í ýmsum blæ- brigðum. Þar sem plattarnir eru handgerðir eru engir tveir eins, en þó er sagt að aðeins þrautþjálf- að auga listamanns geti greint muninn. Þótt veturinn í Danmörku sé alla jafna mildur og snjólaus birtist snjór með einhverjum hætti á flestum jólaplöttunum; börn að leika sér í snjó, fólk að skauta á svelli og fleira mætti telja. Akveðið þema er valið sem fyrirmynd á hveiju ári og er hægt að fá bolla, skálar og bjöllur í stíl við plattana. Að undan- skyldum elstu plöttun- um með helgimyndunum, eru fyrirmyndirnar jafnan sóttar í danskt umhverfi. Jólaplatti Royal Copenhagen í ár, Kveikt á götu- ljósunum, sýnir gamla hluta Fá- borgar á Fjóni, eyjunni þar sem H.C. Andersen fæddist. Plattinn er eftir Sven Vestergaard, sautj- ánda listamann fyrirtækisins frá upphafi, en hann hefur gert jóla- plattana síðastliðin tólf ár. Melra en tvær milljónir safnara Jorgen Sannung, markaðsstjóri Royal Copenhagen, segir að þar til fyrir tuttugu árum hafí starfs- fólk fyrirtækisins komið með til- lögur um þema plattanna. „Þá var þetta nokkurs konar samkeppni meðal starfsmanna. Núna eiga listamenn og stjómendur hug- myndirnar og sérstök nefnd þarf að samþykkja listræna þáttinn,“ segir markaðsstjórinn, sem full- FYRSTU jólaplattarnir, t.v. Bak við frosinn glugga frá Bing & Grondahl 1895 og María mey og barnið frá Royal Copenhagen 1908. Á hinni síðunni eru jólaplattamir í ár, sá efri frá Royal Copenhagen og fyrir neðan frá Bing & Grondahl. Þar má líka sjá Sven Vestergaard sem hefur hannað jólaplatta Royal Copenhagen síðastliðin tólf ár og konu handmála plattana. yrðir að flestir jólaplattasafnar- arnir séu Bandaríkjamenn. Annars áætlar hann að meira en tvær milljónir manna safni plöttunum. Hann segir að þótt Japanir haldi jólin ekki hátíðleg sé Japan stærsti markaðurinn erlendis. „Japanir eru afar hrifnir af kóbalbláa litn- um og tileinka plattana árinu en ekki jólunum.“ Forsvarsmenn Royal Copenhag- en ábyrgjast takmarkað upp- lag plattana. Þeir segjast stöðva framleiðslu í árs- lok og eyðileggja mót- in. Upplagstölur eru leyndarmál fyrirtæk- isins. Sannung telur að fólk safni plött- unum ekki ein- göngu vegna þess að verðmæti þeirra aukist eftir því sem þeir verða eldri, heldur sé ástæðan einfaldlega sú að fólki þyki þeir fallegir og hentugar tækifærisgjaf- ír. Þótt jólaplattarnir séu ef til vill ekki efstir á lista hjá snjöllustu fjárfestum ætti enginn að vera svikinn af að safna þeim. Fyrsti jólaplatti Royal Co- penhagen fór á sem svarar tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í fyrra. ■ Heimild/Scanorama, des.96/jan.97 "Engin konaer ems Þess vegna framleioir BAU mikid úrval at undirfatnaði. sínum áfengi segir Bergur: „Ég held að það sé sjaldgæft að foreldrar kaupi áfengi fyrir krakka á okkar aldri, kannski gera þeir það þegar krakkarnir eru orðnir átján ára.