Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR25.MARZ 1997 B 5 Olafur áfram hjá Stoke „FORRÁÐAMENN Stoke vildu framlengja dvöl mína hjá félaginu fram á fimmtu- dag, en upphaflega stóð til að ég færi heim síðasta laug- ardag. Það er góðs viti og nú er bara standa sig í varaliðs- leiknum við Grimsby á mið- vikudagskvöldið. Ég væri al- veg tilbúinn að vera hjá Stoke fram á vor,“ sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður úr Keflavik, í samtali í gær. Sem kunnugt er stóð Ólafi til boða að fara til Skotlands og leika með Raith Rovers í úrvalsdeildinni þar í landi, en hann sagði þann kost ekki hafa verið vænlegan og því hefði hann horfið frá honum en boð Skotanna stendur enn. „ Annaðhvort verð ég hjá Stoke fram á vor eða kem heim og æfi með Keflavík eins og ekkert hafi í skorist.“ Ólaf- ur sagði mikið velta á æfinga- leiknum á miðvikudaginn, að honum loknum yrði tekin ákvörðun um framhaldið en á fimmt udaginn lokar enski knattspyrnumarkaðurinn. Eftir það verður ekki hægt að kaupa leikmenn til félaga fyrr en að leiktíðinni lokinni í maí. Gunnar Már hjá Malmö GUNNAR Már Másson, knatt- sjpyrnumaður með Leiftri i Ólafsfirði, fór til Malmö FF í síðustu viku og dvelur þar til reynslu við æfingar og keppni. Um helgina lék Gunn- ar æfingaleik með Malmö gegn 1. deildarliði Olympic og gerði hann tvö mörk i 5:0 sigri. Mörk Gunnars voru ann- að og fimmta mark leiksins. Gunnar reiknar með að vera um nokkurn tíma í herbúðum Malmö FF við æfingar. Eyjólfur kom Hert- hu á sporið EYJÓLFUR Sverrisson skor- aði fyrsta mark Herthu Berlín í 5:2 sigurleik liðsins á GUtersloh á laugardaginn. _■■■■ Markið var sér- Jón Halldór lega glæsilegt, Garðarsson gert með hjól- skrífar fré hestaspyrnu úr Þýskalandi miðjUm vita- teig eftir fyrirgjöf. Hafnaði hnötturinn í bláhorninu hægra megin án þess að markvörður andstæðinganna kæmi nokkrum vörnum við. Mark Eyjólfs kom á 52. mín- útu en þá höfðu leikmenn Gfersloh gert bæði mörk sín. Markið, sem þykir eitt það fallegasta sem gert hefur ver- ið í þýsku knattspyrnunni í mánuðmum, hleypti miklum krafti í félaga Eyjólfs og fór svo að þeir bættu við fjórum mörkum áður en yfír lauk án þess að andstæðingarnir gætu klórað i bakkann. ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR Rólegheit á Nesinu ÞAÐ verða Keflvíkingar og Grindvíkingar sem mætast í úrsiitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í ár, eins og ífyrra. Keflavík vann KR, 100:95, á sunnudaginn ífjórða leik liðanna og sigraði því 3-1. Úrslitarimman hefst miðvikudaginn 2. aprfl í Keflavík. FH-ingar úr leik með sæmd Meistaralið Hauka heldur sínu striki Leikurinn á sunnudaginn varð aldrei verulega spennandi þó svo að munurinn væri aldrei mik- ill. Maður hafði einhvern veginn á Itilfinningunni að Skúli Unnar Keflvíkingar væru Sveinsson öruggir um sigur. skrifar Bæði lið byijuðu rólega, gerðu mikið af mistökum og hittu illa. Allt var samt í járnum, liðin skiptust á um BCJ Ham- borg úr leik GUÐMUNDUR Bragason og félagar lyá BCJ Hamborg töpuðu tvívegis um helgina i úrslitakeppninni um laus sæti i þýsku 1. deildinni í körfuknattleik. Þar með eru vonir BCJ um sæti í efstu deild orðnar ansi litlar. „Þetta var hálfgert klúður. Við komumst yfir í siðari hálfleik í báðum leikjunum en það var eins og okkur skorti trú á að við gætum þetta,“ sagði Guðmundur, sem gerði 8 stig í fyrri leikn- um en 17 í þeim síðari. Bandaríski leikmaður liðsins lék ekki með og að sögn Guðmundar gerði það gæfu- muninn. „Vonir okkar eru ekki miklar, en það eru sex leikir eftir og tölfræðilega eigum við enn von,“ sagði Guðmundur. Sigur í SÍð- asta leik LARISSA, lið Teits Örlygs- sonar í grisku 1. deildinni, sigraði Byzantinos AO með 20 stiga mun i siðasta leikn- um í deildinni um helgina og tryggði sér þar með 