Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR Konráð til Sviss KONRÁÐ Olavson, hornamað- ur úr Stjörnunni, fer á næstu dögum tíl Sviss, til að ræða við forráðamenn 1. deildariiðs þar í landi. Umboðsmaður Konráðs vill ekki gefa upp nafn liðsins, þar sem úrslita- keppnin stendur yfir f Sviss. Þess má geta að þýska liðið Niederwörzbach hafði hug á að fá Konráð til liðs við sig, en hætti við. Sigur á Fær- eyingum ÍSLENSKA landsliðið í borð- tennis vann Færeyinga í lands- leik ytra um helgina. Karlalið- ið sem var skipað Guðmundi Stephensen, Adam Harðarsyni og Markúsi Árnasyni vann all- ar viðureignir og leikinn 7:0. Sömu úrsUt urðu hjá stúlkun- um, þær fslensku sigruðu 7:0. í kvennaliðinu voru þær Eva Jósteinsdóttir, Lilja Rós Jó- hannsdóttir og Líney Árna- dóttir. Þá var líka keppt í opn- um flokki karla og kvenna og þar fóru nýkrýndir íslands- meistarar i karla- og kvenna- flokki, þau Guðmundur og Eva með öruggan sigur. Loks ber þess að geta að unglingalandslið þjóðanna átt- ust einnig við. Færeyingar höfðu betur í flokki 12 tíl 13 ára, en íslendingar í flokkum 14 til 15 ára og 16 til 17 ára. HANDKNATTLEIKUR Vömin er besta sóknin FRABÆR vörn Aftureldingar réð úrslitum ífyrsta eða fyrri leiknum við Fram í undanúrslit- unum um íslandsmeistaratitil- inn að Varmá í gærkvöld. Deild- armeistararnir úr Mosfells- bænum unnu með sex marka mun 23:17 og var sigurinn mjög sannfærandi. „Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt i vetur. Það var gríðarleg samstaða í liðinu og það skipti sköpum. Við erum komnir með góða stöðu en það má ekki vanmeta Framara. Þeir hafa ekki tapað nema einum leik í Framhúsinu í vetur og því verð- ur erfitt að spila þar. En við ætlum að klára Fram ítveimur ieikjum,1' sagði Bjarki Sigurðs- son sem átti stórleik - gerði níu mörk úr tíu skottilraunum. Þannig vörðu þeir Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA 13(4): 6(2) langskot, 4(1) úr horni, 1(1) eftir hraða- upphlaup og 2 eftir gegnum- brot. Reynir Þór Reynisson, Fram 11(4): 7(3) langskot, 3(1) úr horni og eitt hraðaupphlaup. KORFUKNATTLEIKUR Grindavík þokast nær titli Gindavíkurstúlkur unnu KR öðru sinni í gærkvöldi, vel studdar af fjölmörgum áhorfendum, og þurfa nú aðeins að Frímann vinna einn leik til Ólafsson viðbótar til að skrífar frá hampa íslands- Gnndavik meistaratitli í fyrsta sinn. Lokatölur 59:47. Leikurinn fór ótrúlega af stað. Það tók KR nærri 5 mínútur til að skora sín fyrstu stig og eftir 24 mínútur hafði Grindavík gert 6 þriggja stiga körf- ur, 18 stig af 24, og það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist í kvennakörfuknattleik. Þetta ásamt frábærri vörn í fyrri hálfleik kom þeim í þægilega forystu í hálfleik. Það var mál manna í hálfleik að síðari hálfleikur yrði nánast forms- atriði því slíkur væri munurinn á liðunum. Hafi fyrri hálfleikur verið ótrú- legur þá var upphaf þess seinni lygilegt því það tók Grindavíkur- stúlkur tæpar 10 mínútur að skora körfu á meðan KR gerði 11 stig og munurinn orðinn 4 stig, 32:28. Penny Peppas skoraði þá körfu, Stefanía Ásmundsdóttir fylgdi á eftir með 6 stig og Anna Dís með 2 og breyttu stöðunni í 42:28 og stutt til leiksloka. Þetta var of stór biti fyrir KR og 7 stig í röð frá Penny Peppas gerðu útslagið í leiknum fyrir heimastúlkur sem fögnuðu sigri og eygja sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. Penny Peppas spilaði mjög vel fyrir Grindavík en það er virkilega