Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Haukar svífa vængjum þöndum HAUKAR voru í miklum vígahug í Mosfellsbænum á laugardaginn - reyttu skrautfjaðrirnar af „kjúklingunum" og fóru með bæði stig- in heim til Hafnarfjarðar eftir 27:21 sigur og tylltu sér um leið á efsta tind deiidarinnar. „Kjúkiingabændur" hafa líklega verið með leikmenn sína á of þungu fóðri yfir jólin og áramótin ef marka má tvo síðustu leiki Aftureldingar sem báðir hafa tapast. Haukar svífa hins vegar vængjum þöndum og hafa ekki misst flugið í 15 síð- ustu leikjum sínum. Fátt virðist geta stöðvað Hauka á leið þeirra að deildarmeistaratitlinum. Það var ljóst hvert stefndi strax á upphafsmínútunum því Haukar voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum sínum á I meðan taugaspenn- an var ailsráðandi hjá Aftureldingu. Sigurður Gunnars- son sýndi hversu klókur þjálfari hann er þegar hann lét minni spámenn byija sóknarleik- inn í skyttuhlutverkunum, Sigurð Þórðarson og Einar Gunnarsson, en Valur B. Jónatansson skrifar FOLK ■ ÞORKELL Guðbrandsson og Ingimundur Helgason, leikmenn Aftureldingar, fengu afhent gullúr fyrir leikinn á móti Haukum í Mos- fellsbæ á laugardaginn. Ástæðan var sú að þeir voru báðir búnir að leika 200 leiki með meistaraflokki félagsins. Það var Jóhann Guðjóns- son, formaður handknattleiksdeildar UMFA, sem afhenti gullúrin. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson fann sig ekki í markinu hjá Aftureld- ingu. Hann varði aðeins eitt skot á þeim 23 mínútum sem hann stóð í markinu í fyrri hálfleik. ■ SIGURJÓN Bjarnason hefur verið meiddur og ekkert getað æft með Aftureldingu að undanfömu og hefur aðeins leikið með liðinu. ■ EINAR Gunnar Sigurðsson gerði tvö mörk fyrir Aftureldingu, en hann átti auk þess fjögur skot í stöng. ■ IR-INGAR hafa nú leikið tvo leiki í röð í 1. deild karla án þess að einn einasti leikmaður þeirra sé rekinn út af í 2 mínútur. ■ LEIKMENN ÍR eru höfðingjar heim að sækja því eftir hvem heima- leik bjóða þeir andstæðingum sínum í kaffi og hlaðborð með kökum og brauði í félagsheimili sínu við Skóg- arsel. Þetta fengu KA-menn að reyna áður en þeir héldu norður í land eft- ir viðureign liðanna í Seljaskóla á sunnudagskvöldið. ■ MEIRA af leikmönnum IR, þeir fóru í 23 sóknir í síðari hálfleik í leiknum við KA og skoruðu úr 19 þeirra, þetta gerir 82,6% sóknarnýt- ingu. ■ EGILL MÁR Markússon dómari var á þönum á sunnudaginn. Um daginn dæmdi hann fimm leiki á ís- landsmótinu í knattspymu, þar á meðal úrslitaleikinn, og um kvöldið flautaði hann þegar FH fékk Stjörn- una í heimsókn í 1. deildinni í hand- knattleik. Eftir leikinn dreif hann sig vinnuna. ■ FH-INGAR léku með sorgarbönd gegn Sljörnunni til að minnast Við- ars Vilhjálmssonar, sem lést í fyrri viku. Hann var áður gjaldkeri hand- knattleiksdeildar og aðalstjórnar FH. ■ SJÖTTI flokkur handknattleiks- kvenna FH og Sljörnunnar hitaði upp fyrir karlaleikinn í Kaplakrika á sunnudaginn. Hafnarfjarðarstúlk- urnar gáfu körlunum tóninn og unnu, 4:3. í vetur hafa FH-ingar reynt að leyfa yngri krökkunum að spreyta sig fyrir karlaleikina - við mikla ánægju yngri sem eldri. hvíldi þess í stað Petr Baumruk og Rúnar Sigtryggsson. Leikurinn hélst í jafnvægi upp í 5:5 en þá komu fimm mörk í röð hjá Haukum á meðan Mosfellsbæingar voru að gera hver mistökin á fætur öðrum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 12:8 fyrir Hauka. Afturelding náði að