Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ALPAGREINUM M Keppnisbrautirnar Heimsmeistaramótið í alpagreinum skíðaíþrótta árið 1997 fer fram víð bæinn Sestrieres á Ítalíu 2.-15. febrúar. Keppt er í svigi, stórsvigi, risasvigi og bruni, auk alpatvíkeppni, sem er keppni í svigi og br Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson keppa í stórsvigi og svigi, 12. og DAGSKRÁ BANCHETTA BRAUTIN r Brun karla: 3.299m, 914m fall 2. feb., Sunnud. • Opnunarhátíð < 3. feb., Mánud. • Risasvig karla 4. feb., Þriöjud. • Brunæfing karla 5. feb., Miðvikud. • Svig kvenna • Brunæfinq karla 6. feb., Fimmtud. • Tvíkeppni karla - brun • Tvíkeppni karla - svig 7. feb., Fðstud. * Brunæfing karia ý§j 8. feb., Laugard. • Brun karla ^ 9. feb., Sunnud. • Stórsvig kvenna 10. feb., Mánud. • Brunæfing kvenna 11. feb., Þriðjud. • Risasvig kvenna k 12. feb., Miðvikud. • Stórsvig karla 1 • Brunæfing kvenna ’ 13. feb., Þriðjud. • Tvikeppni kvenna - brun • Tvíkeppni kvenna - svig 14. feb., Föstud. • Brunæfing kvenna 15. feb., Laugard. • Brun kvenna • Svig karla • Lokahátíð Meðalhalli: 31% f-Stórsvig karla: 1.492m, 450m fall ‘f Stórsvig kvenna: 1.394m, 400m fSvig karla: 660m, 210mfall •Tsvig kvenna: 616m, 180m fall Meðalhalli: 34% ■ NÝLEGA fengu tveir íslenskir kraftlyftingadómarar alþjóðleg dómararéttindi. Það voru þeir Hörður Magnússon og Jóhann Möller. Island á nú þrjá dómara með slík réttindi. Þriðji dómarinn er Ólafur Sigurgeirsson, sem fékk sín réttindi 1979. Hann sá um þetta próf í umboði Alþjóða kraftlyftingasambandsins. ■ Á ÞINGI Kraftlyftingasam- bands íslands 31. janúar s.l. fór fram kosning kraftlyftingamanns ársins í kvenna og karlaflokki. Auðunn Jónsson var kjörinn hjá körlum og Guðrún Bjarnadóttir hjá konum. ■ JÓHANN Haukur Hafstein, skíðamaðurinn efnilegi úr Ár- manni, verður eini íslenski kepp- andinn á HM unglinga í alpagrein- um sem fram fer í Austurríki í næsta mánuði. ■ ANTOINE Rigaudeau, leik- maður franska körfuknattleiksliðs- ins Pau-Orthez, verður frá keppni vegna meiðsla á olnboga það sem eftir er keppnistímabilsins. Gríska liðið Panathinaikos hafði sýnt áhuga á að kaupa Rigaudeau, en meiðsli hans gætu breytt því. ■ STEFFI Graf, tenniskona frá Þýskalandi, gat ekki leikið til úr- slita við Martinu Hingis frá Sviss á opnu innanhúsmóti í Tokíó um toúmt FOLK helgina vegna hnémeiðsla. Hún fann fyrir meiðslum rétt áður en hún átti að mæta Hingis í úrslita- leiknum og varð því að gefa leik- inn. ■ GORAN Ivanisevic frá Króa- tíu sigraði á opnu tennismóti í Zagreb á sunnudaginn. Hann vann Greg Rusedski frá Bret- landi í úrslitum 7-6 (7-4) 4-6 7-6 (10-8). ■ WARREN Schutte frá Suður- Afríku vann á sunnudaginn fyrsta atvinnumannamótið á ferlinum. Mótið var eitt af mörgum í suður- afrísku mótaröðinni og fór fram í Durban. Schutte, sem er 25 ára, lék 72 holur á 274 höggum. ■ ALEXEI Lalas hinn eftirminn- legi knattspymumaður með höku- toppinn í bandaríska landsliðsins í knattspyrnu frá HM 1994 gerði eina mark Bandaríkjanna í 1:1 jafntefli við Kína á laugardaginn. Ekki nóg með heldur var Lalas rekinn af leikvelli átta mínútum fyrir leikslok er hann fékk annað gula spjald sitt í leiknum. ■ JOSE Antonio Camacho þjálf- ari Sevilla hefur lýst því yfír að hann ætli sér að hætta þjálfun liðs- ins. Dropinn sem fyllti mælinn að hans mati