Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDÁGUR 6. APRÍL 1997 B 13
Dagbók frá Taipei
Þegar guðleg orð
eru látin falla
Það skiptir öllu máli að orð séu sögð með
hæfilegum virðuleika, hugþekkri sannfær-
ingu og réttsköpuðu dulúðugu brosi. Að
þessu komst Jóhanna Kristjónsdóttir á
blaðamannafundi með Dalai Lama í Taipai.
AÐ BÆTIR gæsku
manna og eykur þeim
andlega og líkamlega
vellíðan að hugsa fallegar hugs-
anir.“ Þessi einstaklega hrífandi
orð hrundu af vörum hins guð-
dómlega Dalai Lama á blaða-
mannafundi á Howard Plaza-hót-
elinu hér í Taipei. Og sem við,
mörg hundruð blaðamenn, skrif-
uðum þau samviskusamlega nið-
ur og öll í kór, varð mér umhugs-
unarefni að það skiptir auðvitað
öllu máli að orð séu sögð með
hæfílegum virðuleika, hugþekkri
sannfæringu og réttsköpuðu dul-
úðugu brosi til að einhveijum
detti í hug að mæld hafi verið
einhver himnaspeki.
Ef ég t.d. hefði andað út úr
mér ámóta sjálfsögðum sannind-
um hefði ekki nokkur maður tal-
ið það frumlegt og þaðan af síð-
ur merkilegt né séð ástæðu til
að slá þessu upp stórum stöfum
eins og blöð hér gerðu.
Við Dalli komum hingað upp
undir það samtímis, hann og
föruneytið fóru frá flugvellinum
í ótal límósínum, en ég tók bara
hótelrútuna.
Koma hálfguðsins vakti al-
mennan fögnuð en sumum þótti
ekki einleikið að hann skyldi velja
þennan viðkvæma tíma til að
birtast á svæðinu enda hafa kín-
versk stjórnvöld óspart látið í Ijós
vanþóknun, en sagt það vera við
hæfi að þessir tveir „aðskilnaðar-
sinnar“, þ.e. Dalai Lama og
stjórnin á Taiwan veldu hann til
að hittast.
Um sama leyti voru svín að
drepast hér í hrönnum úr gin-
og klaufaveiki og var ekki að
sökum að spyrja: eitt af því sem
Dalai Lama lét til sín taka var
einmitt það; hann sagðist hafa
beðið heitt og innilega fyrir sál-
um hinna látnu svína. Hvort
svínabændum hér í Taiwan sem
horfa nú í tugþúsundatali eftir
lifíbrauði sínu verður það sárabót
er annað mál.
Það hefur sum sé allt snúist
um komu hins heilaga manns hér
siðustu dagana. Svínaveiki og
kommúnistaógn vegna Hong
Kong hafa gersamlega fallið í
skuggann. Við Howard Plaza-
hótelið þar sem hann hefur búið,
hafa safnast saman til skiptis
aðdáendur hans og stöku and-
stæðingar. Ein lyfta hótelsins
hefur verið frátekin fyrir heilag-
leikann svo hann geti farið upp
og niður án truflunar og rauður
dregill hefur verið lagður á gólf
í hvert skipti sem hann hreyfir
sig.
Mér fannst athyglisvert að sjá
hve margir blaðamenn koma
bara til að fylgjast með hveiju
fótmáli hálfguðsins. En líka ekki
síður forvitnilegt hvað D.L. var
gætinn í orðum og sagði ekki
nokkurn skapaðan hlut sem ætti
að geta móðgað einn né neinn.
Hann hitti að vísu Lee forseta
„en þeir töluðu bara um andleg
mál“ og í kveðjuskyni gaf Dalai
Lama forseta og ýmsum máls-
metandi mönnum hata sem er
einhvers konar trúartrefill. Hann
gætti sín á því að fara lofsamleg-
um orðum um Peking-stjórnina
og sagðist fagna mjög að Kín-
veijar fengju nú aftur Hong
Kong. Allt var það sagt kurteis-
lega þó, enda eru menn ekki sam-
mála um það hér á Taiwan
hversu óblandið gleðiefni það er.
En nú er Dalai Lama floginn
og hinir jarðbundnu Taiwanar
snúa sér að jarðbundnari málefn-
um á ný, svo sem vanda svína-
bænda og eldflaugahótunum frá
meginlandi Kína.