12. sæt- ið. Teitur lék með í stundar- fjórðung og gerði átta stig, hitti í þremur af fjórum til- raunum sinum. Larissa mæt- ir Aris í úrslitakeppninni og það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst áfram. Herbert meiddur „ÞAÐ má segja að ég hafi verið fjarri góðu gamni,“ sagði Herbert Arnarson, leikmaður hjá Donar í hol- lensku 1. deildinni í körfu- knattleik, I gær. Donar tap- aði fyrir Den Bosch í síðasta leiknum, sem skipti engu máli því Donar varð í öðru sæti og Den Bosch í því fyrsta. Herbert lék ekki með, meiddist lítillega á öxl í síð- ustu viku og var því látinn hvíla. MikiII hiti var í áhorf- endum og varð að gera hlé á leiknum og leikmenn fóru til búningsherbergja eftir að hollenskum leikmanni Donar hafði lent saman við banda- rískan leikmann Den Bosch með þeim afleiðingum að sauma þurfti sex spor í höfuð þess hollenska en þijú í höku hins. að hafa nokkurra stiga forystu en þegar staðan var 34:32 fyrir KR og sex mínútur til leikhlés kom kafli þar sem gestirnir gerðu 18 stig gegn tveimur stigum KR, 46:50, en heimamenn löguðu stöð- una örlítið fyrir hlé. Keflvíkingar komu værukærir til síðari hálfleiks og það nýttu KR-ingar sér, komust einu stigi yfir en gerðu síðan ekki stig í fjór- ar mínútur. Á meðan gerðu Kefl- víkingar hins vegar 17 stig og náðu góðri forystu á ný, 57:71. Þegar 4,32 mín. voru eftir jafnði KR, 84:84, en Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, greiddi vest- urbæingum náðarhöggið með þriggja stiga körfu þegar 2,45 mín. voru eftir, og náðu tíu stiga forystu nokkrum sekúndum síðar, 85:95. Það var samt óþarfi hjá KR að gefast upp svo snemma. Skömmu síðar gafst tækifæri á að jafna með því að nýta tvö víta- skot og gera síðan þriggja stiga körfu, en vítaskotin misfórust og sigur Keflvíkinga var í höfn. Hermann Hauksson átti stórleik fýrir KR og hefði að ósekju mátt fá boltann oftar frá félögum sínum. Bow og Eford áttu báðir ágætis- leik en aðrir náðu ekki að sýna sitt besta. Hjá Keflvíkingum var Johnson góður og Kristinn Frið- riksson var í miklum ham; gjör- samlega vonlaust er að stöðva Kristin þegar hann leikur eins og á sunnudaginn. Hann gerði sex þriggja stiga körfur og skoraði að auki úr sex vítaskotum. Falur var góður í fyrri hálfleik og Guðjón í þeim síðari. Ótrúlega létt hjá Völsurum Valsmenn unnu Snæfell næsta auðveldlega í öðrum leik lið- anna um laust sæti í úrvalsdeild að ■HHH ári. Liðin mættust á SkúliUnnar föstudaginn og þá Sveinsson sigraði Snæfell skrifar 78:72 en á sunnu- daginn sigraði Valur 94:73 og liðin þurfa því að mætast þriðja sinni í kvöld og verður þá leik- ið í Stykkishólmi. Valur var með forystu nær allan leikinn á sunnudaginn ef undan eru skildar nokkrar mínútur snemma í fyrri hálfleik. Það skemmdi mikið fyrir Snæfelli hversu uppteknir sum- ir leikmenn liðsins voru við að röfla í dómurunum, sérstaklega þeir leik- reyndu. Sjálfsagt getur liðið leikið vel, en þá verða lykilmenn að hugsa um það sem þeir eru að gera, ekki eyða bæði tíma og kröftum í stöðugt röfl. Valsmenn léku vel og enginn bet- ur en Bergur Emilsson sem gerði 27 stig. Bjarki Gústafsson átti ágæt- an leik, en meiddist snemma í síðari hálfleik og kom ekki meira við sögu eftir það. Gunnar Zoéga var einnig sterkur og Ólafur Jóhannson er dug- legur strákur sem gefst aldrei upp. Ragnar Þór Jónsson lék einnig ágæt- lega en hefur oft leikið betur. Tómas Hermannsson átti góðan leik fyrir Snæfell og var sá eini sem lék vel. Terrence Harris er alls ekki nægilega góður leikmaður til að leika í 1. deildinni hér á landi ef marka má þennan leik. Bárður Ey- þórsson var slakur og munar það miklu fyrir liðið. TÍMABILI FH-stúlkna M.deild kvenna lauk með sprennuþrungn- um hætti í framlengingu í Kapla- krika þegar þær mættu Hauka- stúlkum öðru sinni í undanúrslit- um á