skora úr fyrstu sjö sóknum sínum í síðari hálfleik eftir að sóknamýting í fyrri hálfleik hafði aðeins verið 29% á móti 44% hjá Haukum. Allt í einu var komin spenna í leikinn, 15:15, en Haukar létu ekki slá sig út af laginu. Þeir hækkuðu flugið jafnt og þétt án þess að heimamenn næðu að fylgja þeim eftir. Ekki bætti það úr skák fyrir Mosfellsbæinga að Sigurður Sveins- son fékk rauða spjaldið um miðjan hálfleikinn. Eftir það var sigur Hauka aldrei í hættu. Haukar léku sem liðsheild á meðan einstaklingarnir í Aftureldingu reyndu að láta ljós sitt skína. Hafn- arljarðarliðið hefur mun meiri breidd en Mosfellsbæingar, alla vega treysti Sigurður Gunnarsson þjálfari ungu strákunum og var ávallt að skipta inn á og bijóta upp leikinn. Leikur liðsins var fjölbreyttur og alltaf komu þeir heimamönnum jafn mikið á óvart með hinum ýmsu stöðubreyt- ingum í sókninni. Vörnin var einnig mjög góð og eins var Bjarni góður í markinu, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Aron vex með hveijum leik sem leikstjórnandi, enda fær hann sjálf- sagt góð ráð hjá fyrrum leikstjórn- endum landsliðsins, Sigurði Gunn- arssyni og Páli Ólafssyni. Rúnar og Baumruk voru sterkir og Jón Freyr í hægra horninu nýtti færin sín full- komlega. Afturelding hefur góðum einstakl- ingum á að skipa, en það er ekki nóg. Lið sem leikur ekki sem liðs- heild getur aldrei náð langt. Sam- vinnan var ekki til staðar. Sóknar- leikurinn var því ósköp tilviljunar- kenndur. Það vakti athygli að Einar Þorvarðarson þjálfari gerði ekkert til að fá vinstri sóknarvænginn til að virka. Páll Þórólfsson var algjörlega sveltur í hominu og ekkert var reynt til að aðstoða Einar Gunnar. Eins var keyrt nánast á sama liðinu alla leikinn í stað þess að hrókera mönn- um og koma þannig andstæðingnum í opna skjöldu. Bjarki Sigurðsson var eini leikmaður liðsins sem lék vel og Þorkell Guðbrandsson komst ágæt- lega frá síðari hálfleiknum. GÚSTAF Bjarnason stóð oft í ströngu á línunni. Hér reynlr hann að losa sig úr klóm Elnar Gunnars Slgurðssonar eftir sendingu Arons Kristjánssonar. Gunnar Andrésson (t.v.) og Alexej Trúfan (t.h.) fá engu ráðið og bíða því átekta. SigurðurGunnarsson, þjálfari Hauka Reynum að veija toppsætið „VIÐ áttum góðan dag, spiluðum vel bæði í vörn og sókn. Við erum á toppnum núna og reynum auð- vitað að verja það sæti,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á Aftureld- ingu á laugardaginn. „Við erum með góða breidd. Það fer ekkert lið í gegnum heilt mót án þess að nota meira en sjö til átta leik- menn. Yngri strákarnir þurfa líka að fá að spreyta sig, fá reynslu og gera sín mistök og læra af þeim. Það hefur hver einasti leik- maður í liðinu ákveðið hlutverk, sama hvort hann spilar í eina mín- útu eða allan leikinn." Sigurður sagðist hafa undirbúið liðið vel fyrir leikinn gegn Aftureld- ingu og m.a. verið búinn að skoða síð- asta tapleik liðsins á móti Fram. „Við vissum hvað við þurftum að gera, bæði í vöm og sókn, og gerðum það mestan hluta leiksins. Við höfum verið að spila vel allt mótið og við erum að vinna þessa leiki og það er styrkur. Við und- irbúum okkur fyrir einn leik í einu og spyrjum síðan að leikslokum. Við erum ekki að gæla við eitt eða neitt. Við eig- um marga erfiða leiki eftir og þurfum því að koma okkur aftur niður á jörðina eftir þennan sigur.