Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 8
Fyrsta tap Dortmund á heimavelli drepast fyrir okkur á næstunni, Int- er í næstu umferðinni í deildinni og Barcelona í Evrópukeppninni. Sigur- inn veitir okkur mikið sjálfstraust," sagði Rui Costa. Ancelotti, þjálfari Parma, hrósaði Ranieri, þjálfara Fi- orentina, mikið eftir leikinn. „Ég tek ofan fyrir Ranieri,“ sagði Ancelotti, „það var ákaflega hugrakkt af hon- um að leika með 4 framheija. Hve mörg lið sjáum við gera það nútil- dags? En þetta gekk upp og einung- is góð markvarsla Buffon forðaði okkur frá stærra tapi.“ Napoli og Juventus gerðu marka- laust jafntefli í suðupottinum San Paolo í Napoli þar sem 75 þúsund blóðheitir áhorfendur hvöttu heima- menn ákaft áfram. Paolo Montero, varnarmanni Juve, var vísað af leik- velli snemma leiks fyrir að bijóta á Caccia sem var kominn inn fyrir vörnina. Dómurinn var strangur og kemur sér illa fyrir Juve því Mont- ero verður í banni í stórleik næstu umferðar gegn Milan ásamt Desc- hamps. „Ég tel það nokkuð gott hjá okkur að ná að halda jafntefli manni færri. Það gera ekki mörg lið rósir hér,“ sagði Zinedine Zidane, leik- maður Juve, eftir leikinn en hann var einn besti maður vallarins og gerði oft usla í vörn Napoli. „Þetta var ekki merkilegur leikur en stigin telja og sigurinn er mikil- vægur fyrir átökin á næstunni," sagði Roy Hodgson, þjálfari Inter, eftir að lið hans hafði sigrað botnlið Verona í grófum leik, 2:1, með fal- legum skallamörkum frá Ganz og Branca. Inter 'færðist þar með stigi Meistarar síðustu tveggja ára í þýsku knattspymunni, Borussia Dortmund, töpuðu á laug- ardaginn fyrsta leik sínum á heima- velli á leiktíðinni er þeir fengu Gladbach í heimsókn. Lokatölurnar, 3:1, voru fyllilega sanngjarnar mið- að við gang leiksins. Liðsmenn Gladbach sem hafa verið í basli í vetur vöktu heima- menn af værum blundi strax eftir 20 sekúndna leik er Svíinn Martin Dahlin skallaði knöttinn upp í þak- netið eftir fyrirgjöf frá nafna sínum Martin Schneider. Talsverð harka var í leiknum og var einn maður rekinn út af í hvoru liði strax í fyrri hálfleik, fyrst Jiirgen Kohler úr liði heimamanna og litlu síðar Hubert Foumier úr sveit gestanna. Þrátt fyrir að heimamenn jöfnuðu í upp- hafi síðari hálfleiks breytti það engu um framgang leiksins. Gestirnir vom staðráðnir í að sigra og gull- tryggðu það með tveimur mörkum er halla tók á síðari síðari hálfleik. Tapið færði meistarana niður í þriðja sæti deildarinnar. Leikmenn Stuttgart héldu áfram sigurgöngu sinni er þeir unnu Diisseldorf á föstudagskvöldið með fjórum mörkum gegn engu. Þá komust þeir í efsta sætið, en héldu því ekki lengi því á sunnudaginn lagði Bayern Miinchen lið Karlsmhe á útivelli, 2:0, og fór í toppsætið. Það var framheijinn Alexander Zickler sem gerði bæði mörk Miinchenarliðsins, hið fyrra á 30. mínútu en það síðara á lokamínútu leiksins. Á ýmsu hefur gengið í herbúðum Bayern upp á síðkastið vegna skrykkjótts gengis og því var sigurinn á sunnudaginn kærkom- inn. „Það þurfa að vera læti í kring- um okkur til þess að við fömm að leika vel,“ sagði markvörðurinn Oliver Kahn sigurreifur í leikslok. upp fyrir Sampdoria sem gerði jafn- tefli gegn Piacenza á útivelli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Drengirnir voru