Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær
Félags- og fræðslusvið
Tónlistarskólinn á
Akureyri
Laust er til umsóknar starf skólastjóra Tón-
listarskólans á Akureyri.
Skólastjóri hefuryfirstjórn á starfi skólans og
er yfirmaður allra starfsmanna hans.
Hann hefurforystu um að móta listræna stefnu
skólans og berfaglega ábyrgð á starfsemi
hans.
Skólastjóri ber ábyrgð gagnvart sviðsstjóra
félags- og fræðslusviðs, á öllum stjórnunarað-
gerðum og tekur ákvarðanir í samræmi við
það.
Laun skv. kjarasamningi STAK og launanefnd-
ar sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veita formaður skóla-
nefndar, Jóhann Sigurjónsson, í síma 462 2310
og rekstrarstjóri skólans, Gunnar Frímannsson,
í síma 462 1788 og starfsmannastjóri Akur-
eyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
Akureyrarbæjar í Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl.
Ráðgjafardeild
Á ráðgjafardeild Akureyrarbæjar eru eftirtalin
störf laus til umsóknar:
100% stada félagsráðgjafa.
Um er að ræða m.a. störf við fjárhagsaðstoð,
félagslega ráðgjöf og barnavernd með sér-
stakri áherslu á unglingamál. Starfið er laust
frá 1. júní n.k.
100% stada félagsráðgjafa.
Um er að ræða m.a. almenna og sérhæfða ráð-
gjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra. Starfið
er laust frá 1. júní nk.
70% staða sálfræðings.
Verksvið er greining og meðferð fatlaðra ein-
staklinga, barna og fullorðinna. Óskað eftir
ráðningu sem fyrst eða eftir samkomulagi.
100% staða ritara.
Starf ritara felst í allri móttöku á deildinni,
ásamt símsvörun og annarri hefbundinni rit-
araþjónustu. Starfið er laust frá 15. ágúst nk.
Laun vegna allra starfanna eru skv. kjarasamn-
ingi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar
um störfin veitir Guðrún Sigurðardóttir deildar-
stjóri í síma 460 1420. Einnig veitir starfs-
mannastjóri Akureyrarbæjar upplýsingar um
launakjör í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð vegna allra starfanna fást
á starfsmannadeild Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur ertil 21. apríl n.k.
Starfsmannastjóri
Hjálparstorf
Vinalínan óskar
eftir sjálfboðaliðum
Rauði kross íslands óskar eftir sjálfboðaliðum
til að svara í síma hjá Vinalínunni. Vinalínan er
símaþjónusta fyrir alla sem eru 18 ára og eldri,
eiga í vanda eða vantar einhvern til þess að deila
með sorgum og gleði. Sjálfboðaliðar svara í síma
öll kvöld kl. 20-23. Reykjavíkurdeild Rauða
kross íslands annast rekstur Vinalínunnar.
Kynningarfundur verður haldinn í
Þverholti 15, 2. hæð, 9. apríl kl. 20.30.
Undirbúningsnámskeið fyrir nýja sjálfboðaliða
er fyrirhugað 12.-13. apríl.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá sjálfboða-
miðstöð Rauða kross íslands í síma 551 8800 og
hjá starfsmanni Vinalínunnar í síma 561 6464.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Lyfjakynnar
tb NOVARTIS
Novartis er nýtt lyfjaíyrirtæki sem stendur á
traustum grunni.
Novartis er stofnað með samruna Ciba og
Sandoz. Novartis er eitt stærsta lyfjafyrirtæki
veraldar og leggur höfuðáherslu á rannsóknir
og þróun nýrra lyfja.
Umboðsaðili Novartis á íslandi,
Thorarensen Lyf ehf.
auglýsir þess vegna eftir framtakssömu og
dugmiklu fólki til starfa sem lyfjakynnar.
Leitað er eftir einstaklingum með háskóla-
menntun á sviði lyfjafræði, hjúkrunarfræði,
líffræði eða skyldra greina.
Við bjóðum áhugavert starf fyrir framtaks-
saman einstakling hjá framsæknu fyrirtæki.
Gott starfsumhverfi og góður starfsandi.
O
•8
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
okkar, Vatnagörðum 18,104 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Björn Aðalsteinsson og
Gunnar V. Guðmundsson í síma: 568 6044.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl.
T HORARENSEN LYF
DayStarter Batterier A/S leita að
sjálfstæðum umboðs-
manni á íslandi
Vegna sölu á einstæðum, viðhaldslausum raf-
geymum fyrir bifreiðir, dráttarvélar, vörubíla,
vinnuvélar, lyftara, báta o.s.frv.
