Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 12

Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ KÓPAVOGSBÆR Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsmanns í fjölskyldudeild Verksvið er einkum málefni unglinga, meðferð, ráðgjöf og forvarnarstarf. Einnig vinna að mál- efnum yngri barna, þegar það á við, í sam- vinnu við aðra starfsmenn fjölskyldudeildar. Krafist erfélagsráðgjafar-, sálfræði- eða ann- arrar sambærilegrar menntunar og reynslu í starfi með unglingum í vanda. Upplýsingar um starfið gefur Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi fjölskyldudeildar í síma 554 5700. Umsóknirskulu berasttil Félagsmálastofnunar Kópavogs, Fannborg 4, í síðasta lagi 18. apríl nk. á eyðublöðum sem liggja frammi í af- greiðslu stofnunarinnar. Félagsráðgjafi Tryggingastofnun ríkisins óskar eftir að ráða félagsráðgjafa. Um þróunarstarf er að ræða sem miðar að því að styrkja persónulega þjónustu stofnunarinnar við viðskiptavíni hennar. Áhersla er lögð á að starfsmaður byggi upp tengsl við aðr- ar opinberar stofnanir og félagasamtök. Helstu verkefni félagsráðgjafans verða: • Uppbygging félagsráðgjafaþjónustu við elliiífeyrisþega. • Bætt þjónusta við öryrkja. Félagsráðgjafi leiðbeinir viðskiptavinum innan almannatryggingakerfisins og veitir fræðslu til félagasamtaka, fagfólks og annarra hópa. Starfið gerir kröfu um frumkvæði, skipulags- hæfileika og hæfni til samvinnu. Um er að ræða fullt starf og þarf umsækjandi að hafa starfsleyfi frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Umsóknir berist skriflega til skrifstofustjóra TR, Laugavegi 114, fyrir 15. apríl nk. Nánari upplýsingar veitiryfirfélagsráðgjafi í síma 560 4404. Tækniteiknari Iðnfyrirtæki á sviði framleiðslu og útflutn- ings, staðsett á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa. Hæfniskröfur eru, aðviðkomandi hafi reynslu af tölvuteiknun (auto-cad) og almennum skrif- stofustörfum. í boði er gott framtíðarstarf hjá áhuga- verðu fyrirtæki. Vinnutími er kl. 9-17. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Uðsauka, sem opin er kl. 9-14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. Skipholt 50c, 105 Reykjavík, sími 562 1355, fax 562 1311. íæ! J flugfélagið jrrATiAm Flugvirkjar Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að flugvirkjum til starfa að verkefnum á vegum félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast sendar í pósti eða faxi, merktu Finnboga Óskarssyni. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl nk. Flugfélagið Atlanta ehf., pósthólf 80, 270 Mosfellsbæ, fax 566 8372. Fræðslu- og menningarsvið Leikskólar Garðabæjar Leikskólakennarar eða starfsmenn með sam- bærilega menntun og reynslu af starfi með börnum, óskast í störf við neðangreinda leik- skóla. Hæðarból v/ Hæðarbraut s. 565 7670 Kirkjuból v/Kirkjulund, s. 565 6322 Bæjarból v/Bæjarbraut, s. 565 6470. Lundaból v/ Hofstaðabraut, s. 565 6176. Einnig vantar leikskólakennara eða þroskaþjálfa í stuðningsstarf í leikskólann Hæðarból. Leikskólar Garðabæjar eru reyklausir vinnustaðir. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar. Leikskólafulltrúi. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Kennarar óskast Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði eru lausar. kennarastöður í eftirtöldum kennslugreinum frá og með 1. ágúst 1997: 1. Stærðfræði og eðlisfræði. 