Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HLÍÐARDALSSKÓLI í Ölfusi. Um er að ræða tvð skólahús með heimavist, leikfimishúsi, verkstæðisbyggingum ásamt nokkrum ibúðarhúsum. Þessar eignir eru nú til sölu
hjá Kjöreign, en verðhugmyndir eru 80-95 millj. kr. fyrir eignina í heild. Til greina kemur að selja eingöngu skólann sjálfan ásamt jarðhita og jarðnæði úr jörðinni
Breiðabólsstað, en skólinn er í landi hennar.
Hlíðardalsskóli
í Ölfusi til sölu
SA.MTÖK Sjöunda dags aðventista
á íslandi hafa ákveðið að kanna
grundvöll að sölu á Hlíðardals-
skóla í Ölfusi, sem er í eigu þeirra.
Um er að ræða tvö skólahús með
heimavist, leikfímishúsi, verk-
stæðisbyggingum ásamt nokkrum
íbúðarhúsum. Eru þessar eignir
nú til sölu hjá Kjöreign.
Skólinn er byggður í landi lög-
býlisins Breiðabólsstaðar, en þar
er íbúðarhús ásamt gripahúsum
og verkstæðisbyggingu. Jörðin er
án fullvirðisréttar og er hún einnig
til sölu.
Um áratuga skeið var rekinn
skóli á þessum stað, en skólahaldi
er nú hætt og hafa húsin og að-
staðan verið leigð út fyrir ýmiss
konar samkomu- og ráðstefnu-
hald.
Elzta húsið er byggt árið 1950
og er það tvær hæðir, kjallari og
rishæð. í húsinu var heimavist
stúlkna og íbúð ásamt mötuneyti,
saunu og fleiru.
í húsinu eru því u.þ.b. 15 íbúðar-
herbergi, skrifstofa skólastjóra,
kapella, samkomusalur o.fl. Árið
1957 var byggt annað hús sem er
tvær hæðir og kjallari en þar var
drengjavist ásamt setustofum, íbúð
o.fl. Afast húsinu er íþrótta- og
samkomuhús byggt árið 1965 en
þar eru jafnframt kennslustofur og
bókasafn. Við íþróttahúsið er úti-
sundlaug. Verkstæðisbyggingam-
ar em tvær, steinsteypt bygging
og stálgrindarhús.
Mikill húsakostur
Á staðnum eru tvö einbýlishús,
annað er steinsteypt á einni hæð
en hitt er timburhús, hæð og ris-
hæð og er það ekki fullfrágengið.
Einnig er þar parhús á einni hæð.
Á bújörðinni er eldra einbýlishús,
hæð og rishæð, og er það talsvert
endumýjað. Einnig eru þar hest-
hús og góð verkstæðisskemma.
Ræktað land er milli 30 og 40
ha. en stærð alls þess lands er til-
heyrir eignunum er talin vera 100
ferkílómetrar. Á jörðinni er jarð-
hiti og em húsin og sundlaug hit-
uð upp með einkahitaveitu.
Nægjanlegt kalt vatn er til stað-
ar. Að sögn Dans Wiium hjá Kjör-
eign em húsin vel byggð upphaf-
lega og viðhald þeirra hefur verið
Fasteignasalan Miðborg tekin til starfa
Bjartsýni á
framtíðina
Morgunblaðið/Ami Sæberg
EIGENDUR fasteignasölunnar Miðborgar eru þrír lögfræðingar,
þeir Björn Þorri Viktorsson hdl. og löggiltur fasteignasali, Pétur
Órn Sverrisson hdl. og Karl Georg Sigurbjörnsson hdl. Miðborg
hefur aðsetur að Suðurlandsbraut 4A.
Ný fasteignasala, Miðborg ehf.
tók til starfa í síðustu viku.
Hún hefur aðsetur að Suðurlands-
braut 4A í Reykjavík og em eig-
endur hennar þrír lögfræðingar,
þeir Björn Þorri Viktorsson hdl.
og lögg. fasteignasali, Karl Georg
Sigurbjömsson hdl. og Pétur Öm
Sverrisson hdl.
— Við útskrifuðumst saman úr
lagadeild Háskóla íslands á sínum
tíma og ákváðum nú á haustmánuð-
um að hefja saman rekstur fast-
eignasölu, segir Bjöm Þorri. Hann
hefur á undanfömum ámm starfað
hjá Eignamiðluninni, en Karl Georg
hjá Húsakaupum. Pétur Öm hefur
undanfarin ár sinnt lögfræðistörf-
um tengdum sjávarútvegi.
— Við höfum því góða reynslu
og þekkingu á fasteignaviðskipt-
um, segir Bjöm Þorri. — Við félag-
arnir eram bjartsýnir á ástandið á
fasteignamarkaðnum og teljum að
batnandi efnahagsástand eigi enn
eftir að blása auknu lífí í hann á
komandi misseram, en markaður-
inn hefur verið í ágætu jafnvægi
á undanfömum mánuðum.
Talsverð sala hefur verið í öllum
gerðum fasteigna og eftirspurn
almennt verið að aukast. Þannig
hafa t.d. góðar minni íbúðir og
eignir í millistærðarflokki selst
mjög vel og einnig hefur orðið
aukning í sölu stærri íbúðarhúsa.