Kennt verður á
g i morgnana
^nns/an
Dagbók
Háskóla
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands 7.-12.
apríl 1997. Allt áhugafólk er vel-
komið á fyrirlestra í boði Háskóla
íslands. Dagbókin er uppfærð
reglulega á heimasíðu Háskólans:
http://www.hi.is
Mánudagurinn 7. apríl:
„Ljóðagerð íslenskra kvenna"
er yfirskrift á sýningu á handrit-
um, bréfum og bókum skáldkvenna
sem opnuð var um helgina í þjóð-
deild Landsbókasafns. Þjóðdeild,
handritadeild Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns og
Kvennasögusafn íslands standa að
sýningunni sem verður opin til 2.
júní nk.
Miðvikudagurinn 9. apríl:
Dr. Þórhallur Eyþórsson mál-
fræðingur heldur fyrirlestur á veg-
um málfræðifélagsins í Lögbergi,
stofu 101 kl. 16.15. Fyrirlesturinn
nefnist: „Germanskur uppruni
norrænnar setningagerðar" og
fjallar um ýmis setningafræðileg
einkenni í norrænu máli að fornu,
svo sem stöðu sagnar í fyrsta eða
öðru sæti í setningu, neitun með
sagnorðum og mismunandi stöðu
nafnorða og fornafna.
Fimmtudagurinn 10. apríl:
Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðla-
fræðingur og lektor flytur erindi í
stofu 201 í Odda ki. 12 á vegum
Rannsóknastofu í kvennafræðum.
Sigrún nefnir erindi sitt: „Hvar eru
konurnar? Hver er hlutur kvenna
í fréttum, íþróttum, auglýsingum
og barnaefni?"
Vilhjálmur Vilmarsson flytur
fyrirlestur í málstofu læknadeildar
í kennslustofu tannlæknadeildar á
2. hæð (grænu hæðinni) í Lækna-
garði kl. 16". 15. Fyrirlestur sinn
nefnir hann: „Áhrif breytts hita-
stigs á hjartavöðvann."
Föstudagurinn 11. apríl:
Bjarni Jónsson M.Sc. flytur
fyrirlestur hjá Líffræðistofnun
Háskóla íslands í stofu G-6, Grens-
ásvegi 12 kl. 12.20 og nefnist er-
indið „Bleikjuafbrigðin í Vatns-
hlíðarvatni, þróun þeirra og sér-
staða.“
Dr. Birna Arnbjörnsdóttir heldur
námskeið fyrir tungumálakennara
í stofu 2 í Áragötu 14, húsi ensku-
skorar. Námskeiðið hefst kl 13.15
og því lýkur kl. 17. Á námskeiðinu
verður farið verður yfir helstu
fræðikenningar um máltileinkun
fullorðinna og kynntir þeir þættir
sem vitað er að hafa áhrif á mál-
tökuferlið.
Laugardagurinn 12. apríl:
Hjálmtýr Hafsteinsson dósent í
tölvunarfræði flytur erindi fyrir
almenning í sal 3 í Háskólabíói kl.
14:00 í fyrirlestraröð sem nefnist
„Undur veraldar“ og er á vegum
raunvísindadeildar Háskólans og
Hollvinafélags hennar. Erindi sitt
nefnir hann: „Að finna nál í hey-
stakki: Textaleit í tölvum." Eftir
því sem upplýsingamagnið sem
geymt er í tölvum eykst verður
sífellt mikilvægara að hægt sé að
finna hratt og örugglega þau gögn
sem notandi hefur áhuga á.
Skoðaðar verða ýmsar athyglis-
verðar aðferðir sem notaðar eru
við textaleit í tölvum, allt frá orða-
leit í ritvinnslu til leitarvéla á Ver-
aldarvefnum.
Námskeið á vegum Endur-
menntunarstofnunar HÍ vikuna
7. - 12. apríl.
7. apríl kl. 13-18. Hönnun og
gæði. Kennari: Pétur K. Maack
prófessor HÍ.
8. apríl kl. 12:30-16.00 og 9.
apríl kl. 13-17. Auglýsingar. Kenn-
arar: Hallur A. Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Yddu og Margrét
Sigurðardóttir, markaðsstjóri
Morgunblaðsins.
8. -9. apríl kl. 8:30-12:30. Grein-
ing verkferla. Áhættugreining
samkvæmt „GÁMES“. Kennari:
Haukur Alfreðsson rekstrarverk-
fræðingur, ráðgjafi hjá Nýsi hf.
Þri. 8. apríl - 6. maí kl. 16:30-19:
30, 5x3 klst., alls 15 klst. Hagnýt
lögfræði. Kennarar: Bjarni Þór
Óskarsson hdl. og Jakob R. Möller
hrl.