“ „Það var auðvitað mikilvægt að vinna Aftureldingu, en ef við hefðum tapað vissum við það líka að Afturelding á eftir að spila marga erfiða leiki. Við unnum Mosfellsbæinga í bikarnum, en ég held að við höfum lært mest af því sem við gerðum vitlaust á móti þeim í deildarleiknum í haust sem við töpuð- um.“ Hvernig finnst þér handboltinn hafa verið hér í vetur? „Mér finnst handboltinn góður. Það eru mörg góð lið í deildinni. Margir góðir þjálfarar og nokkrir efnilegir handboltamenn. Þó svo að margir landsliðsmenn hafi farið í erlend lið fyrir þetta tímabil get ég ekki séð að handboltinn sé á niðurleið. Auðvitað er sjónarsviptir að leikmönnum eins og Degi Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni og Patreki Jóhannessyni úr deildinni. Þeir þrír halda þó ekki uppi heilli deild. Það koma bara aðrir í staðinn. Mér finnst of neikvæð umræða hafa verið í gangi varðandi deildina í vetur. Bestu liðin hér gætu staðið sig vel í hvaða deild sem væri í Evrópu,“ sagði Sigurður. Spennustigið meira hjá okkur Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftur- eldingar, var ekki ánægður með leik sinna manna. „Ég er ekki sáttur við svona stórt tap. Munurinn á liðunum var sá að markvarslan og sóknarleik- urinn var betri hjá Haukum. Við feng- um lítið af mörkum utan af velli. Það er aðeins Bjarki sem var að skora utan af velli. Meðan ástandið er þannig verð- ur þetta erfitt. Spennustigið hjá okkur virðist hafa verið mun meira en hjá Haukum. Eins og þessi vetur er búinn að þróast hjá okkur, höfum verið meira og minna í efsta sætinu. Við höfum stöðugt átt á brattann að sækja, sér- staklega vegna þess að stöðugt er tugg- ið á því að við séum að spila illa. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum í röð og erum komnir með Haukana upp að hliðinni á okkur. Það eru margir leikir eftir af mótinu og við höfum ekki gefið upp vonina um deildarmeistaratit- ilinn.“ Þú notaðir meira ogminna sömu leik- mennina allan leikinn þrátt fyrir að flestir þeirra væru að leika illa. Hefði ekki verið betra að skipta meira inná? „Jú, það má kannski segja það. En ég er svolítið bundinn af þessum leik- mönnum. Það sem ég hef til skiptanna eru fyrst og fremst hornamenn. Ég er illa staddur með stöðuna á línunnni. Siguijón er meiddur og æfir því ekk- ert, spilar bara. Við erum heldur ekki ofsalega ríkir af útispilurum." Það kom lítil ógnun frá vinstri vængnum. Var ekki hægt að gera eitt- hvað til að breyta því? „Það verður að segjast eins og er að leikstjórnandinn náði ekki að vinna boltann nægilega vel út á vinstri væng- inn. Leikmenn sneru baki við þessum væng og við vorum að spila nánast á öðrum helmingi vallarins nær allan fyrri hálfleikinn. Við vorum ekki að nýta völlinn og því var auðveldara að veijast okkur. Við fórum yfir þetta atriði fyrir leikinn en því miður virkaði það ekki í leiknum.“ Þrumufleygur Duran ona skipti sköpum Ivar Benediktsson skrifar IR-ingar voru klaufar að missa bæði stigin í leiknum við KA úr höndum sér á lokakaflanum er liðin áttust við í Seljaskóla á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa staðið höllum fæti framan af leik tóku Breið- hyltingar sig saman í andlitinu í síð- ari hálfleik, unnu upp 5 marka for- skot KA og komust 2 mörkum yfir þegar 4 mínútur voru eftir, 28:26. En reynsla KA vóg þungt og þeir voru ekki tilbúnir að gefa sinn hlut átakalaust. Þeir gerðu þijú mörk í röð og komust yfir, 29:28, áður en Rang- ar Óskarsson jafnaði leikinn 10 sek- úndum fyrir leikslok. Þær sekúndur sem eftir voru nægðu