Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
JHsrgtraMa&tb
Ástæður
erfiðleika
MEIRI hluti þeirra, sem leita eft-
ir aðstoð Húsnæðisstofnunar,
búa við breyttar aðstæður, segir
Grétar J. Guðmundsson í þættin-
um Markaðurinn. Tveir af hverj-
um þremur eiga í erfiðleikum
vegna atvinnuleysis, tekjulækk-
unar eða veikinda. / 2 ►
Óhreinar
loftrásir
LOFTRÁSIR safna í sig óhrein-
indum, sem hreinsa þarf öðru
hverju, segir Bjarni Ólafsson í
þættinum Smiðjan. Knýjandi þörf
er á ákveðnum fyrirmælum um
slíka hreinsun. Þetta er vanrækt-
ur þáttur í heilsugæzlu og þrifn-
aði hér á landi. / 10 ►
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 25. marz 1997
Blað C
Þorláks
höfn
Ei
IFTIRSPURN er eftir
I bæði íbúðarhúsnæði og
I atvinnuhúsnæði á Þor-
lákshöfn, en atvinnuástand er
þar gott. í sumar verður unnið
deiliskipulag að stóru íbúðar-
og iðnaðarsvæði til að auka
framboð á lóðum í bænum.
Þetta kemur fram í viðtali
við Sigurð Jónsson, bygginga-
fulltrúa á Þorlákshöfn, hér í
blaðinu í dag. í bænum eru nú
lausar lóðir innan hafnarsvæð-
isins til umsóknar fyrir hafn-
sækna starfsemi og við Bása-
hraun eru til staðar heppileg-
ar einbýlishúsalóðir.
Að sögn Laufeyjar Ásgeirs-
dóttur, sölumanns hjá Lög-
mönnum, Suðurlandi, sem
reka umfangsmikla fasteigna-
sölu, gekk sala fasteigna á
Þorlákshöfn vel á síðasta ári.
Verð á fasteignum í bænum er
viðunandi og tiltölulega betra
en á Selfossi.
En það er samt töluverður
verðmunur á nýjum íbúðum á
Þorlákshöfn og á höfuðborg-
arsvæðinu. Þannig eru þar til
sölu 90 ferm. íbúðir með sér
inngangi og nær 30 ferm. bfl-
skúr á afar hagstæðu verði í
4ra íbúða sambýli. Verð á
íbúðunum á neðri hæð er 6,5
millj. kr. og 7,1 millj. kr. á efri
hæð. Þessar íbúðir eru full-
gerðar að utan sem innan og
búnar fullkomnum innrétting-
um og heimilistækjum af beztu
gerð.
Ég er sannfærð um, að
þetta er mun hagstæðara verð
en á höfuðborgarsvæðinu, seg-
ir Laufey. / 14 ►
Tími endurbóta og
viðhalds framundan
NÚ er að ganga í garð sá árstími,
sem fólk þarf að fara að undirbúa
viðhald og endurbætur á húsum sín-
um og íbúðum á sumri komanda.
Þar skiptir fjármögnunin að sjálf-
sögðu miklu máli, ef um meiri háttar
framkvæmdir er að ræða.
í fyrravor voru lánamöguleikar í
húsbréfakerfinu til þessara hluta
rýmkaðir á þann veg, að lágmarks-
fjárhæðin varð 500.000 kr. að öðrum
skilyrðum uppfylltum, ef lánið er
tekið til 15 ára, en 727.000 kr., ef
lánið er til 25 ára. Báðar þessar lág-
marksfjárhæðir taka síðan breyt-
ingum í samræmi við byggingarvísi-
tölu.
Þessi breyting átti að gera íbúðar-
og húseigendum auðveldara um vik
með að ráðast í nauðsynlegt viðhald
á eignum sínum og var búizt við
nokkurri aukningu á húsbréfaum-
sóknum í þessu skyni í kjölfarið.
Reynslan hefur samt verið sú, að
ekki hefur orðið vart við neina aukn-
ingu að ráði. Á síðasta ári voru sam-
þykkt skuldabréfaskipti í húsbréfa-
kerfinu vegna 185 umsókna um end-
urbætur á íbúðarhúsnæði og var það
19 umsóknum fleira en á árinu 1995.
Alls námu samþykkt skuldabréfa-
skipti í þessu skyni tæplega 295
millj. kr., sem var um 38 millj. kr.
meira en árið 1995. Þar munaði
mestu um október., en í þeim mán-
uði voru samþykktar 34 umsóknir.
Áhrifin af þessari breytingu virð-
ast því vera mjög óveruleg í hús-
bréfakerfinu. Hafa ber hins vegar í
huga, að ýmsar lánastofnanir og
verðbréfafyrirtæki eru farin að veita
langtímalán til endurbóta og við-
haldsaðgerða og líklegt, að margir
íbúðar- og húseigendur kjósi heldur
að nýta sér þann möguleika.
Vextir af slíkum lánum eru að vísu
hæm en í húsbréfakerfinu, en á
móti kemur, að lántakendur þurfa
ekki að taka á sig afföll eins og af
húsbréfunum.
Það segir sig sjálft, að gott við-
hald skiptir miklu máli fyrir sölu-
möguleika fasteigna og þá um leið
fyrir verðgildi þeirra. Kaupendur
gera nú meiri kröfur um gott ástand
eigna en eitt sinn var, enda er fram-
boð á fasteignum gott og kaupendur
hafa því úr miklu að velja.
Samþykkt skuldabréfaskipti
vegna endurbóta 1995 og 1996
FIÁRVANGUR
lOGGILT VERÐBBÉFAFYRIHTAKI
Laugavegi 170,105 ReykjavTk, slmi 540 50 60, slmbréf 540 50 61, www.Ejarvangur.is
Kynntu þér kosti
Fasteignalána
Fjárvangs hjá
ráðgjöfum Fjárvangs
ísíma 5 40 50 60
Dæmi um mánaðarlegar afborganir af
1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs,|‘
\fcxtir(%) lOár 15 ár 25 ár
7,0 11.610 8.990 7.070
7,5 11.900 9.270 7.500
8,0 12.100 9.560 7.700
Miðað cr við jafngreiðslulán.
*Auk verðbóta