“ Árdís segist halda að það séu frekar eldri vinir eða systkini sem útvegi þeim yngri áfengi. Ætlast ekki til að foreldrarnir séu fullkomnir Þau eru spurð að því hvernig þeim finnist foreldrarnir sem fyrir- mynd? Á svörum þeirra má heyra að almennt eru þau ánægð með for- eldra sína. Ebbi segir að foreldrar hans reyki en hann ætli að láta sér það að kenningu verða og ætli aldr- ei að reykja sjálfur. Ef foreldrarnir reykja og drekka finnst ykkur þið mega það líka? „Ef krakkar eru óþroskaðir þá er líklegt að þeir nciti það sem afsök- un,“ segir Ósk. „Ég ætlast ekki til þess að foreldrar séu fullkomnir. Þeir geta gert mistök eins og aðr- ir,“ bætir hún við. Fylgjast foreldrarnir með hvað þið horfa á í sjónvarpinu? „Þeim er alveg nákvæmlega sama hvað ég horfi á. Þau vita að ég hermi ekki eftir því sem ég sé,“ segir Ebbi. „Ég má horfa á nánast allt nema ógeðslegar, sálrænar kvikmyndir," segir Ósk. „Mér er ekki bannað að horfa á neitt enda hef ég skynsemi til að velja sjálf," segir Árdís. „Þegar ég var yngri höfðu ógeðs- legar myndir engin áhrif á mig. Nú þegar ég er orðinn eldri finn ég til viðbjóðs ef myndirnar eru mjög ógeðslegar eins og mér fannst til dæmis um sum atriðin í kvik- myndinni Trainspotting," segir Bergur. Það er komið að lokum þessa samtals og margt búið að ræða en mörgu hefur þó verið sleppt enda umtalsefnið óþijótandi. Við spyijum í lokin hvernig góðir foreldrar eigi að vera að þeirra mati? „Góðir foreldrar eiga að vera opn- ir fýrir skoðunum barna sinna. Geta talað við þau af umburðarlyndi og svarað án þess að blöskra," segir Ebbi. „Þeim á að þykja vænt um börnin sín,“ segir Ósk. „Þeir eiga fyrst og fremst að vera umburðarlyndir," segir Bergur. „Ég vil hafa þá eins og mömmu og pabba. Það er gott að tala við þau og þau styðja mig í því sem ég er að gera,“ segir Árdís. g Morgunblaðið/Gollí SIGRÍÐUR Krístjánsdóttir og Gyða Einarsdóttir. Gott samband við foreldrana er það sem skiptir mestu máli Morgunblaðið/Árni Sæberg „Góðir foreldrar eru umburðarlyndir," segja þau Ósk, Bergur, Ebbi og Árdís Björk. „Ef það koma gestir sem reykja rek ég þá bara út til að reykja. Ég reyki ekki sjálf og finnst það sjálf- sögð kurteisi að ekki sé reykt fram- an í mig,“ segir Árdís ákveðin. „Mér finnst fólki í sjálfsvald sett hvork það reykir eða ekki og skipti mér ekki af því,“ segir Bergur. Sumir sofa hjá í partíum Ræða foreldrarnir um kynlífið við ykkur og þá ábyrgð sem þvi fylgir? „Við mamma tölum mjög eðlilega um þessa h!uti,“ segir Árdís og Ósk tekur í sama streng. Ebbi og Bergur segja þetta mál lítið rætt heima hjá þeim. „Ef ég væri stelpa væri örugg- lega meira talað um þetta,“ bætir Bergur við. „Já, örygglega er það rétt hjá þér, það er meira í húfi hjá okkur stelpunum. Ef við eignumst börn getum við ekki hlaupið frá þeim,“ segir Árdís. „í sjöunda og níunda bekk feng- um við ágætis fræðslu um þessi mál,“ segir Bergur. „Við erum einmitt núna í kynlífs- fræðslu í skólanum. Kennarinn heimtar að við notum orðið getnað- arlimur í umræðunni og verður pirr- uð ef við segjum tippi,“ segir Ébbi og finnst þetta greinilega fáranlegt. Má kærasti eða kærasta sofa heima hjá ykkur? „Ég hef aldrei beðið um það en foreldrum mínum fyndist ég örugg- lega of ung og það finnst mér líka,“ segir Ósk. „Annars held ég að ef krakkar á þessum aldri ætla að sofa saman geri þau það ekki heima hjá sér heldur í partíum.