Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 2

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ KANADÍSKUR körfuknattleiks- maður er kominn í raðir úrvalsdeild- arliðs KFÍ. Hann heitir Chiedo Odiatu og er leikstjómandi. Andrew Vallejo, sem er einnig frá Kanada og byrjaði tímabilið hjá KFÍ, var látinn fara. Odiatu kom til ísafjarð- ar á föstudag og náði einni æfingu með liðinu fyrir leikinn gegn Breiða- bliki á laugardág. ■ FABRIZIO Ravanelli gerði samning við Middlesbrough til fjög- urra ára fyrir líðandi tímabil og er ekki á förum frá félaginu, að sögn Keiths Lambs, framkvæmdastjóra þess, en í ítölskum blöðum hefur verið haft eftir framherjanurn að hann hlakki til að snúa aftur til ítal- íu ekki síðar en í vor. ■ ROMA hefur gert samning við georgíska landsliðsmanninn Omar Tetradze hjá Alania Vladikavkaz í Moskvu og gildir hann út næsta ár. Hann kemur í staðinn fyrir Arg- entinumanninn Roberto Trotta, sem River Plate fékk lánaðan í sex mánuði. ■ ROMA greiddi um 108 millj. kr. fyrir varnarmanninn, sem er 26 ára og fær tæplega 22 millj. kr. í árslaun. ■ PAULO Sergio hjá Leverkusen fer til Roma eftir líðandi tímabil. Rudi Völler, íþróttastjóri þýska fé- lagsins, sagði að málið væri afgreitt, aðeins ætti eftir að semja um verðið, og helst vildi hann fá Thomas Hássl- er hjá Karlsruhe í staðinn fyrir brasilíska miðjumanninn. ■ CESARE Maldini gerði fáar breytingar þegar hann valdi fyrsta [andsliðshóp sinn_ fyrir vináttuleik Ítalíu og Norður-írlands í Palermo á morgun. Tveir nýliðar eru í 20 manna hópnum, Salvatore Fresi miðjumaður hjá Inter og Fabio Cannavaro, varnarmaður hjá Parma, en þeir voru báðir í ung- mennalandsliðinu undir stjóm Mald- inis. ■ AÐRAR breytingar Maldinis eru þær að Antonio Benarrivo, bak- vörður hjá Parma, kemur í staðinn fyrir Moreno Torricelli hjá Juvent- us og miðjumaðurinn Stefano Er- anio hjá AC Milan í staðinn fyrir Roberto Donadoni. ■ EFTIRTALDIR eru í ítalska landsliðshópnum. Markverðir: Ang- elo Peruzzi og Francesco Toldo. Varnarmenn: Ciro Ferrara, Ales- sandro Costacurta, Alessandro Nesta, Fabio Cannavaro, Paolo Maldini, fyrirliði og sonur þjálfar- ans, og Antonio Benarrivo. Miðju- menn: Salvatore Fresi, Angelo Di Livio, Stefano Eranio, Roberto Di Matteo, Demetrio Albertini, Dino Baggio, Diego Fuser og Amedeo Carboni. Framherjar: Pierluigi Casiraghi, Fabrizio Ravanelli, Gianfranco Zola og Alessandro Del Piero. ■ LUCA Bucci, markvörður hjá Parma, var lánaður til Perugia fyr- ir helgi. Áður sagðist hann vilja fara til ensks liðs en hann var orðaður við Derby, Middlesbrough og Le- eds. ■ NICOLA Anelka getur ekki gert samning við Arsenal án samþykkis PSG og franska félagið ætlar að fara með málið til Knattspyrnusam- bands Evrópu, að sögn forseta PSG. ■ ANELKA er 17 ára og hefur þegar gert samning til tveggja ára við enska liðið. IR-VEISLAIM Fijálsíþróttadeild ÍR heldur upp á 90 ára afmæli félags- ins í Laugardalshöllinni næst- komandi laugardag og þar verður boðið upp á sannkallaða veislu fyrir áhugamenn um fijálsíþróttir. Á þessu fyrsta alþjóð- lega innanhússmóti í fijálsíþróttum hérlendis verða Vala Flosadóttir, heimsmethafi