gaman að fylgjast með ungu stúlk- unum leika. Rósa Ragnarsdóttir skoraði þijár þriggja stiga körfur og Sandra Guðlaugsdóttir gerði tvær, Stefanía og Anna Dís voru dijúgar og María Jóhannesdóttir smitar baráttunni frá sér. „Þetta hefur rúllað vel hjá okkur í síðustu fjórum leikjum. Andlega hliðin er í lagi og við erum að leika núna eins og við eigum að gera. Stelpurnar eru að spila með hjartanu og þá er auðvelt að spila vel. Við stefnum að því að innsigla titilinn í næsta leik en það er aldrei hægt að bóka neitt,“ sagði Ellert Sigurður Magn- ússon, þjálfari Grindvíkinga. Lið KR olli vonbrigðum, leikur þess var ráðleysislegur gegn vörn Grindvíkinga og hittnin slök. Góður kafli var hjá þeim í seinni hálfleik en um leið og Grindvíkingar fóru að bíta frá sér brotnaði liðið sam- an. „Ég hef í raun enga skýringu á þessu. Það var eins og þær gætu ekki skorað. Það gekk erfiðlega í síðasta leik og þessi „rígfullorðna" kona, Penny Peppas, sem kallar sjálfa sig ömmu, hún var okkur erfið. Hún skoraði ekki mikið en stjórnar leiknum vel. Hittnin var léleg hjá okkur en þetta er ekki búið og við ætlum að reyna okkar besta í næsta leik,“ sagði Svali Björgvinsson, þjálfari KR. Hann bætti við að það væri nýtt fyrir stelpurnar að leika fyrir framan þennan áhorfendafjölda sem var í Grindavík og það hefði haft sitt að segja. Peppas var allt í öllu Penni Peppas var allt í öllu hjá Grindavíkingum í fyrri leiknum, sem UMFG vann 50:47. Hún gerði 31 stig, hitti úr 11 af 12 vítaskot- um, tók 7 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Leikurinn var jafn allan tímann en Grindvíkingar gerðu þijú síðustu stigin. Hjá KR var Guðbjörg Norðfjörð stigahæst með 20 stig. Sóley Sig- þórsdóttir var grimm í fráköstunum og tók 11 slík. Það er langt síðan undirritaður hefur séð lið spila eins góða vörn og Afturelding sýndi í gær. Samvinnan var til ValurB. fyrirmyndar og upp- Jónatansson skeran var eftir því. skrifar Alexei Trúfan var prímusmótorinn í varnarleiknum, vann vel og smitaði þannig út frá sér. Hann hélt landa sínum, Oleg Titov, í strangri gæslu. Framarar áttu í hinu mesta basli með að koma sér í skotfæri enda létu Mosfellingar þá aldrei í friði án þess þó að vera grófir. Bjarki gaf sínum mönnum tóninn í sókninni er hann gerði þijú af fyrstu fjórum mörkum heimamanna, sem höfðu yfirhöndina allan leikinn. Framarar voru í rauninni ekki að spila slaka vöm, en sóknaraðgerðir þeirra gengu engan veginn upp. Þeir misstu boltann fimm sinnum í hendur Aftureldingar í fyrri hálfleik og var þá refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan í hálfleik var 11:7 fyrir Aftureldingu. Heimamenn héldu uppteknum hætti í vörninni í síðari hálfleik án þess að Framarar næðu að koma með mótleik. Munurinn á liðunum var orðinn níu mörk, 19:10, þegar tíu mínútur voru eftir og aðeins formsatriði fyrir Mosfellinga að klára leikinn því sigurinn var örugg- ur og sannfærandi. Eins og áður segir var Bjarki frá- bær og má liðið illa við því að missa hann úr sókninni og kom það ber- lega í ljós er hann hvíldi nokkrar sóknir í síðari hálfleik. Trúfan, Páll, Gunnar Andrésson og Ingimundur ásamt Siguijóni og Sigurði Sveins- syni eiga hrós skilið fyrir varnarleik- inn og Bergsveinn varði þokkalega. Ef vörnin virkar eins vel í Framheim- ilinu og hún gerði í þessum leik þarf ekki að spytja að leikslokum. Framarar voru hreinlega ofurliði bornir og náðu aldrei að ógna sigri Aftureldingar. Ef þeir ætla