“ „Ég hef aldrei spurt foreldra mína að þessu,“ segir Ebbi. „Ég hef held- ur aldrei sofið hjá stelpu nema einu sinni þá svaf ég hjá frænku minni í tjaldi og þá gerðist ekkert!" „Annars held ég að krakkar spytji ekki foreldrana hvort þau megi sofa hjá þau labba bara inn með kær- ustuna eða kærastann," segir Berg- ur. Þau eru spurð að því hvort rætt sé um siðferðileg gildi á heimili þeirra eins og heiðarleika, virðingu, umburðarlyndi og ábyrgð? Þau segja ákveðin að svo sé. Þessi mál séu þó ekki rædd sérstaklega en komi upp í umræðunni öðru hvoru. „Ef ein- hver á heimilinu hefur upplifað nei- kvæða hegðun er tækifærið notað til að ræða þá hluti,“ segir Árdís. Mega ekki drekka heima hjá sér Verðið þið verða vör við upplausn á fjölskyldum í kringum ykkur? „Ég hef ekki orðið vör við það í minni fjölskyldu. Samt sér maður þetta töluvert í kringum sig. Mér finnst til dæmis skrýtið þegar ungl- ingar eru reknir að heiman án þess að reynt sé að finna betri lausn á vandanum,“ segir Árdís. „Stundum virðist vera allt í lagi heima hjá krökkunum, svo kemur bara annað í ljós,“ segir Ósk. „Mér finnst verst þegar hjón eru að halda framhjá, ég held að það sé tölu- vert um það,“ segir Árdís. „Já, ég hef líka heyrt talað um það,“ segir Ebbi. „Mér finnst verst ef það er engin mein- ing á bak við slíkt, menn stundi þetta bara eins og ein- hvern leik. Ef fólk er virkilega ástfang- ið af einhveijum öðr- um ætti það að gera eitthvað í sínum mál- um,“ segir Ósk. „Auðvitað geta hjón orðið leið hvort á öðru en þá eiga þau að rækta sambandið. Það á ekki að skipta um maka þó eitthvað bjáti á. Ef.allt hefur verið reynt og hjóna- bandið gengur ekki upp þrátt fyrir það á fólk auðvitað að skilja,“ segir Árdís. Megið þið neyta áfengis heima hjá ykkur? „Nei, það þætti ekki eðlilegt að ég væri fullur heima hjá mér enda hef ég aldr- ei verið það,“ segir Ebbi. „Ég hef ekki neytt áfengis heima fyrir en það kemur fyrir að ég smakki áfengi,“ segir Bergur. „Það þýðir ekkert að banna krökkum að neyta áfengis, það þarf að ræða um þessa hluti. Heima hjá mér er mælt með því að áfengi sé drukkið í hófi og ekki sé byijað snemma á því,“ segir Ósk. „Mér finnst alveg fáránlegt að vera í skóla til að auka við þekking- una og þroskann og drekka svo frá sér allt vit þess á milli,“ segir Árdís áköf en bætir svo við: Sumir krakka mega drekka heima hjá sér, það er bara sagt við þá; viltu bjór?“ „Ég þekki stelpu sem fékk að fara til Akureyrar um verslunar- mannahelgina. Foreldrar hennar gáfu henni tvær kippur af bjór í nesti. Hugsið ykkur sjálfsblekking- una að halda að stelpan hafi bara drukkið þetta,“ segir Ebbi dálítið hissa. Þegar krakkarnir eru spurðir að því hvort að foreldrar útvegi börnum Skreytum skólann greinum grænum —» JÓLASKRAUT er af ýms- 35? um stærðum og gerðum, innflutt og heimagert. ■ Flestir sjá um að skreyta heimili sín sjálfir og al- SS gengt er að stofnanir og œœg fyrirtæki kaupi sér jóla- UJ skreytingarþjónustu. Svo er ekki í Seljaskóla í Breið- holtinu og hefur skreytingar- nefndin þar vakið athygli fyrir fjölbreytt og fallegt skraut. Fjórir starfsmenn skipa nefndina: Sigríður Kristjáns- dóttir, Gyða Einarsdóttir, Sig- rún Stefánsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir, og