steinsofandi í byijun og vömin gerði taktísk mis- tök án þess að ég skelli skuldinni á einstaka leikmenn,“ sagði Sven Gör- an Eriksson, þjálfari Samp, eftir leikinn en 3 fastamenn vantar í vörn Samp og Christian Karembeu hefur leikið sem aftasti maður í 2 síðustu leikjum og staðið sig frábærlega. Tramezzani og Piovani náðu foryst- unni fyrir Piacenza en Pesaresi og Montella jöfnuðu fyrir Samp. Mark Montella var hans 17. i jafnmörgum leikjum í vetur og nálgast hann óð- fluga met Brasílíumannsins Zico fyr- ir flest mörk skomð á fyrsta tíma- bili í deildinni en Zico gerði 19 mörk fyrir Udinese fyrir rúmum áratug á sínu fyrsta tímabili. Lazio gerði góða för til Vicenza og sigraði heimamenn með mörkum Nedved og Fuser. Leikmenn Vicenza voru úti á þekju í leiknum og var tveimur þeirra vísað útaf, fyrirliðan- um Lopez og Di Carlo sem fékk að íjjúka útaf ásamt Buso leikmanni Lazio. Mikil ólæti brutust út á áhorf- endapöllunum í kjölfar brottvísan- anna og var merkasta framlag leik- manna Vicenza I leiknum að hjálpa lögreglu að stilla til friðar! Hinu Rómarliðinu, AS Roma, gekk ekki eins vel, gerði 1:1 jafntefli gegn Bologna. Fjörugasti leikur dagsins var botnslagur Perugia og Cagliari. Fyrrnefnda liðið sigraði 3:2 og gerði Hollendingurinn Kreek tvö mark- anna. Man. Utd heldur sínu striki vegna slæmra mistaka markvarðar Everton LEIKMENN Manchester Un- ited gefa ekkert eftir í barátt- unni um Englandsmeistara- titiiinn. Þeir sigruðu Everton 2:0 á útivelli á laugardaginn og sigla hraðbyri að fimmta meistaratitlinum á fimm árum. le Gunnar Solskjær og Eric Cantona gerðu mörk meistara United á Goodison Park. Bæði komu eftir slæmt mistök Pauls Gerrard, sem stóð í marki Ever- ton; skot Solskjærs fyrir utan víta- teig á 35. mín. var hnitmiðað, en ekki fast og markvörðurinn átti alla möguleika á að veija. Á 79. mín. gerði Cantona seinna markið; David Beckham átti langa fyrir- gjöf utan af hægri kanti, Gerrard kom langt út í teig en missti af knettinum og Cantona stýrði hon- um auðveldlega í tómt markið. Alex Ferguson, knattspymu- stjóri United, óttaðist heimsóknina á Goodison og ekki að ósekju. Liði hans hafði mistekist að sigra í fyrsta deildarleik eftir síðustu fimm útileiki í Evrópukeppninni. United lék gegn Porto í Portúgal sl. miðvikudag en sá leikur sat ekki í leikmönnum liðsins. Þeir sýndu þó alls ekki bestu hliðar sínar en komust engu að síður næsta auðveldlega frá verkefninu. Heimamenn voru að minnsta kosti heilum gæðaflokki neðar. í botnbaráttunni bar það helst til tíðinda að Middlesbrough fór úr fallsæti í fyrsta sinn síðan 28. desember. Brasilíski snillingurinn Juninho gerði eina markið - með glæsilegum skalla af stuttu færi eftir sendingu Danans Mikkels Becks - er Boro sigraði Chelsea 1:0 á heimavelli. Þetta var fjórði sigur Middlesbrough í röð í deild- inni og fjórða mark Juninhos í fimm leikjum. Mörgum hefur þótt ótrúlegt að lið með jafn góðan mannskap og raun ber vitni skuli vera í fallbar- áttu en ný þykja Middlesbrough menn loks famir að sýna sitt rétta andlit og leika mjög vel. Middlesbrough hefur ekki tapað á heimavelli gegn Chelsea síðan 1931. Liðin mætast hugsanlega í úrslitum bikarkeppninnar í vor og því var leiksins beðið með spenn- ingi. Bæði stóðu sig ágætlega, Reuter ROBERT Lee, framherji