Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 8
+ Dýrkeyptar lokamínútur Newcastle Reuter STAN Collymore fagnar markl sínu fyrlr Liverpool sem vann Aston Villa 3:0 á Anfleld og er áfram f efsta sæti. Newcastle tapaði tveimur dýr- mætum stigum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar liðið gerði 2:2 jafntefli í Southampton um helgina. Lengst af stefndi í ör- uggan sigur gestanna en heimamenn gerðu tvö mörk á síðustu tveimur mínútunum. Kenny Dalglish stýrði Newcastle í fyrsta sinn en Graeme Souness, arftaki hans hjá Liverpool, var við stjómvölinn hjá Southampton sem fyrr. Souness sendi Dalglish skeyti þegar hann var ráðinn í liðinni viku og óskaði honum velfarnaðar í starfí en sagði jafnframt að hann gæti ekki byrjað á erfíðari leik því Sout- hampton þyrfti á stigunum að halda. Að stundarfjórðungi loknum brosti Dalglish þegar Les Ferdinand skor- aði og þegar Lee Clark skoraði átta mínútum fyrir leikslok var útlitið bjart en heimamenn gáfust ekki upp. Þeir sóttu stíft, Shaka Hislop, mark- vörður gestanna, tókst ekki að ná boltanum eftir fyrirgjöf og Neil Mad- dison skoraði af stuttu færi. Þegar dómarinn leit á klukkuna í síðasta sinn lét Matt Le Tissier vaða af um 25 metra færi og jafnaði úr síðustu spyrnu leiksins. „Aðalatriðið er að hitta,“ sagði Le Tissier. „Það eina sem komst að hjá mér var að boltinn færi í netið og sem betur fer gerði hann það.“ Dalglish sagði að ekkert væri hægt að gera við svona marki og var jákvæður. „Það er ánægjulegt að vera kominn í slaginn á ný og þó við sigruðum ekki er ég hreykinn af leik liðsins." Liverpool gerði meistaravonir As- ton Villa nánast að engu með 3:0 sigri á Anfíeld. Jamie Carragher, 18 ára táningur, lék í fyrsta sinn heilan leik með Liverpool og gerði fyrsta mark sitt en Stan Collymore og Robbie Fowler tryggðu stöðu heima- manna. Öll mörkin komu á 13 mín- útna kafla snemma í seinni hálfleik. Manchester United vann Coventry 2:0 og hefur ekki tapað í síðustu 11 leikjum og ekki í Coventry síðan 1988. Ryan Giggs og Ole Gunnar Solskjær skoruðu í seinni hálfleik. Mikið gekk á í Middlesbrough þar sem heimamenn unnu Sheffíeld Wed- nesday 4:2 en gestirnir höfðu ekki tapað í liðnum 13 leikjum og heima- menn aðeins einu sinni fagnað sigri í siðustu 16 deildarleikjum. Fabrizio Ravanelli skoraði úr vítaspymu snemma leiks og landi hans Gianluca Festa, sem gekk til liðs við Boro í vikunni, bætti öðru marki við um miðjan hálfleikinn en Mark Pem- bridge minnkaði muninn sex mínút- um síðar. Ravanelli fékk gult spjald öðru sinni og þar með rautt á 70. mínútu en skömmu síðar skoraði Brasilíumaðurinn Emerson úr víti. Aftur hélt Pembridge liði sínu á floti með fímmta marki sínu í fjórum leikj- um en Juninho átti síðasta orðið fyr- ir heimamenn á lokamínútunni. Aljosa Asanovic skoraði fyrir Derby á Stamford Bridge úr auka- spyrnu af 35 metra færi um miðjan fyrri hálfleik en heimamenn tvíefld- ust, Dennis Wise jafnaði 10 mínút- um síðar og Frank LeBouef bætti öðru marki við úr vítaspyrnu rétt fyrir hlé en varamaðurinn Paul Hug- hes, sem lék sinn fyrsta leik, gerði þriðja markið undir lokin. Christian Dailly fékk tvær áminningar og varð að fara af velli þegar skammt var til leiksloka en hann er fyrsti leikmaður Derby sem fær að sjá rauða spjaldið á tímabilinu. Arsenal