Morgunblaðið - 18.04.1997, Síða 3

Morgunblaðið - 18.04.1997, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL1997 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Þorkell SÝNINGARFÓLK í buxum frá Joe Boxer, stökkum og stígvélum frá Sjóklæðagerðinni. Nema hvað sýningin var ekki í New York heldur á íslandi. íslendingar fjölmenntu líka í flug- skýlið sem í tilefni stundarinnar var fært í nýjan og óneitaniega glæsileg- an búning. „Hvað höfum við að gera með sérstaka ráðstefnuhöll?“ spurðu prúðbúnir gestir. Undlrföt og sjógallar Sýningin var flott. íslenskt sýn- ingarfólk tók sig vel út í glaðlegum Joe Boxer undirfötum og náttfötum - og í 66°Norður göllum frá Sjó- klæðagerðinni. Það er langur vegur á milli undirfata og náttfata banda- rísks tískuhönnuðar og íslenskra frystihúsagalla og flotvinnubúninga. Forvitnin var vakin. „Nick Graham rakst inn í verslun- ina hjá okkur fyrir tilviljun og vildi í kjölfarið fá að nota 66°Norður fatnað á sýningunni," segir Kristín Halldórsdóttir, hönnuður hjá Sjó- klæðagerðinni. „Það var auðsótt mál, það eina sem við gerðum var að laga tilbúin föt til þess að þau pössuðu sýningarfólkinu betur.“ Það var sérstaklega hvíti frysti- húsagallinn frá 66°Norður sem Gra- ham vildi sýna; stakkar, buxur, svuntur og sloppar ásamt stígvélum. Síðan bættist flotvinnugallinn á óskalistann eftir að hann hafði spurnif af því að poppstjarnan Björk Guðmundsdóttir hefði fengið sér einn slíkan. „Björk keypti galla og bað afgreiðslufólkið um að setja ytra byrðið í poka. Síðan gekk hún út í innra byrðinu," segir Kristín, „og það fréttist af henni í gallanum á skemmtistað um kvöidið." Flotvinnugailarnir frá Sjóklæða- gerðinni skiptast í tvennt, flot- og hitafóðrið er svokailað innra byrði og því er sem sagt hægt að renna frá ytra hlífðarbyrðinu. „Við erum óneitanlega að sjá nýjar hliðar á vörunni," segir Kristín. „Nú erum við að hanna nýtt innra byrði með meiri hreyfivídd, en efnið setur hönnuninni nokkrar skorður hvað það varðar. Við erum að velta því fyrir okkur að selja svona innra byrði sér, það getur reynst vel í útilegur - og greinilega víðar.“ Frystlhúsagallar tll Bandaríkjanna Nicholas Graham kom aftur við hjá Sjóklæðagerðinni áður en hann hélt vestur um haf eftir vel heppn- aða sýningu. Með honum var hópur bandarísks tískufjölmiðlafólks sem eftir viðskipti dagsins á eftir að spranga um á heimaslóðum í útivist- arfatnaði frá 66°Norður og hlífð- arfatnaði sem til þessa hefur nær eingöngu sést í íslenskum frystihús- um. Sjóklæðagerðin framleiðir sjó- fatnað, regnfatnað fyrir börn og fullorðna, almennan vinnufatnað og útivistar- og flísfatnað fyrir börn og fullorðna. Framleiðslan hefur áður hlotið náð fyrir augum tískunnar, skemmst er að minnast Kraftgall- anna sem sýndu unglingum fyrir nokkrum árum að hægt er að vera töff án þess að vera kalt. Sjóhattarn- ir eru líka teknir upp við ólíklegustu tækifæri. „Nú er vinnufata„lookið“ líka í tísku," segir Kristín. „Þarþykja flottustu fötin vera úr „beaver“efni sem er 50% nælon og 50% bómull. Þetta er mjög slitsterkt og við eigum gott úrval af svona fatnaði." Merklð hjálpar Útflutningur nemur 10-12% af veltu Sjóklæðagerðarinnar og segir Markús Þórarinsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, að stefnt sé að því að hann verði 60-70 milljónir króna í ár. „Við höfum getið okkur gott orð erlendis fyrir sjóklæðnaðinn. Um- boðsmenn okkar vita að það er hægt að treysta gæðunum enda er klæðn- aðurinn prófaður við erfíðustu að- stæður af íslenskum sjómönnum," segir Markús. „Við erum líka með mikla þróun í útivistarfatnaði. Þar sem samkeppnin hörð en merkið 66°Norður hefur rutt brautina. Við notum eingöngu bestu efnin og fatn- aðurinn hefur gengið í gegnum ströng próf hér, til dæmis hjá björg- unarsveitum landsins.“ Fyrirspumir varðandi útivistar- fatnað, regngalla og annað, hafa borist víða að úr heiminum. „Það eru íslendingar alls staðar. Þeir eiga svo böm sem aftur eiga regngalla frá okkur,“ segir Kristín. „Við höfum til dæmis fengið upphringingu alla leið frá Ástralíu þar sem foreldrar leikfé- laga íslenskra barna í 66°Norður regngöllum vildu kaupa eins galla.“ Kristín segir eftirspurn frá Bret- landi eftir 66°Norður útivistarfatnaði hafa tekið mikinn kipp eftir að BBC sýndi sjónvarpsþátt frá íslandi fýrr í vetur. Þar var meðal annars sýnt frá jöklaferð þar sem þátttakendur vom klæddir fatnaði frá Sjóklæða- gerðinni. „Það er eins og heimurinn sé að uppgötva að það sé ekki nóg með að það búi fólk á norðurhjara, heldur sé það líka að búa til eitthvað sniðugt.