Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Einfaldar lausnir í
húsnæðismálum ekki til
Markaðurinn
Reynslan af húsbréfakerfinu er án efa mun
betrí en flestir þorðu að vona, segir Grétar
J. Guðmundsson, rekstrarstjórí Húsnæðis-
stofnunar ríkisins. Kerfíð hefur stuðlað að
stöðugleika á markaðnum.
|EÐ TILKOMU húsbréfakerf-
isins á árinu 1989 var stefnt
að því að gera hið almenna húsnæð-
islánakerfi hér á landi meira háð
aðstæðum á húsnæðis- og fjármála-
markaði en áður var. Þetta kemur
þannig út, að þeir sem notfæra sér
húsbréfakerfíð þurfa að taka mið
af aðstæðum áður en þeir taka
ákvörðun um kaup, byggingu, end-
urbætur eða sölu á íbúð. Ef það er
t.d. mikið framboð á húsbréfum á
Ú'ármagnsmarkaði eru allar líkur á
að ávöxtunarkrafa þeirra sé há, en
það ætti að draga úr áhuga íbúðar-
seljenda á að vilja taka við húsbréf-
um.
Lítið framboð hefur hins vegar
alla jafna þveröfug áhrif. Best er
auðvitað þegar þetta fer allt fram
með jöfnum og stöðugum hætti,
þegar framboð á húsbréfum og
framboð á íbúðarhúsnæði er í sem
mestu jafnvægi hvort fyrir sig. Nú
heyrist oft talað um nauðsyn á stöð-
ugleika á ýmsum sviðum. Það á
ekki hvað síst við um húsnæðiskerf-
ið, hvort sem um er að ræða lána-
þátt þess eða íbúðimar. Rúmlega
sjö ára reynsla af húsbréfakerfinu
er án efa mun betri en flestir þorðu
að vona, og ekki fer á milli mála,
að kerfíð hefur átt sinn þátt í að
stuðla að stöðugleika á húsnæðis-
markaði.
Annað kerfi áður
Lánakerfið, sem húsbréfakerfið
leysti af hólmi, var allt öðruvísi.
Þá var um að ræða biðraðakerfi.
Það hvatti fólk ekki til að bíða með
kaup eða byggingu. Annaðhvort
varð að hrökkva eða stökkva, þegar
komið var að lántakendum í röð-
inni, sem strax myndaðist eftir lán-
um. Enda leiddi það lánakerfi til
stórkostlegrar hækkunar á íbúðar-
verði strax, sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu.
Jafngreiðslulán eða ekki
Öðru hveiju koma fram fullyrð-
ingar um eitt eða annað er tengist
húsbréfakerfinu, sem ætlað er að
sýna fram á galla þess. Meðal þess
sem nefnt hefur verið er sú stað-
reynd, að húsbréfalán eru svokölluð
jafngreiðslulán. Þau eru þess eðlis,
að greiðslur af þeim eiga að hald-
ast fastar út lánstímann, að sjálf-
sögðu þá að teknu tilliti til vísitölu.
Ef breytingar á launum halda í við
breytingar á lánum, ætti greiðslu-
byrði jafngreiðslulána að vera svip-
að hlutfall af launum út lánstím-
ann. Því miður hefur svo hins vegar
ekki alltaf verið, sem hefur skapað
vanda hjá fjölmörgum íbúðareig-
endum, eins og þekkt er.
Sumir hafa nefnt, að heppilegra
geti verið að vextir af húsnæðislán-
um safnist ekki upp eins og er með
jafngreiðslulánin, heldur að þeir
greiðist hraðar niður, þannig að
greiðslubyrði lánanna lækki með
lánstímanum í stað þess að haldast
föst. Þegar menn tala um þetta
fyrirkomulag á húsnæðislánum
nefna þeir yfírleitt ekki ókostina
sem væru við það. Helsti ókosturinn
yrði að greiðslubyrði lánanna yrði
töluvert meiri í upphafi lánstimans
en nú er.
