Morgunblaðið - 04.02.1997, Síða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
KNATTSPYRNA
Otrúlegur sigur Sampdoria á Milan í stórskemmtilegum leik á San Siro
„Ævintýrið heldur
áfram en við
stefnum sem fyrr
á annað sætið"
SIGURGANGA Sampdoria heldur áfram í ítölsku knattspyrn-
unni og liðið vann frækilegan sigur á AC Milan á San Siro um
helgina þrátt fyrir að leikmenn þess væru manni færri mestall-
an leikinn. Á sama tíma gerði Juventus jafntefli við Cagliari
þannig að bilið á milli þessara liða á toppi deildarinnar er nú
aðeinstvö stig. Bologna burstaði Verona 6:1 og skaust íþriðja
sætið.
|Jkki var liðin mínúta af leik
Einar Logi
Vignisson
skrifar
frá Italíu
Sampdoria og AC Milan þeg-
ar Roberto Mancini skoraði fyrsta
markið eftir hroða-
leg mistök Pagotto,
markvarðar Milan.
Leikmenn Samp
virkuðu mjög frísk-
ir og ógnuðu marki
Milan oft í upphafi leiksins en á
22. mínútu urðu kaflaskil í leikn-
um er Ferron, markverði gest-
anna frá Genúa, var vísað af leik-
velli fyrir að skella George Weah,
sem var kominn einn inn fyrir
vörnina.
* Markahróknum Montella var
skipt útaf fyrir varamarkvörðinn
Sereni og eftir þetta tóku leik-
menn Milan völdin á vellinum.
Weah, sem verið hefur frá í einn
og hálfan mánuð vegna meiðsla,
sýndi hversu mikilvægur hann er
liðinu og skot frá honum lentu í
tréverkinu eða var bjargað á línu
þar til hann jafnaði leikinn fyrir
lok hálfleiksins með góðu marki
eftir sendingu Savicevic. í byrjun
síðari hálfleiks skoraði kappinn
svo stórglæsilegt mark, þrumu-
skot utan við teig og svo virtist
sem stefndi í stórsigur Milan.
En leikmenn Samp gáfust ekki
upp og Mihajlovic jafnaði með
skoti beint úr aukaspyrnu utan af
kanti og má markið skrifast á
Pagotto markvörð sem var afar
illa staðsettur. Eftir mikil vam-
armistök skoraði Carparelli svo
sigurmark Sampdoria og allur
vindur var úr Milan leikmönnum.
Heilladísimar hafa algjörlega
yfírgefíð lið AC Milan í vetur og
á sunnudaginn var lánleysið al-
gert. Hinsvegar er Óli lokbrá orð-
inn fastamaður í vörn liðsins sem
er ótrúlega sofandi og hefur verið
með útsölu á mörkum nú eftir jól-
in. „Þetta er ekki venjuleg
óheppni," sagði Silvio Berlusconi
eigandi Milan eftir leikinn. „En
ég var mjög ánægður með leik liðs-
ins mestan hluta leiksins og held
að þetta fari að koma allt saman.“
„Skrýtinn leikur og heppnin var
með okkur. Við komum til með
að veita Juve harða keppni um
meistaratitilinn," sagði Roberto
Mancini en þjálfari hans Eriksson
var öllu jarðbundnari: „Mancini er
búinn að tala alltof mikið í dag
en hann spilaði vel! Ævintýrið
heldur áfram en við stefnum sem
fyrr á annað sætið.“
Markalaust hjá Juve
Montero, varnarmaður Juvent-
us, fékk rauða spjaldið eftir hálf-
tíma leik gegn Cagliari á útivelli
og Juve náði ekki að knýja fram
sigur í markalausum leik. „Þetta
var nú ekki ljótt brot en sóknar-
maðurinn var kominn einn innfyr-
ir og ekki um annað að ræða fyr-
ir dómarann en vísa mér af velli,
svona eru reglurnar,“ sagði Mont-
ero.
Verona lagði Milan að velli í
síðustu umferð en leikmenn liðsins
voru heillum horfnir gegn Bologna
og fengu á sig 6 mörk. Scapolo
gerði tvö marka Bologna, bæði
með hörkuskotum, og þeir Marocc-
hi, Paramatti, Shalimov og besti
maður vallarins, Svíinn Kennet
Andersson, eitt mark hver en Zan-
ini gerði eina mark Verona.
Ettt það flottasta
Parma komst upp að hlið Inter
og Vicenza í 4.-6. sæti með enn
einum 1:0 sigrinum, að þessu sinni
gegn Piacenza. Chiesa gerði mark-
ið með viðstöðulausu þrumuskoti
og var afar ánægður með það:
„Þetta er eitt flottasta mark sem
ég hef gert og kom á mikilvægu
augnabliki í leiknum."
■ ABEL Balbo skoraði bæði mörk
Roma í 2:0 á Vicenza. Argentínu-
maðurinn bætti þar með met hol-
lenska markakóngsins Marco Van
Basten; hefur nú gert 92 mörk í
deildinni og er markahæsti erlendi
leikmaðurinn frá því að útlendingar
hófu innreið sína á ný i deildina 1981.
