Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 D 5
Jólamynd
Sambíóaiuia
Walt Disncy fyrirtækið cr löngu
orðið heimsþckkt fyrir
óglcymanlegar tciknimyndir
sínar. Þrjátíu og þrjár kvik-
myndaperlur hafa skcmmt
ungum scm öldnum í gcgnum
árin og vinsældirnar aukast
með hvcrju árinu scm líður.
Sígildar eru orðnar teikni-
myndir á borð við Mjallhvíti,
Þyrnirós, Gosa, Hundalíf,
Konung ljónanna, Fríðu og
dýrið, Alladín, Pocahontas og
Toy Story. Nú hefur 34. teikni-
myndin í fullri lengd litið dagsins
Ijós; Hringjarinn í Notre Dame.
Sígilt ævintýri
Hið sígilda asvintýri Victors
Hugo kannast flestir við, enda
orðið mörgum yrkisefni í
gegnum tíðina. Þar er sagt frá
kropp-inbaknum Quasimodo,
hringjar-anum dularfulla í Notre
Dame eða Frúarkirkjunni, sem
verið hefur innilokaður þar alla
sína tíð. Quasimodo þráir að fara
út og vera í kringum annað fólk
en lærifaðir hans, hinn illi
dómari Claude Frollo, hefur
ekki tekið slíkt í mál.
Hringjarinn er því mjög ein-
mana og veltir því oft fyrir sér
hvernig heimurinn sé utan
kirkjuveggjanna. Dag einn
ákveður Quasi, eins og hann er
kallaður, að fara á torgið í
bænum. Þar eru mikil hátíðar-
höld í gangi og mest fer fyrir
fallegri sígaunadansmey,
Esmeröldu að nafni, sem þar er
ásamt Phoebus herforingja.
Allt kemst í uppnám á torginu
þegar fólk uppgötvar hver Quasi
er í raun og veru. Hinn dular-
fulli hringjari Frúarkirkjunnar
hefur verið goðsögn meðal
almennings og það er rétt með
naumindum, að Quasi takist að
sleppa undan æstum múgnum.
Ævintýrið er þó rétt að hefjast;
Esmeralda lendir brátt í stór-
hættu og Quasi þarf að gera upp
við sig, hvort hann vilji standa í
hárinu á illum fósturföður sfnum
eða bjarga hinni fögru vinkonu
sinni.
Rós í
hnappagatið
Hringjarinn í Notre Dame er
enn ein rósin í barmafullt
hnappagat Disney fyrirtækisins.
Hér vinnur allt saman; vönduð
vinnubrögð, reynsla og mikil
virðing fyrir áhorfendum og við-
fangsefninu hverju sinni. Ekki
spillir fyrir, að gamanið er aldrei
langt undan og skemmtunin er
ósvikin fyrir áhorfendur, hversu
gamlir sem þeir eru.
Tónlistin
lykilatriði
Tónlist Disney teiknimyndanna
hefur ávallt verið eftirminnileg
og er Hringjarinn engin undan-
tekning í þeim efnum.
Óskarsverðlaunahafarnir marg-
földu, þeir Alan Menken og
Stephen Schwartz, sjá um tón-
listina í Hringjaranum og ættu
teiknimyndaunnendur að
kannast vel við þá eftir Fríðu og
dýrið og Pocahontas. í seinni
myndinni var það einmitt lag
þeirra félaga, Vindsins litadýrð
eða Colors of the wind, sem
vann til Óskarsverðlauna.
Hrmgjarmn í
Notre Dame
Sýnd í Bíóhöllinni,
Álfabakka
Bíóborginni,
Snorrabraut
Kringlubíó, Kringlunni
og Borgarbíói Akureyri.
s
Islenska
talsetningin
f Hollywood er það talið heiður
fyrir hvern leikara, ef Walt
Disney fyrirtækið leitar eftir
rödd hans í teiknimynd. Því er
það svo, að frægustu leikararnir
í Hollywood hafa verið iðnir við
að ljá hinum ýmsu persónum í
Disney teiknimyndunum raddir
sínar. Skemmst er í því sam-
bandi, að minnast leiksigurs
Robins Williams í Alladdín og
Tom Hanks í Toy Story.
Hringjarinn í Notre Dame hefur
líka stórstjörnur í hinum ýmsu
hlutverkum. Tom Hulce talar
fyrir Hringjarann en hann er
hvað þekktastur fyrir, að hafa
leikið Amadeus í samnefndri
kvikmynd. Launahæsta leik-
kona Hollywood, Demi Moore,
talar fyrir hina fallegu
Esmeröldu og Óskarsverðlauna-
hafinn Kevin Kline er Phoebus,
herforinginn hugrakki.
Löng hefð er komin á íslenska
talsetningu teiknimyndanna frá
Disney og sem fyrr er það Júlíus
Agnarsson sem útsetur íslenskar
raddir þessara stórbrotnu
teikimyndapersóna. Felix
Bergsson er Quasi, Edda
Heiðrún Bachman, Esmeralda
og Hilmir Snær Guðnason
Phoebus. Aðrir leikarar í stórum
hlutverkum eru t.d. Helgi
Skúlason, Bríet Héðinsdóttir,
Pálmi Gestsson, Hjálmar
Hjálmarsson. Róbert Arnfmns-
son, Hallur Helgason, Stefán
Jónsson og Guðmundur Ólafs-
son. Leikstjóri var Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir en þýðingu
hafði Ólafur Haukur Símonar-
son með höndum.
S
I minning
meistara
Talsetning Hringjarans í Notre
Dame er tileinkuð minningu
tveggja stórbrotinna listamanna
sem féllu frá skömmu eftir að
hljóðvinnslu lauk. Helgi
Skúlason og Bríet Héðinsdóttir
voru óumdeildir snillingar á sínu
sviði og raddir þeirra í hinu
sígilda ævintýri munu bera list
þeirra glöggt vitni um ókomna
tíð.