var 3:2 tap fyrir Real Sociedad á sunnudag, en hans menn höfðu komist í 2:0. „Þetta hefði ekki gerst hjá öðrum þjálf- ara,“ sagði Camacho, sem um tíma var líklegur til að taka við þjálfun Real Madrid áður en Cap- ello var ráðinn. Fregnir herma að Carlos Bilardo fyrrum þjálfari Argentínu verði næsti þjálfari Sevilla. ■ PAOLO Maldini, varnar- maðurinn sterki hjá AC Milan, sagði fyrir helgi að hann hefði ekkert tilboð fengið frá Chelsea eða Man. Utd., eins og hafði kom- ið fram í blöðum. „Eina liðið sem ég hafði samband við, var Ars- enal.“ Lundúnaliðið var tilbúið að borga 10 millj. punda fyrir kapp- ann. ■ NEVILLE Southall, mark- vörður Everton, óskaði eftir því við Bobby Gould, landsliðsþjálfara Wales, að hann yrði ekki valinn til að leika gegn Irlandi 11. febr- úar í Cardiff. UNDANÞÁGA Þó svo golftíðin sé ekki hafin heyra á það minnst. Sé tekið fyrir alvöru er ýmislegt að mið af almennum kennurum gerast í tengslum við íþróttina. hefur oft verið gripið til að veita Eins og veðrið hefur verið á mönnum undanþágu til að suðvesturhomi landsins það sem kenna fáist ekki menntaðir af er vetri hafa kylfingar getað kennarar. leikið golf utan dyra og þegar hefur fara inn og æfa sig i rjolgwii leioDeinend- fm ' BoM á mrfan er í farvatninu eins kennarar eru of fáir og væntanlegt hluta- félag um Birgi Leif Hafþórsson, íslandsmeistara úr Leini, og hugsanlegt að svipað verði gert varðandi atvinnu- mennsku íslandsmeistara kvenna síðustu átta árin, Karen- ar Sævarsdóttur úr GS. En því miður eru ekki ein- göngu góðar fréttir úr golfheim- inum og það eru blikur á lofti vegna mikillar fækkunar mennt- aðra golfkennara hér á landi. Golfþing verður haldið eftir tæp- ar þijár vikur og þar hljóta menn að ræða þann vanda sem ríkt hefur hér á landi varðandi golfkennara. Það hefur lengi verið talað um mikinn uppgang golfíþróttarinnar og víst er að stöðugt flölgar þeim sem iðka goif og svo mikið síðustu árin að golfkennarar hafa alls ekki getað sinnt markaðnum undan- farin ár, það er að segja yfir hásumarið. Ekkert hefur samt verið gert til að kippa þessum málum í lag og nú er svo komið að menntuðum golfkennurum hefur fækkað úr fimm í tvo og það sjá allir sem vilja sjá að eitt- hvað verður að gera. Stjóm Golfsambands íslands (GSI) hefur verið hörð á því að fara eftir bókstafnum, þ.e.a.s. reglum St. Andrews, þannig að enginn hefur fengið að kenna eða leiðbeina kylfingum nema missa áhugamannaskírteini sitt. Víðast hvar er farið í kringum þessar reglur, en GSÍ má ekki Þegar horft er til annarra Evrópulanda hljóta forsvars- menn íþróttarinnar hér á landi að ieggja sig í líma við að leysa vandann. Það gengur auðvitað ekki að iðkendum íjölgi stöðugt en golfkennurum fækki að sama skapi. Hugsanlegt er að fara í kringum strangar reglur St. Andrews með því að heimila mönnum að gerast leiðbeinend- ur án þess að þurfa að gerast atvinnumenn. Það hlýtur einnig að vera umhugsunarefni að menntuðum golfkennurum skuli fækka eins mikið og raun ber vitni. Ástæð- ur þessa eru sjálfsagt misjafnar en trúlega spilar ijárhagur manna stóran þátt í að þeir hætta. Golftímabilið hér á landi er stutt og golfkennarar hafa lítinn tíma ár hvert til að afla sér tekna. Amar Már Ólafsson úr Keili og Phil Hunter úr GS eru báðir famir til Þýskalands og er sá fyrrnefndi ánægður með breytinguna