KA til sigurs. Julian Duranona innsiglaði sigur norðanmanna með ótrúlegu þrumu- skoti af 13 metra færi rétt áður en lokaflautið gall. „Það var grátlegt að tapa þessum leik en skot Duranona var einstakt og alls ekki létt að veija það,“ sagði Matthías Matthiasson, þjálfari lR, í leikslok. „Skortur á einbeitingu var þess valdandi að við töpuðum leikn- um, en þetta leggst inn í reynslu- banka strákanna og það kemur að því að þeir fara að taka út úr honum og vinna leiki. Við höfum tapað of mörgum leikjum í vetur með litlum mun,“ bætti Matthías við. KA-menn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og náðu fljótlega nokkurri forystu. Asamt góðri markvörslu Hermanns Karlssonar í marki KA var sóknarleikurinn allgóður en að sama skapi dapur hjá heimapiltum. Staðan í hálfleik 15:10 KA í vil. Leikur ÍR breyttist til betri vegar í síðari hálfleik, vömin lagaðist stór- um og sóknarleikurinn varð íjöl- breyttari við innkomu Ragnars Ósk- arssonar sem einhverra hluta vegna hvíldi allan fyrri hálfleik. Það kostaði mikia baráttu og kraft að brúa það bil sem var á milli félaganna en ÍR- ingum tókst það og gott betur. Óvand- aður leikur þeirra á síðustu mínútun- um varð hins vegar dýrkeyptur. Félögin eigast við að nýju í und- anúrslitum bikarkeppninnar á fimmtudaginn norðan heiða og ef þetta er forsmekkurinn að því sem þar verður upp á boðið mega áhorf- endur eiga von á skemmtilegum leik. „Það kemur ekki til greina að tapa fyrir þeim tvisvar í röð,“ sagði Ragn- ar ÍR-ingur um leikinn sem framund- an er. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Halldór MARGRÉT Ólafsdóttir, lefkmaður Breiðabliks, er hér með sigurlaunin. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 B 5 HANDKNATTLEIKUR I. i'i linn Morgunoiaoio/ liaiidor Langþráður Gróttusigur Gróttumenn fögnuðu vel og innilega í leikslok eftir mikil- vægan sigur á HK, 29:24. Þetta var sanngjarn sigur í slök- um leik, þar sem Hörður ™rg mistök litu Magnússon dagsins ljos. big- skrifar tryggur Alberts- son, markvörður Gróttu, var maðurinn á bakvið þennan sigur, varði 24 skot. HK var yfir 0:1 og 1:2, síðan ekki söguna meir. Gróttumenn voru yfir það sem eftir lifði af leiknum. HK-menn voru sjálfum sér verstir í þessum leik, misnotuðu mörg dauðafæri m.a. tvö vítaköst sem Sigurður Sveinsson lét varamark- vörð Gróttunnar, Ólaf Finnboga- son, veija frá sér. Allur leikur gestanna í HK var lengst af í molum, vörnin hriplek og mar- kvarslan oftast eftir því þó svo að Hlynur Jóhannsson hafi varið ágætlega á kafla í síðari hálfleik. Þá var sóknin vandræðaleg, Gunnleifur Gunnleifsson var sá eini sem lék af einhveiju viti, aðrir voru úti á þekju. Gróttumenn sýndu góða bar- áttu en oft á tíðum var leikur þeirra losaralegur. Þessi sigur gefur þeim byr undir báða vængi fyrir komandi átök í fallbaráttu deildarinnar sem harðnar stöðugt. Davíð B. Gíslason var bestur úti- leikmanna liðsins og þeir Róbert Þór Rafnsson og Júrí Sadovski áttu sína spretti. Annars verður þessi leikur ekki minnisstæður þó ekki nema fyrir það að Grótta vann sinn fyrsta sigur í háa herr- ans tíð. „Hlerinn“ kominn „HLERINN" er kominn, sögðu FH-ingar íleikhléi gegn Stjörn- unni í Kaplakrika á sunnudaginn. Áttu þeir við að Sun Hyung Lee markvörður Hafnfirðinga væri loks búinn að finna fjölina sína en hann lagði einmitt grunninn að 34:27 sigri á Garðbæ- ingum - varði 29 skot og átti ófáar sendingar fram völlinn í hraðaupphlaupum, sem