Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 8
SKVASS KORFUKNATTLEIKUR Olympiakos og Barce- lona mætast í úrslitum Reuter ALEXANDER Djordjevic, hinn frábærl leikmaður Barcelona, gerðl út um leik- Inn gegn Vllleurbanne í fyrrakvöld og kom llðinu í úrslit. Hann leikur hér fram- hjá Remi Rippert í þeim leik. Olympiakos frá Grikklandi og Barcelona frá Spáni leika í dag til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í körfuknattleik. Olympiakos tryggði sér sæti í úrslitum keppninnar í þriðja sinn á fjórum árum með því að vinna Ljubljana frá Slóveníu 74:65 í undanúrslitum í Róm í fyrra- kvöld. Leikstjórnandinn David Ri- vers, sem lék áður með Lakers í NBA-deildinni, átti mjög góðan leik fyrir gríska liðið og gerði 28 stig. í hinum undanúrslitaleiknum sigr- aði Barcelona franska liðið Villeur- banne 77:70. Leikurinn var lengst af jafn og hafði Villeurbanne yfir 63:62 þegar innan við fimm mínútur voru til leiksloka. Serbinn Sasha Djordjevic sá síðan um að gera út um leikinn fyrir Barcelona, en hann gerði alls 17 stig í leiknum. Brian Howard og Delaney Rudd gerðu 20 stig hvor fyrir franska liðið. Bæði Barcelona og Olympiakos hafa komist svo langt áður, en hvor- ugu hefur tekist að sigra í úrslitum. Það er því ljóst að nýtt nafn verður grafið á bikarinn eftirsótta. Olymp- iakos tapaði í úrslitum 1994 og aft- ur ári síðar og í fyrra tapaði Barcel- ona fyrir Panathinaikos með einu stigi, en Olympiakos sló landa sína út í átta liða úrslitum í ár. Serbinn Dragan Tarlac hjá Olymp- iakos er án efa einn besti framheiji í Evrópu og er talið mjög líklegt að hann leiki með Chicago Bulls í NBA á næstu leiktíð. Hann mun reynast Spánveijum erfíður í dag. Panayotis Fasoulas er stundum kallaður „kóngulóin" vegna þess hversu handleggjalangur hann er. Hann tekur mikið af fráköstum og hefur staðið sig vel í vetur þótt ung- ur sé. George Sigalas er líklega besti varnarmaður Evrópu, en hættir til að fá fullmikið af villum. Hann er ágæt þriggja stiga skytta og getur unnið leiki upp á eigin spýtur. Sömu sögu er að segja af David Rivers, Ieikstjórnanda Olympiakos. Hann getur skorað grimmt og á frá- bærar stoðsendingar. Honum hættir þó til að skjóta í tíma og ótíma og hann á það til að vera nokkuð latur í vörninni. Helsta von Barcelona er Serbinn Aleksander „Sasha“ Djordjevic, sem gekk til liðs við félagið í janúar. Hann á jafnan margar stoðsendingar og er snöggur að skjóta ef svo ber undir. Litháinn Arturas Karnishovas er ágæt skytta en hefur ekki náð að sýna hvers hann er megnugur þegar virkilega reynir á. Fyrirliðinn Andres Jimenez hefur verið fimm sinnum í úrslitakeppninni og langar örugglega mikið til að lyfta bikarnum góða. Hann er skot- bakvörður sem hefur einnig tekið að sér leikstjórahlutverkið vegna meiðsla annarra leikmanna. Sterkur í að bijótast upp að körfunni og skora. Nokkur lið í NBA hafa áhuga á Roberto Duenas, hinum hávaxna miðherja Barcelona. Hann þykir óvenju snjail með knöttinn, miðað við svo hávaxinn leikmann. FIMLEIKAR Gerpla meistari í tromp- fimleikum GERPLA varð nýlega íslands- meistari í trompfimleikum. Mót- ið var haldið í iþróttahúsi Fylk- is í Arbæ. Níu lið tóku þátt i mótinu sem yar í umsjón fim- leikadeildar Ármanns. iv- * 't & 'w'í! EM í Óðinsvéum Tapí fyrstu tveimur en... Stefán Stefánsson skrifar frá Óðinsvéum Islenska skvasslandsliðið náði ekki, þrátt fyrir góða viðleitni, að vinna lotu í fyrstu tveimur leikj- um sínum á Evrópu- mótinu sem fram fer í Óðinsvéum í Dan- mörku, enda mót- heijamir mun hærra skrifaðir í skvassheiminum. ísland er í riðli með Belgíu, írlandi og Portúgal og lék í gær við tvö fyrst- nefndu löndin. Fyrri leikurinn var við Belga sem allir eru hálfatvinnumenn í íþrótt- inni og urðu í 12. sæti á síðasta EM. Arnar Arinbjarnar tapaði fyrsta leiknum 9:2, 9:0 og 9:1, en tókst að vinna margar uppgjafir. Magnús Helgason átti næsta leik og tapaði 9:1, 9:1 og 9:0. Kim Magnús Nielsen, besti skvassari íslands, lék þriðja leikinn og byrjaði mjög vel. Hann komst í 6-2 í fyrstu