Hætt er við að þá myndi heyrast
hljóð úr horni. Möguleikar fólks til
íbúðarkaupa myndu að sjálfsögðu
minnka. Ætli menn séu tilbúnir til
að samþykkja það? Varla. Mörgum
gengur ekki of vel að fjármagna
fyrstu ár íbúðarkaupa í dag, hvað
þá ef greiðslubyrði húsnæðislána á
fyrstu árum yrði aukin. Og harla
ólíklegt er að áhugi yrði á því að
bæta fyrir slíkt t.d. með hækkun
vaxtabóta.
Það er eins með þá spurningu
hvort húsnæðislán eiga að vera
jafngreiðslulán eða ekki, eins og
með mörg önnur mál, að það er
auðvelt að benda á hvað megi fara
betur. En menn verða að vera sann-
gjamir og taka mál fyrir í heild
sinni. Það er heppilegra að hugsa
breytingar til enda og skoða kosti
og galla hvers fyrirkomulags, þó
nýleg dæmi sýni, að menn leggi
slíkt ekki alltaf á sig, ef þeir vilja
breytingar, kannski breytinganna
vegna.
Húsbréfakerfið og
greiðsluerfiðleikar
Fullyrðingar þess efnis að hús-
bréfakerfið sé meginorsök skulda-
söfnunar heimilanna, sem heyrist
öðru hveiju, eru ekki á nokkmm
rökum reistar. Það er engu líkara
en þeir sem halda slíku fram trúi
því, að ef húsbréfakerfið hefði ekki
komið til, hefðu skuldir heimilanna
einfaldlega ekki myndast. Auðvitað
væm þær til staðar en þá í öðm
formi.
Hvort húsbréfalán em jafn-
greiðslulán eða ekki, eða hvort mið-
að er við að greiðslubyrði í greiðslu-
mati fari ekki yfír 18% af heildar-
launum umsækjenda eða eitthvert
annað hlutfall, hefur þar sáralítið
að segja í raun. Meginskýringin á
greiðsluvanda fólks er sú, að að-
stæður margra hafa breyst eftir að
kaup eða bygging vom ákveðin.
Að gefa annað í skyn er svipað og
þegar maðurinn sagði að fólk, sem
væri í greiðsluerfiðleikum þyrfti
ekkert að vera í erfíðleikum ef það
borgaði á gjalddaga. Svo einfalt var
það nú í hans augum.
Það er ekki hægt að afgreiða
húsnæðismál í einföldum frösum,
hvorki þegar um er að ræða fyrir-
komulag hins opinbera húsnæðis-
lánakerfis eða greiðsluerfiðleika
íbúðareigenda. Það verður að gera
þá kröfu að hlutimir séu skoðaðir
ofan í kjölinn en sú einfalda aðferð
ekki notuð, að vaða áfram, af því
bara.
Morgunblaðið/Þorkell
UNNIÐ að endurnýjun hússins að Skipholti 7. í þvi eru fjórar
2ja og tvær 4ra herb. íbúðir, sem eru til sölu þjá Hugin og
Fasteignasölu Reykjavíkur.
Atvinnuhúsnæði
breytt í íbúðir
TALSVERÐ eftirspurn er ávallt
eftir góðu íbúðarhúsnæði í grennd
við miðbæinn í Reykjavík og alltaf
til viss hópur fólks, sem vill búa
þar. Það hefur líka ýmsa kosti að
búa nærri miðbænum, þar sem öll
þjónusta er við hendina og allt í
göngufæri.
Að Skipholti 7 er Steinn Þór
Jónsson trésmiður að láta end-
umýja 3ja hæða steinhús, sem
byggt var 1954. í húsinu var áður
skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, en
það hefur nú verið samþykkt sem
íbúðarhúsnæði. í því em fjórar 2ja
og tvær 4ra herb. íbúðir, sem em
til sölu hjá Hugin og Fasteignasölu
Reykjavíkur.
Tveggja herb. íbúðirnar em
ýmist 59 eða 61 ferm. að stærð og
kosta 6,3 millj. kr. þær minni en
6,9 millj. kr. þær stærri. Fjögurra
herb. íbúðimar em 123 ferm. og
kosta 10,9 millj. kr.
