Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR BLAD KNATTSPYRNA Ivan Golac gerði samning við lAtil tveggja ára Evrópukeppnin skiptir mestu máli Ronaldo bestur BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, leikmaður með Barcelona, var krýndur besti knattspyrnumaður heims af alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, í hófi í Lissa- bon í gærkvöldi. Ronaldo fékk 329 stig í atkvæðagreiðslu, sem yfir hundrað landsliðsþjálfarar tóku þátt í. George Weah, AC Milan, fékk 140 stig og Alan Shearer, Newcastle, fékk 123 stig. FIFA byijaði á að útnefna besta leikmann heims 1991. Þá var Þjóðveijinn Lothar Matthaus krýndu, síðan Marco Van Basten, Hollandi, 1992, Roberto Baggio, Ítalíu, 1993, Romario, Brasilíu, 1994 og í fyrra var George We- ah, Líberíu, krýndur. Hér á myndinni til hliðar er Ronaldo með Bobby Robson, þjálfara Barcelona. Kristján rekinn KRISTJÁN Arason var í gær- kvöldi rekinn sem þjálfari Wallau Massenheim í þýsku fyrstu deildinni, en þetta er annað timabilið sem hann þjálfar liðið. Kristján sagði i samtali við Ríkisútvarpið í gærkvðldi að mikil óánægja hefði verið eft- ir að liðið tapaði í bikar- keppninni fyrir Bad Schwart- au, en útslagið hefði gert stórtap á heimavelli fyrir Nettelstedt á sunnudaginn, 27:36. Hann hefði þurft að taka afleiðingunum. Krstján sagði að hann væri ekki farinn að huga að þvi hvað tæki við þjá sér. Einar tekur við af Reyni EINAR Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildar- liðs Hauka i körfuknattleik. Hann tekur við af Reyni Krist- jánssyni sem sagði upp í síð- ustu viku. Einar mun stjórna liðinu í fyrsta sinn á fimmtu- dagskvöld er Haukar mæta Njarðvík í deildinni. Skagamenn gengu frá ráðningu þjálfara um helgina og gerðu samning við Júgóslavann Ivan Golac til tveggja ára. Golac fór aft- ur til Júgóslavíu eftir undirritun samningsins en kemur á ný um mánaðamótin. „Ég hlakka til að byrja á Akra- nesi því starfið er mjög áhugavert,“ sagði Golac við Morgunblaðið. Hann sagði að líf sitt hefði ávallt snúist um knattspyrnu en hann lék með Partizan Belgrad í 16 ár og síðan Southampton, þar sem hann var kjörinn besti leikmaðurinn en síðan tók við árangursrík þjálfun í Júgó- slavíu og Skotlandi. Hann sagðist hafa fylgst með íslenskum atvinnu- mönnum en þegar hann hefði verið nefndur í sambandi við landsliðs- þjálfarastöðu íslands fyrir nokkr- um árum hefði hann beint augum sínum æ meira að íslenskri knatt- spyrnu. „Uros Ivanovic, vinur minn á ís- landi, hefur átt stóran hlut að máli og ég hef séð marga, góða íslenska leikmenn í Evrópu. Haustið 1993 sá ég leik KR og MTK í Búdapest þar sem íslenska liðið lék mjög vel en það er einmitt Evrópukeppnin sem skiptir mestu máli. Nú verða 24 lið í Meistaradeild Evrópu og við leggjum áherslu á að gera allt sem við getum til að komast þang- að. Skagamenn hafa verið íslands- meistarar undanfarin ár og titillinn er ávallt viss áfangi. Meira er ekki hægt að gera á þeim vettvangi en ögrunin felst í því að ná lengra en áður í Evrópu, vera hluti af Evrópu- knattspyrnunni." Tveír erlendir leikmenn Golac sagði að þó að góður mann- skapur væri á Akranesi þyrfti að styrkja liðið til að ná settu marki og hefði hann hug á að fá tvo er- lenda leikmenn, þar af annan mið- heija. „Til að verða meistari og ná góðum árangri í Evrópu þarf öfluga leikmenn en á næstu dögum ætla ég að svipast um eftir mönnum í Júgóslavíu sem geta styrkt liðið.“ Hann sagði að mikill hugur væri í Skagamönnum og reynsla sín sem leikmaður og þjálfari ætti að koma til góða. „Ég hef mikla ánægju af því að vinna með ungum leikmönn- um, láta þá spila og efla sjálfs- traust þeirra en Akranes á marga, unga leikmenn. Ég vil byggja á tækninni sem einkennir knattspyrn- una í Júgóslavíu og ákveðninni og aganum sem er aðal knattspyrn- unnar í Bretlandi. Hugmyndir mín- ar ganga út á að bæta við það sem fyrir er, gera eitthvað nýtt, skapa eitthvað. Mikilvægt er að skapa sér nafn og vera þannig hluti af sög- unni en það gera Skagamenn með velgengni í Evrópu.“ ÞRÓTTUR ÍSLANDSMEISTARIÁ NÝ EFTIR13 ÁR / B5 H Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæ𠧧| 'f . 5 af 5 4 3.405.430 H O 43,5 f ■ Z. piús L rr- 232.150 II 3.4a'5 201 7.960 n 4.3a,s 6.224 600 nSamtals . *33 19.884.680 IfflTtl 15. 01.1997 I VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN AÐALTOLUR BÓNUSTÖLUR Ö @ ^ | Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö II 1. 6 af 6 2 20.824.000 || 2 5h®^6 1 2.072.730 II 3. 5,16 2 124.070 | 4. 4 3,6 202 1.950 I r 3 af 6 j.:. O. + bónus 735 230 | Samtals: 942 44.531.820 44.531.820 2.883.820 1.01 .-21.01. • Miöarnir meö 1. vinningi i laugardags- loltoinu voru keyptír á Hlíöarenda á Hvolsvelli, Króka á Noskaupslað, Braiöraborg i Kópavogi og Gerplu í Reykjavik. Bónusvinningarnir voru keyptir t Söluturnunum viö Leírubakkci 36, löufelli 4, Sunnu víö Garöastræti 2 Roykjavík og Hringbraut 14 i Hafnarfiröi. Bónusvinningurinn i Vikingíilottóinu var ! j soldur í Söluturnínum KK viö Háleitis- braut í Reykjavik. UPPLYSINGAR 1. vinningur er é«tlaður 40 miiljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.