Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 18

Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1997 MORGUNBLAÐIÐ Mótás byggir glæsilegt verzlunarhús á lóð Síðumúlafangelsins Byggíngafyrírtækið Mótás hefur keypt Síðumúlafangelsið til niðurrifs og hyggst reisa verzlunarhús á lóðinni. Magnús Sigurðsson fjallar hér um þessar fram- kvæmdir í viðtali við Bergþór Jónsson, framkvæmdastjóra Mótáss. GANGUR í Síðumúlafangelsinu. Hurðimar fyrir litlum og gluggalaus- um klefunum eru þungar og voldugar líkastar hurðum fyrir frystiklef um og með slagbröndum að utanverðu. VIÐ vegg inni í klefunum er járnrúm með svampdýnu og auk þess lítið borð fest með skrúfum. ANÆSTU vikum verður fang- elsisbyggingin við Síðumúla 28 rifin til grunna og í stað hennar mun rísa á lóðinni ný glæsileg verzlunarbygging. Byggingafyrir- tækið Mótás ehf. stendur að þessari nýbyggingu, sem verður á þremur hæðum og um 2.400 ferm. alls. Þessi bygging á vafalaust eftir að setja töluverðan svip á umhverfi sitt, en áformað er að taka hana í notkun næsta haust. Góð verzlunarhæð verður á götu- hæð við Síðumúla með bílastæðum fýrir innan eyju. Jafiiframt verður hægt að aka upp á bílaplan hægra megin við húsið. Þar kemur önnur hæð og hún verður einnig fyrir verzlanir. Tveir þriðju af húsinu verða því á jarðhæð. Þriðja hæðin kemur svo þar fyrir ofan, en það verður skrifstofuhæð. Hver hæð verður 700-800 ferm. Byrjað verður á að steypa húsið upp í marz og ætlunin að ljúka því verki í sumar, en vinnu við frágang að innan á svo að Ijúka með haustinu. - Þessi verzlunarbygging verður all frábrugðin flestum bygg- ingum við Síðumúla, segir Bergþór Jónsson, framkvæmdastjóri Mótáss. - Yfirleitt eru hús þar 3-4 hæðir og þar að auki með bakhúsi. Nýbygging okkar verður með engu bakhúsi heldur öll sýnileg, ef svo má að orði komast. Vönduð bygging að utan og innan - Húsið verður klætt með áli að hluta og steinflísum að hlut og útlit þess á að verða í senn fallegt og að- laðandi. Jafnframt verður það mjög viðhaldslítið, segir Bergþór enn- fremur. - Þetta á því að verða nyög glæsileg bygging og ég hika ekki við að segja, að hún eigi að bera af öðrum húsum þarna í grennd, enda verður hún mjög ólík þeim. Flest hús á þessu svæði eru byggð sem iðnaðarhús að meira eða minna leyti og síðan breytt í verzl- unarhúsnæði. Við þetta hús verður líka nóg af bílastæðum, en skortur á þeim er vandamál við sum hin hús- in. Bílastæði við Síðumúla að ofan- verðu eru yfirleitt þannig, að ekið er inn að húsunum og síðan er bakkað út á götuna út í umferðina, þegar fólk ekur burtu. Þetta veldur fólki óþægindum og skapar hættu í umferðinni. Þetta leysum við með því að setja eyju fyrir framan húsið og höfum bílastæðin við húsið að framanverðu þar fyrir innan. Þá þarf ekki að aka aftur á bak út í um- ferðina, þegar ekið er burt. Arkitektamir Asgeir Ásgeirsson og Ivon Stefán Cilia hjá Teiknistof- unni hf., Armúla 6, hafa hannað bygginguna. - Að mínu mati og margra annarra hefur þeim tekizt mjög vel til, segir Bergþór. Lóðin kostaði tólf milij. kr. miðað við staðgreiðslu, en eigandi hennar var ríkissjóður. - Ég tel þetta verð mjög ásættanlegt fyrir jafn góða lóð á þessum stað, en lóðin er 2740 ferm., segir Bergþór. - Lóðin er það stór, að athafnasvæðið er gott, á meðan verið er að byggja. Þama er því ekki verið að byggja í eins miklum þrengslum og á lóð, sem væri t. d. staðsett niðri í miðbæ. Töluverður áhugi er á þessu húsi og nokkrar fyrirspurnir hafa þegar borizt um það. - Verð hefur ekki verið ákveðið enn, en það mun að sjálfsögðu skýrast strax á næst- unni, segir Bergþór. - Minnstu ein- ingar, sem hægt er að kaupa, eru um 150 ferm., en ég geri ráð fyrir, að húsið verði að mestu selt í stærri einingum, sem verði um 300 ferm. hver. Bergþór lét auglýsa fyrirfram eftir hugsanlegum kaupendum, sem gætu þá átt þátt í því að hanna