Þá hefur sala á atvinnuhúsnæði
aukizt veralega og nú er svo kom-
ið að eftirspurn eftir minna og
millistóra atvinnuhúsnæði á sum-
um svæðum er meiri en framboð.
Öflugurtækja-
og hugbúnaður
Miðborg hefur aðsetur í björtu
og snyrtilegu húsnæði á 3. hæð
að Suðurlandsbraut 4A. Góð að-
koma er að húsinu sem er lyftu-
hús. Fyrirtækið ræður yfír öflugum
nýjum tölvu- og tækjabúnaði frá
Tæknivali hf. Einnig hefur Mið-
borg yfír að ráða einni fullkomn-
ustu stafrænu myndavél sem völ
er á, en með þeim búnaði eru
myndir af fasteignum settar beint
inn í tölvukerfið án framköllunar.
Að sögn Bjöms Þorra er fast-
eignasölukerfí Miðborgar það allra
öflugasta á markaðnum í dag, en
það er hannað af Þorleifi St. Guð-
mundssyni B.Sc. en hann hefur
starfað hjá Eignamiðluninni um
16 ára skeið og mikil og góð
reynsla komin á þetta kerfi þar. —
Kerfíð er mjög sveigjanlegt og
þægilegt í notkun og endurspeglar
vel reynslu og þekkingu Þorleifs,
sagði Bjöm Þorri.
Á söluskrá Miðborgar eru á
annað hundrað eignir af öllum
stærðum og gerðum. Þar má sem
dæmi fínna allt frá 40 ferm. íbúð
í Valshólum til 6.000 ferm. iðnað-
arhúsnæðis í Suðurhrauni og flest
þar á milli.
— Svo að fleiri dæmi séu tekin
úr söluskránni, þá hefur Miðborg
í einkasölu 2ja íbúða parhús við
Skothúsveg í Reykjavík, en á því
svæði er fágætt að fasteignir séu
til sölu, segir Bjöm Þorri. — Einn-
ig er glæsilegt einbýlishús á einni
hæð við Vesturfold á söluskránni.
Þá má geta þess að Miðborg
býður til sölu fullbúið 2.700 ferm.
frystihús á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, fullbúið fyrir vinnslu nú þegar
svo sem loðnufrystingu, svo ljóst
er að af nógu er að taka.
Þeir félagar segjast leggja
áherslu á trausta og örugga þjón-
ustu og telja að menntun þeirra
og reynsla séu gott veganesti í því
efni. Þróun í fasteignaviðskiptum
sé með þeim hætti að þau verði
stöðugt flóknari og umfangsmeiri
og jafnframt séu sífellt gerðar
meiri kröfur til þeirra sem viðskipt-
in annast.
Fasteiffnalán Landsbréfa
til allt aö 25 ára
Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%.
Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum,
kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda.
&
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar , LANDSBREF HF.
SUDUHLANOSHRAin 7H. 10 8 R I Y K J A V I K , S I M I 0 3 5 7 0 I) II. B R £ F A S I M I 5 3!) 7 (I U 1
allgott. Veralegar endurbætur
hafa þó ekki farið fram og má því
reikna með talsverðum kostnaði
fyrir nýja eigendur sem fer þó
eftir væntanlegri nýtingu.
Eignimar era boðnar ásamt
landi til sölu í einu lagi en sterk-
lega kemur til greina að selja ein-
göngu skólann sjálfan ásamt jarð-
hita og jarðnæði úr jörðinni Breiða-
bólsstað. Verðhugmyndir era
80-95 millj. kr. fyrir eignina í heild,
en engar veðskuldir era áhvílandi.
— Hér er um mjög sérstakt
tækifæri að ræða, sagði Dan Wii-
um. — Fjarlægð frá útjaðri Reykja-
víkur er 35 km og nánast öll leið-
in malbikuð. Ýmsir nýtingarmögu-
leikar era fyrir hendi svo sem
skóla- og ráðstefnuhald, hótel- og
veitingastarfsemi eða jafnvel
ýmiss konar heilsurækt. Afhend-
ing eignanna fer eftir samkomu-
lagi, jafnvel strax.
Fasteigna sölur í blabinu í dag
Agnar Gústafsson bls. 9
Almenna Fasteignasalan bls. 9
Ás bls. 10
Asbyrgi bls. 17
Berg bls. 32
Bifröst bls. 4
Borgir bls. 3
Brynjólfur Jónsson bls 9
Eignamiðlun bls. 10-11
Eignasalan bls. 20
Eignaborg bls- 20
Fasteignamarkaður bls. 21
Fasteignamiðlun bls. 20
Fasteignasala Reykjav.-Huginn 3lS. 7
Fjárfesting bls. 14
Fold bls. 13
Framtíðin bls. 30
Frón bls. 30
Gimli bls. 27
Flátún bls. 17
Hóll bis. 16-17
Hóll Hafnarfirði bls. 5
Hraunhamar bls. 31
Húsakaup bls. 29
Húsvangur bls. 15
Kjöreign bls. 12
Laufás bls. 26
Mlðborg bis. 22-23
Óðal bls. 9
Skeifan bls. 6
Valhöll bls. 25
Þingholt bls. 8
I
i
J
I
í
i
i
;
i:
I
i