Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 21

Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 B 21 BRUNNAR HF er ört vaxandi fyrirtæki á sviði málmiðnaðar í nýsmíði úr ryðfríu- og svörtu stáli. BRUNNAR HF hafa flutt starfsemi sína í Skúta- hraun 2 í Hafnarfirði og óskar nú eftir að ráða starfsmann vanan málmsmíði í ryðfríu og svörtu stáli. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf til Brunna hf„ merktar: BRUNNAR HF., B/t Valur Sveinbjörns- son, Skútahrauni 2, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur umsókna ertil 14.04 1997. Sölumaður Traust iðnfyrirtæki í Kópavogi óskar eftir að ráða sölumann. Menntun á svið tréiðnaðar er æskileg svo og reynsla og þekking á bygg- ingariðnaði og byggingarvörum. Sölumaðurinn þarf að uppfylla eftirfarandi kosti: Reglusemi, stundvísi, reykleysi, nákvæmni, vinnusemi, dugnaður, góð, lífleg og aðlaðandi framkoma. Heppilegur aldur 30 til 40 ára. Umsóknir þurfa að vera sem ítarlegastar. Æskilegt að meðmæli og umsagnirfylgi. Með umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál og öllum svarað. Umsóknir sendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 14. apríl, merktar: „S — 461". Laus staða Samkeppnisstofnun óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að annast útgáfumál og upplýsingamiðlun. Um fullt starf er að ræða og eru laun samkvæmt kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Upplýsingar um starfið veitir Gunnar G. Þor- steinsson í síma stofnunarinnar 552 7422 milli kl. 9.30 og 11.30. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un, fyrri störf og önnur atriði sem máli skipta skulu berast Samkeppnisstofnun, Laugavegi 118, pósthólf 5120,125 Reykjavík, fyrir 20. apríl 1997. Reykjavík, 4. apríl 1997. Samkeppnisstofnun. Blaðamaður — spennandi starf Séð og heyrt — tímaritið sem flestir íslending- ar lesa — auglýsir eftir blaðamanni í fullt starf. Óskað er eftir ungum, hugmyndaríkum og duglegum blaðamanni sem getur hafið störf strax. Vinsamlegast skilið umsóknum til afgreiðslu Mbl., merktum:„B — 500", fyrir 15. maí nk. FRÓÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Organisti Starf organista við Hafnarkirkju og Bjarnanes- kirkju í Hornafirði er lausttil umsóknarfrá og með 1. maí nk. Um er að ræða fullt starf. Launakjör samkvæmt taxta Organistafélags íslands. í starfinu felast öll almenn störf kirkjuorganista auk þjálfunar kirkjukóra, þátttöku í barnastarfi og öðru starfi innan kirkjunnar. Umsóknum ber að skila til Árna Stefánssonar, formanns sóknarnefndar Hafnarsóknar, Kirkju- braut32,780 Hornafirði, fyrir 15. apríl nk. Nán- ari upplýsingar um starfið veitir Árni í síma 478 1215. Sóknarnefnd Hafnar- og Bjarnanessóknar. Prentsmiður óskar eftir vinnu á höfuðborgarsvæðinu Hefur þekkingu á Macintosh umhverfi, þ.e. Quark Express og Photoshop (Freehand). Upplýsingar í síma 587 4461 eftir kl. 17.00. Skólastjóri Staða skólastjóra við Egilsstaðaskóla skólaárið 1997 til 98 er laus til umsóknar. Umsóknirsendistformanni skólanefndar, Birni Vigfússyni, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, fyrir 6. maí nk. Upplýsingar veita aukformanns, skólastjóri Sigurlaug Jónasdóttir og bæjarstjóri Helgi Halldórsson. Skólanefnd. STOFNAÐ 1882 Bakari! Kaupfélag Þingeyinga óskar eftir að ráða bak- ara til starfa í Brauðgerð KÞ á Húsavík. Nánari upplýsingar veitir Helgi Sigurðsson, bakarameistari, í síma 464 0467. Brauðgerð KÞ - Þegar gæðin skipta máli - Kennarar Kennarar óskast til starfa við Stóru-Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi. Um er að ræða almenna kennslu, handmennt og myndmennt. í skólanum eru u.þ.b. 140 nemendur í 1.-10. bekk. Samkennsla er engin svo bekkir eru fremur fámennir. Vogar eru í 35 km fjarlægð frá Reykjavík þannig að kennar- ar á höfuðborgarsvæðinu geta auðveldlega sótt vinnu þangað. