Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 5

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MEISTARAMÓT ÍSLANDS í BADMINTON ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1997 B 5 Vigdís þrefaldur meistari Tryggvi Nielsen meistari í karlaflokki. Broddi og Árni Þór sigruðu ítvíliðaleik sjöunda árið í röð Engin óvænt úrslit urðu á íslandsmeistaramót- * inu í badminton. Ivar Benediktsson sá meist- ara síðasta árs í einliða- leik veija titla sína og þá Brodda Kristjánsson og Áma Þór Hallgríms- son sigra í tvíliðaleik sjöunda árið í röð. TRYGGVI Nielsen sigraði annað árið í röð í einliðaleik meistara- flokks karla og Vigdís Ásgeirs- dóttir lék sama leik í einliðaleik kvenna. Þau eru bæði úr TBR, en mótið fór fram í húsnæði félagsins við Gnoðavog. Sigrar þeirra komu ekki á óvart fremur en að Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hall- grímsson sigruðu í tvíliðaleik karla sjöunda árið í röð. Þá urðu Vigdís og Elsa Nielsen meistarar þriðja árið í röð í tvíliðaleik kvenna. Það var aðeins í tvenndarleik sem nýir meistarar voru krýndir er Árni og Vigdís unnu auðveldan sigur á Brodda Kristjánssyni og Brynju Pétursdóttur, ÍA. Vigdís varð þar með þrefaldur íslands- meistari. Tryggvi lagði Þorstein Pál Hængsson 18:13, 15:2 í undanúr- slitum í einliðaleik karla en Árni og Broddi léku hinn leikinn og hafði Ámi betur. Greinilegt var í úrslitaleiknum að erfiður undanúr- slitaleikur sat í Áma. Leikur hans varð aldrei eins heilsteyptur og þurfti og Tryggvi virtist hafa leik- inn í hendi sér allan_ tímann. Tryggvi komst í 3:0 en Árni gerði fimm næstu stig áður en íslands- meistarinn spýtti í lófana og gerði 10 stig í röð og komst 13:5 yfir og virtist vera með unna lotu. Árni spriklaði um stund og kom stöð- unni í 13:12 en lengra komst hann ekki og Tryggvi sigraði 15:12. Að því undanskildu að Árni komst í 10:7 í 2. lotu hafði Tryggvi yfir- höndina. í stöðunni 11:11 eyddi Árni Þór síðustu kröftunum til að snúa leiknum sér í hag en þrátt fyrir gífurlega baráttu vann Tryggvi stigið og lotuna stuttu síð- ar. Englnn möguleiki „Ég bjóst við erfiðari leik,“ sagði Tryggvi sem varð íslandsmeistari í annað sinn aðeins tvítugur að aldri. „Sennilega hefur leikurinn við Brodda setið í Árna því hann var augsýnilega þreyttur." Tryggvi sagðist hafa byijað á því að leika með stuttum sendingum en hafi ekki gengið eins vel og því tekið ákvörðun um að fara út í lengri sendingar og smöss,_sú leikaðferð hafí gengið betur. „Ég lék í heild- ina vel, en það komu auðvitað slak- ir sprettir hjá mér, enda erfitt að halda einbeitingu allan tímann, þetta var sætur sigur,“ sagði Tryggvi. „Eg átti bara aldrei mögu- leika,“ sagði Árni Þór er hann hafði jafnað sig eftir leikinn. „Mig vantaði úthald til þess að eiga einhvern möguleika á að sigra Tryggva." Vigdís ákveðin Úrslitaleikur Vígdísar Ásgeirs- dóttur og Elsu Nielsen varð aldrei sá spennuleikur sem við hefði mátt búast, en þær léku einnig til úrslita í fyrra og þá hafði Vig- Meistari í annad sinn TRYGQVI Nielsen einbelttur á svlp í úrslitalelknum viö Árna Þ6r Hallgrímsson þar sem hann tryggöl sér íslandsmeistaratitlllnn f annaö slnn. Morgunblaðið/Ásdís VIGDÍS Ásgelrsdóttlr varö þrefaldur meistarl um helglna og er hér f úrslitalelknum f elnllöalelk. dís betur. Vigdís var ákveðin frá fyrstu uppgjöf til hinnar síðustu og hafði stjórn á leiknum. Fyrri lotan endaði 11:4 og síðari lotan var jöfn til að byija með og um tíma var jafnt 3:3 en þar með var sagan öll hjá Elsu og Vigdís sigr- aði 11:3. „Það kom ekkert annað til greina hjá mér en að taka bikarinn með mér heim á ný/‘ sagði Vigdís að leik loknum. „Ég ætlaði mér að sækja og láta hana hlaupa og það tókst, hún þreyttist fljótt og þar með var takmarkinu náð. Nú er stefnan sett á að koma að ári og vinna í þriðja sinn og bikarinn til eignar,“ bætti Vigdís við, en hún er 19 ára gömul. , Hörkuslagur Árna og Brodda