vann Everton 3:1 og er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Liverpool og stigi á eftir Manchester United. Dennis Bergkamp, sem fer nú í þriggja leikja bann, braut ísinn snemma í seinni hálfleik og tveimur mínútum síðar bætti Patrick Viera öðru marki við en Paul Merson gerði þriðja markið um miðjan hálfleikinn eftir undirbúning Bergkamps. Dunc- an Ferguson skoraði fyrir gestina með skalla á lokamínútunni. Brian Roy gerði bæði mörk Nott- ingham Forest þegar liðið fékk Tott- enham í heimsókn og vann 2:1 en Andy Sinton skoraði fyrir gestina þegar á annarri mínútu. Ramon Vega lék annan leik sinn með Spurs og fékk að sjá rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks. „Agi verður að vera fyrir hendi hjá leikmönnum," sagði Gerry Francis, knattspymustjóri Spurs, um brottvísunina. „Þetta er í fyrsta sinn síðan ég tók við stjóminni sem ég missi mann út af með rautt spjald." í fyrstu deild var athygliverðast að QPR náði að vinna upp fjögurra marka mun á móti Port Vale, gerði þrjú mörk á síðustu fimm mínútun- um. Staðan var 4:0 eftir 21 mínútu en lokatölur urðu 4:4. Raul Gonzalez var allt í öllu þegar Real Madrid vann Atletico Madrid 4:1 og tryggði stöðuna á toppi spænsku deildarinnar. Raul gerði tvö mörk og átti stóran þátt í hinum tveimur eftir að Kiko Narvaez hafði skorað fyrir Atletico gegn gangi leiksins á 32. mínútu. Predrag Mijatovic var óheppinn upp við mark mótheijanna í sínum fyrsta leik með Real og fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að svívirða aðstoðardómara um miðjan seinni hálfleik. „Erfítt er að útskýra þetta tap en Raul gerði gæfumuninn," sagði Ra- domir Antic, þjálfari Atletico. Barcelona var 2:0 undir á móti Real Betis en vann 4:2 og var miðju- maðurinn Luis Enrique Martinez með þrennu. Barcelona er þremur stigum á eftir Real. Deportivo náði aðeins 2:2 jafntefli á heimavelli við Bilbao og er íjórum stigum á eftir Barcelona. Áhangend- ur Deportivo létu John Toshack heyra það þegar í fyrri hálfleik og sendi hann þeim tóninn til baka en formaður félagsins sá sig knúinn til að tala við hann og leikmennina í hléinu. Nantes aftur úrleik Nantes, sem leikur í 1. deild í Frakklandi, féll úr deildabik- arkeppninni fyrir viku þegar það tap- aði fyrir liði í 2. deild eftir að hafa leikið 17 leiki í röð án taps. Um helgina mátti það þola 2:1 tap í bikar- keppninni eftir framlengdan leik á móti Vitrolles, sem er í 3. deild. „Sig- urviljinn var okkar og í því fólst munurinn," sagði þjálfari Vitrolles. „Við gerðum sömu mistök og í deildabikarnum sem sýnir að menn tapa ef þeir leggja sig ekki 100% fram,“ sagði þjálfari Nantes. Nancy, Le Havre og Monaco féllu einnig út í fyrstu umferð. Juventus sigraði Lazio örugglega, 2:0, á útivelli og er með fjög- urra stiga forskot á Sampdoria þeg- ar deildarkeppnin er hálfnuð. Inter ■■■■■I tapaði illa á heima- EinarLogi velli gegn Bologna Vignisson 0g Sampdoria var skrifar frá heppið að ná jafn- tefli í Flórens gegn Fiorentina. - Michele Padovano gerði bæði mörk Juve sem leiðir deildina eftir 17. umferðir og hreppir hinn óopin- . . bera vetrarmeistaratitil, „campione d’inverno". Það hefur aðeins gerst tvisvar síðustu 10 ár að lið sem verður vetrarmeistari standi ekki uppi sem sigurvegari í mótslok. Juve sigraði Lazio örugglega