Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 B 31 LÆKNISFFUEÐI/Er lambib Dollý einstakt í sinni röb? Afklónum, kindum og mönnum SÚ FRÉTT að tekist hafi að klóna eða einrækta lamb úr frumu fullorðinn- ar kindar hefur að vonum vakið mikla athygli um allan heim. Einnig hefur borið á ýmiss konar misskilningi um það hvað einræktuner og hver sé munurinn á einræktuðum einstaklingi og eineggja tvíbura. Á rannsókna- stofnun í Skotlandi tókst að framkvæma eftirfarandi: Úr júgri fullorðinn- ar kindar var tekin ein fruma. Frumukjarninn, sem inniheldur erfðaefnið (kjarnsýrur eða DNA), var tekinn úr frumunni og komið fyrir í eggfrumu annarrar kindar, en kjarni þeirrar eggfrumu hafði áður verið fjarlægður. Þegar eggið fór að skipta sér og mynda fósturvísi var því komið fyrir í legi enn annarrar kindar sem í fýllingu tímans bar heilbrigðu lambi, Dollý. Erfðafræðilega er Dollý nákvæmlega eins og móðirin, sem erfðaefn- ið var tekið úr, og hún á sér engan föður. Það er einmitt þetta sem ger- ir lambið Dollý einstakt, eða reyndar alls ekki einstakt, vegna þess að það er nákvæm eftirlíking móður sinnar og þar með einræktaður einstakling- ur eða klón. Eineggja tvíburar eru allt annars eðlis, þeir eru að vísu erfða- fræðilega eins, en erfðaefni þeirra er blanda sem komin er frá tveimur einstaklingum, föður þeirra og móður. Eineggja tvíburar verða til við það að frjóvgað egg skiptir sér óeðlilega þannig að úr verða tvö fóstur. Ekki má gleyma því að einrækt- un er algengt fyrirbæri í nátt- úrunni. Hjá fjölmörgum frumstæð- um lífverum og ýmsum af þeim þróaðri tíðkast það sem kallast kyn- ■■■■■ laus æxlun en hún heitir öðru nafni einræktun eða klónun. Einrækt- un er því ekki nýtt fyrirbæri í náttúr- unni en hún er ný þegar um spendýr er að ræða og það sem gerir Dollý svo merkilega er að hún var ein- ræktuð úr júgurfrumu úr fullorðnu dýri. Ekki var vitað hvort slíkt væri unnt og svo mikið er víst að það er af ýmsum ástæðum býsna merkilegt. Allar frumur líkamans eru vissulega komnar af upphaf- legu, frjóvguðu eggfrumunni sem hélt áfram að skipta sér og þróast í ýmiss konar sérhæfðar frumur svo sem kirtilfrumur, vöðvafrumur eða taugafrumur, en ekki var vitað hvort sérhæfðar frumur, eða erfða- efni þeirra, gætu horfið til baka til þess ástands sem gerir frumu að eggfrumu. Öldrun er talin byggjast m.a. á því að erfðaefni hverrar frumu spillist smám saman eftir því sem árin líða og því kom mörgum á óvart að Dollý virðist vera full- komlega heilbrigt lamb sem ekki ber nein merki öldrunar. Þær skemmdir sem talið er að verði hægt og hægt á erfðaefninu þegar einstaklingurinn eldist virðast því geta gengið til baka. Hér verður þó að fara varlega og ekki draga of víðtækar ályktanir, móðir Dollýar er í fyrsta lagi ekki mjög gömul (6 ára), eftir er að sjá hvernig Dollý reiðir af og fleira, sem við ekki skiljum ennþá, gæti komið í ljós. Rannsóknimar sem leiddu til fæð- ingar Dollýar, og hafa staðið í mörg ár, voru styrktar af fyrirtækj- um sem hyggjast nota þessa tækni við framleiðslu landbúnaðarafurða og lyfja. Þessi tækni á sér sennilega lítil takmörk. í landbúnaði verður t.d. hægt að velja dýr sem skara fram úr öðrum dýrum varðandi mjólk, kjöt eða ull og einfaldlega einrækta þúsundir einstaklinga sem eru nákvæmlega eins og upphaflega dýrið. Hægt verður að búa til og einrækta í stórum stíl dýr sem mynda verðmæt prótein í kjöti eða mjólk eða dýr sem eru með sjald- gæfa sjúkdóma og verða síðan not- uð sem tilraunadýr í leit að lækn- ingu; til að nefnd séu örfá dæmi um hugsanlegt notagildi þessarar tækni. Ekkert bendir til annars en að hægt sé að beita þessari tækni við einræktun manna en þar koma til sögunnar siðfræðileg vandamál sem eru mikið rædd þessa dagana og erfitt getur reynst að leysa. í frægri skáldsögu Aldous Hux- ley (Brave new world) frá því um 1930 er lýst fjöldaframleiðslu á mönnum sem allir eru eins og er þar um að ræða eins konar ein- ræktun. I nýlegri