Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Sigurður Bjamason og Róbert aftur í landsliðið „ÉG valdi Sigurð Bjarnason og Róbert Sighvatsson aftur ílands- liðshópinn, þannig að ég fæ tækifæri að sjá þá á ný í leik með liðinu," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem valdi þá Sigurð og Róbert i stað Björgvins Björgvinssonar, KA og Inga Rafns Jónssonar, Val. Þorbjörn tilkynnti í gær sextán manna landsliðshóp fyrir tvo æfingaleiki við Þjóðverja. orbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari valdi sextán manna landsl- iðshóp í gær fyrir tvo vináttuleiki gegn Þjóðveijum í Þýskalandi 1. og 2. febrúar. Leikirnir eru fyrsti liður landsliðsins í undirbúningnum fyrir Heimsmeistarakeppnina í Kumamoto í Japan, sem hefst 17. maí. „Það eru margir aðrir leikmenn inni í myndinni hjá mér, eins og markverðirnir Bjarni Frostason, Haukum og Reynir Þ. Reynisson, Fram. Þá mun ég fylgjast með Héðni Gilssyni," sagði Þorbjörn. Landsliðshópurinn sem fer til Þýskalands er þannig skipaður: Markverðir: Bergsveinn Bergsveinss., Aftureld. Guðmundur Hrafnkelsson, Val Hlynur Jóhannesson, HK Aðrir leikmenn: Sigurður Bjarnason, Minden Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu Valdimar Grímsson, Stjömunni Dagur Sigurðsson, Wuppertal Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjarnason, Haukum Konráð Olavson, Stjörnunni Ólafur Stefánsson, Wuppertal Geir Sveinsson, Montpellier Róbert Julian Duranona, KA Róbert Sighvatsson, Schutterwald Júlíus Jónasson, TV Suhr Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV Ólafur og Dagur geta ekki leikið fyrri leikinn og Geir getur ekki leik- ið seinni leikinn í Þýskalandi. Næstu landsleikimir verða gegn Egyptum í Reykjavík í lok febrúar. Þá geta leikmennimir sem leika í 1. deild í Þýskalandi ekki leikið með. Síðan koma Kínveijar til landsins í byijun aprfl og í byijun maí tekur landsliðið þátt í móti á Spáni. Til Japans heldur liðið 12. apríl. Þorbjörn „njósnar" í Noregi ÞORBJÖRN Jensson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, er á förum til Noregs, þar sem hann mim fylgjast með Lotto-bikarkeppninni. Mótið er fimm landa mót þar sem heimamenn keppa ásamt Júgóslövum, Króötum, Spán- verjum og Dönum. „Ég ætla að fyigjast vel með landsliði Júgóslaviu, sem leikur með okkur í riðli í Heimsmeist- arakeppninni og einnig í Evrópukeppninni næsta haust. Þá mun ég einnig kort- leggja norska liðið, en það er möguleiki á að við mætum norska liðinu í HM í Japan,“ sagði ÞorbjÖm. SKÍÐI Wiberg einokar svig- keppnina Pernilla Wiberg frá Svíþjóð vann enn eitt heimsbikarmótið í svigi á sunnudaginn, en þá var keppt í Zwiesel í Þýskalandi. Þetta var þriðji sigur hennar í svigi í vet- ur og fimmti frá upphafi og voru yfirburðir hennar miklir. Hún náði besta tímanum í báðum umferðum og var tæpum tveimur sekúndum á undan Elfi Eder frá Austurríki. Wiberg hefur nú tekið afgerandi forystu í stigakeppni heimsbikars- ins, er nú 328 stigum á undan þýsku stúlkunni Katju Seizinger, sem er núverandi handhafi heimsbikarsins. „Þetta var ein hraðasta braut sem ég hef keppt í. Það mátti því lítið út af bregða til að fara ekki út úr brautinni," sagði Wiberg. „Það er frábært að sigra með svona miklum mun og nú er markmiðið, að vinna svigtitilinn, innan seiling- ar.