Newcastle, er hér (baráttunnl um boltann vlð þrjá lelkmenn Wlmbledon I lelk llðanna á sunnudag sem endaðl með Jafntefll, 1:1. Boro þó sýnu betur og sigurinn var sanngjarn. Coventry hefur aldrei fallið úr efstu deild síðan það komst þang- að 1967, en datt niður í fallsæti eftir 1:3 tap fyrir West Ham, sem einnig rær lífróður þessa dagana. Southampton er í botnsætinu eftir 2:2 jafntefli við Leicester en leik- menn Derby löguðu stöðu sína með 4:2 sigri á Tottenham. Newcastle varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, á útivelli við Wimble- don á sunnudaginn. Möguleikar liðsins á meistaratitli eru þar með nánast að engu orðnir. Liðið er í íjórða sæti, er ellefu stigum á eft- ir meisturum United en hefur leik- ið einum leik færra. Newcastle hefur aldrei sigrað Wimbledon á útivelli og enn eitt tapið virtist ætla að verða að veru- leika, eftir að Norðmaðurinn 0y- vind Leonhardsen skoraði á 28. mín. Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla tryggði gestunum hins vegar stig í seinni hálfleik með glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu rétt utan vítateigs, eftir að brotið hafði verið á Frakkanum David Ginola. Einar Logi Vignisson skrifar frá Ítalíu Meistarar AC Milan unnu góðan sigur á útivelli gegn Atalanta í ítölsku 1. deildinni í knattspymu um helgina og eru komnir í baráttuna um Evrópusæti. Parma mistókst að minnka forskot Ju- ventus, tapaði fyrir Fiorentina á meðan Juve gerði jafntefli gegn Napoli. Inter er komið í þriðja sæti eftir baráttusigur á Verona. „Það er allt annað að sjá til leik- manna Milan nú en fyrr í vetur, þeir eru farnir að spila eins og á árum áður, taugaveiklunin er horfin og önnur lið mega vara sig,“ sagði Mondonico, þjálfari Atalanta, eftir að Milan hafði orðið fyrst liða til að sigra í Bergamo í tæpt ár. George Weah gerði fyrra mark Milan með lunknum skalla og Er- anio hið síðara eftir fallega sendingu Boban en Eranio byijaði á bekknum og var ekki hress með það „Auðvit- að er skrýtið að vera í landsliðinu en byija ekki inná, en ég verð bara að nýta tækifærin sem bjóðast vel,“ sagði Eranio sem átti mjög góða spretti í síðari hálfleik. Marco Simone lék sinn 200. deild- arleik en mistókst að setja mark þrátt fyrir aragrúa færa. Milan er eftir sigurinn komið í 7. sæti og stefnir á annað sætið dýrmæta sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Sigurganga Parma stöðvaðist í Flórens þar sem heimamenn sigruðu með sjálfsmarki Lillians Thuram, boltinn hrökk af honum eftir hörku- skot Rui Costa. „Það er að duga eða PSV tapaði á heimavelli PSV tapaði á laugardaginn í fyrsta sinn á heimavelli á þessari leiktíð hollensku knattspyrnunn- ar. Leikmenn Heerenveen voru í heimsókn og sigruðu 1:0. Wim Jonk mun örugglega ekki leggja þennan leik á minnið. Hann mis- notaði vítaspyrnu á 69. mínútu fyrir PSV og tíu mínútum fyrir leikslok var hann rekinn af velli. Hann ætlaði að „fiska“ víta- spyrnu með því að láta sig detta í vítateig mótheijanna, en fékk gult spjald fyrir vikið - öðru sinni í leiknum. Það var Jon Dahl Tomasson, markahæsti maður deildarinnar, sem gerði eina mark leiksins, hans 17. í vetur. Hann er ofar- lega á innkaupalista Ajax. AC Milan í gang KNATTSPYRNA Gjafmildi á Goodison

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.