hafa þær smíðað, brætt gler, endurunnið pappír, klippt og skorið. Árang- urinn er kennarastofa með jóla- ilm. Sigríður Kristjánsdóttir er myndmenntakennari við skól- ann og hefur þar af leiðandi borið hitann og þungan af skreytingunum. Nemendur hennar keppast líka við að búa til jólakort og kertastjaka úr gleri, en lítill leirbrennsluofn er í skólanum. Sigríður hefur sótt um að vera með listiðju í skólanum, og vonast til að geta veitt sköpunargleði nemenda betur útrás í framtíðinni. Jól geta kostað lítið Skreytingarnefndin vann í þrjár vikur í sjálfboðavinnu við að hanna skrautið og nú eru á borðum glerskál- ar og stjakar, í gluggum gler- sljörnur, í lofti skreyttar grein- ar, og hjörtu, og á veggjum jóla- pokar. Ekki kost- aði þetta meira en fjögur þúsund krónur. Gleðileg jól kosta lítið. GLERSTJARNA í glugga, gerð úr bræddu rúðugleri. ÞEGAR rætt er um málefni unglinga vill brenna við að umræðan sé á neikvæðum nótum og síður dregið fram það sem vel er gert. Það gleym- ist að það er tiltölulega lítill hluti unglinga sem á við erfiðleika að etja. Langflestir eru þeir hæfíleikarík, myndarleg og góð ungmenni sem mega ekki vamm sitt vita. Sömu sögu er að segja um foreldrana. Flestir sinna þeir uppeldisskyldum sínum af kostgæfni og alúð, oft við erfiðar aðstæður. Til að varpa örlitlu Ijósi á samskipti unglinga og foreldra var rætt við nokkur ungmenni, með- al annars um þær reglur sem gilda inni á heimilum þeirra. Þau sem tóku þátt í umræðunni voru Ósk Dags- dóttir Thoroddsen úr áttunda bekk Hagaskóla. Eðvarð Atli Birgisson, kallaður Ebbi, úr níunda bekk Rima- skóla. Árdís Björk Ármannsdóttir og Bergur Benediktsson sem eru í tí- unda bekk. Árdís er í Gagnfræðaskó- lanum í Mosfellsbæ og Bergur er í Hlíðaskóla. Við byijum á því að tala um hvað þau geri sameiginlega með fjöl- skyldunni? Þau segjast öll fara með í heimsóknir til fjölskyldu og vina og stundum fari fjölskyldan saman í bíó. „Við ferðumst Iíka saman á sumrin,“ segir Árdís. Svo er ég í fótbolta og mamma styður þar vel við bakið á mér, kemur á leikina og er í stjórn foreldrafélagsins.“ Fylgjast foreldrar ykkar með náminu og hjálpa ykkur með heima- námið? „Foreldrar mínir fylgjast ekki með náminu dag frá degi en ég bið annað hvort þeirra að hlýða mér yfir fyrir próf,“ segir Bergur. „Pabbi er soldið góður í stærð- fræði og aðstoðar mig stundum ef á þarf að halda,“ segir Ebbi. „Foreldrar mínir hjálpuðu mér Til að varpa örlitlu ljósi á samskipti unglinga við foreldra sína ræddi Hildur Einarsdóttir við nokkra krakka í átt- unda, níunda og tíunda bekk um reglur sem gilda á heimilum þeirra og sitthvað fleira. þegar ég var yngri en nú gengur mér svo vel að þeir þurfa þess ekki lengur. Og þó þeir vildu hjálpa mér er svo langt síðan þeir voru í námi að þeir eru stundum lengur en ég að skilja hlutina," segir Árdís. „Mamma og fósturfaðir minn eru bæði kennarar svo ég get alltaf spurt þau ef ég skil ekki eitthvað," segir Ósk. Gott aö elga foreldra sem hægt er að tala við Eru foreldrarnir trúnaðarvinir ykkar? „Ég get sagt mömmu allt sem ég segi bestu vinkonu minni,“ segir Ósk. „Ég segi mömmu meira,“ segir Árdís. „Mér finnst ég eiga svo gott að eiga mömmu sem ég get talað við. Það er ekki allir svo heppnir." „Það er sérstaklega pabbi sem ég ræði við. Við getum talað um allt mögulegt, hann er svo mikill strákur í sér,“ segir Ebbi.