Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 D 3 ROFABORÐ - eru sú rofmynd sem flestir veita athygli á ferð um landið. Þó eru þau alls ekki sú rofmynd sem algengust er (samtals á um 8.800 km2). Þau hörfa alla jafna n\jög hægt, eða einhverja cm á ári. Á rofabarðasvæðum getur lengd rofabarð- anna numið tugum km á hverjum ferkílómetra lands, og því get- ur rofið verið mikið þegar á heildina er litið enda þótt hvert barð hörfi hægt. MELAR - Dæmi um rofmynd sem telst til auðna eru melar. Þeir eru algengir á um 25.000 km2 lands, og víða eru þeir afleið- ing rofs sem rekja má til beitar, sérstaklega á láglendi. Melar með sendnu undirlagi („sandmelar") eru einnig algengir. Auðvelt er að græða upp mela og margir þeirra gróa upp af sjálfu sér fái þeir frið. Þannig hafa holtin umhverfis Reykjavík gróið upp eftir að þau voru friðuð. Mestu skiptir að gróðurlendi sé þróttmikið á svæðum þar sem áfalla er að vænta sök- um eldgosa og sandfoks. Hugum að úrlausnum Kortlagning á jarðvegs- rofi er forsenda fyrir for- gangsröðun og skipulagi landgræðsluaðgerða. Með þeim gögnum um jarðvegsrof sem nú hafa verið birt er einnig fenginn grunnur sem nýta má til að stýra beit og móta stefnu um friðun verst fömu svæðanna. En rann- sóknirnar leiða ekki aðeins í ljós þau svæði sem verst eru farin vegna jarð- vegsrofs, heldur einnig þau sem vel eru gróin og lítið rof á sér stað. Sem dæmi um svæði þar sem jarðvegsrof er lítið má nefna V-Húnavatnssýslu, sem raunar hefur nokkra sérstöðu að þessu leyti, en einnig mörg svæði á Vest- urlandi, á Austurlandi og á Norð- austurlandi. Mörg þessara svæða eru vel fallin til sauðfjárræktar, og því sýnist rökrétt að hlúa að henni á þessum svæðum, en huga þess í stað að öðrum kostum þar sem landið er ekki fallið til sauð- fjárbeitar. Fullljóst er að sauðijárbeit hefur víða ríkjandi áhrif á ástand lands- ins og er jafnframt eini þátturinn sem maðurinn getur stjórnað. Hrossabeit er í auknum mæli tek- in að spilla landkostum. Tími er til kominn að beina umræðum um jarðvegsrof frá deilum um það hve stóran þátt sauðkindin hefur átt í hnignun íslenskra vistkerfa. Mestu KÁPA bókarinnar Jarðvegsrof á íslandi. í henni er að finna ítar- legt yfirlit um jarðvegsrof á ís- landi, fjallað er um hvern hrepp landsins og tekin afstaða til ástands þeirra með tilliti til jarð- vegsrofs. Bókin fæst hjá Land- græðslu ríkisins og í bókaversl- unum Máls og menningar, Ey- mundsson og Bóksölu stúdenta. Verði hennar er stillt í hóf. varðar að huga að áhrifum nýting- ar á núverandi ástand landsins og haga henni eftir landkostum. Til þess liggja nú fyrir gögn er lúta að jarðvegsrofi sem auðvelda skipulag landnýtingar. Höfundur erjarðvegsfræðingur lyá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Með þeim gögnum um jarðvegsrof sem nú hafa verið birt er einnig fenginn grunnur sem nýta má til að stýra beit og móta stefnu um friðun verst förnu svæðanna. JARÐSIL - Þar sem rofsár myndast í grónar hlíðar er hætta á ferðum, því þá kemst rennandi vatn að jarðveginum. Jarðsil er samnefnari fyrir slík rofsár og ummerki um eiginlegt jarðsil sem verður við það að jarðvegur sigur hægt og sígandi niður hlíðar er jarðvegurinn frýs og þiðnar á víxl. Jarðvegi í hlíðum er nýög hætt við rofi, og margar hlíðar landsins hafa misst gróðurkápuna. orhmfur SKÓGRÆKTARDAGBÓK Dagbók skógræktarmannsins er nauðsynleg öllum þeim sem vilja hafa góða yfirsýn yfir gróðursetningu og ræktun garða og skóga. Bókin er sniðin að þörfum sumarbústaða-og garðeigenda. Hluti andvirðis bókafinnar er þinn styrkur til Skógræktarfélags íslands. Fæst í öllum helstu bóka-og blómaverslunum. SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS Heildsöludreifing:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.