unglinga í stangarstökki, sem býr í Svíþjóð, og Jón Amar Magnússon tugþrautarkappi m.a. í eldlínunni en þau eru meðal bestu íþrótta- manna landsins. Jón Arnar var á dögunum kjörinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþrótta- fréttamanna, annað árið í röð, og Vala varð fjórða í því kjöri. Bæði hljóta verðuga keppni á mótinu á laugardag: Daniela Bartova, Evrópumethafí og fyrr- um heimsmethafi, þekktist boð um að mæta í einvígi við Völu og tvær þýskar stúlkur mæta einnig til leiks, önnur fyrrum heimsmsethafi innanhúss í stang- arstökki. Andstæðingar Jóns Amars verða væntanlega heldur ekki af verri endanum, ömggt er að einn andstæðingur svipaður honum að styrkleika mætir og ekki er loku fyrir það skotið að ólympíumeistarinn í tugþraut frá því í Barcelona, Tékkinn Robert Zmelik, mæti til leiks. í gær var það reyndar nánast ömggt að hann kæmi. Það yrði mikill hval- reki á Qörur íslendinga að sjá hann í þríþrautareinvígi við Jón Arnar í Höllinni á laugardag. íþróttafélag Reykjavíkur var stofnað 11. mars 1907, fyrst og fremst í þeim tilgangi að bjóða upp á fimleika, og síðan var farið að stunda fijálsíþróttir til að halda mönnum við efnið um sum- arið. Fyrstu fijálsíþróttaáhöldin vora þá flutt til landsins og íþróttafélag Reykjavíkur hefur löngum verið flaggskip íslenskra fijálsíþrótta. Það er því vel við hæfi að fyrsti hluti afmælishalds félagsins sé þetta alþjóðlega mót ÍR-ingar bjóða til mik- illar hátíðar í Laugar- dalshöll á laugardag sem fram fer á laugardag. Vala Flosadóttir, sem keppir undir merki IR, hefur aðeins einu sinni tekið þátt í móti hér á landi eftir að hún vann sér sess með glæsilegum hætti. Setti þá Norð- urlandamet á Laugardalsvelli, en þar var hún eini keppandinn. Nú em andstæðingarnir góðir og spennandi verður að fylgjast með Völu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar öðlast mikla reynslu og hefur sýnt að hún stendur sig þegar mikið liggur við. Það kom berlega í ljós þegar hún tryggði sér Evrópumeistara- titilinn innanhúss í Stokkhólmi. ÍR-ingar hefja laugardaginn með því að halda grannskólamót Reykjavíkur í fijálsíþróttum í Laugardalshöll og öllum kepp- endum þar verður síðan boðið á alþjóðamótið. Æskan gleymist því ekki, sem er mikilvægt; af- reksmenn framtíðarinnar kunna að leynast í þeim hópi sem spreyt- ir sig á grannskólamótinu og mikilvægt er að koma ungviðinu strax á bragðið. Fyrirmyndimar era heldur ekki af lakara taginu í þetta sinn. Framtaki fijálsíþróttadeildar ÍR ber að fagna; að bjóða upp á flesta bestu fijálsíþróttamenn ís- lands og nokkra sterka erlenda keppinauta er gjöf sem gleður. Skapti Hallgrímsson Stefnir ÍR-ingurínn RAGIMAR ÞÓR ÓSKARSSOIM á að verða meira en efnilegur? Ætla að láta verkin tala RAGNAR Þór Óskarsson, handknattleiksmaður hjá ÍR, hefur vakið verðskuldaða athygli ívetur íhlutverki leikstjórnanda liðsins en hann er aðeins 18 ára gamall. Ragnar hefur fjöl- breyttan og skemmtilegan skotstíl auk þess að hafa ein- stakt auga fyrir línusendingum og hefur samvinna hans og Magnúsar Þórðarsonar gefið félaginu mörg mörk á leiktíð- inni. Eins og oft áður þá lék Ragnar stórt hlutverk í liði ÍR í