gáfu mörk. Frammistaða hans hleypti lífi ívörnina og sama má segja um sóknarleikinn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og áttu áhorfendur fullt f fangi með að fylgjast með því mörkin urðu alls 61 og markverðir vörðu samtals 46 skot. Hafnfirðingar byijuðu með þremur mörkum á einni og hálfri mínútu en Garðbæingar komust ekki á blað fyrr en eftir rúmar fimm mínút- Stefán ur í stöðunni 4:0 Stefánsson en þá hafði Sun skrifar Hyung Lee varið sex skot og tvíveg- is gefið boltann í hraðaupphlaup sem skiluðu marki. FH-ingar héldu síðan góðu skriði en undir lok fyrri hálfleiks tókst Stjörnu- mönnum með harðfylgi að jafna en það tók sinn toll og þeir misstu flugið á ný. FH-ingar fylgdu eftir góðum fyrri hálfleik og höfðu öll völd á vellinum í þeim síðari þann- ig að sigurinn var aldrei í hættu. Stuðningsmenn FH gengu dreymandi um sali Kaplakrika að leikslokum, himinlifandi yfir að liðið sé að ná sér upp úr öldudal eftir slakan fyrri hluta mótsins. „Lee hrekkur í gang og það hefur áhrif á allt liðið,“ sagði Hálfdán Þórðarson, sem átti ekki síðri dag en markvörðurinn, var sterkur í vörninni og fór hamförum á lín- unni hinum megin. „Við vorum slakir í fyrri umferðinni, vorum að reyna of mikið sjálfir svo að við töluðum saman og nú fær boltinn að ganga auk þess sem vörnin er betri. Hugarfarið hefur breyst til batnaðar eftir að við litum í eigin barm, við erum með ágætis lið en neistann hefur vant- að og nú er hann að koma. Nú erum við tilbúnir fyrir bikarleik- inn gegn Haukum á miðvikudag- inn, hann ætlum við að vinna því bikarúrslitaleikir eru það skemmtilegasta,“ bætti Hálfdán við. Valur Arnarson, Guðmundur Pedersen og Knútur Sigurðsson áttu einnig góðan dag en liðið fær í heild sinni lof fyrir frábæra bar- áttu - sýndi hvað það kann og getur. Sigurinn var sá stærsti í vetur og liðið hefur ekki skorað jafn mörg mörk í leik. Garðbæingar voru heillum horfnir, sýndu að vísu dug með því að jafna en vantaði allan bar- áttuanda til að fylgja því eftir. Vörnin var ekki tilbúin fyrir FH- inga í ham og þó að liðið hafi skorað 27 mörk, sem oft hefur dugað til sigurs, skorti alla leik- gleði og það verður að vera eitt- hvað af henni til staðar ef ná skal í stig. Ingvar markvörður Ragn- arsson var bestur í liðinu og Magnús A. Magnússon vann mjög vel. Gamla stórveldið lagði nýliðana Valsmenn tóku á móti Frömur- um að Hlíðarenda á sunnu- dagskvöld og var gestrisnin af frekar skornum skammti. Heima- menn tóku forystu strax á fyrstu mín- útu og nýliðarnir bláklæddu náðu aldrei að jafna áður en flautað var til leiksloka, en þá höfðu Valsmenn skorað tuttugu mörk gegn aðeins sextán mörkum gestanna. Edwin Rögnvaldsson skrifar Skúli Gunnsteinsson var öflug- ur í upphafi leiksins og gerði fjög- ur af fyrstu fimm mörkum Vals. Heimamenn skoruðu fjögur fyrstu mörk sín án þess að Framararnir næðu að koma knettinum framhjá Guðmundi Hrafnkelssyni, en þeir skoruðu ekki fyrr en rúmar átta mínútur voru liðnar. Valsmenn léku varnarleikinn framarlega á vellinum og sóknarleikur gest- anna var ráðleysislegur. Safamýrarpiltar minnkuðu muninn í eitt mark þegar rúmar fjórar mínútur lifðu eftir af fyrri hálfleik. Reynir Þór Reynisson tók að veija af kappi, en mörg skot heimamanna voru um tíma óvönd- uð og ótímabær. Valsmenn skor- uðu ekki mark í þrettán mínútur og hleyptu þannig Frömurum inn í leikinn. Heimamenn höfðu þó tveggja marka forystu í leikhléi, 