■ DINO Zoff hefur tekið við þjálfun
. Lazio tímabundið. Skv. reglum þjálf-
arafélags Ítalíu mega forsetar félaga
ekki þjálfa jafnframt, þannig að
Zoff sagði af sér þeirri tign - vænt-
anlega tímabundið.
■ ZOFF sagðist ánægður með sigur
Lazio, 3:2 á Udinese, en tók fram
að margt þyrfti að laga í leik liðsins.
■ EIKE Immel sem staðið hefur
upp á síðkastið á milli markstangana
hjá Man. City tilkynnti í gær að
hann ætli að halda heim til Þýska-
lands er samningur hans við City
rennur út í vor. Ætlar Immel að
ganga til liðs við Waldhof Mann-
• heim í 2. deild en með því leikur
Bjarki Gunnlaugsson.
' ' '
Reuter
GEORGE Weah geröl tvö glæslleg mörk fyrlr Mllan gegn
Sampdorla, en varö engu að síöur aö sætta slg vlö tap.
Annar markahrókur var einnig
á skotskónum, Abel Balbo, en
hann gerði bæði mörk Roma í 2:0
sigri á Vicenza. „Við höfum verið
rosalega misjafnir í vetur,“ sagði
Balbo. „Ég er ánægður með mörk-
in og að hafa sigrað en þessi sigur
merkir ekkert fyrir mér ef að við
náum ekki hagstæðum úrslitum í
næsta leik, gegn Sampdoria."
Hitt Rómarliðið, Lazio, sigraði
einnig, Guiseppe Signori skoraði
tvö mörk og Pavel Nedved fallegt
mark eftir einleik í 3:2 sigri á
Udinese. Brasilíumaðurinn Amo-
roso gerði bæði mörk Udinese sem
náði ekki að nýta sér liðsmuninn
en Favalli varnarmaður Lazio var
sendur í sturtu í fyrri hálfleik.
Napoli náði forystunni í lok fyrri
hálfleiks gegn Reggiana með
marki frá Aglietti en þýski varnar-
maðurinn Dietmar Beiersdorfer
jafnaði með skalla í síðari hálfleik
pg var þetta fyrsta mark hans á
Ítalíu en hann kom til Reggiana
í haust frá Köln. Inter gerði
markalaust jafntefli við Perugia
og ekkert mark var heldur skorað
í Flórens þar sem Fiorentina tók
á móti Atalanta. Gabriel Batistuta
brenndi af vítaspymu fyrir Fior-
entina og er það fjórða spyman
sem hann misnotar í vetur.
Barcelona
nægðiekki
aðvera betri
Leikmenn Real Madrid juku for-
ystu sína á toppi 1. deildar á
Spáni um helgina er þeir sigruðu
Deportivo Coruna 3:2 því á sama
tíma gerði aðalkeppinautur þeirra,
Barcelona, aðeins jafntefli, 2:2, við
Oviedo. Þessi niðurstaða Barcelona-
liðsins vakti vonbrigði þjálfarans
Bobby Robsons en leikmenn hans
höfðu framan af leik alla burði til
þess að gjörsigra andstæðinginn.
Barcelona komst þó ekki í 2:0 fyrr
en snemma í síðari hálfleik eftir að
hafa átt mörg marktækifæri án
árangurs í fyrri hálfleik. Lukkudís-
imar sneru síðan baki við Barcelona
og andstæðingarnir sóttu í sig veðrið
og jöfnuðu við litla ánægju fjöl-
margra áhorfenda á Nou Camp.
Það var varamaðurinn Juan Pizzi
sem skoraði fyrra mark heimamanna
og brasilíski snillingurinn Ronaldo
Reuter
RONALDO, brasilíski snllllng-
urinn hjá Barcelona, geröl 19.
mark sltt í spænsku deildlnnl í
vetur. Hér er hann í barðttu um
knöttlnn vlö Rússann Vlktor
Onopko hjð Real Ovledo.
gerði annað mark leiksins og sitt
nítjánda á leiktíðinni skömmu síðar.
Oli Alvarez var ekki af baki dottinn
fremur en félagar hans og jafnaði
leikinn með tveimur mörkum, hið
fyrra kom á 75. mínútu og hið síð-
ara rétt undir lokin. „Við létum Oli
vera frían í tvígang inni í teig og
hann nýtti sér það. Við töpuðum
tveimur mikilvægum stigum þótt við
værum betri allan leikinn," sagði
Robson sár að leikslokum.
Real Madrid lenti í tvígang undir
í viðureign sinni við Deportivo en lét
það ekki á sig fá og hirti öll stigin
er yfír lauk, lokatölur 3:2. Það var
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos sem
lagði upp sigurmarkið er hann spretti
úr spori með knöttinn upp vinstri
vænginn og gaf fyrir markið á ungl-
inginn Raul Gonzalez sem sendi
áfram á Davor Sukor sem urðu ekki
á nein mistök við að afgreiða knöttinn
í mark Deportivo og innsigla sigur.
„Án nokkurs vafa er lið Deportivo
það besta sem leikið hefur við okkur
á Bemabeu á yfírstandandi leiktíð,"
sagði Lorenzo Sanz forseti Real
Madrid eftir leikinn.
-