Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 1
 SKOGRÆKT OG UMHVERFISVERND PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 blaðU Morgunblaðið/RAX Ávarp forseta íslands i. NYLANDVORN EGAR íslendingar fögn- uðu hálfrar aldar afmæli lýðveldis með þjóðhátíð á Þingvöllum 17. júní 1994 sam- þykktu fulltrúar ríkja heims á vettvangi Sameinuðu þjóðanna Sáttmála gegn eyðimerkurmynd- un, aðgerðaskrá til að veijast gróðureyðingu og jarðvegsrofí. Sameinuðu þjóðirnar hafa síðan ár hvert lýst 17. júní dagjarðvegs- verndar. Sigurdagur í sjálfstæðis- baráttu okkar íslendinga er orðinn að heitstrengingardegi mannkyns alls. Ættjarðarást var sú tilfinning sem heitust bjó í brjósti þeirra sem í upphafi þessarar aldar nefndust Landvarnarmenn. Þeir hófu á loft ýtrustu kröfur um sjálfstæðan rétt íslendinga og áður en öldin var hálfnuð rættist draumur þeirra með lýðveldisstofnun á Þingvöllum. Lífshugsjón þeirra var að ís- landi væri einungis borgið í hönd- um okkar sjálfra. Undrun og von- brigði yrðu sannar- lega viðbrögðin væri allt þetta góða fólk nú á lífi til að nema þá staðreynd að á ævitíma einnar kyn- slóðar er ættjörð okk- ar orðin að mesta eyðimerkursvæði álf- unnar. ísland er nú meðal þeirra ríkja þar sem landgæði hafa rýrnað hvað mest. Samkvæmt mælik- vörðum hins alþjóð- lega sáttmála um vamir gegn eyði- merkurmyndun er landeyðing tal- in vera pvipmót um 40% af flat- armáli íslands. Þótt jöklar, ár, vötn og hæstu fjöll væru undan- skilin er alvarlegt jarðvegsrof sú ásýnd sem blasir við á rúmlega helmingi landsins. Skýrsla Land- græðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins um jarðvesgrof á íslandi felur í sér alvarleg- ustu viðvörun sem ís- lensk þjóð hefur feng- ið á síðari áratugum. Með hjálp gervi- hnattamynda, nýj- ustu upplýsingatækni og rannsóknaaðferða sem þróaðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi hafa vísinda- menn okkar íslend- inga fært þjóðinni nákvæm kort um ástand landsins, hverrar sýslu, hvers hrepps. Niðurstöðurnar sýna að jarð- vegsrof á íslandi er með því mesta sem gerist á jörðinni allri utan þurrkasvæða. Við eru í hópi þeirra þjóða sem á þessari öld hafa leikið eigin ættjörð verst. Sú staðreynd er í hrópandi mótsögn við sjálfsímynd íslend- inga. Samt verður hún ekki umflú- in. Við erum óðfluga að breyta æ stærri hlutum íslands í eyðimörk. Þegar sumri er heilsað að góð- um og gömlum sið og við hlökkum til hlýindanna sem í hönd fara er hollt að hugleiða baráttu gróðurs- ins við eyðingaröflin, stórvirka sveit þar sem við sjálf förum fremst. í árdaga þessarar aldar glæddu Landvarnarmenn baráttuna fyrir sjálfstæði íslendinga nýjum þrótti. Þær kynslóðir sem nú byggja ísland mega ekki skila ættjörðinni í hendur þeirrar næstu svo illa til reika að hún sé í alþjóðlegum sátt- málum úrskurðuð helsta eyðimörk álfunnar. í lok aldarinnar er því brýnt að við íslendingar sameinumst um að hefja á kröftugan hátt nýja landvörn. Herra Ólafur Ragnar Grímsson Vor í dumbungnum eru tveir menn í dökkbláum peysum að setja niður kartöflur Sjórinn dunar við sandinn skammt fyrir neðan Hestur hneggjar í hólfí og á bak við mennina er gamli kartöflukofinn torfhlaðni, svartur af sinubruna Hann bíður þolinmóður Uppskerutíminn er hans tími Gyrðir Eliasson, úr ljóðabókinni Indíánasumar 1996. f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.