“ „Mér finnst ég geta talað við báða foreldra mína, þannig sé ég oftast fleiri hliðar á málunum,“ seg- ir Bergur. Ræða foreldrarnir stundum við ykkur um hvað það kostar að reka heimili? „Ekki nema ég hafi talað lengi í símann,“ segir Osk. „Ég setti einu sinni sautján krón- ur við símann þegar mamma og pabbi kvörtuðu undan því hvað ég talaði lengi. Þau hafa ekki minnst á þetta síðan. Annars hefur mamma talað um að hún vildi setja mig á fjármálanámskeið," segir Ébbi. „Ég er nú alltaf í símanum og er komin með legusár við eyrað,“ segir Árdís, sposk. „Það er þó oft hringt í mig.“ „Einu sinni tók mamma saman matarreikninginn yfir ákveðið tíma- bil og sýndi mér. Mér blöskraði hvað hann var hár,“ segir Bergur. Það kemur í ljós þegar þau eru spurð að því hvaða skyldur þau hafi á heimilinu að flest þurfa þau að taka til heima hjá sér og passa yngri systkini. Árdís segist hins veg- ar hafa svo mikið að gera í félagslíf- inu að hún megi varla vera að því að hjálpa til heima. Árdís er formað- ur nemendaráðs Gagnfræðaskólans í Mosfellsbæ. „Ég held þó herberg- inu mínu hreinu," segir hún. Við spyijum hvort þau viti hvern- ig þetta gangi fyrir sig hjá öðrum krökkum? Ebbi telur að flestir þurfi að hjálpa til heima fyrir. En Bergur segir að sumir krakkar þurfi ekkert að gera heima hjá sér. Mega vinirnir reykja heima hjá ykkur? „Engir af mínum vinum reykja,“ segir Ebbi. „Ég fékk þó einu sinni vin í heimsókn sem reykti, hann varð að fara út á sval- ir til að svæla.“ Hjúin fengu viðarplatta með ýmsu góðgæti í jólagjöf tte. TALIÐ er að sá siður að ggg safna jólaplöttum eigi rætur að rekja til Danmerkur. al™ Snemma á nítjándu öld tíðk- aðist að danskir auðmenn n gæfu hjúum sínum útskorna viðarplatta með kökum, | súkkulaði og ávöxtum í jóla- ,Q gjöf. Þegar þjónustufólkið ■I hafði gætt sér á góðgætinu hengdi það oft plattana á veggi til skrauts í híbýlum sínum. Platt- arnir þóttu hin mesta prýði og árið 1895 sáu talsmenn Bing & Grondahl fyrirtækisins sér leik á borði og framleiddu fyrstu postul- ínsplattana í takmörkuðu upplagi. Jólaplattinn það árið, Bak við fros- inn glugga, sýnir frostrósir í for- grunni og nokkrar byggingar Kaupmannahafnar bera við himin í baksýn. Þrettán árum síðar fylgdi elsta postulínsverksmiðja heims, Royal Copenhagen, fordæminu og fram- leiddi jólaplattann, María mey og barnið. Árið 1987, eftir næstum átta áratuga samkeppni, sam- einuðust fyrirtækin undir nafni Royal Copenhagen. Þá voru jóla- plattar beggja löngu búnir að hasla sér völl og orðnir mjög eftir- sóttir af lærðum sem leikum. Kóbalblái llturinn engum líkur Upphleyptu myndirnar á plöttunum eru sérkennilega kóbal- bláar. Liturinn var þróaður með sérstakri aðferð seint á nítjándu öld og þykir hann aðgreina dönsku plattana frá öllum öðrum, enda er litnum stundum lýst sem Kaup- mannahafnar-bláum og flestir vita

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.