“ Á laugardag kepptu konurnar í stórsvigi og þar_ sigraði Deborah Compagnoni frá Ítalíu annan dag- inn í röð. Anita Wachter frá Austur- ríki varð önnur, Katja Seizinger þriðja og Wiberg fjórða. „Ég vissi það eftir sigurinn hér á föstudag hve sterk ég er í þessari brekku. Þetta var gott stökk í áttina að stórsvigstitlinum sem ég vonast til að krækja í,“ sagði Compagnoni. Fimmti sigur Sykora omas Sykora sýndi enn og sannaði í Wengen á sunnudag að hann er langbesti svigmaður heims. Þetta var sjötta svigmótið í vetur og hefur hann unnið fimm þeirra. Sannarlega frábær árangur hjá þessum 28 ára gamla Austur- ríkismanni. Nafni hans og landi, Thomas Stangassinger, varð í þriðja sinn í vetur að sætta sig við annað sætið. „Brautirnar voru mjög erfiðar Kristinn fór aðeins sex hlið KRISTINN Björnsson fór aðeins fimin hlið i svigi heimsbikars- ins í Wengen á sunnudaginn. „Ég ætlaði mér kannski um of. Ég fór of beint í gegnum sjötta hliðið og lenti við það svo neðarlega í því næsta og fór útúr. Þetta var frekar sutt gam- an,“ sagði Kristinn sem hafði rásnúmer 60. Hann veiktist í gær. „Ég vona að ég eigi ekki í þessari flensu í marga daga. Ég æfði í dag [í gærj en var slappur og þegar ég kom heim á hótel var ég kominn með hita.“ Hann sagðist stefna að því að vera með í svigi heimsbikarsins I KitzbUhel um næstu heigi. BLAK Stjamanstóð í Stúdentum Þróttarar treysta stöðuna á toppnum Reuter THOMAS Sykora hefur verlð ósigrandi í síðustu fimm svlgmótum helmsblkarslns. Hér er hann f fyrri umferð svlgslns f Wengen á sunnu- dag. og löngunin í sigur var mikil. Ég vissi það þegar ég fór niður í síð- ari umferðinni að Stangassinger var með besta tímann. Ég gat því tekið áhættu því altént var Austur- ríkismaður á efsta þrepi verðlauna- pallsins," sagði Sykora sem getur tryggt sér svigtitilinn í Kitzbiihel um næstu helgi. Alberto Tomba, sem tvívegis hefur sigraði í Wengen, keppti ekki um helgina vegna veikinda, en hann verður að öllum líkindum með í Kitzbiihel. ítalinn Kristian Ghedina vann þriðja brunmótið í vetur og annað í röð í Wengen á laugardag og setti um leið nýtt brautarmet. Luc Alphand frá Frakkiandi varð annar og Fritz Strobl, Austurríki, þriðji. „Eg fann mig mjög vel, söng með- an ég var að bíða eftir að fara niður brautina. Ég var í fullkomnu jafnvægi," sagði ítalski sigui-veg- arinn. „Ég átti mjög erfitt með að ein- beita mér vegna slyssins á föstu- dag og get því ekki annað en ver- ið ánægður með annað sætið,“ sagði Alphand. Vinur hans og her- bergisfélagi, Adrien Duvillard, slasaðist alvarlega eftir fall á æf- ingu í brunbrautinni á föstudag. að þurfti fímm hrinur til að útkljá leik ÍS og Stjörnunnar í Hagaskólanum á laugardaginn. ÍS vann leikinn eftir öruggan sigur í oddahrinunni sem endaði 15:11. Guðbergur Egill Eyjólfsson uppspil- ari lék sinn fyrsta leik fyrir ÍS á þessari leiktíð en hann gekk til liðs við félagið um áramótin ásamt Ósk- ari Aðalbjarnarsyni en koma þeirra hafði góð áhrif á leik Stúdenta. ÍS vann tvær fyrstu hrinurnar en Garðbæingar komst inn í leikinn að nýju með því að vinna þriðju og fjórðu hrinuna en þar við sat. Vign- ir Hlöðversson, sem gekk úr liði- Stúdenta um áramótin, mætti sín- um gömlu félögum og var þeim oft erfiður en leikir vinnast ekki á frammistöðu eins leikmanns eins og kom á daginn. Stjarnan er enn í neðsta sæti deildarinnar en félagið á leik til góða á KA frá Akureyri sem hefur þriggja stiga forskot á Garðabæjar- liðið. Þróttur vann á Akureyri Reykjavíkur Þróttarar treystu stöðu sina á toppi deildarinnar með því að vinna KÁ í þremur hrinum gegn engri á aðeins 61. mínútu. Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu og það var sama hvar grip- ið var niður í leikinn Þróttur hafði tökin á heimaliðinu frá byijun og ljóst í hvað stefndi. í þriðju hrin- unni virtist ætla að verða breyting þegar KA komst í 5:0 en Þróttur skoraði fimmtán stig í röð sem er harla fátítt. Það var einungis þjálf- arinn, Sigurður Arnar Olafsson, sem sem lét eitthvað að sér kveða. Stúdínur unnu átakalausan sigur á Víkingsstúlkum í Hagaskólanum á laugardaginn í þremur hrinum gegn engri. Munurinn á liðunum var töluverður en leikur Víkings- stúlkna var á köflum hálfráðleysis- legur og leikmenn liðsins þurfa að taka sig verulega á ef þeir ætla sér eittlivað í úrslitakeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.