Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 16
6 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KONTÓRINN í Bátastöðinni minnti á bestikk í bát, klæddur lökkuðum panel og krossviði.
Veggina skreyttu hálflíkön af bátum og bátamyndir..
AGNAR skipasmiður er mikill áhugamaður um sögu tréskipa. Hann hefur geymt leifarnar af
Sleipni VE með endurbyggingu hans í huga. Sleipnir var smíðaður í Færeyjum 1916 og er
dæmigerður íjTÍr vélbáta á íyrri hluta aldarinnar.
SKIPASMIÐIR leggja á ráðin. Gunnar Marel Eggertsson vikingaskipstjóri og Agnar Jónsson
ræða við kranamenn um hífmgu á nýsmíðinni.
AGELGJUTANGA
14 tonna fiskibátur úr tré, ef til vill síðasta ný-
smíði af því tagi hér á landi. Báturinn er langt
kominn, það vantar í hann vélar og tæki, mastur
og ýmislegt fleira, en ekki gefst tími til að klára
hann í Bátastöðinni sem innan skamms verður
jöfnuð við jörðu. I stað slippsins og bátanna
kemur vöruskemma stórverslunar.
Agnar er stoltur af bátnum og hefur alveg
efni á því, hver spýta úr völdum viði, eik í bönd-
um og borðstokk, fura í dekkinu og skrokkurinn
úr mahoní. Stýrishúsið einnig að miklu leyti úr
mahoní. „Hann er búinn að vera 15 ár í smíð-
um,“ segir Agnar. „Við höfum unnið í honum
svona á milli annarra verkefna." En hefur eng-
inn falast eftir bátnum?
„Jú, það hafa ýmsir spurt um hann, en það
þarf að úrelda tvo krókabáta á móti svona báti
og það kostar sitt.“ Agnar segir að þeir í ráðu-
neytinu séu ekkert of hrifnir af þeirri hugmynd
að þessi bátur bætist í flotann.
Stærstu bátamir frá Bátastöðinni eru systur-
skipin Haukur og Pétur Þór sem hleypt var af
stokkunum 1973 og 1977. Inn á milli var skotið
trillum, seglskútum og ýmsum smábátum.
A þessum árum var mikið að gera í viðgerð-
um og viðhaldi, enda margir trébátar í flotan-
um. A hverju ári voru um 30 setningar í slippn-
um við Bátastöðina, það var misjafnt hvað bát-
arnir þurftu mikils viðhalds við. Stundum tók
nokkra daga að skvera og mála og í öðrum til-
vikum var um margra vikna viðgerðavinnu að
ræða. Agnar segir að þegar mest var umleikis
hafi unnið sjö til átta menn í stöðinni, þar af þrír
fullgildir skipasmiðir.
Starfsmenn Bátastöðvarinnar tóku oft þátt í
að bjarga bátum af strandstað. Auk Eyrar-
bakka, sem fyrr er nefndur, fóru þeir á Stokks-
eyri og í Njarðvík að sjósetja strandaða báta.
Einn á báti
Þegar Agnar tók við rekstrinum voru orðnir
breyttir tímar og erfítt að fá góða fagmenn í
skipasmíði og viðgerðir. Hann vann oftast einn
síns liðs og segir, þegar hann lítur um öxl, að
það hafí ekki verið nein hemja hvernig hann
vann. Það datt varla dagur úr, oft unnið fram á
kvöld í myrkri og kulda. Hann reyndi oftast að
taka sér frí helstu hátíðisdaga ársins. Þá sjaldan
Agnar tók sér frí sigldi hann á skútunni sinni,
Fortunu, eða gekk á fjöll - að skoða mosann og
hlusta á kyrrðina. Á tímabili fór Agnar oft í flug
með Pétri yngri bróður sínum, sem er flugmað-
ur hjá flugfélaginu Atlanta. Fóru þeir bræður
víða og skoðuðu landið úr lofti sér til ánægju.
Það var ekki alltaf auðvelt að vera einn að
bardúsa í slippnum. Stærstu bátarnir voru allt
að 60 tonn að þyngd, en það stóð ekki í Agnari.
„Ég tók skipin upp einn, fór út á prammanum
og stillti af alla spotta í bátinn. Svo fór ég í land
og dró upp þar tH kjölurinn nam við sleðann. Þá
aftur út á prammann að draga undir skipin og
segja körlunum um borð fyrir verkum áður en
báturinn var tekinn á þurrt. Þetta var manni
auðvitað ofraun - að vera einn í öllu,“ segir Agn-
ar. Hin síðari ár hefur Agnar verið með mann í
vinnu auk þess sem ýmsir hafa unnið tímabund-
ið við eigin báta í Bátastöðinni.
Skipasmíði og píanóleikur
Agnar segir að tréskipasmíði sé listgrein
frekar en iðngrein og menn verði að gæta þess
að halda sér í æfingu. „Ef skipasmiður hættir að
smíða skip og er frá þessari vinnu í nokkur ár þá
tínist þetta niður. Menn þurfa að vera í stöðugri
þjálfun, líkt og flugmenn og tónlistarmenn.