sunnudaginn. Eftir jafnan og stórskemmtilegan leik fengu Haukastúlkur aukakast þegar tvær sekúndur voru eftir af fram- lengingunni og að mati dómara leiksins dugðu þær til að taka aukakastið; gefa á útileikmann sem stökk upp og skaut í stöng og inn því markið var dæmt gilt og 20:19 sigur Hauka varð stað- reynd. Vörn FH var mjög sterk frá upphafi og Haukar áttu í basli með að finna leiðina að markinu, tókst meðal gggggggm annars ekki að skora Stefán mark á tíu mínútna Stefánsson kafla um miðjan hálfleik skrífar á meðan FH náði 7:4 forystu. En bikarmeist- arar Hauka stilltu saman strengi sína í leikhléi því þeir jöfnuðu strax eftir hlé og náðu síðan 15:12 forystu. Það dugði ekki til slá FH út af iaginu því aftur liðu rúmar tíu mínútur án marks hjá Haukum, sem misstu forskotið til FH, en náðu að jafna fyrir leikslok. FH-stúlkur fengu reyndar tvívegis færi á að gera út um leikinn þegar ein og hálf mínúta var eftir en vítaskot þeirra fór í slá, boltinn hrökk í hendur þeirra á ný en skot af línu fór einnig í þversl- ána. Framlengja þurfti því leikinn. Þar náðu Haukar tveggja marka forskoti, sem FH tókst að vinna upp en Andrea skoraði sigurmarkið. FH-liðið sló hvergi af í leiknum og var nærri að ná oddaleik gegn Hauk- um. Vörnin gaf hvergi eftir en sem fyrr vantaði meiri brodd í sóknarleik- inn. Þórdís Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Dagný Skúladóttir og Alda Jóhannesdóttir markvörður voru best- ar. Haukastúlkur voru lengi í gang en tókst engu að síður að bjarga sér fyrir horn. Vörnin var góð og þær reyndu í sókninni en komust lítt áleiðis. Judit Esztergal var að venju allt í öllu en Harpa Melsteð og Vigdís Sigurðardótt- ir markvörður voru góðar. „Hræddur umað EDDA Lúvfsa Blöndal frá Þórshamri er hér hlaðln verðlaunum, en hún sigraðl f kvennaflokkl og var í sígursveít Þórshamars í hópkata. „ÉG er mjög ánægður með báða leikina gegn Haukum hjá mínum stelpum því þær léku mjög vel, gáfust aldrei upp og sýndu Haukum að það er ekki hægt að ganga að sigrinum vísum hjá þeim,“ sagði Viðar Símonarson þjálfari FH- stúlkna eftir leikinn. „Það hefur verið mikið álag á stúlkunum því flestar eru einnig að leika í öðrum og þriðja flokki og ég var hreinlega hræddur um að sprengja þær en það gerðist ekki. Þær hafa aldrei náð svona langt og ég vona að þær haldi allar áfram enda komnar með smjörþefinn af sigri,“ bætti Viðar við en flestir leikmenn meistarafiokks spila einnig með 2. og 3. flokki þar sem þeir eru meðal annars bikarmeistarar og enn í úrslitakeppninni. Stjaman skein of skært fyrir Framstúlkur sprengja stelpumar“ Morgunblaðið/Kristinn STJÖRIMUSTÚLKUR áttu ekki í neinum erflðlelkum með Framara í Safamýrl á laugardag. Hér sæklr IMína K. Björnsdóttir að Svanhildi Þengilsdóttur, iínumannl Fram. Morgunblaðið/Halldór ÁSMUNDUR ísak Jónsson, Þórshamri, bar sigur úr býtum í karlaflokkl. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðiö/ Knstinn KRAFTURINN leynlr sér ekki í andllti Damons Johnsons leik- manns Keflvíkinga þar sem hann nær frákasti áður en KR- ingurinn Hermann Hauksson nær knettinum. KARATE Þórshamar réð ferðinni Edwin Rögnvaldsson skrífar framkvæmir Islandsmótið í kata fór fram í Smáranum í Kópavogi á laugar- dag. Aðstandendum mótsins tókst vel upp við fram- kvæmd þess og var boðið upp á sýning- aratriði þegar hlé varð á keppni. í kata keppandi ákveðnar æfingar á gólfínu einn síns liðs og miðast þær við það að hann beijist við ímyndaðan andstæðing. Fimm dómarar gefa keppandanum ein- kunn á bilinu 6 til 8 að æfingunum loknum, en hæsta og lægsta ein- kunnin er felld niður. Þær einkunn- ir sem eftir eru eru þá lagðar sam- an og fást þá heildarstig, sem gilda í keppninni. í einstaklingskeppni karla sigr- aði Ásmundur ísak Jónsson frá Þórshamri. Hann hlaut 23,3 stig, en Grétar