“ Morgunblaðið/Ásdís Bamastólar sem vaxa ÞÓRDÍS Zoéga hefur hannað barna- húsgögn sem GKS mun sjá um að framleiða og selja. Hún leggur áherslu á að um sé að ræða íslenska hönnun og íslenska framleiðslu sem unnin sé í samvinnu við leikskólakennara. „Þessi hús- gögn hafa verið notuð í fjórum nýj- um leikskólum sem Reykjavíkurborg opnaði á síðasta ári og þau hafa fengið vöruvottun Iðntæknistofnun- ar.“ Þórdís segir allar útlínur mjúkar og að stólarnir séu unnir úr gegn- heilu beyki. Þórdís segir að börnin sitji mjög vel í stólunum, hið sama gildi um fullorðna, og því eigi hann að geta þjónað tilgangi sínum þótt þau vaxi. Sethæð stólanna er 41 sentímetri og hægt er að fá slá framan á hann fyrir minni börn segir Þórdís loks. Hönnunardagar 1997 Herra Ed og gormastólar STURLA Már Jónsson hefur hannað nýja gerð eldhúsinnréttinga sem vann til 1. verðlauna í samkeppni Reykjavíkurborgar. Innréttingarnar eru í félagslegar leiguíbúðir borgar- innar og ætlað að vera auðveldar í samsetningu. Þá er hægt að skipta út einstökum skápeiningum. Framleiðslan var boðin út og var Axis hlutskarpast að Sturlu sögn. „Þessi útfærsla er í sjálfu sér ekki frábrugðin venjulegri innréttingu úr í útliti. En ég tók tillit til ýmissa þátta sem skipta máli í leiguíbúð til dæmis viðhalds og einnig tæknilegra atriða á borð við raf- og vatnslagnir sem þarf yfirleitt að leggja inn í veggi. Þær er nú hægt að leggja bakvið innréttinguna sjálfa, utan á vegginn." Sturla segir að með þessu móti sé notandinn alls ekki bundinn af lögnum sem fyrir eru og geti fært innréttinguna eftir hendinni. Inn- réttingarnar eru úr plasthúðuðum drapplitum spónaplötum í stað hvítra og höldur eru sérhannaðar og fram- leiddar á íslandi. Hurðir eru sprautulakkaðar með sérstöku lakki og þær má taka af og sprauta aftur þegar þær eru orðn- ar slitnar. ■ VINNUATHVARF, tölvuborð 21. aldar, byltingarkenndar kommóður, skóla- húsgögn, stóll með traktorsfjöðrum og sófasettið Herra Ed eru meðal muna á hönnununardögum hús- gagna og innréttinga sem haldnir eru í sjötta sinn og hefjast í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins og iðnaðarráðu- neytisins með aðild Forms íslands, Arki- tektafélags Islands og Félags húsgagna- og innanhússarkitekta og markmiðið er að vekja á athygli á helstu nýjungum í hönnun og framleiðslu húsgagna- og húsbúnaðar hér- lendis. Framleiðendur hafa tilnefnt ákveðin verk verða vérðlaun afhent opnunardaginn. Hátíðin er opin boðsgestum í dag en sýningarsalir framleiðenda og seljenda verða opnir almenn- ingi um helgina. Þátttakendur eru 11; Á. Guðmundsson, Axis hús- gögn, BC sýningarhópur FHÍ á Kjarvalsstöðum, Brúnás innréttingar, Desform, Trésmiðjan eldhús og bað, Epal, GKS, Ingvar og Gylfi, Penn- inn og Trésmiðjan Borg. Kynntar verða innréttingar og húsgögn fyrir stofnanir og heimili og hafa hönnunardagar oft skilað sér í viðskiptasamböndum. íslensk skrifstofuhúsgögn hafa haldið markaðshlutdeild sinni, skv. upplýsing- um frá Samtökum iðnaðarins, meðan aðrar greinar hafa dregist sam- an í samanburði við innflutning. Þá hefur innlend framleiðsla unnið á á innréttingamarkaði með vaxandi markaðshlutdeild undanfarin ár. hke m Nýr tónn í eldhúsið komið að húsgögnin minna mjög á sjöunda áratuginn. Auglýsinga- teiknara hjá Sjöunda himni fannst þau minna á ameríska fjölskyldu að horfa á þátt Ed Sullivan og nafnið festist strax við hann,“ seg- ir Kristinn. Aðspurður hvort heitið eigi ekki að vera íslenskt segir Kristinn að hann sé fyrst og fremst að hanna fyrir erlendan markað og hafi kynnt umrædd húsgögn í Þýskalandi nýverið. „Sjöundi áratugurinn hefur ver- ið áberandi að undanförnu og maður verður ósjálfrátt fyrir hug- hrifum sem skila sér síðan í formi og litum.“ Sófinn er heilbólstraður með strýtulöguðum mahoní-fótum og rauðu áklæði með rússkinsá- ferð. Gólfið í kartöflugeymslunum var steypt í síðustu viku og segir Kristinn hugmyndina þá að hafa rökkur, botnlýsa sýningargripina og spila óhefðbundna tónlist. Gallerí í kartöflu- geymslu KRISTINN Brynjólfsson hús- gagnahönnuður sýnir sófa og stól undir nafninuHerra Ed, eða Mr. Ed í nýju gall- eríi sem Des- form opnar fyrir íslensk húsgögn í Ártúns- brekku í dag. Galleríið er til húsa þar sem áður voru kartö- flugeymslur Reyk- víkinga. „Nafnið á Herra Ed er þannig til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.