Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 1

Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JHttgtmMoMfr Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 28. janúar 1997 Blað C Ný viðhorf og þekking SVONEFNT rör-í-rör kerfí krefst nýrrar þekkingar og við- horfa bæði hjá pípulagninga- mönnum og hönnuðum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Taka þarf tillit til margra nýrra þátta. / 4 ► Þvingunar- úrræði HÚSFÉLAG eða einstakir íbúðareigendur geta gert þeim, sem gerast sekir um gróf eða ítrekuð brot í fjölbýlishúsi að flyljast burt. Sandra Guð- jónsdóttir lögfræðingur íjallar um þvingunarúrræði í fjöleign- arhúsalögunum. / 22 ► Mikil aukning í smíði nýrra íbúða á síðasta ári Nýbygging í Síðumúla BYRJAÐ verður á að rífa Síðumúlafangelsið í þessari viku. f stað þess á að rísa á lóðinni ný glæsileg verzlunarbygging. Bygginga- fyrirtækið Mótás stendur að þessari nýbyggingu, sem verð- ur á þremur hæðum og um 2.400 ferm. alls. Byggingin á vafalaust eftir að setja tölu- verðan svip á umhverfi sitt, en áformað er að taka hana í notkun næsta haust. - Þetta hús á að vera mjög glæsilegt, segir Bergþór Jóns- son, framkvæmdastjóri Mótáss, í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag. - Ég hika ekki við að segja, að það eigi að bera af öðrum húsum í grennd, enda verður það mjög ólíkt þeim. Flest hús á þessu svæði eru byggð sem iðnaðarhús að meira eða minna leyti og síðan breytt í verzlunarhúsnæði. UMSVIF í húsbréfakerfinu voru mun meiri í fyrra en árið þar á und- an. Þannig jukust húsbréfaumsókn- ir byggingaraðila um 58,9% og um- sóknir vegna notaðs húsnæðis um 18,9%. Samþykkt skuldabréfaskipti voru líka mun meiri, enda jókst húsbréfa- útgáfan um nær 15%. Umsóknir vegna nýbygginga einstaklinga stóðu hins vegar að kalla í stað. Þá vekur það athygli, að vanskil í húsbréfakerfinu minnkuðu talsvert á síðasta ári, þrátt fyrir það að heildarútgáfa húsbréfa hafi aukizt um 14,3 milljarða kr. á árinu. Þetta má væntanlega þakka betra efnahagsástandi, aukinni aðstoð við skuldara með skuldbreytingum á vanskilum og skilvirkari innheimtu. Mun meiri hreyfing var á at- vinnuhúsnæði í fyrra en áður. Mikl- ar hræringar áttu sér stað í verzl- unarrekstri i miðbæ Reykjavíkur. Margar stórar eignir þar skiptu um eigendur og mikil eftirspurn er nú sögð eftir verzlunarhúsnæði á svæðinu frá Hlemmi að Ingólfs- torgi. Að mati fasteignasala hefur þetta ár farið vel af stað. Sala á fasteign- um á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lífleg í janúar og það má sennilega að nokkru þakka góðri tíð og færð lengst af, þannig að fólk í fasteignahugleiðingum hefur átt auðvelt með komast til að skoða eignir, sem það hefur áhuga á. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Félags fasteignasala, eru góðar horfur framundan. - Aform um frekari stóriðju samfara þeim margfeldisáhrifum, sem þau leiða af sér annars staðar í þjóðfélaginu, hljóta að verða til þess að efla efna- hagslíf í landinu og hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn um leið, segir Jón. - Allt kann samt að velta á því, að skynsamlega sé staðið að kjara- samningum, þannig að verðlag í landinu fari ekki úr böndum. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.- des. 1996 f^, Breyting Innkomnar umsóknir 1996/1995 Notað húsnæði +18,9% Endurbætur -11,3% Nýbyggingar einstaklinga +1,0% Nýbyggingar byggingaraðila +58,9% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +21,6% Notað húsnæði - upphæðir +14,2% Endurbætur - fjöldi +11,4% Endurbætur - upphæðir +14,9% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +3,9% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir -1,1% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +11,5% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir -1,0% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæðir +12,6% Útgefin húsbréf Reiknað verð +14,8 - Fangelsið var upphaflega byggt sem bílaverkstæði og aldrei hugsað sem fangelsis- bygging, segir Bergþór. - Hluti af húsinu er steyptur, en að öðru leyti er húsið reist á súlum og veggir hlaðnir á milli þeirra. Það er því létt verk að rífa fangelsið, en ekki mikið , sem hægt er að nýta. Bergþór kveðst vinna þarft verk með því að rífa fangelsið niður ogþurrka út minningu þess. - Það hefur verið lítill yndisauki af fangelsinu fyrir umhverfið og það gefíð svæð- inu drungalegan svip, segir hann. - Þegar nýbyggingin er komin upp, verður hún áreið- anlega til mikillar prýði. /18 ► Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráögjöfum Fjárvangs í sínia 5 40 50 60 Dæmi um mánaðariegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* \fcxtir<%)10ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað cr við jafngrciðslulán. *Auk vcrðbóta [TTT^ FJÁRVANGUR IÖGGIIT VERÐBRÍFAFYRIRTAKI Laugavegi 170,105 Reykjavlk, slmi 540 50 60, slmbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.