Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fHofgltltllfafrífe Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 4. febrúar 1997 Blað C Orsakir vandans FULLYRÐINGAR um, að hús- bréfakerfið sé meginorsök skuldasöfnunar heimilanna, eru ekki á rökum reistar, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Megin skýring á greiðsluvanda fólks, eru breyttar aðstæður. / 2 ► Bfl- skúrar RÁÐSTÖFUN bílskúra við fjöl- eignarhús veldur oft deilum. Meginreglan er sú, að óheimilt er að ráðstafa bílskúrum út fyrir húsið, en á því eru þó undantekningar. Sandra Bald- vinsdóttir lögfræðingur fjallar um þetta úrlausnarefni. / 30 ► Ú T T E K T Framtíð húsbréfa- kerfisins ÞAÐ á strax að hefjast handa um að færa af- greiðslu og alla þjón- ustu vegna húsbréfakerfisins frá húsbréfadeild til viðskipta- banka, sparisjóða og verð- bréfafyrirtækja með sérstök- um þjónustusamningi, sem lok- ið yrði fyrir 1. apríl nk. Þetta er niðurstaða nefnd- ar, sem unnið hefur að endur- skoðun húsbréfakerfísins. Ekki er unnt að hverfa frá rík- isábyrgð á húsbréfunum, nema að til komi aðili, sem geti veitt sams konar ábyrgð. Yinna beri þó að afnámi ríkisábyrgðar samkvæmt langtím:iáætlun. í viðtali hér í blaðinu í dag, segir Sigurður Geirsson, for- stöðumaður verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, að það sé með öllu óraunhæft að miða flutning húsbréfakerfsins til lánastofnana við 1. apríl. - Þessi tímamörk eru með öllu ófullnægjandi, segir Sig- urður. - Þetta verkefni þarf tnikinn tíma og undirbúning, því að leysa þarf úr ótal atrið- um. Ég tel ekki óraunhæft, að miða við næstu áramót. Sigurður telur það mikinn annmarka á tillögum nefndar- innar, að þar vantar algjörlega greinargerð um kosti þess og galla að flytja húsbréfakerfíð í bankana. - Án þess er ekki hægt að leggja dóm á kostina, segir hann. - Jafnframt er ekki hægt að bæta úr göllun- um né heldur bæta úr því, ef það hagræði, sem að var stefnt, hefur ekki náðst fram. /18 ► Sveiflur í ávöxtun arkröfu húsbréfa TALSVERÐAR sveiflur hafa verið í ávöxtunarkröfu húsbréfa, frá því að húsbréfakerfið hóf göngu sína fyrir rúmlega sjö árum. Til að byrja með sveiflaðist ávöxtunarkrafan nokkurn veginn í takt við sveiflur í afgreiddum húsbréfum, þannig að þegar afgreiðslurnar jukust, hækk- aði ávöxtunarkrafan en lækkaði, þegar dró úr afgreiðslunum. Frá ár- inu 1995 hefur hins vegar ekki verið hægt að finna slíkt samræmi á milli afgreiðslu húsbréfa og ávöxtunar- kröfunnar. Hæst var ávöxtunarkrafan og af- fóllin um leið við sölu húsbréfa á ár- inu 1991, en þá komst ávöxtunar- krafan í 9% í september. Meðal- talsaffóll við sölu húsbréfa í þeim mánuði voru 22,49%. Ástæðan var sú, að húsbréfaút- gáfan jókst mjög á árinu 1991 og varð um 10 milljörðum kr. hærri en árið áður. Hefur hún aldrei verið jafn mikil á einu ári. Verðbréfa- markaðurinn gat ekki tekið við þessari aukningu og afleiðingin varð hækkun á ávöxtunarkröfunni. Lágmarki náði ávöxtunarkrafa húsbréfa í nóvember 1993, en þá voru þess nokkur dæmi, að húsbréf voru seld á yfirverði, það er að ávöxtunarkrafan varð lægri en nafnvextir húsbréfanna. Þannig urðu meðaltalsaffóll í þeim mánuði ekki nema 1,13%. Þessi lækkun kom til af aðgerðum ríkissjóðs, sem þá beitti sér fyrir verulegum vaxta- lækkunum á innlendum markaði. Þeim húsum og íbúðum fer nú stöðugt fjölgandi, sem búið er að taka húsbréfalán út og nýir kaup- endur yfirtaka. Þá þarf ekki að gefa út ný húsbréf nema að litlu leyti. í lok síðasta árs var talið, að umsókn- ir um slíkar yfirtökur væru þriðj- ungur allra húsbréfaumsókna, sem berast vegna notaðra íbúða. Þessum yfirtökum á enn eftir að fjölga, en á endanum verður hús- bréfakerfið komið í jafnvægi, sem felst í því, að ný húsbréfaútgáfa tengist einungis fólksfjölgun í land- inu og viðhaldi á þegar áhvílandi lánum. Enn er þó nokkur tími þang- að til þessu mettunarstigi er náð. Húsbréf og afföll 1990-1996 17,42 milljarðar kr. Afgreidd húsbréf 12,73 14,31 Innleysan- leg bréf 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 TRYGGÐU ÞER BETRA VER0 Seldu Húsbréfin hjá Fjáruangi! Það borgar sig að gera verðsamanburð! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist viö aö bjóöa besta kaupgengió og staðgreióir Húsbréfin samdægurs. Ráögjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. [TTn- FJÁRVANGUR lOCCILT VECOBOEIMYRIRIKII Fjárvangur hf„ löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170,105 Reykjavík. slmi 5 40 50 60, símbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.