Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík bikarmeistari í þriðja sinn á fimm árum Johnson gerði gæfumuninn KEFLAVÍK fagnaði tvöföldum sigri á KR í bikarkeppninni í Laugardalshöll á laugardaginn - fyrst í kvennaf lokki, 64:63, og síðan í karlaflokki, 77:66. Damon Johnson átti frábæran leik fyrir Keflavík og það gerði gæfumuninn í karlaleiknum. Hann gerði 33 stig og tók við leikstjórn liðsins af Fali Harð- arsyni, sem fékk fimmtu villu sína í upphafi síðari hálfleiks, og skilaði hlutverkinu með glæsibrag. KR hafði frumkvæði í leiknum allt þar til undir lokin. Keflavík sýndi mikinn styrk á lokakaflanum, gerði 14 síðustu stigin og uppskeran var þriðji bikarmeistaratitillinn á fimm árum. KR-ingar bytjuðu mun betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 10:0 fyrir KR. Kefla- víkingar voru í hinu mesta basli við að koma boltanum niður, en fljót- lega fundu þeir leiðina og náðu að saxa á forskotið jafnt og þétt og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum rétt fyrir leikhlé, 31:30. Vesturbæ- ingar voru ekki á því að láta foryst- una af hendi og Birgir Mikaelsson gerði síðasta stig hálfleiksins úr vítaskoti og tryggði KR eins stigs forskot í hálfleik, 37:36. KR hélt uppteknum hætti eftir hlé og þegar tvær mínútur voru liðnar var staðan 42:36 og Falur fékk fimmtu villu sína. Þá fór um keflvíska áhorfendur því Falur er leikstjórnandi liðsins og slæmt að missa hann útaf. En Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, var öryggið uppmálað - lét Damon Johnson taka við leikstjórninni og þá fór Keflavíkurliðið loks almenni- lega í gang. Guðjón Skúlason fór að hitta úr þriggja stiga skotum sínum og þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn, 56:56. KR-ingar náðu aftur forystunni og þegar fjórar mínútur voru eftir var Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflvíkinga, hefur farið vel af stað með liðið í vetur. Tveir titlar þegar í höfn, Lengjubikarinn í nóvember og nú bikarinn. „Við spiluðum ekki eins vel og við eigum vana til, sérsaklega í sókninni. En við töluðum um það fyrir leikinn að það skipti ekki máli hvemig við spilum svo framarlega að við sigr- um. Við vorum full rólegir í byijun, kannski svolítið trekktir. Við bætt- um vörnina til muna í síðari hálf- leik og þá fór sóknarleikurinn líka að ganga upp. Þetta var ekki okkar leikstíll, en það er í lagi því þetta undirstrikar bara hvað við getum. Það var meiri hungur í bikarinn hjá okkur en þeim.“ Fór ekki um þjálfarann þegar þið misstuð Fal útaf í bytjun síðari hálfleiks? „Það var vissulega slæmt að Það var sannkölluð körfuboltahátíð í Laug- ardalshöll á laugardag- inn er Keflavík og KR mættust í bikarúrslit- um. Valur B. Jón- atansson fylgdist með leiknum og sá Keflvík- inga vinna KR, staðan 66:63 fyrir KR. Þá sögðu Keflvíkingar, hingað og ekki lengra, röðuðu niður boltum og gerðu 14 síðustu stig leiksins og innbyrtu sigurinn. Bestir Keflvíkingar sönnuðu enn einu sinni í þessum leik hve sterkir þeir eru þegar á reynir. Þeir eru einfald- lega bestir. Þó svo að þeir hafi ekki verið að leika vel unnu þeir samt. Gerðu það sem þurfti á örlaga- stundu. Damon Jonson var yfir- burðamaður á vellinum. Hann er mikill stemmningsmaður og getur leikið allar stöður. Hann er án efa besti erlendi leikmaðurinn í úrvals- deildinni. Guðjón Skúlason lék vel í síðari hálfleik og gerði þá fjórar þriggja stiga körfur. Albert Óskars- son var sterkur í vöminni og skil- aði sínu í sókninni. Keflvíkingar eru vel að sigrinum komnir. Þeir eru fæddir sigurvegarar og kunna að höndla velgengnina. Klaufar KR-ingar voru klaufar að henda frá sér sigrinum í lokin. Þeir gerð- ust þá of bráðir og skutu úr vonlitl- um færum í stað þess að sækja meira inn í teiginn og leika af skyn- semi. Varnarleikur liðsins var missa Fal útaf svona snemma. En Damon hefur þurft að taka við leik- stjórninni áður í vetur, þegar Falur var meiddur, og ég vissi að hann gat það vel. Ég hef satt að segja ekki séð betri leikstjórnanda í deild- inni_ en Damon svo við vorum í góðúm málum með hann inná. Hann lék frábærlega í þessum leik og var maðurinn á bak við