Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF HÖNNUN með sál fegrar lífið „HÖNNUN er þjónustufag sköpunar og hlutverk hönnuða má að ein- hveiju leyti líkja við störf lækna; þeir skilgreina aðstæður og vanda- mál hveiju sinni og finna viðeigandi lausnir, segir Katrín Pétursdóttir sem undanfarin níu ár hefur verið búsett í París. Þar lauk hún fimm ára námi í iðnhönnun árið 1995 frá Ecole Superieure de Design Indust- riel. Starfsheitið iðnhönnuður finnst henni úr sér gengið og ekki lýsa nægilega í hveiju vinna hennar felst. „Þrívíð hönnun á betur við. Það er víðara hugtak og á við alla mögu- lega hluti sem hafa rúmtak, svo sem búsáhöld, gervilimi, húsgögn, bíla og strætóskýli. Starf þrívíddarhönn- uða felst í að sameina ólíka þætti; hugmynd, tækni, efni og form sem síðan er aðlagað mismunandi mark- aðshópum. Þannig bætum við og auðveldum vonandi líf fólks og fegr- um umhverfið." í París starfaði Katrín Pétursdóttur þrívíddar- hönnuður hjá manni með snilligáfu, Philippe Starck, Hún hannaði þar meðal annars bað- vog, flugnafælu og þvottaklemmu. Hrönn Marinósdóttir fékk Katrínu til að lýsa hug- myndum sínum og reynslu. í skólanum fékk Katrín fyrstu einkunn og viðurkenningu fyrir út- skriftarverkefnið þar sem þögnin var viðfangsefnið. Hún hannaði hluti sem ijúfa þögnina og eru teng- ingar við umhverfið; þráðlausan síma, dyrabjöllu og hurðarhand- fang. „Eg velti fyrir mér spennu- hlöðnu andartaki þagnarinnar, rétt áður en hún er rofin. Mig langaði til að benda á litlu atriðin í daglega lífinu sem við veltum sjaldnast fyrir okkur. Þessi andartök eru í raun stórmerkileg." Katrín segir erfitt að breyta ímynd fólks af síma enda eru þeir yfirleitt eins útlítandi. „Síminn sem ég hannaði er í upp- reisn við einlitan markaðinn. Mér finnst að fólk eigi að hafa úr fleiru að velja. Síðustu árin hefur þróunin þokast í þá átt og farið er að skipta markaðnum meira í hópa. Franska fyrirtækið Thomson hefur verið í fararbroddi eftir að Philippe Starck Morgunblaðið/Kristinn KATRÍN Pétursdóttir þrívíddarhönnuður. tók að sér ráðgjafarhlutverk hjá þeim.“ Vinnan með Starck Síðastliðið vor auðnaðist Katrínu að fá tímabundið starf hjá Frakkan- um Philippe Starck, víðfrægum og afar vinsælum hönnuði sem hannað hefur allt frá tannburstum til stórra húsbygginga. Úr hópi fjölmargra umsækjenda var hún, ásamt tveim- ur öðrum ungum hönnuðum, valin til starfa í nokkra mánuði við hönn- un nytjahluta í nafni Starcks fyrir ítalska búsáhaldafyrirtækið Alessi. Starck hefur um árabil hannað hluti fyrir Alessi sem er þekkt vörumerki víða um heim en ýmiss konar bús- áhöld frá fyrirtækinu hafa verið seld í verslunum hér á landi. Alessi leggur mikið uppúr persónulegum tengslum notandans við hlutinn og höfðar, að sögn Katrínar, „mest til fólks sem er meðvitað um umhverfi sitt og hugsar ekki einungis um notagildi vörunnar." Hönnunarvinnan fór fram sl. sum- ar á vinnustofu Stareks, lítilli eyju rétt fyrir utan París. Starfið fólst í að hanna úr stáli og plasti meðal annars þvottaklemmu, eldhús- og baðvogir, viftu og flugnafælu. „Að vinna með Starck er stans- laus lærdómur, hann er mjög kröfu- harður og algjör vinnuþjarkur. Við unnum mjög hratt, punguðum stans- laust út hugmyndum sem þurftu að standast formlega, hugmyndafræði- ÞRÁÐLAUS sími sem Katrín hannaði við skólann í París. MJÚKT gúmmíhúðað handfang. LATEX- húðuð dyrabjalla með snertihnappi. Það var um fátt annað talað en handbolta þegar Hanna Katrín Fríðriksen bauð Sigurjóni, Gústaf og Huldu upp á kaffi eftirmiðdag nokkum í vikunni, enda hafa systkinin verið í eldlínunni með liðum sínum undanfaríð. Keppnisharka systkina frá Selfossi „ER þetta ekki í fyrsta skipti sem við hittumst öll þijú frá því um jól- in?,“ spyr Hulda Bjarnadóttir um leið og hún snarast inn um dyrnar og heilsar bræðrum sínum Gústaf og Siguijóni. „Alltaf síðust“ stynja þeir og ranghvolfa augum. „Ekkert svona strákar mínir. Ég hef bara meira að gera en þið,“ svarar Hulda og þaggar snarlega niður í þeim - í bili. Systkinin tóku ljúflega í þá beiðni blaðamanns að fá að hitta þau yfir kaffibolla til þess að ræða lífið og tilveruna - sem reyndar snýst um fátt annað en handbolta hjá þeim þessa dagana. Siguijón og Hulda hafa verið í eldlínunni með liðum sínum, Aftureldingu og Haukum, í harðri baráttu um íslandsmeistara- titilinn. Þegar þetta er skrifað er staðan 1:1 í einvígi deildarmeistara Aftureldingar og KA, en Hulda orð- in ísiandsmeistari