og segir allt annað að starfa þar en hér á landi. Sigurður Pétursson hefur sagt upp starfi sínu hjá GR en iíkiegt er að hann haldi áfram kennsiu og verður hann þá ann- ar tveggja menntaðra golfkenn- ara, hinn er David Barnwell á Akureyri. Skúli Unnar Sveinsson Er HK-maðurinn HLYNUR JÓHANNESSON ánægðurmeð byrjunina ílandsliðinu? Aldrei færrimörk HLYNUR Jóhannesson úr HK lék fyrsta landsleik sinn í hand- knattleik sl. laugardag þegar Þýskaland og ísland léku æfinga- leik f Ludwigshafen. Hlynur, sem verður 23 ára í haust, fór í markið þegar átta mínútur voru til leiksloka og staðan 25:20 Þjóðverjum í vil. Hann fékk á sig sjö mörk, fimm eftir hraðaupp- hlaup, eitt úr horni og eitt eftir gegnumbrot, en varði ekkert skot. Hlynur lærði plötusmíði íVestmannaeyjum en er deild- arstjóri framkvæmdasviðs íþróttahússins í Digranesi í Kópa- vogi. Hann er í sambúð með Önnu Margréti Sigurðardóttur og eru þau barnlaus en eiga þrjá ketti. Eins og gengur eru menn oft taugaóstyrkir fyrir leiki, ekki síst landsleiki, og ekki er fyrir hvern sem er að Eftir koma inn í ger- Steinþór samlega vonlausri Guðbjartsson stöðu eins og Hlynur gerði á laugardag. „Ég átti frekar von á að fá tækifæri i seinni leiknum og kom inn ískaldur og stressaður. Þetta var geysilega erfitt en ég varði einn bolta inn í netið og er reynsl- unni ríkari. Reyndar hef ég aldrei fengið svona fá mörk á mig í leik en það var sárt að byija með tapi. Samt sem áður var þetta stórt skref og framhaldið verður auð- veldara fyrir vikið.“ Hvers vegna valdir þú að leika í marki? „Ég byijaði í handbolta níu ára gamall og hreifst þá mjög af Simma (Sigmari Þresti Oskars- syni, markverði ÍBV) auk þess sem enginn annar vildi vera í marki. Aðalatriðið var að vera með, ég prófaði þetta og líkaði það vel.“ Af hverju skiptir þú í HK? „Ég lék með ÍBV 1994 þegar liðið féll í 2. deild. Þann vetur mættum við HK í bikarnum og Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson HLYNUR Jóhannesson afslappaður í blíðunni í Þýskalandi um helgina, eftir fyrsta leikinn með handboltalandsliðinu. ég varði 30 skot. Liðið fór upp og fljótlega var haft samband við mig, sennilega vegna frammistöð- unnar í bikarleiknum. Ég hafði fengið smjörþefinn af 1. deild og vildi spila þar áfram.“ Áttirðu von á því að verða val- inn í landsliðshópinn í haust? „Ég var í 21s árs landsliðinu og fór þá að gæla við að ná lengra. Gummi og Beggi hafa verið lengi og erfitt er að keppa við þá en þegar Þorbjörn sagðist ætla að bæta einum yngri manni í hópinn taldi ég ekki að margir kæmu til greina. Ég hafði staðið mig vel, var með þriðju bestu markvörsl- una í deildinni og þóttist eiga möguleika. En það var meiri hátt- ar þegar Þorbjörn hringdi í mig og tjáði mér valið.“ Hvernig var að vera í hópnum í sex leikjum en vera aldrei á leik- skýrslu? „Það er mjög gaman að vera í hópnum og valið á mér og Gunn- ari Viktorssyni sýnir að Þorbjöm hefur trú á okkur. Hins vegar hef ég gert mér grein fyrir því að ég var ekki valinn til að spila mikið en ég kem inn hægt og rólega. Þannig öðlast ég reynslu og með henni hverfur stressið. Eg fæ aukið sjálfstraust sem þýðir betri markvörslu en það verður engin markvarsla án sjálfstrausts. Markmaður má ekki bera virðingu fyrir neinum mótheija.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.