sér að komast lengra í keppninni verða þeir að endurskoða sóknarleik sinn verulega. Allir leikmenn liðsins geta gert betur en þeir sýndu í þessum leik. Erfiður leikur á móti ÍBV 5 Eyjum á föstudagskvöld hefur lík- lega setið í þeim. „Ég hef enga skýringu á því hvers vegna við gerðum ekki betur,“ sagði KNATTSPYRNA Liverpool fýlgir United Liverpool gefur hvergi eftir í baráttunni við Manchester United um enska meistaratitilinn. í gærkvöldi lagði liðið Arsenal á Higbury, 2:1. Fyrrí hálfleikur var hraður og bráðskemmtilegur þó ekki hafi verið gerð nein mörk. Bæði lið voru greinilega staðráðin í að sigra og drógu hvergi af sér. Það var síðan á sjöttu mínútu síð- ari hálfleiks sem Collymore kom Liverpool yfir eftir að hann hirti frákast frá David Seaman, mark- verði Arsenal, sem lék með að nýju eftir nokkurt hlé. Seaman átti einnig þátt í öðru marki gest- anna. Robbie Fowler komst einn inn fyrir vörn Arsenal og Seaman kom út og hugðist ná knettinum af Fowler sem datt um leið og dómarinn dæmdi vafasama víta- spyrnu. Fowler tók spyrnuna, Sea- man varði en hélt ekki boltanum og Jason McAteer fylgdi vel á eft- ir og skoraði, 2:0. Ellefu mínútum fyrir leikslok minnkaði Ian Wright muninn með sérlega laglegu marki. Reuter IIMGIMUNDUR Helgason og félagar hans I Aftureldingu léku frábæra vörn og lögðu þannig grunnlnn að sigri sínum á Frömurum. Hér kemst Ingimundur framhjá Gylfa Blrglssynl, varnar* mannl Fram, og skorar eltt af fjórum mörkum sínum. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram. „Við vorum ekki tilbúnir og líklega hefur orðið spennufall hjá okkur eftir sigurinn í Vestmannaeyj- um á föstudag. Nú þurfum við að fara vel yfir þennan leik og læra af honum. Eg held að hann verði okkur góð lexía. Við eigum eftir að svara fyrir þetta tap. Við erum ekki tilbún- ir að fara í frí strax." S0KNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í undanúrslita- keppni karla, leikinn í Wlosfellsbæ mánudaginn 24. mars 1997. Afturelding Mðrk Sóknir % Fram Mörk Sóknir % 11 20 55 F.h 7 20 35 12 22 54 S.h 10 22 45 23 42 55 Alls 17 42 40 9 Langskot 6 4 Gegnumbrot 2 5 Hraðaupphlaup 1 1 Hom 4 2 Lína 3 2 Viti 1 Geir skrifaði undir samning við Wuppertal „ÞAÐ er ánægjulegt að málið er komið í örugga höfn. Geir Sveinsson hefur skrifað undir eins árs samning við Wupper- tal,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, sem hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina, vann SV Post Schwer- in, 25:21. Geir skrifaði undir samninginn fyrir helgi. „Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um það að Geir mun styrkja lið okkar mikið,“ sagði Viggó. Ólafur Stefánsson meiddist { byrjun seinni hálfleiks i leikn- um gegn Schwering, tognaði á ökkla vinstri fótar. „Ég næ mér ftjótt, þetta er lftilræði," sagði Ólafur sem skoraði tvö mörk i leiknum. Dagur Sigurðsson skoraði einnig tvö mörk, Dim- itri Filippow skoraði mest, sex mörk. Wuppertal hefur eins stigs forskot á Bad Schwartau í norðurriðli 2. deildarinnar í Þýskalandi, þegar fimm um- ferðir eru eftir - er með 51 stig. Bad Schwartau, sem skor- aði þrjú síðustu mörk leiksins gegn Herdecke, á eftir að leika gegn Rostock, sem er í þriðja sæti með 47 stig. Jason Ólafsson og samherjar hjá Lautershausen máttu sætta sig við jafntefli, 22:22, við Pfullingen f suðurriðii 2. deild- ar og misstu fyrsta sætið tíl Eisenach, sem er með eins stigs forskot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.