2. Efnafræði. Leitað ereftirfólki með háskólapróf í þessum greinum. Laun fara eftir kjarasamningum kennarasamtakanna. Umsóknir um starfið skulu sendartil Flens- borgarskólans í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til 23. apríl 1997. Allar nánari upplýsingarveitirskólameistari í síma 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. Hlutastörf við ræstingar Óskum eftir að ráða starfsfólktil ræstingar- starfa í Mið - og Vesturbæ Reykjavíkur. Vinnutími erfrá kl. 17.00 mánudag til og með föstudag, 2-4 tíma á dag. Ef þú ert eldri en 20 ára samviskusöm(samur) og stundvís þá höf- um við starf fyrir þig. Reynsla af ræstingar- störfum er kostur en þó ekki nauðsynleg. Einnig er laust starf á morgnana frá kl. 7.00- 13.00. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 14.00 og 16.00 til og með 10. apríl nk. Upplýsingar ekki veittar í síma. rm SECURITAS Veðurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstak- linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathug- ana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnirtil ársdvalar, sem væntanlega hefst í lokjúlímánaðar 1997. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná- kvæmni og samviskusemi. Laun eru sam- kvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstof- unni fyrir 26. apríl nk. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn Tækni- og athuganasviðs Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 560 0600. Tölvurekstur Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir starfsmanni til að sjá um rekstur og þróun tölvubúnaðar stofnunarinnar og leiðbeina starfsmönnum um tölvunotkun. Krafist er stað- góðrar þekkingar á tölvubúnaði með sérstaka áherslu á PC tölvur, Microsoft Office hug- búnað, NT Windows, Internet og netkerfi. Reynsla af hópvinnslukerfum s.s. Lotus Notes er einnig kostur. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist RALA, Keldna- holti, 112-Reykjavík, fyrir 15. apríl, 1997. HAFNARFIRÐI Meinatæknir Staða meinatæknis er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundið hlutastarf. Við leitum að áreiðanlegum og hressum starfskrafti sem getur starfað sjálfstætt. Upplýsingar veitir yfirmeinatæknir Iðunn Óskarsdóttir. Starfsmaður í eldhúsi Staða starfsmanns í eldhúsi er laustil umsókn- ar. Um er að ræða 75% starf. Upplýsingar veitir matreiðslumeistari Vigfús Árnason. Umsóknarfrestur ertil 14. apríl nk. Nánari upp- lýsingar um stöður þessar eru veittar í síma 555 0000. Framkvæmdastjóri. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA í REYKJAVÍK Hlutastörf Óskum að ráða starfsmenn í hlutastörf til að veita fötluðum einstaklingum frekari liðveislu við sjálfstæða búsetu. Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir skv. fyrirliggjandi vaktskrá. Menntun og/eða reynsla í störfum meðfatlaða er æskileg. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjármálaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 11. apríl. Nánari upplýsingar gefur Jóna S. Harðardóttir í síma 533 1388 á skrifstofutíma. Umsóknir beristtil Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Frá Þelamerkurskóla Pelamerkurskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann. Einnig eru lausar til umsóknar stöður grunn- skólakennara. Meðal kennslugreina eru: Kennsla yngri barna, raungreinar, danska, heimilisfræði og hannyrðir. Einnig er óskað eftir kennara eða þroska- þjálfa til að aðstoða einn nemanda í 1. bekk. Auk þess er auglýst eftir sérkennara til að annastskipulagningu og kennslu unglinga á nýstofnuðu meðferðarheimili Barnavernd- arstofu að Varpholti í Glæsibæjarhreppi. Þelamerkurskóli er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri. Nemendafjöldi er u.þ.b. 90, allir í heimanakstri. Flestir kennarar búa á staðnum. Skólinn er mjög vel búinn kennslugögnum og aðstaða öll hin besta, m.a. ný og glæsileg íþróttaaðstaða. Við leitum að áhugasömu fólki sem hentar vel að starfa í fámennu samfélagi. Upplýsingar gefur Karl Erlendsson, skólastjóri, ísíma 462 6555 eða 462 1772. Sjá einnig auglýsingar á bls. 20B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.