íbúðirnar seljast fullbúnar að öllu
leyti með eikarinnréttingum. Suður-
svalir em á íbúðunum og sér bíla-
stæði á lokaðri baklóð. íbúðimar
era tilbúnar að innan nú þegar, en
húsið verður klætt að utan með
varanlegri klæðningu með vorinu
og er afhending þess vegna miðuð
við maímánuð næstkomandi.
— Við endumýjun hússins var
allt hreinsað út á annarri og þriðju
hæð og húsnæðið hannað upp á
nýtt sem íbúðir, sagði Steinn Þór
Einstakt hús á
Álftanesi
HÚSIÐ Miðskógar 7 á Álftanesi er 375 ferm. með innbyggðum
bílskúr. Ásett verð er 26 miHj. kr., en húsið er til sölu hjá Fold.
LJTIÐ er um, að stór einbýlishús á
Álftanesi komi í sölu. Hjá fasteigna-
sölunni Fold er til sölu einbýlishúsið
Miðskógar 7. Húsið er 375 ferm.
að stærð með innbyggðum bílskúr.
Það er hannað af Vífli Magnússyni
arkitekt og reist 1984. Ásett verð
er 26 millj. kr.
„Hús þetta er hið glæsilegasta
Fasteijynalán Landsbréfa
til allt að 25 ára
Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%.
Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum,
kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda.
10
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allarfrekari upplýsingar . LANDSBREF HF.
SUÐURLANDSBRAUT 24, 1 0 8 REYKJAVIK, S I M I 53S 2 0 00, BREFASIMI 53 5 200 1
Jónsson. — Nýtt gler, nýjar hurðir
og nýjar innréttingar vom settar í
húsið og allar lagnir eru nýjar,
bæði vatns- og hitalagnir sem og
raflagnir.
Húsið verður allt klætt að utan
og einangrað og ný þakklæðning
úr innbrenndu stáli er þegar komin
á það. Segja má, að ekkert standi
eftir af gamla húsinu nema stein-
veggimir og milligólf.
að allri gerð og samræmis er vel
gætt í allri hönnun," sagði Viðar
Böðvarsson hjá Fold. „Margt nýstár-
legt er við þetta hús. í því em m.
a. þrír amar, einn í borðstofu, annar
í stofu og sá þriðji í garðskála, en
þar vex vínviður og eplatré.
Á gólfi í holi er kínversk skífa
sem hefur skemmtilega áferð. í inn-
réttingum er sér innfluttur viður frá
Brasilíu. Yfirleitt hefur ekkert verið
til sparað í hönnun og allri gerð
hússins.
Á aðalhæð eru hol, eldhús, stórar
stofur og þijú svefnherbergi. Gengt
er af hæðinni í garðskála. I kjallara
er sér tveggja herbergja íbúð og
möguleiki á að tengja hana við aðal-
hæð hússins, þannig að úr verði
fullkomið einbýli. Bflskúrinn er tvö-
faldur, innbyggður og mjög rúm-
góður og í kringum húsið er afar
fallegur ræktaður garður.
„Þetta er án vafa ein fegursta
og vandaðasta húseignin sem er
til sölu á fasteignamarkaðnum hér
á landi nú,“ sagði Viðar Böðvars-
Fasteigna-
sölur í
blabinu
í dag
Agnar Gústafsson ws. 5
Almenna Fasteignasalan bis. 20
ÁS bls. 10
Ásbyrgi ws. 15
Berg bis. 32
Bifröst bis. 26
Borgareign ws. 10
Borgir bis. 12
Eignamiðlun ws. 10-11
Eignasalan ws. 31
Fasteignamarkaður ws. 23
Fasteignamiðlun ws. 22
Fasts. Ftvíkur og Huginn ws. 25
Fjárfesting bis. 5
Fold ws. 9
Framtíðin ws. 13
Frón ws. 17
Garður ws. 17
Gimli ws. 28
H-Gæði ws. 30
Hátún bis. 32
Hóll bis. 14-15
Hóll Hafnarfirði ws. 3
Hraunhamar ws. 6-7
Húsakaup ws. 21
Húsvangur ws. 29
Kjöreign ws. 24
Laufás ws. 16
Miðborg ws. 4
Óðal ws. 8
Skeifan ws. 7
Valhús bis. 8
Valhöll bis.' 27
Þingholt ws. 20