Þetta er eins og píanóleikur, þú getur bannað
píanóleikara að snerta á hljóðfæri í tvö ar og
sett hann svo á pall hjá Sinfóníunni. Ég er
hræddur um að stjómandinn yrði ekki hrifinn
að fá manninn óæfðan!"
Agnar hefur það eftir Dönum að ef skipasmíði
yrði aflögð þar í landi þá tæki á annan áratug að
ná aftur upp nauðsynlegri þjálfun starfsmanna,
þrátt fyrir allan fróðleik um skipasmíði sem
skráður er í bækur.
„Handbækur eru eitt, en handbragðið og
vinnubrögðin eru annað. Hagnýtri þekkingu
verður ekki viðhaldið nema með því að vinna við
fagið og sú þekking er dýrmæt," segir Agnar.
„Maður er kannski með stórt eikarstykki í
höndunum sem kostar 500 þúsund krónur. Það
er eins gott að það passi þegar á að fella það á
einhvern stað í skipinu. Annars fara mikil verð-
mæti í súginn.“
Bátastöðvarbátarnir
Bátar þeirra feðga í Bátastöðinni eru um
margt sérstakir í íslenskri skipasmíði, líklega
vegna þess að þeir draga meira dám af amer-
ískri skipahönnun en evrópskiá. „Línurnar í am-
erísku bátunum era aðrar en þeim skandinav-
ísku sem algengastir hafa verið hér,“ segir Agn-
ar. „Norrænu bátarnir era kubbslegri, brjósta-
meiri og sverari. Til að byrja með teiknaði karl-
inn hann pabbi báta líkt og aðrir hér á landi.
Einn góðan veðurdag breytti hann alveg um,
setti gafl og aflíðandi stefni líkt og á Haukinum
og nýsmíðinni. Karlinn hann pabbi vildi hafa
bátana einfalda í smíði, með aflíðandi línur og
plássgóða. Þetta skrokklag er ekki ólíkt því sem
var á víkingaskipunum. Einu sinni rakst ég á
grein eftir amerískan skipahönnuð sem sagði að
víkingaskipin hefðu haft hina fullkomnu lögun,
aflíðandi línur sem ollu engri fyrirstöðu í sjón-
um. Pabbi var lengi búinn að ganga með þessar
hugmyndir í kollinum áður en hann setti þær á
blað,“ segir Agnar.
„Það kom til mín maður þegar ég var að vinna
í Hauknum í slipp og spurði hvort þetta væri út-
lenskur bátur. Hann sagðist aldrei áður hafa
séð bát með þessu lagi, en það leyndi sér ekki að
svona ættu bátar að vera. Sjómenn sem hafa
verið á þessum bátum láta vel af þeim. Bátarnir
era liprir, fara vel í sjó og era gangmiklir.“
Skráður og óskráður fróðleikur
Agnar er mikill grúskari og víðlesinn, ekki
síst um skipasmíðar. En það er víðar fróðleik að
fá en í bókum. „Ég reyni að veiða allt sem ég get
upp úr gömlum skipasmiðum sem ég hitti og
líka reyndum sjómönnum. Það er jafn skemmti-
legt að tala við reynda og áhugasama menn og
það getur verið leiðinlegt að tala við skipasmiði
sem muna ekki í hvaða báti þeir vora síðast að
vinna.“
Sjálfur hefur Agnar ekki stundað sjó-
mennsku neitt að ráði en samt farið oft á sjó.
„Ég veit nokkurn veginn hvemig bátur á að
vera í laginu," segir Agnar. „Maður er búinn að
vera á alls konar bátum lengst úti í sjó. En ég
fer ekki nema nauðbeygður um borð í plastbát."
Skip með sál
„Karlinn hann pabbi sagði að það ætti að
klappa skipi þegar það hefur borið áhöfn sína að
landi úr vondu veðri,“ segir Agnar. En það á
reyndar ekki endilega við um öll skip. Agnari
finnst það sjálfsagt að klappa og tala við tréskip
en finnst það ekki viðeigandi að láta vel að
fjöldaframleiddum plastbátum.
„Það á að sýna tréskipi virðingu, það hefur
sál. Það er alveg staðreynd. Sum tréskip era
eins og ótemjur og það verður að temja þau og
læra á þau. Fyrstu sumrin sem ég sigldi skút-
unni minni, henni Fortunu, gerði hún mér ýmsa
grikki. Það var ekki fyrr en eftir nokkum tíma
að ég kunni orðið á hana. Þá var hún líka eins og
hugur manns.“
Agnar segir að skipasmiður tengist smíði
sinni sterkum böndum. Oft lagði hann frá sér
verkfærin, settist niður og gleymdi sér löngum
stundum við að skoða skipið sem hann vann að.
„Ég hef gaman af að sjá skipin mín aftur - þeg-
ar vel er um þau hugsað. Það grípur mann sér-
stök stemmning og margt rifjast upp. Handtök-
in og hvemig maður leysti hin ýmsu vandamál.
Það er ólýsanleg tilfinning."
