Morgunblaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ B FOSTUDAGUR 18. APRIL 1997 FLOTVIIMNUBUNINGAR OG FRYSTIHUSAFÓT/2 ■ HÚN ER ELPSMIÐ- UR/2 rn HÖNNUNARDAGAR/3 ■ SPENDÝR Á NORÐURSLÓÐUM/4 HEILLAÐUR AF EUROVISION/5 ■ SAFNAÐ í GÖMLU GRIPAHÚSI/6 ■ UIMDUR SPEN- DÝRA HVÍTÚLFAR eru ekki sterkbyggðir. Þeir eru grannar og langleggjað- ar hlaupatíkur. Græn- lenskir sleðahundar draga þung hlöss og eru sterkari - úlfar eru hins- vegar kænni gagnvart bráð sinni. Myndin sýnir ylfinga, en hvítúlfar lifa m.a. í Alaska, á freðmýr- um Kanada og N- og NA-Grænlandi. En hvernig tekst spendýrum að aðlagast kuldanum og fæðunni á norðurhjaran- um? íslensk tíska ÁLFKONA, skógardís, blómálfur, bergdrottning og fyrirsætur á íslenskum járnskóm ætla að leika listir sínar á Mýrdalsjökli fyrir tískuþáttinn Stylissimo! á MTV. Tískusýningin er haldin mánudaginn 28. apríl, daginn eftir Elite-fyrirsætukeppnina í Borgarleikhús- inu. Skóli Johns Casablancas á íslandi skipuleggur keppnina og tískusýninguna og verður átta metra langur og þriggja metra breiður sýningarpallur byggður á jöklinum. Sýningin verður haldin ef veður leyfir og segir Kolbrún Aðal- steinsdóttir framkvæmdastjóri skólans að flytja þurfi tugi manns upp á jökul svo hún geti orðið að veruleika. Kolbrún vill leggja áherslu á hið dul- magnaða og óvenjulega og til dæmis munu Sjóklæðagerðin og Sigríður Sunneva sýna fatnað. Hún segir enn- fremur að íslenskir hönnuðir geti komið niður í Skóla Johns Casablancas eftir helgi og komið með allt sem þeir eiga, eina peysu, eða bara hvað sem er. Hvað, hvaðan og hvers vegna? Elite-fyrirsætukeppnin verður í Borgarleik- húsinu sunnudaginn 27. apríl og segir Kolbrún jákvætt að þurfa ekki að halda hana á vínveitinga- stað. Keppendurnir munu koma fram í jakkafötum með karlmannshatta og fötum frá Sjóklæðagerðinni, auk þess sem staðið verður fyrir ýmsum uppákomum. Þátta- gerðarmenn MTV munu taka Elite-keppnina upp og ætla sér að reyna að komast til botns í íslenskum tískuheimi með viðtölum; hvaða fatnaður er vinsælastur, hvaðan hann er, úr hveiju og hvers vegna. Þá verða nemendur förðunarskóla Face útskrifaðir við sama tækifæri. Dómar- ar í fyrirsætukeppninni koma frá Elite í Lundúnum, Milanó og New York og kynnir verður fyrirsætan Geir Magnússon sem Kolbrún segir njóta velgengni í starfi erler.dis. ■ SJÓKLÆÐAGERÐIN er áberandi í tískuheiminum um þessar mundir. Freyja Ragnarsdótt- ir, starfsstúlka hjá fyrirtækinu, situr fyrir í frysti- húsastakk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.