Hostert frá KFR fékk 22,9 stig og varð annar. í þriðja sæti hafnaði Vilhjálmur Svan Vi- hjálmsson frá KFR, en hann hlaut 22,8 stig. Ásmundur sagðist ekki hafa litið á sigur sem sjálfsagðan hlut. „Ég bjóst ekkert frekar við því að sigra, en ég hef stefnt að því að undanförnu. Sigur er alls ekki sjálfsagður í þessari íþrótt," sagði Ásmundur Isak, en hann hefur nú sigrað fímm sinnum síð- ustu sjö árin. í kvennaflokki varð Edda Lúvísa Blöndal frá Þórshamri hlutskörp- ust, en hún hlaut alls 22,7 stig fyrir æfingar sínar. í öðru sæti varð Björk Ásmundsdóttir, sem hlaut 22,4 stig, en Sólveig Krista Einarsdóttir varð þriðja, en hún fékk 22 stig. Þær eru allar í Þórs- hamri. Edda Lúvísa var að vonum ánægð með sigurinn, en sagði þó að erfiðara væri að keppa hér á landi en erlendis. „Það er auðveld- ara að keppa erlendis, því þar er maður nær óþekkt nafn og hefur því allt að vinna. Hérna gerir fólk miklar kröfur og hefur jafnvel gert ráð fyrir því að maður sigri,“ sagði Edda. Einnig var keppt í hópkata og A-sveitir Þórshamars sigruðu í flokkum beggja kynja. Kvenna- sveitin hlaut 22,5 stig, en karla- sveitin fékk 22,7 stig fyrir æfingar sínar. Karl Gauti Hjaltason formaður Karatesambandsins var mjög ánægður með framkvæmd mótsins. „Einnig glaður árangur keppenda mig sem sýnir framfarir í íþrótt- inni. Þá vil ég koma á framfæri þakklæti til forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar og eing- inkonu hans fyrir að heiðra mótið með viðveru sinni og eins til Ell- erts B. Schram forseta ÍSÍ.“ KORFUKNATTLEIKUR ■ Stjörnustúlkur lögðu Framara í Safamýri á laugardag og tryggðu sér rétt til að leika til úr- slita um Islands- Edwin meistaratitilinn. Rögnvaldsson Lokatölur urðu skrifar 29:17 og var sigur gestanna aldrei í hættu. Garðbæingar hófu leikinn með miklum látum og litu aldrei um öxl. Framstúlkur misnotuðu fyrstu átta sóknir sínar og skoruðu sitt fyrsta mark þegar tæpar átta mín- útur voru liðnar af leiknum. Þær hresstust þó eftir það og sóknar- nýting þeirra var 50% eftir ófarirn- ar í upphafi. Vörn Garðbæinga neyddi heimamenn til að taka skot í slæmum færum framan af, en auk þess misstu Framarar boltann margsinnis. Guðríður Guðjóns- dóttir skoraði sjö af níu mörkum Fram í fyrri hálfleik og var langb- est heimamanna. Framstúlkur áttu slæman dag, en allt aðra sögu var að segja af gestunum. Þeir skoruðu sex mörk í röð í upphafi og léku við hvern sinn fingur. Ragnheiður Stephen- FIMLEIKAR sen gerði átta mörk í fýrri hálfleik og voru þau í öllum regnbogans litum. Þegar 20 mínútur voru liðn- ar höfðu Stjörnustúlkur níu marka forskot og brugðu heimamenn á það ráð að taka Herdísi Sigur- bergsdóttur úr umferð, en það hafði lítil áhrif á gang leiksins. Staðan í leikhléi var 21:9, gestun- um í hag. Gerist stundum „Stundum gerist það að liðið leikur nákvæmlega eins og þjálfar- inn segir,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Garðbæinga, og átti þá við frammistöðu Stjörnustúlkna í leiknum. Lítið gerðist í síðari hálf- leik og gerðu bæði liðin aðeins átta mörk eftir leikhlé. Sóley Hall- dórsdóttir var í miklu stuði í marki Stjörnunnar og varði 24 skot. Inga Fríða Tryggvadóttir var að vonum ánægð með sigurinn og vonaðist til að úrslitaleikirnir við Hauka yrðu skemmtilegir. „Þær eru meistararnir og við höfum allt að vinna. Ég vona bara að leikirnir verði jafn spennandi og í fyrra.“ Rúnar stóð sig vel í Svíþjóð Rúnar Alexanderson sigraði á fimleikamóti í Svíþjóð um helgina, fékk 49,150 stig. Mótið var úrtökumót fyrir ljögurra landa mót sem fram fer á Spáni, en Rúnar keppti sem gestur. Hann sigraði á svifrá, í hringj- um og á bogahesti þar sem hann fékk 8,300 stig. Á tvíslá varð hann í þriðja sæti, sjöundi í gólfæfingum og áttundi í stökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.