UNDANÚRSLITALEIKUR Brodda Kiistjánssonar og Árna Þórs Hallgrímssonar verður lengi í minnum hafður en hann stóð yfir í eina og hálfa klukku- stund. Þeir félagar, sem lengi hafa verið fremstu badminton- menn landsins, tókust hressi- lega á. 1 fyrstu lotu sigraði Ánii 18:13 en Broddi svaraði í annarri lotu 15:5. í þriðju lotu liafði Árni betur 15:7 en lotan var jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Vigdís lék mjög vel og ég átti ekkert svar. í stöðunni 3:3 í síð- ari lotunni var þrek mitt á þrotum og hún þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum eftir það,“ sagði Elsa og var þreytt eftir átökin enda eigi kona einsömul um þess- ar mundir. Sjöunda slgur Áma og Brodda Enn einu sinni undirstrikuðu þeir Árni Þór og Broddi að þeir hafa yfírburði í tvíliðaleik karla hér á landi. Leið þeirra í úrslitaleik- inn var greið og er þangað var komið mættu þeir Tryggva Nielsen og Nirði Ludvigssyni. Fyrri lotan var einstefna og 15:5 lokatölur. í síðari lotunni bar á kæruleysi í leik meistaranna í stöðunni 13:4 og Tryggvi og Njörður gerðu 4 stig í röð, en komust ekki lengra og Árni og Broddi gerðu út um leikinn. Það sama var upp á teningnum í tvíliðaleik kvenna er tvær bestu badmintonkonur landsins, Vigdís og Elsa sameinuðu krafta sína í leik við Brynju Pétursdóttur, ÍA og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur, TBR. Fyrri lotan fór 15:3, en um stuttan tíma í síðari lotunni virt- ist sem Brynja og Erla ætluðu að leggja stein í götu Elsu og Vigdísar. Þær fyrrnefndu léku af krafti og komust yfir 6:4. Þá sögðu meistararnir hingað og ekki lengra og gerðu 11 stig í röð og innsigluðu sigur annað árið í röð. Létt f tvenndarlelk Árni og Vigdís urðu í samein- ingu í fyrsta skipti íslandsmeistar- ar í tvenndarleik og þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Broddi Kristjánsson og Brynja Pétursdóttir voru þeim engin hindrun. Fyrri lotan fór 15:5, en i síðari lotunni var um einstefnu að ræða. Árni og Vigdís gerðu fyrstu nfu stigin áður en andstæðingunum tókst að gera eitt stig, en þar með var sagan öll. Næstu sex stig féllu í skaut Árna og Vigdísar og ís- landsmeistaratitillinn um leið. FOLK ■ BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra var heiðursgestur íslandsmeistaramótsins í badmin- ton og afhenti verðlaun í einliða- leik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna. ■ SIV Friðleifsdóttir alþingi- maður var einnig á meðal áhorf- enda á mótinu og sá um að af- henda verðlaun í tvenndarleik. Siv er dóttir Friðleifs Stefánssonar sem á sínum tíma var fremsti bad- mintonmaður landsins. ■ EINAR Jónsson fýrsti íslands- meistarinn í einliðaleik karla árið 1949 lét sig ekki vanta í hóp áhorf- enda fremur en venjulega. Hann hefur annað hvort verið þátttak- andi eða áhorfandi að öllum ís- landsmótum í badminton. Einar sem er á 84. aldursári leggur enn stund á badminton sér til heilsubót- ar. Síðast varð hann íslandsmeist- ari árið 1962 og þá í tvíliðaleik. ■ BRODDI Kristjánsson varð íslandsmeistari í tvenndarleik í 15. skipti á ferlinum á sunnudaginn og í sjöunda sinn í röð með Arna Þór Hallgrímssyni. Fimm sinnum var meðleikari hans Þorsteinn Páll Hængsson, tvisvar sigraði hann með Jóhanni Kjartanssyni og einu sinni með Guðmundi Adolfssyni. Alls hefur Broddi orð- ið 35 sinnum meistari frá árinu 1980 þegar fyrsti titillinn kom í safnið. ■ ÁRNI Þór Hallgrímsson hefur níu sinnum orðið íslandsmeistari í tvenndarleik, því auk þess að sigra í sjö skipti í röð með Brodda hef- ur hann tvisvar sigrað með Ár- manni Þorvaldssyni. ■ ÁRNI Þór, sem lék til úrslita í einliðaleik að þessu sinni gegn Tryggva Nielsen en tókst ekki að sigra, hefur einu sinni sigrað í einliðaleik, en það var árið 1991. ■ ELSA Nielsen og félagi hennar í TBR Vigdís Ásgeirsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna í þriðja sinn í röð þetta árið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.