húsið og komið sjónarmiðum sínum á framfæri, áður en endanlegri hönnun lýkur og framkvæmdir hefjast. - Ef fyrirtæki láta hanna húsnæði utan um starfsemi sína fyrirfram, ætti það að vera ódýrara og henta betur en að kaupa eldra húsnæði og breyta því, segir hann. - Þetta gæti því orðið bæði kaup- endum og okkur í hag. Við það er miðað, að húsnæðinu verði skilað fullfrágengnu að utan en tilbúnu undir tréverk að innan eða þá full- búnu að öllu leyti. Létt verk að rífa fangelsið Aformað er að hefjast handa við að rífa Síðumúlafangelsið í þessari viku. Að sögn Bergþórs fékkst mjög hagstætt tilboð í það verkefni frá fyrirtækinu Jarðvélum, sem fær að hirða það, sem nýtilegt er af hús- inu. - Húsið var upphaflega byggt sem bílaverkstæði og aldrei hugsað sem fangelsi, segir Bergþór. - Aft- asti hlutinn er steyptur, en að öðru leyti er húsið reist á súlum og vegg- ir hlaðnir á milli þeirra. - Það er því létt verk að rífa fangelsið, en það er ekki mikið, sem hægt er að nýta. Það er þá helzt loftræstikerfið og eitthvað af hurð- um og innréttingum, heldur Berg- þór áfram. - Nokkrir kvikmynda- gerðarmenn ætla þó hugsanlega að hirða einhverja muni úr fangelsinu, sem nota á við gerð kvikmyndar um Geirfinnsmálið næsta haust. Arbæjarsafni hafa einnig verið afhentir nokkrir munir til varð- veizlu. Þeirra á meðal er borðið úr einum fangaklefanum. f því er hola og sagan segir, að úr því hafi fang- amir reykt hass. - Ég held, að allir séu því fegnir, að húsið verði rifið og annað reist í staðinn, segir Bergþór. - Þó að þetta hús búi vissulega yfir mikilli sögu, hef ég engan heyrt halda því fram í fullri alvöru, að ástæða væri til þess að varðveita það eða hluta þess. Hugmyndin um að kaupa fang- elsið kviknaði fyrst hjá mér fyrr í vetur, er ég hlustaði á útvarpsþátt um það. Þar var m. a. rætt við nokkra arkitekta, sem lögðu mikla áherzlu á varðveizlu sögulegra húsa. Þeir voru hins vegar allir á einu máli um, að þetta hús ætti að rífa og byggja annað í staðinn. Sjálfur fann ég fyrir sterkri ónotatilfinningu, þegar ég kom í fyrsta sinn til þess að skoða fang- elsisbygginguna. Hurðimar fyrir litlum og gluggalausum klefunum eru þungar og voldugar líkastar hurðum fyrir frystiklefum og með slagbröndum að utanverðu. Við vegg inni í klefunum er járnrúm með svampdýnu og auk þess lítið borð fest með skrúfum og lítill stóll við hliðina. Gangamir eru mjóir og þröngir. Þó að allt húsið væri væri hreint og vel hirt, var stemningin ömurleg. Dapurlegastm- finnst mér samt sá harmleikur, að í þessu fangelsi hafa saklausir menn mátt dúsa inniiok- aðir svo að mánuðum skipti bak við lás og slá. Bergþór kveðst þvi vera að vinna þarft verk með því að rífa fangelsið niður og þurrka út minningu þess. - Það hefiir verið lítill yndisauki af fangelsinu fyrir umhverfið eðli málsins samkvæmt og það gefið svæðinu drungalegan svip, segir hann. - Þegar nýbyggingin er kom- in upp, verður hún áreiðanlega til mikillar prýði fyrir umhverfi sitt. Síðumúli er vaxandi verzlunargata og margir húseigendur þar hafa verið að endurbæta útlitið á húsum sínum að undanfömu. Hótel Vík við Síðumúla fékk t. d. sérstök fegurðarverðlaun fyrir frá- gang á sínum tíma, þegar sú bygg- ing var gerð upp og henni breytt í hótel. í heild tel, ég, að Múlahverfið verði áfram mikið verzlunar- og þjónustuhverfi, eins og það hefur raunar lengi verið. Lóðaskortur hjá borginni Mótás var stofnað árið 1984 og eru þeir Bergþór Jónsson og Fritz Berndsen aðaleigendur þess. Framan af lögðu þeir félagar eink- um stundum á verktakastarfsemi en undanfarin ár hafa þeir lagt megináherzlu á íbúðarbyggingar og er fyrirtæki þeirra nú búið að byggja vel á þriðja hundrað íbúðir, þar af langflestar í Reykjavík. - Starfsmenn fyrirtækisins eru nú fimmtán og hafa yfirleitt unnið lengi hjá fyrirtækinu, segir Berg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.