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Upplýsingar veitir skólastjóri í v.s. 424 6655 og h.s. 424 6600 og aðstoðarskólastjóri í v.s. 424 6655 og h.s. 424 6623. Framtíðarstarf Laghentur starfsmaður óskast til starfa og stjórnunar á verkstæði hjá framsæknu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða: ★ Samsetningu og viðhald sláttuvéla og reiðhjóla á sumarvertíð. ★ Sölu, viðgerðir og samansetningu snjókeðja á vetrarvertíð. Við leitum að traustum framtíðarmanni strax, sem getur unnið sjálfstætt og haft umsjón með rekstri verkstæðis. Umsóknir, ásamt meðmælum og hugmyndum um laun, sendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „F — 550", fyrir 9. apríl. Arkitekt/ innanhússarkitekt Vegna aukinna umsvifa óskarTeiknistofan Bankastræti 11 ehf. eftir að ráða arkitekt og innanhússarkitekt til starfa strax. Teiknistofan vinnur að mjög fjölbreyttum verk- efnum frá aðal- og deiliskipulögum, húsahönn- un, hönnun og innréttingum. Viðkomandi þurfa að hafa líflegt hugmyndaflug, kunnáttu í tölvuteiknun og ekki síst jákvætt hugarfar. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Arkitekt/innanhússarkitekt", fyrir 14. apríl. Skrifstofustörf Bókhald Hálft eða fullt starf. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi reynslu, þekki Tok-kerfið auk Excel og Word. Símavarsla frá kl. 13—17. Viðkomandi þarf að vera góð(ur) í ritvinnslu og hafa góða þjónustulund. Gagnaskráning — ritvinnsla Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „S - 511" HEIMILI, DAGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, SUNDLAUG Iðjuþjálfi Dagvist Sjálfsbjargar óskar eftir iðjuþjálfa í sér- verkefni „sjálfstyrkingu fatlaðra" — með hand- leiðslu sálfræðigns. Upplýsingar gefur Guðmundur Magnússon forstöðumaður í síma 551 2720. Tækifæri Ef þú ert jákvæð (og ör) og hefur áhuga á að ná árangri í starfi, þá langar okkur að fræða þig um tækifæri sem við bjóðum. Hjá okkur: er ekkert þak á tekjumöguleikum, eru engin verkföll, getur þú unnið spennandi bónusa, færð þú faglega þjálfun, færð þú tækifæri til að vaxa með starfinu, kostar ekkert að byrja. Ef þú hefur bíl til umráða, pantaðu þá viðtal í síma: 565 5965. Rafeindavirkjar/ tæknimenn Átján ára gamalt eins manns þjónustu- og inn- flutningsfyrirtæki, sem þjónarfiskiskiptaflotan- um á sviði rafeindastýringa og tölvutækni, óskar eftir 50% meðeiganda. Örugg og vax- andi viðskipti ásamt nýjum verkefnum nú þeg- ar hér heima og erlendis. Öll svör og fyrir- spurnir meðhöndlast sem trúnaðarmál. Alvöru-áhugasamir leggi inn svör eða hug- myndirfyrir 12. apríl til afgreiðslu Mbl. merkt: „RT-161". ISLANDSFLUG íslandsflug óskar eftir að ráða aðila til að ann- ast og reka mötuneyti fyrir starfsmenn félags- ins. Um er að ræða 1/2 dags starf í huggulegu umhverfi á reyklausum vinnustað. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- um félagsins við Reykjavíkurflugvöll. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 1997. Flugmaður óskast Flugfélag Austurlands óskar að ráða flugmann til starfa með aðsetur á Egilsstöðum. Umsækj- andi þarf að geta starfað sjálfstætt og með óreglulegan vinnutíma. Lágmarks flugreynsla er skírteini atvinnuflugmanns ásamt blind- flugsréttindum og a.m.k. 1000 skráðar flug- stundir. Skriflegarumsóknir sendist til: íslandsflug - flugrekstrarstjóri Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík Heimasíða Mannvals http://www.solver.is/mannval Við erum á Internetinu, þar getur þú m.a.: • Lagt inn umsókn. • Skoðað fólk á skrá og störf í boði. MAIMIVI AU5TLJR5TRÆTI 17 • 3. HÆÐ 5ÍMI 551 5858 181 REYKJAÍK FAX 551 5858 Matreiðsla — sumarvinna Matreiðslumann vantar á lítinn veitingastað í Mývatnssveit frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar í síma 464 4164.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.