Morgunblaðið - 18.04.1997, Page 4

Morgunblaðið - 18.04.1997, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Á NORÐURHJARA Morgunblaðið/RAX Á ÍSBJARNAVEIÐUM. Grænlenskir sleðahundar eru vel aðlagaðir kulda norðurhjarans, þola mikið frost og geta farið yfir 150 km vegalengd dag eftir dag. Þeir geta hlaupið á yfir 30 km hraða í heila klukkustund. Hundarnir venjast fljótt á að sofa utandyra. Vísbendingar um samstarf manns og hunds eru 14 þúsund ára gamlar. Hvítabjörninn er með svarta húð, snæhérínn með „snjó- þrúgur“ og hreindýr loðið á snoppunni, hvers vegna? Gunnar Hersveinn fræddist af Páli Hersteinssyni um hvernig spendýrum á norðurslóðum tekst að aðlagast kuldanum og fæðunni með snjöllum úrræðum. Qg FORFEÐUR spendýra á norður- slóðum aðlöguðust breyttum að- stæðum við upphaf jökulskeiðs, J önnur spendýr dóu út eða fluttust Ui sunnar á jarðarkringlunni. Aðlög- O. un nútímaspendýra að heim- skautaveðráttu er í mesta lagi tveggja milljón ára gömul og Dyggist fyrst og fremst á tvennu: Ein- angrun til að veijast varmatapi og breytingum vegna fæðuframboðs á heimskautasvæðinu. Undur veraldar! Páll Hersteinsson, prófessor við líf- fræðiskor Háskóla íslands, ritaði dokt- orsritgerð um rannsóknir sínar á ís- lenska refnum fyrir nokkrum árum. Hann segir að ef undir lok jökulskeiðs hér hafi fugl orpið sé hugsanlegt að tófan hafi verið á íslandi í 12 þúsund ár. Páll flutti nýlega erindi um spen- dýr á norðurslóðum í fyrirlestraröðinni Undur veraldar á vegum Raunvísinda- deildar Háskólans og Hollvinafélags hennar. Meðal dýra sem hann fræddi fólk um var áðurnefnd tófa, hreindýr, snæhéri, hvítabjörn, rauðrefur, gaup- an, hvítúlfur og loðfíll. Hér verður stikl- að á völdum atriðum úr fyrirlestri Páls, en þess má geta að í haust verður gefin út bók með allri fyrirlestraröð Raunvísindadeildar. Varnir gegn kulda Feldur dýranna á norðurhjara er samsettur úr tvenns konar hárum, vindhárum (tog) og þeli. Vindhárin eru vörn gegn regni og eru einskonar burð- argrind fyrir þelið, en hlutverk þess er að vera nokkurs konar loftgildra en kyrrstætt loftið í þelinu einangrar húð- ina frá kulda andrúmsloftsins. í húð- inni eru litlir vöðvar tengdir vindhár- unum til að dýrin geti annaðhvort látið vindhárin standa beint út, en það eyk- ur einangrunargildið, eða liggja niðri að húðinni sem minnkar einangrunar- gildið. Það er fleira einangrandi en feldur- inn. Mörg norðurhjaradýr safna miklu spiki fyrri hluta vetrar og er það að hluta til forðanæring sem dýrin ganga á, eftir því sem líður á veturinn eða þegar mikið er að gerast í einkalífinu. Spikinu safna dýrin víða um líkamann en mest er af því í kviðarholinu og undir húð á búknum og gegnir forða- næringin því einnig hlutverki einangr- unar. Litur margra norðurhjaradýra er vel aðlagaður umhverfi sínu. Þegar sólarljós fellur á feld dregur hann í sig hluta orkunnar svo hann hitni en endurkastar öðrum hluta. Sólar- orkan í feldinum breytist í hitabylgjur sem annaðhvort berast aftur frá dýrinu eða inn að húðinni og verma hana. Er gott ráð að vera smár? Ætli spendýrunum á norðurhjara sé ekki kalt á fótunum? Nei, frumurnar í húðinni þola að fara niður undir frost- mark. Mótstraumsvarmaflæði í fótun- um er fólgið í því að slagæðar sem bera heitt súrefnisríkt blóð frá hjartanu út í húðina á fótunum, fléttast innan um bláæðarnar sem bera súrefnisskert og kalt blóð frá húðinni. Þetta táknar að slagæðablóðið kólnar áður en það kemur út í húðina í stað þess að geisla hitanum út í loftið, og bláæðablóðið hitnar áður en það fer til hjartans. Hitastigullinn í fótleggjunum getur því verið mjög brattur. Hitastig bláæða- blóðsins sem kemur frá þófanum á heimskautaúlfi hækkar þannig um 20 gráður á celsíus á aðeins 8 mm leið. Hér er um ómetanlega aðlögun að kulda að ræða. Þegar orka er af skornum skammti komast sparneytnustu dýrin best af og eru líklegri til að koma eiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar en hin orkufrekari. Minni dýr tapa varma hlutfallslega hraðar en þurfa minna að éta. Regla Bergmanns um að kyn- þættir dýra með heitt blóð séu að jafn- aði stærri á norðlægum slóðum en kynþættir sömu tegunda á suðlægari slóðum á norðurhveli jarðar, á aðeins við sunnan 65. breiddargráðu, en þetta virðist snúast við þar fyrir norðan. Páll telur að ef dragi til annarrar ísaldar eigi norðurhjaradýrin sennilega ágæta framtíð fyrir höndum, en að framtíð þeirra geti verið í hættu fari að hitna til muna, því þá breytist gróð- urfar og suðlægari tegundir spendýra muni þrengja að þeim. ■ • SNÆHÉRINN er alhvítur á veturnar en brúnleit- ur á sumrin. Hann er ekki svartur í útfljólubláu (jósi eins og hreindýrið og hvítabjörninn. Ef til vill tilviljun, ef til vill ekki. Snæhérar og tófur eru lítt hrifin af að synda að vetrarlagi og geta ekki nýtt sér útfjólublátt ljós til að ylja sér á eftir. Norður-ameríski snæhérinn sem kallaður er „snjó- þrúguhéri" (snowshoe hare) ber nafn með rentu því helst má líkja afturfótunum við snjóþrúgur, en það gerir honum kleift að „fljóta“ ofan á snjónum þar sem jafnþungur brúnhéri myndi sökkva. Það er engin spurning að snjóþrúguhérinn hefur oft bjargað sínu litla Iifi undan helsta óvini sínum gaupunni með því að fUóta ofan á snjónum. Gaupan hefur á hinn bóginn brugðist við með því að þróa stærri loppur en gengur og gerist með önnur rándýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.