með Haukum ann- að árið í röð eftir að hafa unnið bik- armeistaratitilinn fyrr í vetur. Karla- lið Hauka, með fyrirliðann Gústaf í broddi fylkingar, lét sér lynda bikar- meistaratitil fyrr í vetur, en svona rétt til að minna á sig fyrir meistara- slagi systkinanna fór Gústaf ham- förum í landsleik gegn Kina sem háður var á Selfossi á dögunum, skoraði 21 mark og setti þarméð markamet sem væntanlega mun standa um einhver ókomin ár. Víðavangshlaup í lopapeysu Fjölskyldan flutti til Selfoss árið 1977 eftir að hafa búið í Reykjavík og Grindavík um tíma. „Eins gott að við fluttum frá Grindavík. Við erum öll of lítil fyrir körfuboltann," segir Hulda. Af hveiju endilega handbolti? „Við eigum reyndar eldri systur, Guðbjörgu Hrefnu, sem var lands- liðskona í sundi,“ segir Siguijón. „En hún fór líka í handboltann," bendir Hulda á. „Við tókum þátt í því sem boðið var uppá þarna á Selfossi," segir Gústaf: „Fijálsum íþróttum, sundi, fótbolta og handbolta." „Ég hljóp víðavangshlaup í lopapeysu," minnist Siguijón og Hulda rifjar upp löngu liðnar blakæfíngar. Handboltaferillinn hófst sem sagt á Selfossi þar sem systkinin segja hjónin Kristjönu Aradóttur og Þor- geir Inga Njálsson hafa unnið þrek- virki í að byggja upp sterka og metnaðarfulla handboltadeild. „Það var mikið um að vera í handboltan- um á þessum árum,“ segja þau. „Það var líka meira félagslíf í handboltanum en sundi og fijáls- um,“ segir Hulda. „Já, Gugga er meiri einfari en við,“ bætir Gústaf við og svo hlægja þau þijú að elstu systurinni sem er ekki viðstödd og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. „Við erum meiri félagsverur." Hvaðan kemur þessi mikli íþróttaáhugi? Frá foreldrunum? Skellihlátur. „Pabbi, Bjarni Sigur- jónsson, þótti nú sprækur í fótbolt- anum með Þrótti í braggahverfmu hér á árum áður,“ segir Gústaf sposkur og Siguijón lýsir vítatækni móður þeirra, Maríu Gústafsdóttur, sem lék handbolta með Tý í Vest- mannaeyjum á þeim árum þegar tíðkaðist að horfa i þveröfuga átt við stefnu boltans. „Nei ætli það sé ekki óhætt að segja að þau hafi ekki verið mikið íþróttafólk,“ segir Gústaf. „En þau fóru alveg á kaf í þetta með okkur,“ segir Hulda, „voru dyggir áhorfendur og tóku mikinn þátt í bæði félags- og stjórn- arstarfi." Bræðurnir hófu handboltaferilinn sem skyttur en þaðan lá leiðin inn á línu og út í horn. „En ég fór strax á línuna," segir Hulda. „Þú ert líka öðruvísi," er svarið. „Tökubarn!" „Æ, ekki byija aftur á þessu.“ Hulda þykist verða sár. Síðan segir hún blaðamanni frá því að bræðurn- ir hafi logið þvi að henni í æsku að hún væri ekki alvöru systir þeirra. „Þið verðið bara að viðurkenna að þið hermduð eftir mér þegar þið fóruð á línuna." Baráttan í lagi „Hún hefur tekið vel eftir gegnum árin og lært af okkur,“ segir Sigur- jón og glottir, spurður um kosti litlu systur sem leikmanns. „Hún er hörð af sér og hefur gott skap í þetta. Baráttujaxl. Helsti galli hennar er hins vegar sá að hún á til að gera sér hlutina of erfiða, leggur of mik- ið í þetta.“ „En ég hef nú róast,“ skýtur umræddur baráttujaxl inn í. „Þau eru áþekk," segir Gústaf. „Bæði ódrepandi baráttujaxlar sem gefast aldrei upp og eru fyrirmyndir í liðum sínum. Það er hins vegar líka stærsti galli þeirra að stundum er kappið meira en forsjáin." „Hann sýndi strax góða tækni,“ segir Siguijón um Gústaf. „Þar hef- ur hann vinninginn fram yfir okkur hin. Hann tekur hins vegar oft óþarfa sjénsa og fer fram úr sjálfum sér. Það hefur þó dregið úr því með árunum." „Höfum við ekki öll þroskast með árunum og reynslunni?,“ spyr Gú- staf. „Siguijón spilar með hjartanu og hefur baráttuanda sem skilar rosa- lega miklu,“ segir Hulda. „Hann þarf hins vegar að læra að detta almennilega,“ segir hún og reynir að sýna viðstöddum hvað hún á við. Kaffibollarnir eru í stórhættu en Siguijón skilur sneiðina. „Ég ætti kannski að fá mér hlífar á alla út- limi eins og þú?“ „Gústi er rosalega teknískur," heldur Hulda áfram. Hann hefur fengið eitthvað meira en við . . .“ „ . . . nei, ekki meira heldur minna. Hann fékk minna að borða en við, varð veikburða og vann það upp með tækninni." Siguijón er með hlutina á hreinu. Hulda lætur ekki trufla sig: „Hann er áhorfendavænn leikmaður en tekur hins vegar óþarfa sjensa og er því oft annað hvort skúrkur eða hetja í liði sínu.“ „Krakkar, krakkar, þetta er nú bara leikur," segir Gústaf og and- varpar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.