Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 1
■ ÞRÍVÍDDARHÖIMNUIM/2 ■ HANDBOLTASYSTKINI FRÁ SELFOSSI /3 ■ LÍFSGÆÐI FATLAÐRA/4 ■ SKÁLPIÐ SEM HLÓ AÐ HUGSUIMUM SÍN- UM/5 ■ LISTíHLÍÐASKÓLA/5 ■ VIÐHORFEVRÓPSKRAUNGLINGA/6 ■ Morgunblaðið/Júlíus 1. Lesturinn kveikir áhuga á bókum. 2. Barnabækur eru fullorðn- um áhugaverðar. 3. Myndskreytingar í bókum eru oft góðar. 4. Barnið telur að lesarinn sé töframaður. 5. Lesturinn skapar góðar minningar. 6. Hann styrkir samband barna og foreldra. 7. Hann skapar frið á heimil- inu. 8. Lesturinn er þjálfun í ein- beitingu. 9. Góðar bækur kenna mun- inn á góðu og vondu, réttu og röngu. ATHYGLIN óskipt, innlifunin fljúgandi. SLÖKKTU á sjónvarpinu," kallar mamman pirruð um leið og skvaldrið í eldhúsinu deyr út. Tennurnar verða aftur hvítar á baðinu og börnin með tannburstann í munninum þrýsta út síðustu sögunum af afrekum dagsins. í herberginu sveiflar stúlkan sér upp á skrif- borð og dansar líkt og Esmeralda úr Hringjaranum. „Uppí rúm!“ skipar mamman og börnin hoppa í rúm- inu. Ansi endingar- LÍNA langsokkur. LESTUR FYRIR BORN Töfrandi stund spunnin úr bók á heimilinu góðir gormar! „Lestu þessa,“ segir stúlkan og otar smábók að mömmunni. „Nei,“ segir stráksi og ætlar að stökkva úr rúminu og ná í aðra. „Veriði róleg,“ segir mamman „ég held auð- vitað áfram með Línu, hún fer í kaffiboð til Önnu og Tomma með úfið hárið. Lína langsokkur lifnar í huga barnanna og kemst aftur í fína kaffiboðið. Hún missir fljót- lega stjórn á sér og stelur konfektmolum með tungunni af ijómatertu, stráir sykri yfir stofu- gólfið og kveður fínar kjaftakerlingarnar í kút- inn með sögum. Töfrandi kyrrð breiðist yfir íbúðina og köttur- inn gægist undan rúminu. Ljós skín úr augum mömmunnar og munnar barnanna opnast. Apann Níels ber við gluggann. Bókin er þunga- miðjan. Frammi drýpur úr krana og vatnsdropi splundrast en enginn tekur eftir því nema kötturinn með trýnið í matarskálinni. Mamman er töframaður. Hún lífgar bókstaf- ina með orðum sínum og varpar myndum á hugartjald barnanna. Lína hefur óhamið hug- myndaflug og sköpunargáfu og hún fylgir fínu frúnum úr kaffiboðinu til að segja þeim síðustu söguna: „Malla sópaði aldrei ruslinu undir rúm- in!“ Mamman les í friði. Henni finnst gaman og vill helst ekki hætta. Kjaftakerlingarnar eru orðlausar og mamman hlær og börnin líka. Heimur Línu grípur athyglina alla og Astrid Lindgren er göldrótt. Lestrarstund á heimilinu er lokið, þráðurinn er dreginn inn í draumaveröldina og nú spinna börnin sofandi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.