viðureign við KA á sunnudagskvöldið er Breiðhyltingar voru ekki nema hársbreidd frá því að leggja bikarmeistar- ana. Félögin eigast við að nýju á fimmtudaginn og þá í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Ragnar segir það ekki koma til greina að tapa öðru sinni fyrir KA á nokkrum dögum. Ragnar er nemi í húsasmíði við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og lýkur sveinsprófi í iðninni í vor. Hann hefur ekki langt að sækja hæfileikana í handknattleiks- íþróttinni því faðir hans, Óskar Þorsteinsson, lék lengi með Víkingi og starfar nú með Gunnari Gunnarssyni við þjálfun hjá norska félaginu Elverum. Móð- ir hans, Eyrún Ragnarsdóttir þol- fimikennari, lék einnig handknatt- leik á sínum yngri árum. Þrátt fyrir ungan aldur og að vera enn í 2. flokki hefur Ragnar leikið með meistaraflokki IR frá 15 ára aldri. „Mér er fyrsti leikurinn minnis- stæður þegar ég var fímmtán ára, hann var KR. Eftir leikinn var ég rassskelltur eins og allir nýliðar hjá ÍR, ég gleymi þessum leik því seint.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa handknattleik? „Ég byijaði fyrir átta árum en þá ætlaði ég á æfingu í knatt- spyrnu hjá Val. Æfingin féll niður og inn í íþróttahúsi var verið að æfa handknattleik svo ég ákvað að prófa. Mér þótti strax gaman og hætti í knattspyrnunni nokkrum áram síðar.“ Það var fyrst í fyrra sem þú fórst að leika að einhverju ráði? „Eftir áramótin í fyrra fór ég að leika meira og var kominn í byijunarliðið í lok tímabilsins." Er þetta ekki mikið stökk? Eftir ívar Benediktsson Morgunblaðið/lvar RAGNAR Þór Óskarsson er einn buróarása 1. delidar llös ÍR í handknattleik þrátt fyrir ungan aldur. „Jú, nokkuð. í fyrra kom ég inn á og skoraði nokkur mörk og kom um leið svolítið á óvart. Nú er ég hins vegar í byijunarliðinu og ábyrgðin mun meiri. Þetta er nokk- uð erfitt en hlýtur að venjast með tímanum. Þá hef ég hlotið aukna athygli víðsvegar sem einnig hefur aukið álagið á mér að standa mig.“ Hefur þú sett þér ákveðin mark- mið sem handknattleiksmaður? „Ég hef lítið spáð í það, helst að standa mig sem best hveiju sinni.“ Er mikil pressa á þér að verða eitthvað meira en efniíegur? „Það hefur mikið verið sagt við mig að það sé ekki nóg að vera efnilegur. Það erfiðasta sé að verða góður. Hvað úr mér verður kemur í ljós. Ég ætla bara að halda mínu striki og sé engum ofsjónum yfir því að vera efnilegur, verkin verða bara að tala.“ Árangur ykkar hjá ÍR hefur ver- ið upp og ofan í vetur? „Okkur hefur vantað herslumun- inn í mörgum leikjum og við höfum tapað með einum til tveimur mörk- um. Stærsta tapið var fjögurra marka ósigur gegn Fram. Marka- tala okkar er í plús þrátt fyrir að við séum í níunda sæti. En það hlýtur að koma að því að leikirnir fari að snúast okkur í vil.“ Þið ÍR-ingar mætið KA á ný fimmtudaginn fyrir norðan, það hlýtur að vera stefnan að gera betur en á sunnudaginn og komast í úrslit? „Við verðum að vinna þann leik. Það er ekki hægt að tapa tvisvar sinnum fyrir þeim á innan við viku, auk þess sem tapið á sunnudaginn var virkilega sárt. Við ætlum okkur í úrslit bikarkeppninnar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.