sigurinn." Þið eruð búnir að vinna þá tvo titla sem í boði hafa verið, eruð þið ekki með langbesta liðið? „Jú, að minnsta kosti í dag. En það er enginn kominn til með að segja að það verði líka á morgun. Það getur allt gerst í þessu. Við verðum að spila hvem einasta leik af fullum krafti. Þessi bikar hjálpar okkur ekkert í næstu leikjum. Við þurfum því að halda okkur á jörð- inni því það er ekkert gefið í þessu,“ sagði þjálfarinn. lengst af góður, en sóknarleikurinn brást á örlagastundu. Ingvar Orm- arsson var besti leikmaður liðsins. Hermann Hauksson lék vel, sér- staklega í fyrri hálfleik og sama má segja um Geoff Herman. Jonathan Bow var ekki sá burðarás sem ætlast var til fyrirfram. Hann var óheppinn með skot sín. Skotnýt- ing hans utan af velli var 55% en aðeins tvö af sjö skotum hans af vítalínunni fóm ofaní. Birgir Mika- elsson barðist vel í vörninni, skor- aði ékki mikið en átti sjö stoðsend- ingar. Skotin röt- uðu niður á réttum tíma GUÐJÓN Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, skoraði fímm þriggja stiga körfur og þar af íjórar í síðari hálfieik. Hann var ánægður að leikslokum. „Við höfum meiri reynslu og líklega meiri breidd en KR og það hjálp- aði okkur. Við vitum hvað þarf til að vinna svona úrslitaleik,“ sagði fyrirliðinn. „Við spiluðum ekki eins vel og við getum best, KR-ingar náðu að halda hraðanum niðri og því fengum við ekki eins opin skot og oft áður. En við náðum að stilla okkur saman í restina og Damon Jonson setti KR-inga úr jafíivægi með góð- um leik. Ég hitti ekki vel í fyrri hálfleik en skotin fóru að rata niður á réttum tíma. Það er allt- af jafn gaman að sigra í svona leilg'um. Þetta er það sem gefur þessu gildi,“ sagði Guðjón. Vantaði í lokin HRANNAR Hólm, þjálfari KR- inga, var að vonum ósáttur við úrsiitin. „Leikurinn var búinn að vera í járnum allan tímann. í lokin duttu boltamir ekki leng- ur niður hjá okkur. Við ætluðum að fara meira inn í teiginn í sókninni, en af einhveijum ástæðum hörfuðum við þaðan. Við vorum búnir að leika mjög agað í 35 mínútur, en það vant- aði meira sjálfstraust í restina. Þeir höfðu Damon Jonson en ekki við. Hann var hreint frábær og við réðum ekkert við hann. Keflvíkingar létu Damon hafa boltann og annaðhvort flakkaði hann um með hann eða skaut bara sjálur. Við vorum að spila við besta lið landsins og emm yfír meira og minna í 35 mínút- ur og það er út af fyrir sig er ágætt. Við lékum mjög vel, sér- staklega í vörninni. Keflvíkingar hafa unnið öll liðin í vetur, en ég vona að við verðum aðeins betri þegar á líður. Keflavík hefur reynsluna umfram okkur í svona leik,“ sagði Hrannar. Sigurðurlngimundarson, þjáifari Undirstrikar getu liðsins Kef KEFLVÍKINGAR höfðu ástæöu tll aö fagna í Laugardalshöll ð laug hafa unnlö þá tvo tltla se DAMON Johnson var bestl leikmaður vallarins og var maöur- Inn á bak viö slgur Keflvíklnga. Hér rennir hann sér í gegnum vörn KR ðn þess aö Birglr Mikaelsson kæmi vörnum við. Auðveldur sigur ÍA sl. sunnudagskvöld þegar liðið tap- aði sannfærandi fyr- Stefán Þór ir ÍA. Leikurinn var Sæmundsson dapur en bestu skrifarfrá menn vallarins, Ro- Akureyri jan(j Bayless Og Dagur Þórisson hjá ÍA, sýndu þó skemmtileg tilþrif og skoruðu 59 af 86 stigum liðsins, eða litlu minna en allt Þórsliðið sem gerði 65 stig. Fyrri hálfleikur var lengst af jafn en ljóst að lykilmenn brugðust hjá Þór. Fred Williams var sá eini sem lét að sér kveða en Bayless og Dagur skomðu grimmt fyrir IA. Undir lok hálfleiksins tóku gestirnir sprett og náðu tíu stiga forystu \ fyrir leikhlé, 43:33. í seinni hálfleik gekk ekkert upp k hjá Þór. Fred var afar seinn í gang 1< og þegar 4 mínútur voru eftir höfðu þ Þórsarar aðeins skorað 17 stig í s hálfleiknum og staðan 50:74. Bæði e liðin slökuðu svo á vamarlejknum u síðustu mínúturnar en sigur ÍA var þ aldrei í hættu. v Sem fyrr segir áttu Bayless og s Dagur skínandi leik fyrir ÍA og all- e ir leikmenn liðsins komust á blað. Þórsarar náðu sér aldrei á strik og u andinn í liðinu var jafn neikvæður s og á áhorfendapöllunum, sem ekki a kann góðri lukku að stýra. b I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.