kvikmynd (Multiplicity) eru einræktuð nokk- ur ný eintök af sama manni og í sögu og kvikmynd um Júragarðinn er fornt erfðaefni notað til að ein- rækta útdauð dýr. Þetta eru fáein þekkt dæmi um það að lengi hafa verið uppi hugmyndir um einrækt- un, einnig einræktun manna. Nú er skyndilega komin í gang mikil eftir Magnús Jóhannsson V VERÐUR farið að einrækta húsdýr í stórum stíl? umræða um það hvort réttlætan- legt sé að leyfa einræktun manna eða hvort banna eigi með öllu slík- ar tilraunir. I mörgum löndum eru lög sem banna einræktun manna en ekki alls staðar, t.d. eru engin slík lög í Bandaríkjunum. Flestir hljóta að vera sammála um að það sé siðfræðilega óveijandi að ein- rækta fólk sem einungis er ætlað að vera geymsla fyrir varahluti, ef „eigandinn“ þarfnast nýrra líf- færa, en líffæri sem er flutt á milli einstaklinga sem eru erfðafræði- lega eins (tvíburar eða klónar) er ekki hafnað. Slíkir einstaklingar væru þrælar, sviptir öllum mann: réttindum og mannlegri reisn. í ýmsum öðrum tilfellum er ekki eins augljóst hvað er rétt og hvað rangt. Fáein dæmi eru barn eða ung- menni sem ferst í slysi, ófrjósemi karls eða konu sem vilja eignast U barn eða lesbískt par þar sem önn- ur konan vill ganga með klón af hinni konunni. ika Bambaataa útbreiddur í flestum úthverfum New York borgar og fjöldi danshópa sem einbeitti sér að því að ná árangri í breikdansi hafði myndast. Upp úr því fóru nokkrar klíkur að sýna breikdans á skemmtistöðum í New York og árið 1981 var kvikmyndin „Wild Style“ gerð um Hip Hop lífsstíl unglinga í Bronx, um breikdans, rapp og veggjamálverk. Eftir það varð ekki aftur snúið, breikdans var orðinn vinsæll í allri New York. Nætur- klúbburinn Roxy í New York varð miðstöð breikdansara, þar voru haldnar breikdanskeppnir þar sem breikdansarar skoruðu hver annan á hólm. Um þetta leyti fór umheim- urinn einnig að verða var við breik- dans og fljótlega fóru tónlistarmenn og kvikmyndagerðarmenn að mæta á Roxy í leit að hæfileikafólki í tónlistarmyndbönd og kvikmyndir. Svo virtist sem hugmyndir Afrika Bambaataa hefðu orðið að veru- leika, unglingar sem höfðu haldið áfram að dansa náðu nú árangri. Á íslandi var breikdans tísku- bylgja sem hvarf jafnfljótt og hún kom. Breikdansarar sneru sér að öðrum áhugamálum og eru þó nokkrir þekktir fyrrverandi breik- dansarar á íslandi. Breikið hvarf þó ekki alls staðar eins og á ís- landi, það lifði í úthverfum stór- borga þar sem Hip Hop lífsstíllinn og áhrif hugmynda Afrika Bamba- ataa höfðu náð að skjóta sterkum rótum. Þar var haldið áfram að breika, mála og rappa, og hefur danstegundin verið í stöðugri þróun síðan. I löndum eins og Bandaríkj- unum, Frakklandi og Bretlandi starfa enn dansskólar og danshópar sem kenna og sýna breikdans eða Hip Hop eins og það er nú kallað. Af ýmsu má dæma að breikið sé að sækja í sig veðrið aftur hvað vinsældir varðar. Fyrrverandi ís- lenskum breikdönsurum ætti því ekkert að vera að vanbúnaði að sækja dúkinn upp á háaloft, setja upp grifflurnar og drífa sig aftur niður í miðbæ að dansa. ORUGGUR • ÞÆGILEGUR • SPARNEYTINN Með Sivift verður aksturinn áreynslulaus. Og líttu á verðið: Ótrúlegt verð: frá 980.000 kr. 3-dyra. • Áreiðanlegur og ódýr í rekstri. Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. * Öryggi í fyrirrúmi. þægindi upphituð framsæti rafstýrðar rúðuvindur tvískipt fellanlegt aftursætisbak samlæsingar rafstýrðir útispeglar útvarp/segulband öryggi tveir öryggisloftpúðar hemlaljós í afturglugga styrktarbitar í hurðum krumpsvæði framan og aftan skolsprautur fyrir framljós þurrka og skoísprauta á afturrúðu dagljósabúnaður SWIFT1997 * SUZUKI SUZUKI AFL OG ÖRYGGI Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þcegilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á aö vera. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elías “ r Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. t Vt < \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.