Hjátrú og óskráð lög
„Það er mikil hjátrú tengd skipasmíðinni,"
segir Agnar. „Það má til dæmis eldd setja upp
frammastur nema setja undir það pening, sumir
reyna að verða sér úti um nýsleginn pening.
Kvenmaður má alls ekki klofa yfir kjöl á skipi
sem verið er að smíða, þá er víst að dallurinn
fari af kjölnum. Ef það kom fyrir að kona klofaði
yfir kjöl þá hættu gömlu skipasmiðirnir við að
smíða skipið. Þeir hættu ekki á að það yrði
manndrápsbolli." Þegar lokuplanki var settur í,
það er síðasti plankinn sem lokaði byrðingnum,
var efnt til veislu og sumir fengu sér smáhress-
ingu. Það þykir gæfumerki að sjósetja nýtt skip
á laugardegi, en það má alls ekki gera á mánu-
degi. „Það er stór stund þegar nýtt skip er sjó-
sett,“ segir Agnar.
Að vera góður við dýr
Agnar segist ekki þekkja neinn skipasmið
sem þori að vera vondur við dýr, sjálfur hefur
hann aldrei hrekkt dýr eða skaðað. „Karlinn
hann pabbi lagði einu sinni niður vinnu í
Blæsvölunni, skútu sem hann átti, því þegar
hann kom um borð var báturinn fullur af litlum
kettlingum. Hann gerði ekki handtak í bátnum
fyrr en þeir vora farnir. Ég hef aldrei hrekkt
dýr sem koma hér, ekki einu sinni minkinn sem
var hér eitt vorið.“
Agnar var þá sem oftar einn að vinna i drátt-
arbrautinni við að kalfatta bát, það er að troða
hampi í rifurnar á milli borða í byrðingnum.
Honum fannst einhver vera að horfa á sig þar
sem hann lá niður við kjöl og leit um öxl en sá
engan. „Svo lít ég aðeins útundan mér og sé
hvar minkalæða var rétt við hamphnykilinn, svo
nálægt mér að ég hefði getað teygt mig til henn-
ar. Hún virti mig iyrir sér góða stund áður en
hún skaust inn í urðina hér fyrir neðan.
Daginn eftir áttaði ég mig á þvi hvaða erindi
hún átti. Þá kom minkalæðan aftur og nú með
yrðling í kjaftinum sem hún lagði niður stutt frá
mér. Hún fór margar ferðir og þetta var orðinn
heill hópur af yrðlingum. Svo hélt læðan áfram
undir kjölinn á bátnum með hvern yrðlinginn af
öðram. Hún var þá að selflytja þá lengra inn í
Elliðavoginn og valdi þessa leið frekar en að
fara fjörana."
Framtíðin
Fyrir nokkrum árum var gert nýtt skipulag
að svæðinu inn við Elliðavog og var þá fyrirséð
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 B 17
Morgunblaðið/Einar Falur
NÝSMÍÐIN var tekin út úr smíðaskemmunni og svífur hér í lausu lofti. Greinilega má sjá afliðandi stefnið, gaflinn og mjúkar línur bátsins sem Jón O. Jónasson teiknaði.
SKEKTAN Sæbjörg frá Höfða í Jök-
ulfjörðum var smíðuð f Bátastöðinni
1993 og er augnayndi að öllum frá-
gangi og smíði. Halldór Páll Eydal
smíðaði skektuna eftir gömlum báti
Jakobs Falssonar bónda og báta-
smiðs í Kvíum. Halldór segir að það
sé þekkingu og færni Agnars að
þakka hvað smíðin tókst vel.
að Bátastöðin yrði að víkja. Stöðin hefur því
starfað á framlengingu fram á þennan dag, að
sögn Agnars. Undanfarið hefur Agnar rýmt
húsin, flutt burtu bátana, tekið til verkfærin og
fleira. Á næstunni fer Ágnar aftur norður að
vinna í Hauknum, en eftir það er framtíðin óráð-
in. „Ég á heila skipasmíðastöð af verkfærum og
þekkingu sem mig langar að viðhalda," segir
Agnar. „Ég veit ekki hvort ég fæ tækifæri til
þess að vinna áfram við skipasmíðar. Það getur
vel verið að ég geri eins og svo margir félagar
mínir í stéttinni, snúi mér að allt öðra. Mörgum
skipasmiðum svíður hvernig búið er að fara með
þessa stétt. Mér finnst skipasmíði ekki hafa ver-
ið sýnd tilhlýðileg virðing hér á landi, en skipa-
smiðir eru ekki frekjudallar, þeir era hógværir
- vilja bara láta verkin sín tala.“
En hvað verður um nýja bátinn?
,Ætli ég geri hann ekki að skemmtisnekkju.
Ég hef verið að viðhalda handverki mínu og
þekkingu með þessari smíði. Þegar ég verð bú-
inn með þennan bát verð ég líklega að smíða
annan til að tapa ekki kunnáttunni.
árum og teiknaði og smfðaði marga báta. Morgunblaðið/Ámi Sæberg