Fimm ára ábyrgð á rafgeymum í einkabifreiðir,
þriggja ára ábyrgð vegna vinnuvéla.
Áætlaðar árstekjur eru 300 þúsund danskar
krónur eða meira.
Þú ert nú þegar góður sölumaður og sérð með
þessu tækifæri á góðum tekjum í framtíðinni.
Þú faerð verndað svæði sem umboðsmaður
fyrir ísland allt og munt sem sjálfstæður um-
boðsmaður á þessu svæði setja þig beint í
samband við vörubílstjóra, verktaka, bændur
o.s.frv. vegna sölustarfa. Þú verður að eiga
þess kost að hafa lítinn lager af rafgeymum
og krefst það fjárfestingar í rafgeymum fyrir
um 50 þúsund danskar krónur.
Gott væri að fá heimilisfang þitt uppgefið. Við
krefjumst þess ekki að þú sért með aðstöðu
í borginni og einnig er önnur starfsemi við
hliðina á þessu ekki fyrirstaða svo lengi sem
hún er samrýmanleg vörunni.
Ef þú hefur áhuga á þessu hafðu þá samband
við okkur í síma 0045 33966 5140.
DayStarter Batterier A/S
Kiplings Alle 48, 2860 Soborg, Danmörku
Sími: 0045 3966 5140, Fax: 0045 5360 0494
REYKJAVÍKURBORG auglýsir eftir
forstöðumanni
Ljósmyndasafns
Reykjavíkurborgar
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns
Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Starfið felst í
stjórnun og rekstri safnsins í umboði menning-
armálanefndar Reykjavíkurborgar.
Hlutverk forstöðumannsins
Forstöðumaður ber ábyrgð á fjárhagslegum
rekstri safnsins og starfsmannastjórn, hann
ber ábyrgð á Ijósmyndaeign safnsins og hefur
yfirumsjón meðframkvæmd safnstefnunnar.
Þetta felur í sér skráningu, forvörslu, örugga
varðveislu Ijósmyndaefnis, heimildaöflun um
það, viðskipti vegna þess, sýningahald, inn-
lend og erlend samskipti. Þá er safninu ætlað
að afla samtímaheimilda í myndum um starf-
semi Reykjavíkurborgar sérstaklega og vera
borgarstofnunumtil ráðuneytis í Ijósmynda-
efnum.
Kröfur gerðar til umsækjanda:
Stjórnunarhæfileikarog reynsla, þ.á m. affjár-
málastjórn. Menntun ertengist viðfangsefnum
safnsins er nauðsynleg, æskilegt er að hún
sé á háskólastigi.
Þekking á og reynsla af safnastarfi æskileg.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Lipurð og hæfni í samvinnu og samskiptum.
Kunnátta í erlendum tungumálum.
Borgarráð skipar forstöðumann að fenginni
tillögu menningarmálanefndar Reykjavíkur.
Kjör verða samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar. Næsti yfir-
maðurerframkvæmdastjóri menningar-, upp-
eldis- og félagsmála. Undirmenn eru starfs-
menn Ljósmyndasafnsins.
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu um-
sækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum.
Skrifleg umsókn sendist framkvæmdastjóra
menningar-, uppeldis- og félagsmála á skrif-
stofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, en
hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 2. maí
nk.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka
hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar,
stofnana hennar og fyrirtækja.
Traust þjónustufyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu óskar að ráða í eftirtalin störf:
Móttaka og síma-
varsla
Um er að ræða líflegt en jafnframt krefjandi
starf þar sem mannleg samskipti skipta miklu
máli. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á tölv-
um, vera jákvæður, opinn og hafa gaman af
mannlegum samskiptum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fulltrúi
Um er að ræða tvískipt starf þar sem 80% af
vinnutíma fer í að sinna viðskiptavinum og
veita faglega ráðgjöf. 20% af vinnutíma er
gjaldkerastarf. Umsækjandi þarf að vera talna-
glöggur, hafa góða framkomu og hafa gaman
af mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf.
60% hlutastarf
Starfið felst í gagnaskráningu, verkefnaum-
sjón, auk erlendra og innlendra samskipta.
Góð íslensku-, tölvu- og enskukunnátta nauð-
synleg. Góð kunnátta í Norðurlandamáli æski-
leg. Starfið krefst samviskusemi og nákvæmni.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar-
mál. Umsækjendur vinsamlegast tilgreini
hvaða starf er sótt um. Umsóknum skal skilað
til afgreiðslu Mbl. fyrir 14. apríl næstkomandi
merkt: „G - 60".