og virtist ekki skipta máli þótt nokkra fastamenn vantaði, þá Boksic og Conte sem eru meiddir, Zidane sem var í banni og þá Di Livio og Toric- elli sem Lippi hvíldi. Padovano hef- . ur verið mjög frískur upp á síðkast- ið og vill meina að liðið geti haett að eltast við nýjan framherja. „Ég leik í peysu númer 11, ekki Ravan- elli og ég mun ekki gefa sæti mitt auðveldlega eftir, sjáiði til,“ sagði Padovano. Lippi var sáttur við leik Juventus vetrarmeistari sinna manna. „Ég hafði svolitlar áhyggjur af því að menn væru þreyttir en strákarnir kláruðu þetta með særnd." Inter hefur leikið vel að undan- förnu en liðið var ekki svipur hjá sjón á San Siro á sunnudaginn og steinlá gegn Bologna, 0:2. Marocchi skoraði fyrra markið og fyrrum Inter-leikmaðurinn Igor Shalimov hið síðara eftir fallegan einleik. „Ég verð að laga þessar sveiflur hjá lið- inu, leikur okkar er alltof rokk- andi,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari Inter. Dómarinn þekkti (og auðþekkti á skallanum gljáandi) Collina var í aðalhlutverki í leik Fiorentina og Sampdoria. Fyrst dæmdi hann frek- ar ódýrt víti á Samp fyrir hindrun eftir hornspyrnu og á lokamínútu leiksins jafnaði Franceschetti eftir að Mancini hafði gefið á hann. Mancini var augljóslega kolrang- stæður en Collina vildi meina að boltinn hefði borist til hans frá Stef- áni Schwartz, leikmanni Fiorentina. „Collina er góður dómari en þetta var ekki hans dagur, dómarar eru auðvitað misjafnir eins og leik- menn,“ sagði Mancini eftir leikinn en hann hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir auðmýkt í garð dóm- ara. „Fiorentina hefur leikið upp á síðkastið og ég verð að vera nokkuð ánægður með jafnteflið, við erum jú ennþá í öðru sæti,“ sagði Sven Göran Eriksson, þjálfari Sampdor- ia. Markahrókurinn Filippo Inzaghi var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Cesare Maldinis þrátt fyrir miklar vangaveltur í blöðunum en svaraði með stórleik gegn Reggiana og gerði eina mark Atalanta. Inzaghi er markahæstur í deildinni með 12 mörk. Annar leikmaður sem hlaut ekki náð fyrir augum Maldinis, Roberto Baggio, átti einnig stórleik en hann bjargaði Milan frá tapi á útivelli gegn Cagliari. Heimamenn náðu forystunni með marki Tovali- eris og mikil deyfð ríkti hjá Milan- liðinu í fyrri háífleik. Sacchi kippti þá þeim Savicevic og Simone út af og setti Baggio og Jesper Blomq- vist inná og hleypti það miklu lífi í liðið. Baggio fór á kostum, átti m.a. skot í stöng og gaf snilldarlega á Christoph Dugarry sem afgreiddi boltann örugglega í netið og jafn- aði fyrir Milan. Fyrirliðinn Franco Baresi setti liðsmet og lék 700. leik sinn fyrir liðið en kempan er nú að leika tuttugasta tímabil sitt með liðinu. Parma færist upp töfluna og sigr- aði Verona, 1:0, með skalla Króat- ans Marios Stanics. Fyrrum þjálfari Parma, Nevio Scala, var ósáttur við að lærisveinar hans í Perugia næðu ekki að knýja fram sigur á Piac- enza. „Við vorum miklu betri og þeir geta sannarlega þakkað mark- verði sínum [Taibi] stigið,“ sagði Scala. Udinese vann Roma, 1:0, með skalla frá Poggi og Vicenza og Napoli gerðu jafntefli, 2:2, í hörku- leik þar sem mörkin hefðu getað orðið mun fleiri. ENGLAND: 1 X 2 111 X12 12XX ITALIA: 2 XX 12X X11 111X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.