9:7. Jón Kristjánsson var iðinn við kolann í upphafi síðari hálfleiks og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum heimamanna, en hann skoraði líka tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik. Munurinn var tvö mörk lengst af, en það breyttist þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fékk Framarinn Sigurpáll Árni Aðalsteinsson tveggja mínútna brottvísun og Ingi Rafn Jónsson gekk þá á lag- ið - skoraði tvö mörk í röð. Val- garð Thoroddsen og besti maður Valsmanna í leiknum, Skúli Gunnsteinsson, stráðu salti í sár gestanna áður en yfir lauk. Framarar náðu sér ekki á strik eftir rispuna sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Oleg Titov skoraði aðeins eitt mark af línunni, en hann gerði fimm mörk úr vítaköstum. Tólf sinnum lauk sóknum Framara án þess að þeir næðu skoti á mark Vals, sem getur ekki talist ás- ættanlegt. Jón Kristjánsson, spilandi þjálf- ari Vals, var glaðbeittur í leiks- lok. „Þetta hefur verið brokk- gengt hjá okkur í vetur, en leiðin hefur legið upp á við eftir desemb- erhléið. Við lékum grimma vörn í kvöld og skoruðum líka falleg mörk á köflum,“ sagði Jón. Páll Einarsson, fyrirliði íslandsmeistara Þróttar Vonanai merki umþaðsem koma skal ÞAÐ voru liðsmenn karlaliðs Þróttar og kvennaliðs Breiða- bliks sem urðu á sunnudaginn íslandsmeistarar í innanhúss- knattspyrnu, en keppnin fór fram í Laugardalshöll að vanda. Þróttur, sem varð síð- ast íslandsmeistari innanhúss árið 1984, lagði ÍA að velli 5:3 í úrslitum, en Blikar vörðu titil sinn með 5:4 sigri á Val. að ríkti mikil gleði í herbúðum Þróttar eftir leikinn enda ekki á hveijum degi sem Akurnesingar bíða lægri hlut í I knattspyrnumótum. Benediktsson -Þessi sigur er sæt' skrifar ur og byggðist fyrst og fremst á góðri stemmningu í liðinu alla keppnina í bland við frábæran stuðning áhorfenda í úrslitaleiknum," sagði Páll Einarsson fyrirliði eftir að hann hafði tekið við íslandsbikarnum úr hendi Eggerts Magnússonar for- manns KSÍ. „Vonandi er þetta merki um það sem koma skal hjá okkur í sumar og loks takist að vinna sæti í fyrstu deild utanhúss, en það munaði sáralitlu í fyrra,“ bætti Páll við. Úrslitaleikurinn var nokkuð harður en Skagamenn höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfleik og voru 2:1 yfir þegar skipt var um vallarhelm- ing í hálfleik. Vel studdir komu Þróttarar til leiks í síðari hálfleik og tókst að snúa taflinu sér í vil og komast í 5:2 áður en leikmenn ÍA klóruðu í bakkann rétt fyrir leikslok. „í síðari hálfleik reyndum við að leysa leikinn upp í baráttu og það tókst, við vorum betri,“ sagði Páll fyrirliði ennfremur. Valur veitti mótspymu „Það er alltaf ánægjulegt að vinna og það var gaman að gera það í skemmtilegum úrslitaleik,“ sagði Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, kampakát að loknum skemmtilegum úrslitaleik í kvenna- flokki, þar sem Breiðablik sigraði Val 5:4. Valsstúlkur veittu Blikum verðuga mótspymu í úrslitaleikn- um, einkum í fyrri hálfleik. ,',Við stefnum á að vinna öll mót sem við tökum þátt í á þessu ári og sigurinn í þessu móti er því ágæt byijun á árinu. Ég reikna hins vegar með því að mótspyrnan verði meiri í sumar en á síðasta sumri og KR verði okkar aðalkeppinautur,“ sagði Sigrún, fyrirliði Breiðabliks. FJALAR Þorgeirsson, mark- vörður Þróttar, er hér með bikarinn sem félagið hlaut fyrir sigurinn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.