9., 15. og 23. apríl kl. 17:00-19:
30. Að skrifa vandaða íslensku.
Kennari: Ari Páll Kristinsson mál-
fræðingur, forstöðumaður ís-
lenskrar málstöðvar.
Mið. 9. apríl - 7. maí kl. 20:15-
22:00 (5x). Náttúrulyf - náttúru-
vörur. Kennari: Kristín Ingólfs-
dóttir, dósent í lyfja- og efnafræði
náttúruefna við HÍ.
9. og 10. apríl kl. 16:00-19:00.
Kærur og dómsmeðferð EES-mála.
Kennarar: Davíð Þór Björgvinsson
prófessor HÍ og Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri.
9.-11. apríl kl. 9-16. Gæðamat
á meðferðarstarfi og þjónustuúr-
ræðum. Aðferðir í félagsvísindum.
Kennari: Per Áke Karlsson dr. í
félagsráðgjöf, „Institutionen för
socialt arbete" í Gautaborg.
10. apríl kl.9-16 og 11. apríl kl.
9-13. Vímuefnavarnir. Umsjón:
Snjólaug G. Stefánsdóttir verkefn-
isstjóri vímuvarnanefndar Reykja-
víkurborgar, auk fyrirlesara frá
SÁÁ, Stuðlum - meðferðarstöð rík-
isins, Fræðslumiðstöð í fíkniefna-
vörnum og íþrótta- og tómstunda-
ráði Reykjavíkurborgar.
10.-11. apríl kl. 8:30-16:00.
Landfræðileg upplýsingakerfi.
Umsjón: Þorbjörg Kr. Kjartans-
dóttir, framkvæmdastjóri LÍSA.
10. apríl kl. 17-20. Kynning á
námsefni um hönnun stálvirkja.
Kennari: Baldvin Einarsson verk-
fræðingur hjá Vegagerðinni.
10. apríl kl. 13:00-18:00. Sótt-
hreinsun. Haldið \ samstarfi við
Örverufræðifélag íslands.
10. og 11. apríl kl. 8:30-12:30.
Kynning á þolhönnunarstöðlunum
ENVl og ENV 2 Kennarar: Guð-
brandur Steinþórsson verkfræð-
ingur, rektor TI og Eyþór Þórhalls-
son verkfræðingur, lektor TÍ.
10. , 11. og 17. apríl kl. 13-17.
Hönnun úðakerfa. Kennari: Guð-
mundur Gunnarsson, yfirverk-
fræðingur, Brunamálastofnun rík-
isins.
11. og 14. apríi kl. 16:00-19:30.
Internet - kynning. Kennari: Jón
Ingi Þorvaldsson kerfisfræðingur
hjá Nýheija.
Skráning á námskeiðin er hjá
Endurmenntunarstofnun Háskóla
íslands síma 525 4923 eða fax 525
4080.
ORIENT fermingarúr
Fallegt tvílitt stálúr*
frá ORIENT
Hæfir vel í
leik og starfi
Vatnsvarið
allt að 30 m
Verð
kr. 11.975
*Nikkelfritt
Guttúrið
Álfabakka 16. s.
AxeC EÍríksSOttj úrsmiður,
Aðalstræti 22. ísafirði. s. 456 3023.
ST0RUTSALA
í dag og næstu daga ætlum við að selja húsgögn í
öll herbergi hússins á stórlækkuðu verði.
Verðdæmi:
1. Hægindastóll Comet
með skemmli, leður á slitfl.
2. Sófasett, tau 3-2-1
3. Sófaborð (3 í setti) með glerpl.
og gylltum/krómuðum fótum
4. Klappstólar úr beyki CS/110
5. Rúm, hvítt úr málmi 180x200 sm,
án dýnu
6. Eldhússtólar beyki CS/211
7. Borðstofuborð TM m. 1 stækkun
8. Borðstofustólar CS/278
Verð áður kr. 27.900
Verð áður kr. 190.000
Verð áður kr. 41.000
Verð áður kr. 2.600
Verð áður kr. 33.200
Verð áður kr. 7.100
Verð áður kr. 39.500
Verð áður kr. 9.900
Verð núkr. 11.900
Verð nú kr. 80.000
Verð nú kr. 19.000
Verð nú kr. 1.900
Verð nú kr. 15.000
Verð nú kr. 5.500
Verð nú kr. 25.000
Verð nú kr. 5.900
Komdu og gerðu góð kaup í 3000 fermetra sýningarsal.
TM - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 - Sími 568 6822
Opið í dag,
sunnudag
frá kl. 13-17.