lotu en þá tók besti maður Belga, Bert van Dominick, til sinna ráða, vann næstu sjö bolta og lotuna 9:6. Aðra lotu vann hann 9:0 og þá þriðju 9:1. Albert Guðmundsson tapaði síðasta leiknum 9:2, 9:0 og 9:3. írar urðu í 14. sæti á EM í fyrra en hafa bætt sig verulega síðan þá enda eru allir leikmenn liðsins at- vinnumenn. Hilmar H. Gunnarsson átti fyrsta leik og eftir mikið sprett- hlaup tapaði hann 9:2, 9:2 og 9:1. Magnús tapaði einnig þrátt fyrir góða viðleitni, 9:4, 9:0 og 9:3. Kim Magnús fékk litlu ráðið gegn Derek Bryant, sem er sautjándi á heims- listanum og tapaði 9:1, 9:0 og 9:0. Síðasta leiknum tapaði Albert 9:0, 9:1 og 9:0. íslendingar leika við Portúgal í dag, en portúgalska liðið varð í 20. sæti á EM í fyrra. Þar sem Portú- galar töpuðu öllum lotum sínum gegn Belgíu og írlandi í gær og sáu vart til sólar, eru möguleikar á fyrsta sigri íslenskra skvassmanna einna helstir gegn þeim. Portúgalar eru þó sýnd veiði en ekki gefin og ljóst að hafa verður mikið fyrir sigr- inum, ef hann á að nást. Gerpla sendi fjögur lið til keppni og sigraði liðið Gerpla P1 sem hlaut 25,15 stig. Félagið átti einnig liðið í öðru sæti, Gerpla P2, sem hlaut 24,05 stig og síðan var Sljarnan í þriðja sæti með 22,35 stig. Verðlaun voru einnig veitt fyrir bestan árangur í gólfæfingum. Þar voru stúlkurnar úr Gerplu P1 hlutskarpastar eins og í saman- lagðri keppni með 8,90 stig. Hópur frá Armanni varð í öðru sæti með 7,95 stig og í þriðja sæti var Gerpla P2 með 7,85 stig. Sigurlið Gerplu er á mynd- inni: Arna Þórey Þorsteinsdótt- ir, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Erla Agnes Guðbjömsdóttir, Heiða Steinunn Ólafsdóttir, Helga Bára Bartels Jónsdóttir, Hildur Pála Gunnarsdóttir, Jó- hanna Rósa Agústsdóttir, Saskia Freyja Schalk, Sólveig Jónsdótt- ir, Sunna Guðný Pálmadóttir og Svetlana Makarycheva. Þjálfar- ar hópsins era Svetlana Mak- arycheva og Hlíf Þorgeirsdóttir. KNATTSPYRNA Stoichkov játar sig sigraðan Segirvonir Barcelona um spænska meistaratitilinn engaren liðið verði að komast í úrslit Evrópukeppni bikarhafa - annars bíði leikmanna þess „vítisvist" til loka júní HRISTO Stoichkov, hinn búlgarski framherji spænska knatt- spyrnuliðsins Barcelona, segir Ijóst að liðið geti engar vonir gert sér lengur um að standa uppi sem Spánarmeistari þeg- ar keppnistímabilinu lýkur í júni. Barcelona er nú tíu stigum á eftir Real Madrid þegar átta umferðir eru eftir. Við erum búnir að tapa deild- inni og leikmenn Madrid hljóta nú að hlæja að okkur. Oll Katalónía varð vitni að því þegar við köstuðum möguleikum okk- ar út um gluggann þegar við vorum aðeins fjórum stigum á eftir Madrid,“ sagði Stoichkov í samtali við dagblaðið E1 Pais. Stoichkov sem er maður ágæt- lega orðheppinn, einnig á spænskri tungu, sagði ljóst að leikmanna biði „vítisvist“ næðu þeir ekki að sigra í seinni leiknum gegn ítalska liðinu Fiorentina í Evrópukeppninni - sem einmitt fer fram í kvöld - en Barcelona náði aðeins að gera jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli sínum, Camp Nou. „Við einfaldlega megum ekki tapa þeim leik. Þá þurfum við að bíða fram til 28. júní eftir úrslitaleiknum í bikar- keppninni. Sú bið yrði sannkölluð dvöl í biðsal helvítis,“ bætti hann við. Bobby Robson, hinn enski þjálfari Barcelona, hefur sætt harðri gagnrýni á þessari leiktíð en Stoichkov lýsti yfir fullum stuðningi við hann. „Menn ættu að sýna störfum hans fulla virð- ingu. Án framlags hans værum við ekki komnir í úrslitin í bikar- kepj>ninni.“ A Spáni líta menn almennt svo á að Barcelona hafi endanlega kastað frá sér öllum vonum um meistaratitilinn í ár er liðið tapaði í sl. viku fyrir Valladolid á útivelli. Erfiðleikar Barcelona eru ekki þar með upp taldir. Mikil óvissa ríkir nú í herbúðum liðsins og eins víst að lykilmenn á borð við fyrirliðann, Guardiola, framheij- ann Figo og Ronaldo, marka- hæsta mann spænsku fyrstu deildarinnar, fari frá félaginu í lok þessa keppnistímabils. Ásgeir Sverrisson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.